Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 17
MÓRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1984 r 17 Hér kyssa bræAurnír James og Robert Magee móður sína, frú Ritu Ahlers, á blaðamannafundi í New York á miðvikudaginn var. Þar tók móðir þeirra á móti 3ja milljóna dollara happdrettisvinningi og ekki nema von, að þau séu öll kampakát. Kínverjar harðorðir í garð risaveldanna Pekiag, 16. júlf. AP. KÍNVERSKA fréttastofan Xinhua sendi frá sér margar yfirlýsingar um helgina. Þar var um harða gagnrýni á beði Sovétríkin og Bandaríkin að reða. Sagði Xinhua, að Kínverjar myndu aldrei verða bandamenn Bandaríkj- anna né gera við þá þeim sáttmála af nokkru tagi á meðan Bandaríkin seldu vopn til Taiwan, en sú vopnasala veri ekkert annað en illkynjaður vírus sem grefi stöðugt undan vilja Kínverja til að eiga góð samskipti við Bandaríkin. Þá gagnrýndi Xinhua Sovétrík- in harðlega fyrir að aflýsa heim- sókn háttsettra erindreka eftir að Ronald Reagan Bandaríkjaforseti heimsótti Kína. „Batnandi sam- búð við Sovétríkin er borin von á meðan ráðamenn þar sýna slíka stífni.“ Allmargir þjóðarleiðtogar þriðja heimsins hafa heimsótt Kina síð- ustu misseri og sagði Xinhua það benda eindregið til þess að ríki þriðja heimsins kynnu betur að meta óháða utanríkisstefnu Kin- verja, sem forðuðust að skipta sér af innanríkismálum þeirra, en samsvarandi stefnu Bandarikj- anna og Sovétrikjanna, sem mið- uðu allt við að ná sem viðtækust- um áhrifum án tillits til þeirra meðala sem beitt væri. Fleiri sikhar gómaðir Nýju Delhi, 16. júll. AP. HERLÖGREGLA í Punjab handtók í dag 11 grunaða hryðjuverkamenn úr röðum sikha, en sikharnir eru ásamt öðrum sem handteknir hafa verið grunaðir um að hafa haft á prjónunum áform um að ráðst á indverska hermenn sem geta „Gullna musterisins“ í Punjab. Ekkert hefur enn orðið af að- gerðum sikhanna og er talið að handtökur i þessum mánuði hafi hamlað því, en hermenn og lög- regla hafa handtekið alls um 5.000 sikha. Flestum var sleppt eftir yf- irheyrslur, en 1.500 sitja enn á bak við lás og slá. í Kashmir, nágrannariki Punj- ab, er andrúmsloftið þrungið spennu eftir að stjórnvöld á Ind- landi settu á útgöngubann til að koma í veg fyrir fjöldagöngu sem stefnt hafði verið gegn stjórninni. Tókst með lagasetningunni að koma í veg fyrir gönguna, en ólga er mikil á meðal fólks fyrir vikið. Stjórnvöld hafa látið í veðri vaka að leyfð verði „einhvers konar" kröfuganga i næsta mánuði ef ástandið i ríkinu leyfir slikt. Sýrlendingar halda friðinn Beinit, Líbanon. 16. júli. AP. SÝRLENSKIR hermenn héldu i dag uppi lögum og reglu í norðurhéruð- um Líbanon, þar sem tver sveitir bardagamanna hafa borist á bana- spjót síðan á fimmtudag í síðustu viku og 40 manns hafa látið lífið. Vopnahlé sem samið var um var aðeins haldið með návist sýr- lenskra hermanna, sem bjuggu um sig á milli svæða hinna striðandi fylkinga. Voru Sýrlendingar hinir augljósu málamiðlarar i bardög- unum þar eð þeir hafa stutt báða skæruliðahópana og séð þeim fyrir vopnum. Flestir hinna látnu og særðu voru óbreyttir borgarar sem urðu fyrir barðinu á fall- byssuskothrið hinna striðandi fylkinga. Þess var og getið að í Beirut virtist allt með kyrrum kjörum og talsverður straumur fólks væri nú á milli borgarhlutanna, sem fram til skamms tíma voru lokaðir öðr- um en þeim sem þar bjuggu. Skærur hafa verið litlar eða engar siðustu tvær vikurnar i höfuð- borginni og kunna borgarar þvi ágætlega. Karami forsætisráð- herra átti í dag langan fund með kaupsýslumanninum Rafik Har- iri, sem mjög lét til sín taka i vop- nahlésviðræðunum öllum. Ræddu þeir hinar ýmsu leiðir frekari upp- byggingar efnahags landsins, en hann er í kalda kolum eftir margra ára borgarastyrjöld. Tvær kvennaferðir til fröken Parísar með Henríettu og Rósamundu 11. ágúst (1 vika) og 17. ágúst (1 vika) Jæja stelpur látum ekki París bíða lengur! • Fara á flot á Signu • Heimsækja Pompidou-safnið • Fara á kvennakaffihús - og fullt af götukaffihúsum • Horfa á sæta stráka bera að ofan og í stuttbuxum • Fara í skoðunarferð um borgina í París ætlum við að: • Fara í tyrkneskt kvennabað • Skoða stærsta markað í París, þar sem konur geta skoðað allar þær tuskur sem þær vilja • Ganga settlega um skrautgarða Parísarborgar • Fara á skemmtikvöld á veitingastaðnum Chez Felix, þar sem Henríetta og Rósamunda stela senunni • Horfa á Eiffelturninn (það verður beðið eftir þeim sem þora upp) Þetta er bara brot af því sem hægt er að gera í París. En fyrst og fremst ætlum vlð kellurnar að hlægja saman, kjafta saman, borða saman og skoða og skemmta okkur samanl Veró kr. 13.900 Innifalið: Flug til Luxemborgar, lest til Parísarþarsem konur hristast saman, og gisting á þægilegu hóteli í latínuhverfinu, með morgunverði, - og beint flug heim aftur (ásamt fararstjórum sem seint munu gleymast). Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SIMAR 21400 & 23727

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.