Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1984 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1984 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoóarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Frjáls samkeppni í olíuviðskiptum Nú á tímum frjálsrar samkeppni og vax- andi samkeppni á nær öll- um sviðum viðskiptalífsins hlýtur það að vera orðið tímabært að taka skipulag olíuinnflutnings og olíu- sölu til gagngerrar endur- skoðunar. Olíuviðskipti eiga ekki að vera undan- þegin frjálsri samkeppni frekar en önnur viðskipti. Um þessar mundir er olíuverð til fiskiskipa um 48% hærra hér en í Bret- landi. Hvernig í ósköpun- um stendur á þessu? Út- gerðin er á heljarþröm og augljóst, að róttækur upp- skurður hlýtur að fara fram á öllum útgerðar- rekstri í landinu. Það er skiljanlegt, að útgerðar- mönnum hugnist ekki sá hái olíukostnaður, sem þeir búa við. Eiríkur Tóm- asson, útgerðarstjóri í Grindavík, segir í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnudag, að „olíueyðslan er orðin eiginlega það eina, sem menn hafa áhuga á, þegar skip kemur úr veiði- ferð. Menn eru hættir að spyrja um aflann." Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir í við- tali við Morgunblaðið sl. sunnudag: „Olíuverð til fiskiskipa í Bretlandi er nú um 6 krónur lítrinn, en verð hér er 8,90 kr. eða 48% hærra. Vegna þessa hafa olíufélögin fallizt á að taka upp viðræður við út- gerðarmenn um verðlagn- ingarkerfið hér án tilstillis hins opinbera. Þær við- ræður eru nýhafnar og við væntum þess, að þær verði að minnsta kosti til þess að skýra eitthvað af þessum verðmun. Menn skilja ekki í dag, að hann þurfi að vera svona mikill." Olíufélögin þurfa að gefa viðhlítandi skýringu á því. En hvað sem þeim líð- ur er orðið tímabært, að fyrirkomulag olíuviðskipta verði tekið til endurskoð- unar. Hið eðlilega er, að olíufélögin kaupi olíu af viðskiptaaðilum sínum er- lendis án íhlutunar ríkis- valdsins. Olíufélögin geta keypt olíu af Sovét- mönnum, ef þeir bjóða bezta verðið en þau eiga að hafa fullt frelsi til að kaupa olíuna, þar sem þau telja hagkvæmast. Þótt olíufélögin hafi í áratugi búið við skipulag, sem kallar ekki á sérstakt framtak af þeirra hálfu, má ganga út frá því sem vísu, að þau búi yfir nægi- legri þekkingu á olíuvið- skiptum til þess að stunda þau við aðstæður frjáls markaðar. Olíukostnaður er orðinn svo stór þáttur í heildarkostnaði útgerðar- innar, að sparnaður á þeim lið getur haft mikil áhrif á afkomu útgerðarinnar í heild. Auðvitað er það rétt hjá útgerðarmönnum, að það eru fáránlegir við- skiptahættir, að þeir, sem kaupa mikið magn af olíu, skuli greiða fyrir það nákvæmlega sama verð og hinir sem kaupa lítið magn. Samkeppni í olíuinn- flutningi og olíusölu mundi hafa mikil og jákvæð áhrif í viðskiptalífinu almennt og í útgerðarrekstri sér- staklega. Vafalaust er mikill stuðningur við það hjá olíufélögunum sjálfum að taka upp frjálsræði í olíuviðskiptum. Tvö af þremur eru rekin af aðil- um, sem teljast talsmenn frjálsrar samkeppni, og samvinnuhreyfingin, sem rekur þriðja félagið, hefur jafnan talið það eitt helzta hlutverk sitt að veita einkaframtakinu harða samkeppni. Þannig má telja víst, að frelsi í olíuviðskiptum mundi valda miklum fögn- uði í höfuðstöðvum