Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLl 1984 Húsnæðisvandi MR óleystur: Rætt um kaup á húsi KFUM og K „MÁLIN standa þannig núna að búið er að halda tvo fundi, þar sem farið hafa fram viðræður milli menntamála- ráðuneytis og fjármálaráðuneytis ann- ars vegar og KFUM og K hins vegar. Málið er hins vegar ekki komið lengra en svo, að einungis er búið að gera úttekt á húsunum, engar tölur hafa verið nefndar," sagði Guðni Guðmundsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, er hann var inntur eftir því hvað liði umræðum um kaup á húsi KFUM og K við Amtmannsstíg 2b fyrir starfsemi skólans. Sem kunn- ugt er hefur Menntaskólinn átt við aukinn húsnæðisvanda að stríða á undanfornum árum og hefur hús KFUM og K oftast verið nefnt sem hugsanleg lausn á þeim vanda. „Staðan í húsnæðismálum skól- ans fyrir næsta vetur er ískyggileg. Fjórir bekkir eru á götunni og ekk- ert er hægt að skipuleggja meðan ekki fæst húsnæði fyrir alla nem- endur,“ sagði Guðni. Hann sagði að MR hefði haft afnot af fjórum kennslustofum í Miðbæjarskólan- um undanfarna vetur, en við það að Vesturbæjarskólinn hefði verið fluttur þangað væri sú lausn ekki lengur fyrir hendi. Alþjóðamótinu í Leningrad lokið JÓHANN Hjartarson varð í neðsta sæti á alþjóðlega skákmót- inu í Leningrad í Sovétríkjunum sem lauk fyrir helgina. Að sögn Jóhanns var hann seinheppinn í skákum sínum, sást t.d. yfir frem- ur einfaldar vinningsleiðir í skák- um sínura við Sovétmennina Kochiev og Judasin, sem hann síð- an tapaði. Mót þetta var í níunda styrk- leikaflokki FIDE og voru fimm stórmeistarar og sex alþjóða- meistarar á meðal þátttakenda. Sigurvegari varð 64 ára gamall titillaus heimamaður, Cherep- kov, sem kom mjög á óvart með frammistöðu sinni. Hann hlaut 8 vinninga af 13 mögulegum. Röð annarra þátttakenda varð þannig; 2.-3. Ermolinsky og Lukin (báðir Sovétr.) 7% v., 4.-7. Speelman (Englandi), Rivas (Spáni), Taimanov og Kochiev (báðir Sovétríkjunum) 7 v. 8.-9. Aseev (Sovétr.) og Pytel (Póllandi) 616 v. 10. Uhlmann (A-Þýzkalandi) 6 v. 11.—13. Vorotnikov, Judasin og Wyzmanavin (allir Sovétríkjun- um) 5 xk v. 14. Jóhann Hjartar- son 4% v. Jón L. vann Miles, á nú biðskák við Short JÓN L. Árnason tekur um þessar mundir þátt í hinu svonefnda Vesturhafsskákmóti í Esbjerg í Danmörku. Mótið er í 10. styrk- leikaflokki FIDE og er það sterkasta sem farið hefur fram í Danmörku til þessa. Jón fór rólega af stað í mót- inu, en varð fyrir því óhappi í fimmtu umferð að tapa fyrir stigalægsta þátttakandanum, heimamanninum Jens Ove Fri- es-Nielsen, eftir að hafa átt yfir- burðastöðu. í sjöttu umferð bætti hann þó um betur og sigr- aði hinn þekkta enska stór- meistara Tony Miles, sem er langstigahæsti þátttakandinn á mótinu. f gærkvöldi átti Jón síð- v gesd Ekið á roskna konu í gær ELDRI kona slasaðist um kl. 16 í gær er bifreið, sem var ekið hratt suður Hofsvallagötu, slóst utan í hana þegar ökumaður reyndi að sveigja frá konunni, þar sem hún gekk austur yfir götuna. Við það að sveigja frá konunni snerist bifreiðin á götunni og hafnaði að endingu á húsvegg rétt norðan gatnamóta Hofsvallagötu og