Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 15
w>r t.rfn. vr HTIOAnm.amd rrrrtA inyunqow MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JULÍ 1984 Ævar Þorsteinsson, bóndi í Enni, og hryssan Flís, sem er 14 vetra. „Færð engan til að segja hrossatöluna“ „ÉG ER NÚ eiginlega fæddur og uppalinn á hestbaki," sagði Ævar Þorsteinsson, bóndi í Enni í Húna- vatnssýslunni, þegar rabbaö var við hann að Núpi í Laxárdal. Sú jörð er nú komin í eyði, eins og dalurinn að mestu, nema hvað Ævar hefur þar hross sín og reyndar á fleiri jörðum sínum þar um slóðir. Ævar kvað mikið vera um hesta og hross í Langadalnum og þar um kring, þó að þeir bændur væru færri sem ræktuðu hross sem reiðhesta en í kjöt. Hann sagðist hafa sína hesta úti við allan árs- ins hring og sagði þá uppeldisað- ferð hafa reynst sér best. Á sumr- in væru hrossin í Laxárdalnum en heima við á veturna. Kæmu þau eldri þá sjálf heim í Enni, en yngri tryppin þyrfti oftast að sækja. Ævar ræktar og selur hross bæði tamin og ótamin og á öllum aldri, eins og hann komst að orði. Og hvað á hrossaræktarbónd- inn mörg hross? „Ætli þú fáir nú nokkurn stór- bóndann í Húnavatnssýslunni til að segja þér hrossatöluna á sínu búi,“ var svarið og ekki laust við að eilítið glott fylgdi með. „Það er þannig með húnveska bændur sem aðra að þeir segja yfirleitt tölu á öllum sínum dýrum nema hrossunum. Ég get hinsvegar nefnt þér öll mín hross með nafni, en töluna man ég ekki svo glöggt!“ í Enni eru auk hrossa um 450 fjár. „Kindur eru ágætisskepnur," sagði Ævar, „en það er engin dýr jafngaman að hafa eins og hross. Það tekur mörg ár og mikla fyrir- höfn að rækta einn góðan hest, nú stundum tekst það ekki. En takist vel til þá er árangurinn langt um- fram erfiðið. Og þá er gaman að vera hrossaræktarbóndi." Eins og allir sannir hestamenn á Ævar sinn uppáhaldshest, sem er hryssan Gletting, 11 vetra gömul. Á myndinni er hún með folaldi sem hún kastaði þann 22. júní og er undan Gusti 923 frá Sauðárkróki. Einu sinni Húnvetningur, alltaf Húnvetningur, má segja um Sigurbjörn Jakobsson, sem var staddur í Enni. Hann bjó í Húnavatnssýslunni fram á fimmtugsaldur, en fluttist þá til Reykjavíkur. Hefur upp frá því haft það fyrir sið að heimsækja sýsluna sína á sumrin og kvaðst ekki geta hugsað sér að láta árið líða án þess að heimsækja bernskuslóðirnar og gerast sveitamaður um stund. Með honum á myndinni eru þeir feðgar Ævar Þorsteinsson og Jósteinn Ævarsson. LANDSSMIÐJAN Slipivélar Hersluvélar og fjöldi annarra tækja. Hefnrdn skoóad skáosura bj& axis ? Vantar skáp í barnaherbergið, forstofuna eða svefnherbergið? Þá kemur þú til okkar, við eigum flestar breiddir og hæðir þannig að þú getir nýtt ráðstöfunarpláss til fulls. Skáparnir eru til í fjölmörgum gerðum og hurðir í miklu viðarúrvali. Þú ferð létt með að setja skápana okkar saman sjálfur en ef þú vilt þá gerum við það fyrir þig. Framleiðslan hjá okkur er íslensk gæðavara sem vakið hefur verðskuldaða athygli erlendis Axel Eyjólfsson SMKXJUVEGI« - SÍMI 43500 Auglýsmgastofa Gunnars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.