olíufé- laganna. Raunar er ein- kennilegt, að þau skuli ekki hafa tekið upp harða baráttu fyrir því fyrir löngu. Frelsi í olíuviðskiptum er ein af þeim nýju leiðum, sem fara á til að bæta stöðu útgerðarinnar. Þetta ætti að vera ríkisstjórn- inni kappsmál enda er hún skipuð ráðherrum úr flokkum, sem báðir segjast talsmenn frjálsrar sam- keppni. Er þá eftir nokkru að bíða að hefjast handa? Ákvöröun samráðsnefndar ASÍ um að hætta samfloti Krafist 7 % grunnkaups- hækkunar í haust f DAG er Ijóst aó tii þess að ná þeim kaupmætti í árinu sem stefnt var að með samningum á síðastliðnum vetri þarf kauphækkun 1. september næstkomandi að vera um 7%. Innan aðildarsamtaka Alþýðusambandsins og á fund- um fulltrúa landssambanda og svæðasambanda hefur að undanförnu verið rætt um það hvernig standa skuli að samningaviðræðum og mótun kröfugerðar. Á fundi fulltrúa landssambanda og svæðasambanda föstudaginn 13. júlí 1984 varð niðurstaðan sú að stefna ekki að allsherjarsamfloti að þessu sinni. Við núverandi aðstæður taldi fundurinn réttara að taka á samningamál- um á vettvangi hvers sambands eða félags eftir atvikum. Launakerfin eru ólík, félagslegar forsendur mismunandi og aðstaðan til átaka breytileg. Það er eðlilegt að áhersl- ur á kröfugerð endurspegli þær forsendur sem eru á hverju sviði og fylki félagsmönnum þannig til sóknar fyrir bættum kjörum. Verkalýðshreyfingin hlýtur að haga starfsháttum sínum í samræmi við það hvað má ætla árangursríkast hverju sinni. Allherjarsamflot eiga ekki alltaf við og nú metum við stöðuna svo, að hagsmunum heildarinnar sé betur borgið með því að einstök sambönd og félög taki ákvarðanir með tilliti til þeirra aðstæðna sem þau búa við. Fundur fulltrúa landssambanda og svæðasambanda innan ASÍ treystir því að samböndin og félögin veiti hvert öðru gagnkvæman stuðning eftir því sem aðstæður leyfa í þeirri baráttu sem framundan er. (Frétutiikynni.e m así) Guðjón Jónsson, formaður Málm- og skipasmíðasambandsins: Þörf á sam- floti nú „Maður hefði nú haldið að staðan væri þannig núna að það væri nauðsynlegt að vera í samfloti og kannski frekast núna, en það eru skiptar skoðanir um þetta innan Alþýðusambandsins og þar af leiðandi varð ekki samstaða um það að standa þannig að málunum og niðurstaðan varð þessi,“ sagði Guðjón Jónsson, formaður Málm- og skipasmíðasambandsins. „Sennilega er ástæðan fyrir því að þessi leið er valin nú, að Verkamanna- sambandið telur sig þurfa að fjalla eitthvað sérstaklega um sin mál og það gætu öll samböndin raunar gert líka, því öll hafa þau sín sérmál og ef eitt sam- bandið fer út í slíkt, má búast við að önnur geri það líka. Eiginlega hefði maður haldið að þetta yrðu samningar þar sem reynt yrði að fá almenna leið- réttingu á hinum skerta kaupmætti launa. Samkvæmt þessu sýnist manni það að tillögur og hugmyndir Verka- mannasambandsins snúist um annað og meira en það og þeir vilji standa sér að þeim málum sínum,“ sagði Guðjón. Guðjón sagðist búast við að það yrði ofan á að samningunum yrði sagt upp í flestum tilvikum. Hann sagði að þeir hefðu þegar beint því til aðildarfélaga að afla sér heimildar, en fundur yrði á miðvikudag með sambandsstjórn og formönnum féiaganna, þar sem nánari ákvarðanir yrðu teknar. Magnús Geirsson, formaður RafíðnaÖarsambandsins: Höfum