Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1984 Utanríkisráðherra um bandarísku sendinefndina: „Er hér fyrst og fremst til að kanna aðstæðuru „NEI, ég tel þad nú ekki,“ sagði Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, er blm. Mbl. innti hann eftir því í gærkvöldi hvort eitthvað nýtt hefði komið fram í viðræðum hans við bandarísku sendinefndina, sem kom hingað til lands á sunnudag og ræddi í gær við ráðherra og fulltrúa ís- lensku skipafélaganna vegna ís- Svifdreka stolið SVIFDREKA var stolið aðfaranótt laugardagsins 14. júlí sl. frá húsi við Snorrabraut í Reykjavfk. Svifdrekinn er keppnisdreki af fullkomnustu gerð, mjög hrað- skreiður og vandmeðfarinn. Að sögn eiganda drekans er þjófnaður þessi gjörsamlega til- gangslaus, og gæti einungis leitt af sér stórslys fyrir þá sem reyna að koma honum á loft án þess að búa yfir þeirri þjálfun og kunnáttu sem til þarf til að stjórna slíku loftfari. Svifdrek- inn var í sex til sjö metra löng- um svörtum pakka, með breiðum rauöum röndum á endunum. Sjálfur drekinn er hvítur að ofan og gulur og hvitur að neðan. Þeir sem kunna að hafa orðið drekans varir, eða séð til grunsamlegra ferða manna með sex metra langan stranga á milli sín, eru beðnir um að láta lögregluna vita, eða f sfma 15422. Eins vill eigandinn beina þeim tilmælum til þeirra sem hér eiga hlut að máli að láta vita hvar drekinn er niðurkominn og gera ekki til- raun til að setja hann á loft, vegna þeirra eigin öryggis. Norðmenn senda svar NORÐMENN sendu loks f gær svar til utanríkisráðuneytisins vegna mótmæla íslendinga við loðnuveiðiheimild þeirra við Jan Mayen fyrir nokkru. Fengu Danir heimild til þess að veiða 20.000 tonn á svæðinu við eyna. Að sögn Geirs Hallgrímssonar, utanríkis- ráðherra, barst svarið svo seint f gær, að ekki hafði enn unnist tími til þess að skoða það ofan í kjöl- inn. Verður væntanlega frá því skýrt í dag. landssiglinga bandaríska skipafélags- ins Rainbow Navigation. „Þessi nefnd kom hingað til lands að tilhlutan George Shultz, utanríkisráðherra, og Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra, eftir samtöl mín við þá og er hér fyrst og fremst til þess að kanna allar aðstæður og glöggva sig á því hvað megi verða til lausnar þessu máli,“ sagði Geir ennfremur. „Þetta gengur ekkert," sagði Björgólfur Guðmundsson, forstjóri Hafskips, er blm. hitti hann að máli, þar sem hann var að ganga af fundi með bandarísku sendinefnd- inni í gær. „Við viljum ekkert um viðræðurnar segja fyrr en á morg- un,“ sagði oddviti nefndarinnar, Martin Wenick, frá utanríkisráðu- neytinu bandaríska. Bandaríska viðræðunefndin átti einnig fund með fulltrúum Eim- skipafélags íslands í gær. Krani í vanda Morgunblaðið/Árni Sæberg Stór krani frá Köfunarstöðinni átti f erfiðleikum hjá nýju brúnni við Grafarvog síðdegis á laugardag, er ljósmyndara Morgunblaðsins, Árna Sæberg, bar þar að garði. Kraninn, sem verið var að færa af pramma, féll niður í lausum kantinum og lenti afturhluti hans á prammanum svo að allt stóð fast. Blés ekki byrlega um hríð, en um síðir tókst að ná krananum upp, óskemmdum, og vinna hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Ráðstefna Samtaka nautgriparæktarmanna á Norðurlöndum: Offramleiðsla nautgripaafurða er vandamál í öllum löndunum OFFRAMLEIÐSLA á mjólk og nautgripakjöti er vandamál á öllum Norður- löndunum og eru aðgerðir til