Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 12
°Í2 MORGUNBLAPIÐ, ÞRIDJUDAGUR 17/JÚLl 1984 „Framtíðin er í tvennum höndum; móður náttúru og ykkar eigin“ Rætt við breska fiskifræð- inginn Raymond Beverton Nýyerið var staddur hér á landi breski fískifræðingurinn Raymond Beverton, prófessor við Uwist CoL lege við Háskólann í Wales. Bever- ton kom hingað til skrafs og ráða- gerða við íslenska starfsbræður sína, en hann er vinsæll fyrirlesari víða um heim og víðkunnur fyrir rann- sóknar- og fræðistörf. Ekki síst fyrir bókina The Dynamics of Exploited Fish Populations, sem kom út árið 1957 og er meðal fiskifræðinga álitin tímamótaverk á sínu sviði. Áður en Beverton tók við próf- essorsembættinu við Wales- háskóla, árið 1980, var hann for- seti Natural Environment and Re- search Council, hinnar ríkis- styrktu náttúruverndarstofnunn- ar í Bretlandi, sem hann átti þátt í að koma á fót árið 1964. Þar áður veitti hann forstöðu Fiskirann- sóknastofnuninni í Lowestoft, stofnun sem gegnir svipuðu hlut- verki og Hafrannsóknastofnunin á íslandi. „Ég hef komið einu sinni til ís- lands áður og þá í fylgd með breskri sendinefnd," sagði Ray- mond Beverton er blm. átti við hann tal stutta stund áður en hann hélt af landi brott. „Það var árið 1959 þegar deilan um 12 mílna landhelgina stóð sem hæst. Siðan hefur mig alltaf langað að koma til íslands aftur undir skemmtilegri kringumstæðum og lét loksins verða af því nú, ásamt konu minni. Ég hef áður kynnst íslenskum fiskifræðingum, m.a. Jóni Jónssyni, Jakobi Magnússyni og Jakobi Jakobssyni á ráðstefn- um erlendis og finnst margt áhugavert vera að gerast í fisk- veiðirannsóknum hér á landi. Sjálfur hef eg ekki verið í beinum tengslum við fiskirannsóknir síð- ustu árin, en ég ritstýri alþjóðlegu tímariti um þær og lít á þessa heimsókn sem kjörið tækifæri til þess að vinna upp vitneskju um það sem hér er að gerast. íslendingar búa við einstaklega góðar aðstæður til þess að ákvarða stærðir stofnanna kringum landið og hafa á að skipa góðum vísinda- mönnum til að gera það. Samhliða ákvarðanataka í kvótamálum hlýtur þó alltaf að vera erfið. Fiskifræðingar geta ekki alltaf haft rétt fyrir sér, frekar en aðrir, en þeir verða að hafa trúnað sjó- manna. í öllum iðnaði þarf að byggja á góðum vísindalegum grunni. En bóndi getur sáð fyrir uppskeru næsta árs og verið nokk- uð viss um hver árangurinn muni verða, a.m.k. veit hann hvar hann getur gengið að uppskerunni. Það á ekki við um sjómenn. Þegar náttúruauðlindir sjávarins eru annars vegar er ekki hægt að haga sér eins og í landbúnaði. Það var t.d. mjög jákvæð ráðstöfun að stækka möskvana í netunum eins og þið gerðuð nýlega. Það ætti að skila sér í aukinni stofnstærð en getur þó þýtt minni veiði í ein- hvern tima. Þannig að i sjávarút- vegsmálum er ekki hægt að setja upp nein „samanburðarréttar- höld“, þar sem uppskera tveggja ára er borin saman og dregnar ályktanir af niðurstöðunum," sagði Beverton. „Þessir hlutir hljóma einfaldir en eru það ekki og það er mun erfiðara að vernda stofna, sem á að halda áfram að veiða næsta ár, en að vernda þá til langframa. Stofnstærð loðnu og sildar má áætla með bergmálsmælingum en það er erfiðara með þorskinn. Það hefur dregið úr vaxtarhraða hans og það hlýtur að skrifast á reikn- ing fæðuskilyrða i sjónum. En ís- lendingar eru afar heppnir að þvi leyti að heilu stofnarnir s.s. karf- inn og loðnan, eyða allri ævinni á íslensku landgrunni og innan lög- sögu, sem Islendingar einir ráða yfir. Það er eitthvað annað en t.d. i Eystrasaltinu, þar sem sjö til átta lönd þurfa að taka afstöðu til aðgerða og allar ákvarðanir eru teknar í Brussel. Og það er erfitt fyrir vísindamenn i einu landinu, að tala við sjómenn í öðru landi og Raymond Beverton: „Fiskifræðingar verða að hafa trúnað sjómanna." (Ljósm. Mbl. Friðþjófur.) segja þeim hvað þeir ættu að gera. Það vandamál eiga íslenskir vis- indamenn ekki við að stríða. En Bretar eyddu tíu árum i rifrildi innan EBE um skiptingu á síldar- stofni, sem nú er lítið sem ekkert eftir af. Ég held að íslendingar séu mjög Birka Ofnfastur steinleir í hæsta gæðaflokki. Sænskt hand- verk eins og það gerist best. Póstsendum Sérhannað hús fyrir kjúklingaveitingastað NÝLEGA flutti kjúklingaveitinga- staðurinn „Kentucky Fried Chick- en“ í nýtt húsnæði að Hjallahrauni 15. Þetta nýja hús er sérstakt að því leyti að það er byggt fri grunni og hannað með það eitt fyrir aug- um að vera matsölustaður og er því engin önnur starfsemi í húsinu. Á staðnum er sérstök þjónusta við þá sem ætla að taka matinn með sér og eru akandi, er þá ekið upp að matseðli sem er fyrir utan húsið og maturinn pantaður þar, en síðan ekið að lúgu þar sem maturinn er afhentur. Eigandi staðarins er Helgi Vilhjálmsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.