farið illa út úr samflotunum „Við höfum um árabil verið sér á báti og höfum ekki verið með í samningum Al- þýðusambandsins allt frá 1980,“ sagði Magnús Geirsson, formaður Rafíðnaðar- sambands íslands. „Okkur hefur fundist við vera betur settir með því að semja einir og sér. Það hafa orðið geysimiklar breytingar í okkar starfsgrein. Við höfum breytt miklu, meðal annars tekið upp endur- menntunarkerfi og gert breyttingar á námi og svo framvegis og í þesssum stóru samflotum hefur ekki verið hægt að koma að neinum sératriðum, atriðum sem fámennir hópar hafa þurft að ræða og þess vegna höfum við kosið að vera sér. Því kemur sú ákvörðun samráðs- nefndar ASl að vera ekki í samfloti í ár okkur ekkert á óvart og ég tel hana ekk- ert stórmál. Þrátt fyrir að við höfum verið sér, höfum við haft mjög góða samvinnu við þau félög sem hafa sam- ninga við álverið í Straumsvík, við málmblendiverksmiðjuna á Grundar- tanga og við ríkisverksmiðjurnar og sömuleiðis um virkjanasamninga, þann- ig að við höfum ekki stundað neina ein- runarstefnu. er alveg sannfærður um að sam- böndin semja sér svona af og til í fram- tíðinni, því það er mjög nauðsynlegt. Það hefur verið tilhneiging hjá sumum hópum innan Alþýðusambandsins að halda öðrum hópum niðri. Það er ekkert launungarmál og kemur fram til dæmis í viðtali við Guðmund J. í útvarpinu í gærkveldi, þegar hann segir að hann vilji ekki sjá neina flata prósentuhækk- un. Það hlýtur þá að þýða það að hann ætlar umbjóðendum sínum eitthvað meira en aðrir eiga að fá. Á árunum 1974 og framundir 1980 var mikið um smáskammtalækningar. Það var mjög mikið um krónutöluhækkanir, láglauna- hækkanir og þess háttar. Við rafiðnað- armenn sem erum með má segja enga ákvæðisvinnu, einungis með lltilsháttar bónuskerfi, fórum tiltölulega illa út úr þessu timabili og höfum verið að reyna að lagfæra ýmislegt síðan sem þá hall- aðist á, því þær hækkanir sem um var samið á þessum tíma áttu oft ekki að ganga upp í gegnum launastiga Alþýðu- sambandsins. Nú er tiltölulega lítill munur á launum innan Alþýðusam- bandsins, sérstaklega á tímakaupi," sagði Magnús Geirsson, ennfremur. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSI: ASÍ fallið frá stuðningi við þá sem verst eru settir „ÞE1TA fyrirkomulag samninga er í sjálfu sér ekkert nýtt. ÞaA hefur stundum verið samið í samfloti og stundum hafa félög eða landssamtök samið sérstaklega. Það er ekki meginatriði hvernig staðið er að samningum. heldur hver niðurstaða þeirra verður," sagði Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasambands ís- lands, í samtali við Morgunblaðið. „Eins og málin standa í dag eru ein- ungis fimm verkalýðsfélög búin að segja upp samningum og ég vona með tilliti til stöðu efnahagsmála og helstu atvinnu- greina landsmanna, að samningum verði ekki sagt upp. Eg vil biða og sjá hver framvindan verður. Það er ljóst að sjávarútvegurinn og fiskvinnslan eru á engan hátt í stakk búin til að taka á sig launahækkanir og þenslan í þjóðfélag- inu liggur fyrst og fremst í byggingar- og þjónustugreinum, en þeirri þenslu er haldið uppi að meginhluta til með er- lendum lántökum, en stafar ekki af auknum framleiðsluverðmætum. Við verðum að horfast í augu við það, að þegar meginatvinnuvegir okkar eru svona illa komnir, er mjög erfitt um vik að hækka launin. Miðað við þessar aðstæður er það mjög svo ótímabært að efnt sé til átaka á vinnumarkaði. Við erum kannski fyrst núna að sjá árangur af baráttunni gegn verðbólgunni og fyrirtæki eru að aðlaga sig breyttum forsendum i efnahags- lífinu. