Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 17. JÚLl 1984 ? / A / T J F / VtLHJÁLMSSON HF. — og 15 sinnum sprakk á 700 km leið FERÐ norsku hjólreiðamannanna sem hingað komu til þess að hjóla á íslenzkum vegum lykur á Egilsstöð- um í dag, en í gær voru þeir á Reyð- arfírði er Morgunblaðið rsddi við einn fararstjóranna. Létu Norð- mennirnir mjög vel af móttökum öll- um hér á landi og þökkuðu bsði lions-mönnum og lögreglu, sem fylgt hefðu þeim alla leiðina frá Reykja- vík til Egilsstaöa. Eins og áður hefur komið fram er hluti hjólreiðamann- anna fatlaður. Ole Andressen talsmaður hóps- ins sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að almenn ánægja væri meðal Norðmannanna með ferðina alla. Hins vegar hefðu is- lenzkir vegir komið mjög á óvart, þeir hefðu verið verri en þeir hefðu átt von á. Alls hefði sprung- ið 15 sinnum á reiðhjólunum á leiðinni frá Keflavik til Reyðar- fjarðar. Hins vegar hefði veðrið verið mun betra en þeir áttu von á. Norðmennirnir bjuggu sig undir mikið regn og talsverðan vind, en regn hefði verið lítið og stillur. Ole sagði að hann sem dæmi hefði verið með franskt reiðhjól. Raunin hefði verið sú að þetta franska reiðhjól hefði alls ekki verið i stakk búið til þess að kljást við íslenzka vegakerfið og nefndi hann að marga hluti hefði þurft að skipa um í því á þessari ferð, t.d. væri hann kominn með nýtt stýri, svo að eitthvað sé nefnt. Þá hefðu þeir, eins og raunar hefur fram komið, verið með tvö þriggja manna reiðhjól. Þau hefðu reynzt gjörsamlega ónothæf á íslenzkum vegum og hefðu verið höfð á bíl- palli mestalla leiðina. Allir Norðmennirnir hafa hjól- að mestalla leiðina. Vegalengdin sem þeir hafa lagt að baki er nú um 700 km. Ole Andresen kvaðst ekki eiga í fórum sínum nógu mörg lýsingarorð til þess að segja frá móttökunum. Þær hefðu alls staðar verið frábærar og Lions- menn ættu miklar þakkir skildar. Allt skipulag af þeirra hálfu hefði verið með ágætum og þátttakend- unum hefði verið boðið á einka- heimili, sem hefði verið einstak- lega ánægjulegt. Gaman hefði ver- ið að kynnast fólkinu í landinu með þeim hætti. „Við erum jú allir Norðmenn, ekki satt,“ sagði hann og hló við. Sem dæmi sagði Ole að piltur og stúlka hefðu slegist í för með hópnum í Breiðdalsvík og hjólað með honum til Reyðar- fjarðar. Kvaðst Ole vonast til að þetta tiltæki Norðmannanna yki áhuga íslendinga á reiðhjóla- íþróttinni. Hana ætti að vera unnt að stunda hér af kappi, a.m.k. í nágrenni kaupstaðanna, þar sem vegirnir væru mun heppilegri til slíkra iðkana en á landsbyggðinni. Norsku hjólreiðamennirnir koma til Reykjavíkur með flugvél frá Egilsstöðum síðdegis i dag. AFMÆUSTILBOÐ Nú er ár liðið frá því að FIAT Uno! var kynntur hér á landi. Á þessum tíma hefur Uno! selst meira en nokkur annar einstakur bíll á markaðnum. í tilefni þessa hefur verið ákveðið að bjóða Uno! á sérstöku afmælisverði: BASIC kr. 218.000,- á götuna! fííll drsins 1984 Óreiða í bókhaldi Tálknafjarðarhrepps: Sveitarstjórinn hættur störfum SVEITARSTJÓRINN á Tálknafirði hefur hstt störfum í kjölfar athug- unar á fjárreiðum Tálknafjarðar- hrepps. Þegar reikningar hreppsins voru skoðaðir í vetur reyndust þeir ekki stemma. Sveitarstjórinn er ábyrgur fyrir reikningum hreppsins hverju sinni og hstti því störfum í kjölfar athugunarinnar. Ráðningar- samningur hans var til 20. október en hann hstti formlega störfum þann 1. júlí sl. Hann er ekki grunað- ur um fjárdrátt. „Það er ekkert hægt að segja um þetta að svo stöddu, þetta mál er allt í athugun," sagði Sigurður Friðriksson, oddviti Tálknafjarð- arhrepps, í samtali við blm. Mbl. „Verið er að fjölrita reikninga hreppsins og síðan munum við dreifa þeim í hús eins og venja ber til og ræða þá.“ Mbl. hefur eftir heimildum sín- um að kjörnir endurskoðendur i hreppnum hefðu ekki getað komið auga á hvað olli misræminu, en nokkur óreiða mun hafa verið á bókhaldi hreppsins. Þá sé einnig hugsanlegt, að orsökin fyrir mis- ræminu sé grundvallarskekkja í bókfærslunni. Reiðhjólaferð fötluðu Norðmaimanna lýkur í dag: Veður og móttökur frá- bærar en vegir slæmir Smidjuveqi 4, Kóoavoqi. Stmar 77200 - 77202.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.