Hringbrautar. Ökumaðurinn skarst lítillega í andliti. Ekki var vitað nánar um meiðsli konunnar. Of hraður akstur er talin orsök slyssins. Oddviti Svínavatnshrepps um bann við upprekstri hrossa: „Hef enga trú á að allir virði bannið“ Landgræðslan fer einnig fram á hrossabann á Eyvindarstaðaheiði an í höggi við Englendinginn Nigel Short og fór sú skák í bið eftir miklar sviptingar. Að sögn Jóns stendur hann nú höllum fæti, því hann hefur hrók fyrir tvo riddara Englendingsins. Staðan á mótinu er óljós vegna fjölda biðskáka, en sem stendur hefur sænski stórmeist- arinn Lars Karlsson forystuna, hefur hlotið 4 vinning úr 7 skákum sínum. Daninn Mort- ensen hefur 4 v. og tapaði bið- skák gegn Ungverjanum Csom. Þeir Jón og Miles hafa báðir 3 v. og biðskák og Csom hefur 2% v. og tvær hagstæðar biðskákir. Mótinu lýkur nk. laugardag. Tefldar verða 11 umferðir. UM HELGINA voru mikil fundahöld á Norðurlandi vestra vegna upprekstr- ar hrossa á Auðkúlu- og t'y' indarstaðaheiðar. Landgræðsla ríkisins hefur farið fram á það við landbunaðarráðuneytið að upprekstur hrossa á heiðarnar verði bannaður vegna gróðurverndarsjónarmiða. Að loknum fundarhöldum með viðkomandi hreppsnefndum auglýsti ráðuneytið bann við upprekstri hrossa á Auðkúluheiði en enn hefur ekki verið ákveðið hvort sama verður látið gilda um Eyvindarstaðaheiði. Ekki er enn vitað hvort allir bændur virða bann ráðuneytisins og telur oddviti Svínavatnshrepps, þar sem einkum er andstaða gegn banninu, líklegt að einhverjir muni reka hross sín á Auðkúlu- heiði þrátt fyrir bannið. Bann við upprekstri hrossa á Auðkúluheiði er fyrsta aðgerðin af þessu tagi sem landbúnaðarráðu- neytið hefur gripið til að sögn Sveins Runólfssonar landgræðslu- stjóra, en sveitarstjórnir hafa oft notað hliðstætt vaid sem þær hafa samkvæmt fjallskilalögunum. Sveinn sagði um ástæðu tilmæla Landgræðslunnar að fyrir hefði leg- ið endurskoðað beitarþolsmat á heiðunum sem ekki hefði legið fyrir áður. Uppblástur væri nokkur og gróðureyðing á báðum heiðunum, þó heldur meiri á Eyvindarstaðaheiði. Eftir fjögur köld ár hefði ástandið verið orðið það alvarlegt að nauð- JÚLÍ-TILBOÐ 10% AFSLATTUR MITSUBISHI EIGENDUR! ( JÚLÍ GEFUM VIÐ 10% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTT Á EFTIRTÖLDUM VÖRUFLOKKUM í ALLAR MITSUBISHI BIFREIÐAR Dæmi um verö: Kerti...........Frá kr. 40 Platínur........ — 50 Kveikjulok ....; — 95 Kveikjuhamar .. — 35 Viftureimar .... — 50 Þurkublöð .... — 150 Aurhlífar .....Frákr. -5-10% BremsukJossar. — -f 10% Loftsíur .......... — 10% Olíusíur. 4.... — 10% Framdemparar — 10% Afturdemparar . — 10% Kúpfingsdiskar . — mm HF Laugavegi 170-172 Sími 21240 synlegt hefði verið að taka í taum- ana og hefði bann við upprekstri hrossa verið fljótvirkasta aðferðin til að létta beitarálagið. Sveinbjörn Dagfinnsson ráðu- neytisstjóri fór ásamt fleiri mönnum úr ráðuneytinu til funda við viðkomandi hreppsnefndir um helgina. Aðkallandi var að taka ákvörðun varðandi Auðkúluheiði þar sem bændur reka venjulega hross sín á heiðina upp úr 15. júlí. Á sameiginlegum fundi ráðuneytis- stjórans og hreppsnefnda þeirra þriggja hreppa sem eiga