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fyrirtækin hafi aðlagað sig á þessum skamma tíma eftir svona mikla kúvendingu,“ sagði Magnús. Magnús sagði 3% launahækkunina 1. september, sem um var samið í samn- ingnum frá því í vetur, nægja til þess að halda kaupmætti fjóröa ársfjórðungs 1983, eins og stefnt hefði verið að í samningunum, en ASl segir 7% launa- hækkun þurfa að koma til. Sagði Magn- ús þær forsendur sem gengið hefði verið út frá hafa haldið að mestu og mismun- urinn stafaði af mismunandi túlkunum ASl og VSl. „Ég geri mér vonir um að eftir því sem sundrungin verður meiri innan ASl, þeim mun öflugri verði samstaðan *hjá atvinnurekendum, því á því byggist hvort varanlegur árangur næst í efna- hagsmálum, sem hlýtur að verða laun- þegum og fyrirtækjunum til hagsbóta í framtíðinni. Ég tel að með því að ákveða þetta fyrirkomulag samninga, hafi það ekki tekið ASl í reynd nema 6 mánuði að falla frá stuðningi sínum við þá sem verst eru settir, sem þó átti að vera kjarni samninganna í vetur, því til sam- flotanna hefur verið stofnað fyrst og fremst til þess að reyna að verja hags- muni þeirra,“ sagði Magnús Gunnarsson að lokum. Magnús L. Sveinsson formaður VR: Höfum ekki ákveðið að segja samning- unum lausum „Ólíkar aðstæður á mörgum sviðum urðu þess valdandi að talið var rétt að samningar færu fram á vegum hinna ein- stöku aðildarfélaga Alþýðusambandsins en ekki yrði um heildarsamninga að ræða fyrir öll aðildarfélögin," sagði Magnús L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur, í samtali við Morgun- blaðið. „Inn í þessa ákvörðun spilar fjöl- margt, til dæmis misjafnt atvinnu- ástand eftir landshlutum og bónus- ákvæði sem sumir fá og aðrir ekki. Einnig er talsvert um yfirborganir að ræða og í ýmsum atvinnugreinum hefur átt sér stað launaskrið." Þá sagöi Magnús að það lægi fyrir að eftir gerð heildarkjarasamninganna í febrúar á þessu ári hefðu vinnuveit- endasamtökin gert sér samninga við nokkra aðila. „Verzlunarmannafélag Reykjavíkur tók þátt í viðræðum sem fram fóru með- al aðildarfélaga Alþýðusambandsins þar sem menn báru saman bækur sínar og ræddu stöðu mála. Það kom í ljós að viðhorf aðildarfélaganna til kröfugerðar voru talsvert misjöfn og félögin lögðu mismiklar áherslur á að ná ýmsu fram f sínum kröfum. Það varð síðan samdóma álit allra þeirra sem þátt tóku i þessum viðræðum að miðað við aðstæður væri rétt að samningaumleitanir færi fram á vegum hinna einstöku aðildarfélaga eft- ir atvikum." Magnús sagði að hjá Verzlunar- mannafélagi Reykjavfkur hefði enn ekki verið tekin um það ákvörðun hvort samningunum yrði sagt lausum 1. september eða hver kröfugerðin yrði. Sagði hann að fundur yrði haldinn f trúnaðarmannaráði f næstu viku og einnig yrði haldinn stjórnarfundur bráðlega þar sem um þetta mál yrði fjallað. „Aðildarfélögin verða nú að gera það upp við sig hvort þau ætla að segja samningunum lausum eða að fara ein- hverja aðra leið. Það er til dæmis mögu- leiki að aðildarfélögin hefji viðræður við sína