framleiðslustjórnunar ýmist komnar á eða eru í undirbúningi f öllum löndunum. Þetta kom fram á ráðstefnu Samtaka nautgriparæktarmanna á Norðurlöndum (NÖK) sem þessa dagana stendur yfir á Laugarvatni. Framleiðslumál og framleiðslu- takmarkanir eru aðalefni ráðstefn- unnar. Á sunnudag gáfu fulltrúar allra landanna yfirlit yfir stöðu mála í hverju landi fyrir sig. Magn- ús B. Jónsson, skólastjóri Bænda- skólans á Hvanneyri, var framsögu- maður af fslands hálfu. Sagði hann f samtali við blaðamann Mbl. að eftir flutning framsöguerinda hefðu spunnist mjög fjörugar umræður og væri greinilegt að vandamálin væru þau sömu á öllum Norðurlöndunum; möguleikar væru til framleiðslu mun meiri mjólkur og nautgripa- kjöts en innlendir markaðir tæku við en möguleikar til framleiðslu til útflutnings væru ekki til staðar við þær aðstæður sem væru f þessum löndum. Magnús lýsti stöðunni f einstök- um löndum þannig; f Finnlandi hef- ur verið offramleiðsla um langt skeið. Þar hefur verið reynt að draga úr framleiðslunni með hvatn- ingu til bænda um að þeir gerðu það af frjálsum vilja. Það hefur ekki tekist og hafa Finnar nú ákveðið að taka upp verðskerðingu á mjólk frá og með 1. janúar nk. Verður greitt fullt verð fyrir mjólkurframleiðslu allt að 30 þús. lítra en verðið fyrir framleiðslu umfram búmark verður skert um allt að helming. Mjólkur- framleiðslan í Svíþjóð var í jafn- vægi fram til ársins 1982. Árin 1982 og sérstaklega 1983 varð framleiðsl- an hins vegar mun meiri en neyslan og eru Svíar nú með í undirbúningi herferð til að hvetja bændur til að draga úr framleiðslunni en án þess að setja upp sérstakt kerfi til þess. f Noregi hefur lengi verið bón- uskerfi; bændur hafa verið verð- launaðir fyrir að draga úr fram- leiðslu. Það dugði á meöan þrýst- ingurinn til aukinnar framleiðslu með stækkun búa var ekki mikill. f ársbyrjun 1983 tóku Norðmenn upp verðskerðingarkerfi á mjólkur- framleiðsluna. Þar er offramleiðsla á nautgripakjöti einnig verulegt vandamál. Norðmenn hafa þann hátt á að vera með svokallað fljót- andi búmark, þ.e að búmarkið er reiknað út frá framleiðslu þriggja ára á undan framleiðsluárinu og getur því breyst árlega. Hafa komið fram raddir um að þetta kerfi hafi gagnstæð áhrif, þ.e. að það verki framleiðsluhvetjandi, og er þetta umdeilt fyrirkomulag. Danir eiga aðild að Efnahags- bandalagi Evrópu og er þeirra offramleiðsluvandamál því hluti ai landbúnaðardæmi EBE. f ár hefui Dönum verið gert að draga úr fram- leiðslunni um 6,7%. Það þýðir að þeir mega framleiða 350 milljónir lítra af mjólk sem þeir deila út eftir framleiðslunni á síðasta ári, með ýmsum undantekningum að vísu Bændur fá fullt verð fyrir fram- leiðslu upp að búmarki en ekkert fyrir framleiðslu umfram búmark. Fjármálaráðherra: Hlutur ríkisins í bensínverði of stór „Hlutdeild ríkisins er að mínu mati allt of mikil, en hún er sam- kvæmt fjárlögum. Tekjuhlið fjárlaga gerir ráð fyrir að þessi upphæð, sem rennur til ríkissjóðs, fari þangað og þó mitt mat sé það að hlutdeild ríkis- ins eigi að vera minni þá eru þetta nú einu sinni samþykkt fjárlög," sagði Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra er blaðamaður Morg- unblaðsins innti hann eftir áliti hans á hlutdeild ríkisins I útsöluverði bensíns. Staðfestingargjald á námssamningum ætlað til eflingar á fræðslustarfí: Er fjármimimum varið til að ófrægja stétt iðnmeistara? Málið enn ekki