Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1984 Jankowski hundeltur Pólland: Lögreglumenn sýknaðir af manndrápi Varsjá, 16. júlf. AP. PÓLSKI presturinn Henryk Jank- owski, sem er skrifufaðir Lech Wal- esa og náinn vinur hans, er nú enn undir hæl stjórnvalda I Póllandi fyrir að „valda róti meðal almenn- ings“ eins og saksóknarinn í Pól- landi orðar það. Eigi alls fyrir löngu mátti presturinn sæta rannsókn fyrir meinta misnotkun á stöðu sinni og trúfrelsi í landinu. Jankowski sagði við fréttamenn, að ásakanir stjórnvalda væru ger- samlega út í hött, sagt væri að hann kæmi fólki í „uppnám" með því að tilkynna sóknarbörnum sin- um stað og stund er hann ætti að mæta til saksóknara í yfirheyrsl- ur. Jankowski, stéttarbróðir hans annar og hinir fjóru leiðtogar COR sem eru fyrir rétti sættu hörðum árásum i ríkismálgögnun- um um helgina og á mánudaginn. Aðfarirnar gegn Jankowski og stéttarbróður hans hafa komið dá- lítið spánskt fyrir sjónir, þar eð samtök sem itök eiga i stjórn landsins hafa lagt hart að þinginu að samþykkja reglugerð sem kveði á um sakaruppgjöf að minnsta kosti 600 pólitískra fanga á þeim forsendum að þeir eigi rétt á þvi að „lifa eðlilegu lífi á ný eftir að hafa leiðst út i ógöngur", eins og komist er að orði. Réttarhöldum lauk i dag yfir sex mönnum sem ákærðir voru fyrir að hafa orðið 19 ára gömlum stuðningsmanni Samstöðu að bana með barsmíðum og síðan skeytingarleysi. Grezgorz Przem- yk, hinn látni, lést tveimur dögum eftir að hafa verið barinn á lög- reglustöð, en þaðan var hann fluttur í sjúkraskýli. Hann var sendur þaðan nær samstundis heim til sín þar sem hann lést. Tveir lögreglumenn, tveir sjúkra- bifreiðarmenn og tveir læknar voru ákærðir fyrir verknaðinn og komst rétturinn að þeirri niður- stöðu að lögreglumennirnir og læknarnir væru saklausir af öllum ákærum, en sjúkrabifreiðarliðarn- ir sekir að hluta fyrir að sjá ekki að pilturinn væri í raun stórslas- aður. í raun var dómsniðurstaðan mjög loðin og kona ein heyrðist tuldra fyrir munni sér er hún gekk út, að loks væri endanlega sannað að réttlæti væri ekki lengur til í Póllandi. Annar sjúkraliðanna viðurkenndi í fyrstu að hafa lamið piltinn höggi sem „hefði getað banað honum", en síðar breytti hann framburði sínum og sagði trúlegt að pilturinn hefði verið barinn áður en hann var fluttur á brott í sjúkrabifreiðinni, þ.e.a.s. á lögreglustöðinni. Allir sögðust þeir saklausir og réttvísin sagði ógerlegt að sanna á þá sakir. E1 Salvador: Skæruliðar drápu 20 örggisverði Su Salradof, 16. jáU. AP. FYRIR helgi sprengdu skærulióar í loft upp tóma flutningalest ó ferð og dripu a.m.k. 20 öryggisverði stjórn- arinnar í bardaga, sem i eftir fylgdi, sagði í frétt stjórnvalda hér i sunnu- dag. Skæruliðar komu öflugri sprengihleðslu fyrir á brautar- teinunum við San Antonio, um 40 km norðan við höfuðborgina, og sprengdu svo þegar lestin fór þarna um, að því er talsmaður rikisjárnbrautanna sagði. Kvað hann nokkra af áhöfninni hafa hlotið sár. Jose Napoleon Duarte forseti er um þessar mundir að hefja 10 daga ferðalag um Evrópu. Dvelst hann nú í Vestur-Þýskalandi og hefur m.a. átt viðræður við Ric- hard von Weizsácker forseta, sem tók við embætti 1. júlí sl. Markmið ferðarinnar er að afla E1 Salvador lána til að leysa aðkallandi vanda heima fyrir. HÖFÐABAKKA9 REYKJAVÍK SÍMI 685411 Símamynd AP. Bretadrottning í liðskönnun Ein af hinum ýmsu skyldum kóngafólks er að kanna heiðursvörð. Hér er Elísabet Bretadrottning að beilsa upp i landgönguliða breska flotans er þeir voru að æfingum nærri Dorset. Karl Wolff látinn KaanWim. Vratar l>ýi>k>U«li. 16. jáH. AP. KARL Wolff, yfirmaður SS-sveit- anna þýsku i ftalíu í síðari heims- styrjöldinni, lést í dag í sjúkrahúsi f Rosenheim, smibæ í Vestur-Þýska- landi. Ekki var þess getið hvert banamein hans var, en vitað var að hann var hjartveikur. Wolff gekk í nasistaflokkinn ár- ið 1931 og 1936 var hann orðinn hægri hönd Himmlers yfirmanns SS. Árið 1943 varð hann yfirmað- ur herlögreglunnar og SS-sveit- anna á Italíu. Hann átti leyni- fundi með yfirmönnum herliðs bandamanna um uppgjöf þýska herliðsins áður en uppgjöf hersins í heild varð ofan á. Fyrir vikið var hann ekki sóttur til saka í Núrn- bergréttarhöldunum. í janúar árið 1962 var hann hins vegar handtekinn og borið á brýn að bera meðal annarra ábyrgð á dauða 300.000 gyðinga í Trebl- inka-fangabúðunum og 100 sov- éskra þjóðernissinna á austur- vígstöðvunum. Hann var dæmdur í fangelsi en látinn laus vegna heilsubrests árið 1971. í fyrra bar nafn hans á góma í sambandi við falsaðar dagbækur Hitlers, en hann var vinur höfuð- paursins Heidemanns. Lækningastofa mín er flutt á Laugaveg 43. Ólafur Tryggvason, læknir, sérgrein: húösjúkdómar. Ódýru og fallegu Hafa-baöskáparnir úr furu eru komnir aftur. Fást í 3 litum. Verö aöeins 2140.- VALD. POULSENt Suðurlandsbraut 10. Sími 686499. Innróttingadeild 2. hæö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.