viðsemjendur nú þegar um það sem á milli ber. Það er von mfn og trú að þessi mál verði leyst án þess að til átaka komi á vinnumarkaönum og það sem fyrir okkur vakir á þessu stigi málsins er að sá kaupmáttur náist sem stefnt var að með samningunum f febrúar fyrr á þessu ári. GuÖmundur J. Guðmundsson, formaöur V erkamannasambandsins: Fer eftir eðli málsins hvor aðferðin er notuð „Það er ekkert heilagt að Alþýðusam- bandið sé allt saman í einni fylkingu, það hefur gengið upp og niður hvort hefur orð- ið ofaná. Það hafa unnist stórir sigrar þeg- ar samfylkt hefur verið og ekki sfður þegar hinn hátturinn hefur verið hafður á og sér- samböndin hafa samið sjálf, hvert fyrir sig. Það fer allt eftir eðli málsins, hvorri að- ferðinni er beitt,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamanna- sambands íslands og verkamannafélags- ins Dagsbrúnar, f samtali við Morgunblað- ið. „Þróunin er nú sú að þegar samflot hafa verið lengi, þá leitar þetta aftur út til sérsambanda og aðildarfélaga og ef félög og sambönd hafa verið lengi sér, leitar þetta aftur í samflotshorfið. Síð- astliðin ár á Norðurlöndunum hefur það verið þannig að sérsamböndin hafa samið sjálf,“ sagði Guðmundur enn- fremur. Guðmundur sagði að þessi ákvörðun hefði verið tekin f bróðerni á fundi sam- ráðsnefndarinnar. Hins vegar mætti segja að Verkamannasambandið og Landssamband iðnverkafólks hefðu dá- lítla sérstöðu miðað við önnur sambönd, því dagvinnutekjutryggingin væri hærri en yfir 90% af töxtum þessara tveggja sambanda. Hann sagði að kröfur VMSl væru þær að dagvinnutekjutryggingin yrði lág- markstaxti og hún hækkaði úr 12.913 f 14 þúsund krónur eða um 8% í stað þeirrar þriggja prósenta hækkunar sem verið hefði fyrirhuguð 1. september. Það að taxtarnir væru lægri en dagvinnu- tekjutryggingin gerði það að verkum, að álag vegna eftir- og næturvinnu skertist til mikilla muna. Hið sama gilti um bón- us, þar sem hann væri einnig reiknaður út frá taxta, en ekki lágmarkskaupi. Önnur afleiðing sem þetta hefði einnig væri að aldurshækkanir hyrfu og byrj- endur og þeir sem væru búnir að vinna árum saman ynnu á sama kaupi. „Þessir hlutir allir valda alveg urg- andi óánægju og við leggjum alveg gff- urlega áherslu á að þetta leiðréttist hið fyrsta," sagði Guðmundur. Hann sagðist búast við því að langflest aðildarfélög Verkamannasambandsins segðu upp samningum og myndu uppsagnirnar nú fara að streyma inn til Vinnuveitenda- sambandsins. „Ég legg til að rikisstjórnin hætti þessum sífelldu yfirlýsingum sfnum og Þorsteinn Pálsson fari á berjamó með Vörð án þess að vera með nokkrar yfir- lýsingar, Vinnuveitendasambandið hætti þessum sifelldu hótunum sfnum og við setjumst niður í byrjun ágúst og notum timann til að semja," sagði Guð- mundur J. Guðmundsson að lokum. „Sjósetningar- búnaður gúmmí- björgunarbáta“ Athugasemd við frétt í Mbl. 14. júlí sl. Vegna fréttar í Morgunblaðinu hinn 14. júlí sl., þar sem fram kem- ur að Siglingamálastofnun hafi bannað uppsetningu á sjósetn- ingarbúnaði frá Vélaverkstæði Ol. Olsen í Njarðvík, sér siglingamála- stjóri sig knúinn til að gera eftir- farandi athugasemd: Frétt Mbl. er röng og villandi og er stofnuninni allsendis ókunnugt um heimildir frétta- manns að fréttinni. Vegna þessa þykir rétt að gera nokkra