tekið til umfjöllimar, segir Stefán Ó. Jónsson hjá menntamálaráðuneytmu MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU hefur borist bréf frá meistara- félagi hárskera, þar sem hárskerameistarar fara þess meðal ann- ars á leit við ráðuneytið að það beiti sér fyrir athugun á því hvernig Iðnnemasamband íslands ráðstafar því fé sem það hefur af staðfestingargjöldum vegna námssamninga. Samkvæmt ákvæðum í reglu- gerð um iðnfræðslu skal ákveðið gjald tekið af samningsaðilum (nema og meistara eða iðnfyrir- tæki) við staðfestingu iðnfulltrúa og Iðnfræðsluráðs á námssamn- ingum. Gjaldi þessu, sem nemur 1,5% af fyrsta árs launum raf- virkjanema, skal varið til efl- ingar á fræðslustarfi á vegum Iðnnemasambandsins um iðn- fræðslu. í bréfinu frá meistarafé- lagi hárskera segir meðal annars að „miðað við reynslu síðustu missera virðist sem tíma starfs- manna og stjórnar Iðnnemasam- bandsins, og þar með fjármunum þess, sé varið í starfsemi sem á ekkert skylt við eflingu fræðslu- starfs meðal iðnnema um iðn- fræðsluráðgjöfina". Þá segir að félagið telji það í hæsta máta óeðlilegt að hárskerameistarar taki þátt í því að fjármagna ófrægingarherferðir iðnnema á hendur sér eða annarra iðnmeist- ara, en meistarar eða iðnfyrir- tæki greiða % hluta gjaldsins sem á að renna til eflingar fræðslustarfs, en nemar greiða 'A hluta gjaldsins. Morgunblaðið hafði samband við Stefán ólaf Jónsson, deildar- stjóra verk- og tæknimenntunar- deildar menntamálaráðuneytis- ins, vegna bréfsins og þeirra grunsemda hárskerameistara að fjármunum Iðnnemasambands- ins sé ekki varið eins og kveðið er á um í reglugerð um iðnfræðslu. „Málið hefur ekki enn verið tekið til umfjöllunar,“ sagði Stefán. Sagðist hann hafa fengið bréfið 1 hendur fyrir skömmu, en málið yrði að sjálfsögðu athugað gaumgæfilega á næstunni. Kvaðst hann ekki reiðubúinn að úttala sig um málið á þessu stigi, en næsta skref yrði að fara fram á skýrslu frá Iðnnemasamband- inu og gera athugun á þvi hversu nákvæmt eftirlit Iðnfræðsluráð hefði með ráðstöfun þessara fjár- muna. Stefán sagði að ef mennta- málaráðuneyti þætti notkun þessara fjármuna að einhverju leyti óeðlileg, eftir að hafa kann- að málið vandlega, fengi Iðn- nemasambandið áminningu frá ráðuneytinu. — En nú áttir þú stóran hlut í gerð fjárlaga. „Þetta er búið að ganga lengi svona, þetta kerfi er búið að vera lengur en ég er búinn að vera ráðherra." — Kemur til greina við gerð næstu fjárlaga að lækka hlutdeild ríkisins í útsöluverði bensíns, og þá í ljósi þess að stefna Sjálfstæð- isflokksins er að lækka skatta og vegna ummæla þinna hér á und- an? „Við höfum rætt ýmsar leiðir og það er mikið áhugamál samgöngu- ráðherra að hærra hlutfall af verði bensíns renni til vegagerðar, og það eru nokkuð góðar undir- tektir undir það. Málið er að finna leiðir til niðurskurðar á útgjöldum ríkissjóðs á móti, því að ég vil ekki hækka skatta." — Munt þú sem fjármáiaráð- herra beita þér fyrir því að hlutur ríkisins í bensínverði verði lækk- aður? „Ég vil ekki festa mig í svari núna. Þetta er vandamál, sem við erum að glíma við. Útgjöld ríkis- sjóðs eru orðin veruleg og það er mikið vandamál að standa undir þeim kvöðum sem á ríkissjóði hvíla. Fjárlagagerð fyrir næsta ár er að fara af stað og ég get ekki á þessu stigi látið hafa neitt eftir mér sem er áreiðanlegt."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.