upprekstur á heiðina, Torfalækjar-, Blönduóss- og Svínavatnshreppa var samþykkt með atkvæðum hreppsnefndar- manna Blönduóss- og Torfalækjar- hreppa og minnihluta hreppsnefnd- ar Svínavatnshrepps að skora á ráðuneytið að það beitti þeim heim- ildum sem það hefði til að draga úr beitarálagi en meirihluti hrepps- nefndar Svínavatnshrepps sat hjá. Oddviti Svínavatnshrepps, Sigur- jón Lárusson bóndi á Tindum, sagði f samtali við Morgunblaðið í gær að meirihluti hreppsnefndarinnar hefði setið hjá þar sem þeir teldu þessa aðgerð ráðuneytisins hreina vitleysu. Hreppsnefndin hefði verið búin að gera ráðstafanir til að fá hross yrðu rekin upp. Þetta mál hefði verið hægt að leysa í friði en það hefði tekið aðeins lengri tíma. Aðspurður um hvort hann teldi að allir bændur muni virða þetta bann sagði Sigurjón að best væri að segja sem minnst um það að svo stöddu, það yrði bara að koma í ljós, en sagðist þó enga trú hafa á að allir virtu bannið. Sagði hann að erfiðast væri viðureignar í þessu máli að nokkrar jarðir ættu eignarlönd inn- an afréttargirðingarinnar og slíkt land létu menn ekki með góðu af hendi. Sigurjón sagði einnig: „Við aðstandendur Auðkúluheiðar erum ákaflega seinheppnir með landbún- aðarráðherra. Síðasti ráðherra vildi sökkva sem mest af heiðinni í vatni en núverandi landbúnaðarráðherra bannar okkur allt valfrelsi um nýt- ingu hennar.“ Ráðuneytisstjórinn hélt á laug- ardag fund með hreppsnefndum Bólstaðarhlíðar-, Seylu- og Lýt- ingsstaðahrepps en þeir hreppar eiga upprekstur á Eyvindarstaða- heiði. Landgræðslan hefur einnig farið fram á að upprekstur hrossa á þá heiði verði bannaður. Hrepps- nefnd og almennur hreppsfundur í Bólstaðarhlíðarhreppi hafa sam- þykkt slíkt bann en andstaða mun vera í Seylu- og Lýtingsstaðahreppi gegn banni. Fjallskilastjórn hefur sent dreifibréf til bænda um að frjáls upprekstur hrossa sé ekki leyfður. Á fundinum mun ekki hafa verið tekin endanleg afstaða til bannsins en bændur þar um slóðir eru ekki vanir að reka hross á heið- ina fyrr en um 25. júlí. Ráðuneytis- mennirnir munu hafa gefið sveitar- stjórnunum kost á að leysa málin heimafyrir, áður en afstaða til til- mæla Landgræðslunnar yrði tekin í ráðuneytinu. Húsafell: Lítilli flugvél hlekktist á Lítilli flugvél, af gerðinni ('essna Cardinal RG, hlekktist á í lendingu á flugvellinum við Húsafell síðastliðinn sunnudag. Vélin magalenti á vellinum, þar eð hjól hennar komu ekki niður og er ekki vitað hvort uro var að kenna bilun á hjólabúnaði eða mannlegum m'stökum, en flugmaðurinn, sem var einn í vélinni, slapp ómeiddur og vélin skemmdist lítið. Aukin tíðni óhappa hjá litlum flugvélum að undanförnu hefur vak- ið athygli og aðspurður um þetta atriði sagði Pétur Einarsson, flug- málastjóri, að allt of mikið af svona atvikum væri mistök flugmanna. Kvaðst Pétur vera þeirrar skoðunar, að bæta mætti grundvallarmenntun flugmanna í þessu landi og að Is- lendingar væru langt á eftir þeim þjóðum sem best væru settar í þess- um efnum, en lsland væri eitt erfið- asta flugland í heiminum vegna veð- urfars og landslags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.