grein fyrir helstu staðreyndum máls- ins. Hinn 14. júní sl. voru starfs- menn stofnunarinnar við skoðun á sjósetningarbúnaði frá Vél- smiðju 01. Olsen. Skoðaðir og reyndir voru fimm sjósetn- ingarbúnaðir, reyndust þeir allir virkir en gormar í tveim þeirra brotnir. Þessir búnaðir höfðu allir verið um borð í skipunum í um níu mánuði. Ekki hafa áður fundist brotnir gormar í búnaði þessum en stofnunin hefur nú skoðað um tuttugu slfka búnaði. Hinir brotnu gormar voru sendir í rannsókn hjá Iðntæknistofnun Islands hinn 15. júní og skýrsla barst um rannsóknina hinn 5. júlí sl. Brotin eru rakin til tæringar á gormunum og er sérstök plast- himna sem sett var á gormana til ryðvarnar, en hefur síðar orð- ið fyrir hnjaski, talin eiga stærsta þátt í því hversu hratt tæring hefur orðið á þessum gormum. Gormar þessir og frá- gangur þeirra henta því ekki til langtíma notkunar f þessum búnaði. Það er álit sérfróðra aðila er stofnunin hefur leitað til að ekki eigi að vera vandamál að finna hentugan gorm í þennan búnað, sem fullnægir kröfum stofnun- arinnar um styrk og endingu og því hefur stofnunin krafist þess af framleiðanda búnaðarins að fyrir 1. október nk. leggi hann fram fullnægjandi gorm fyrir nýjan búnað og skipti um gorma i öllum gömlum búnaði. Fram að þeim tíma hefur framleiðandi því heimild til að setja upp bún- að með hinum gamla gormi, sem síðan verður skipt út með nýjum viðurkenndum gormi fyrir fyrstu búnaðarskoðun viðkom- andi skips eftir 1. október 1984. "Þess má geta að framleiðandi hefur þegar lagt fram til athug- unar hjá Iðntæknistofnun ís- lands nýjan gorm og skýrist væntanlega fljótlega hvort sá gormur uppfyllir kröfur. Magnús Jóhannesson, siglingamálastjóri. Aths. ritstj.: Það er ljóst, af athugasemd siglingamálastjóra, að frétt Morgunblaðsins sl. laugardag er röng. Blaðið taldi sig hafa óyggj- andi heimildir fyrir þessari frétt. Siglingamálastjóri var spurður um það sl. föstudag, hvort rétt væri, að stofnun hans hefði bannað umræddan búnað eða stöðvað uppsetningu hans. Hann vildi engar upplýsingar gefa um málið. Morgunblaðið hefði metið það mikils, ef sigl- ingamálastjóri hefði þá þegar upplýst blaðið um hið rétta í málinu. Morgunblaðið biður þá aðila, sem hlut eiga að máli, af- sökunar á þessu ranghermi. Metum mikils stuðning íslendinga við NATO „Aðalumræðuefnið var staða ís- lands innan Atlantshafs- bandalagsins, hlutverk landsins þar og hvað bandalagið hygðist gera í ýmsum málaflokkum eins og t.d. afvopnunarmálum. Þessi heimsókn Lugars öldungadeildarþingmanns er liður í því að fá fram viðhorf manna gagnvart Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu." Þetta kom m.a. fram í máli Geirs Hallgrímssonar utanríkis- ráðherra, er hann ræddi við fréttamenn eftir fund hans og Richard G. Lugars, öldungadeild- arþingmanns frá Bandaríkjunum sl. laugardag. Lugar, sem er frá Indiana-ríki, á m.a. sæti i utan- ríkismálanefnd og landbúnaðar- nefnd öldungadeildar Banda- ríkjaþings. Hann kom til íslands að aflokinni heimsókn til allra hinna Norðurlandanna, þar sem hann átti viðræður við utanríkis- og varnarmálaráðherra þessara landa. „Ég gerði utanríkisráðherra Is- lands grein fyrir þeim viðræðum, sem ég hef átt við starfsbræður hans á Norðurlöndum," sagði Lugar við fréttamenn. „Ég hef kynnt mér viðhorf bandalagsríkj- anna gagnvart NATO en einnig viðhorf hlutlausu ríkjanna. Við Bandaríkjamenn metum mikils hinn mikla stuðning tslendinga segir bandaríski öldungadeildar- þingmaðurinn Richard G. Lugar við NATO, sem kemur fram með svo mörgum hætti. Við metum einnig þá einlægu vináttu, sem ríkir með þjóðum okkar." Lugar sagði ennfremur, að Rainbow-málið svonefnda hefði verið til umræðu. Sagðist hann hafa reynt að beita sér fyrir lausn þessa máls. Af hálfu lög- gjafarvaldsins í Bandaríkjunum kvaðst hann vilja leggja áherzlu á farsæla lausn þess, því að hér væri um viðkvæmt mál að ræða bæði fyrir íslendinga og Banda- ríkjamenn. Lugar sagðist álíta, að það yrði haldin ráðstefna í Vínarborg í haust um afvopnunarmál með þátttöku Sovétríkjanna og Bandaríkjanna og yrði þar að minnsta kosti fjallað um geim- vopn. Hér væri um mjög flókið en mikilvægt mál að ræða. Eins og kunnugt væri, þá hefðu Banda- ríkjamenn mikinn hug á að hafa dagskrá þessarar ráðstefnu víð- tækari og ræða jafnframt um fækkun kjarnorkuvopna bæði í Evrópu og í heiminum í heild. Sovétmenn hefðu hins vegar lýst sig andvíga því að hafa dagskrá þessarar ráðstefnu svo víðtæka, heldur ætti hún aðeins ná til geimvopna. Reagan forseti hefði mjög mik- inn áhuga á því, að af þessari ráðstefnu gæti orðið. Það væri markmið forsetans að keppa að því að fækka vopnum af öllum tegundum, hvort sem það yrði gert hratt eða smám saman. „Við erum þeirrar skoðunar, að dregið yrði úr ófriðarhættunni í heimin- um, ef Sovétríkin og Bandaríkin gætu náð samkomulagi á þessu sviði og því munum við halda áfram að vinna að því, að slíkt samkomulag geti náðst,“ sagði Lugar. Að lokum var Lugar öldunga- deildarþingmaður spurður að því, hvort hann áliti, að Reagan yrði endurkjörinn sem forseti Banda- ríkjanna. Svaraði hann því á þann veg, að samkvæmt skoðana- könnunum virtist sem Reagan hefði nú nær 10% forskot fram yfir Walter Mondale. En búast mætti við, að þetta forskot ætti eftir að minnka, er nær drægi kosningunum. Demókratar I Bandaríkjunum væru miklu fleiri Mynd þessi var tekin f ráðherrabústaðnum f Reykjavík á laugardag. Á henni eru talið frá vinstri: Hans G. Andersen, sendiherra íslands í Washington, Richard G. Lugar, öldungadeildarþingmaður frá Indiana i Bandaríkjunum, Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, og Marshall Brement, sendiherra Bandaríkjanna á fslandi. en repúblikanar. Því yrði senni- lega mjórra á munum, eftir því sem nær drægi kosningunum, því að þá tæki fólk að færast nær flokki sfnum. Lugar kvaðst samt vera þeirrar skoðunar, að Reagan myndi sigra og að repúblikanar héldu meiri- hluta sínum í öldungadeildinni en sennilega ættu demókratar eftir að halda meirihluta í fulltrúa- deildinni. Því myndi stjórnmála- staðan sennilega ekki breytast mikið frá því, sem nú er. „Ég tel hins vegar, að árið 1985 verði viðburðaríkt ár í bandarískum stjórnmálum og að þá verði lögð mikil áherzla á að draga úr þeim halla, sem verið hefur á fjárlög- um Bandaríkjanna. Það mun svo hafa í för með sér lægri vexti og áframhaldandi bata í bandarísku efnahagslífi, sem vonandi á einn- ig eftir að efla efnahags- og at- vinnulíf í öðrum löndum," sagði Richard G. Lugar öldungadeild- arþingmaður að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.