Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 42
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1984 • Árni Sveinsson skorar fyrsta mark ÍA gegn Þór á laugardag eftir sendingu Hardar Jóhannessonar. Jónas Róbertsson og Þorsteinn Ólafsson Þórsarar koma ekki neinum vörnum við. Morgunblaöiö/Árni Árnason. á Skaganum IA — Þór 3:2 maöur Jóhannesson á fullri ferö, gaf fyrir á Árna Sveinsson sem skoraði auöveldlega af stuttu færi. En Þórsarar gáfust ekki upp viö mótlætiö. Nói Björnsson, fyrirliöi þeirra, haföi jafnaö aöeins tveimur mín. seinna. Jónas Róbertsson gaf langa sendingu á fjærstöng frá vítateigshorni, Kristján Kristjáns- son skaliaöi út í teiginn til Nóa sem kom á fullri ferö og þrumaöi bolt- anum upp í markhorniö. Glæsilegt mark og vel aö því staöiö. Áhorfendur kunnu vel aö meta þessa frísklegu byrjun og var stemmningin á vellinum góö. 50 Akureyringar sem komið höföu gagngert aö noröan á leikinn, studdu vel viö bakiö á sínum mönnum og ekki þarf aö taka fram, aö Skagamenn voru einnig vel studdir. Skagamenn náöu aftur forystu á 24. mín. Sigþór Ómarsson skallaöi þá í mark af markteig — hann fékk knöttinn algjöriega óvaldaöur eftir fyrirgjöf Haröar Jóhannessonar. Áöur haföi Höröur átt skot í stöng og skömmu eftir markiö skallaöi Óskar Gunnarsson á Skagamark- iö, en Guöjón Þóröarson bjargaöi á síöustu stundu í horn. Höröur skoraöi þriöja mark ÍA á 42. mín. Óskar Gunnarsson miö- vöröur var aö væflast meö knött- inn skammt fyrir utan teig. Höröur sótti aö honum og tók af honum boltann — lék inn í teiginn og skoraði undir Þorstein! Einfalt mál. Skagamenn voru mun ákveönari síöari hluta hálfleiksins og forysta þeirra í hléi sanngjörn. Fljótlega í síöari hálfleik varöi Bjarni Sigurösson mjög vel skot Siguröar Pálssonar utan úr teig. Fyrstu 15 mín. hálfleiksins voru annars ekki eins góöar og fyrri hálfleikurinn, en á 17. mín. (62.) jafnaöi Þór — Guöjón Þóröarson bjargaöi rétt áöur á línu í horn þrumuskoti frá Nóa utan teigs. Upp úr horninu fékk Jónas Rób- ertsson, bakvöröurinn snjalli hjá Þór, knöttinn — gaf fyrir markiö þar sem Óskar Gunnarsson skall- aöi laglega í horn marksins. Staö- an 3:2 og allt gat gerst. Skaga- menn léku skynsamlega þaö sem eftir var leiksins. Þórsarar sóttu mun meira, en hætta skapaöist einu sinni hinum megin eftir skyndisókn ÍA. Sigþór slapp þá framhjá Þorsteini markveröi — var aleinn yst í teignum og markiö tómt. Sigþóri tókst aö skjóta fram- hjá. Hinum megin komst Bjarnl Sveinbjörnsson einn inn fyrir vörn- ina, en var of lengi aö skjóta, nafni hans Sigurösson í markinu kom út og varöi vei. Þórsarar spiluöu mjög vel síöasta hálftímann, boltinn gekk hratt milli manna og sóknar- mennirnir, sérstaklega Bjarni Sveinbjörnsson, voru hættulegir. Þeir sköpuöu sér þó ekki afgerandi færi, nema þegar Bjarni komst inn fyrir. i stuttu máli: Akranesvöllur, 1. deild. iA—Þór 3:2 (3:1). Mörk iA: Arnl Sveinsson á S. min., Sigþór Ómarsson á 24. min. og Höröur Jóhannesson á 42. min. Mörk Þórs: Nói Björnsson á 7. mín. og Óskar Gunnarsson á 62. mín. Áminningar: Siguröur Lárusson. ÍA. fókk gult spjald. Oómarl var Baldur Schevlng og ákvaö ég aö vel athuguöu máli aó segja ekki eitt einasta orö um dómgæslu hans. „No Comment". Ahorfendur: 965. Einkunnagjöfln: lA: Bjarni Sigurösson 7, Guöjón Þóröarson 7, Jón Askelsson 6, Slguröur Lárusson 7, Sig- uröur Halldórsson 7, Höröur Jóhannesson 7, Karl Þóröarson 7. Júlíus P. Ingólfsson 5, Sig- þór Ómarsson 6. Guöbjörn Tryggvason 6, Arnl Sveinsson 7, Sveinbjörn Hákonarson (vm) 5. Ólafur Þóröarson (vm) lék of stutt. Þór: Þorstelnn Ólafsson 6, Sigurbjörn Viöars- son 6, Jónas Róbertsson 7, Nól Björnsson 7, Kristján Kristjánsson 6. Arni Stefánsson 6. Halldór Askelsson 6. Siguröur Pálsson 5. Bjarni Sveinbjörnsson 7, Óli Þór Magnússon 7. Óskar Gunnarsson 6, Einar Arason (vm) 4. — SH. Staðan í 1. deild MIKID var skoraö af mörkum í 11. umferö 1. deildarinnar í knatt- spyrnu, alls 25 mörk, tem er þaö langmesta (einni umferö (sumar. Úrslit leikja uröu þessi: KA — ÍBK 4—2 UBK — KR 3—3 ÍA — Þór 3—2 Valur — Víkingur 3—0 Þróttur — Fram 3—2 Staöan í 1. deildinni er þá oröin bannig: IA 11 9 1 1 20:7 28 ÍBK 11 6 3 2 13:9 21 Þróttur 11 3 6 2 12:10 15 Valur 11 3 4 4 11:10 13 KA 11 3 4 4 16:17 13 Víkingur 11 3 4 4 15:18 13 Fram 11 3 2 6 13:15 11 Breióablik 11 2 5 4 10:12 11 Þór 11 3 2 6 14:18 11 KR 11 2 5 4 11:19 11 Skemmtilegt „ÞÓRSARAR eru meö stórhættu- lega framlínu sem erfitt er aó eiga við. Þaö má ekki líta af þeim eitt augnablik. Þeir pressuöu mikiö í lokin, en þaö var óþarfi aó láta þá ógna sigrinum svona. Viö áttum aó vera búnir aó gera út um leikinn áður,“ sagói Höróur Helgason, þjálfari ÍA, eftir aó liö hans hafói borið siguroró af Þór, Akureyrí, í 1. deildinni í knatt- spyrnu á Akranesi á laugardag. Meistararnir sigruöu 3:2 i bráö- skemmtilegum — besta leik sumarsins á Akranesi, eftir því sem menn sögöu. Leikurinn var mjög opinn — bæöi lið lögöu ríka áherslu á sókn- arleikinn og boltinn gekk vel manna á milli. Akurnesingar náöu forystu þegar á 5. mín. eftir herfi- leg varnarmistök Þórsara. Sigurð- ur Pálsson, framherji Þórs, var meö knöttinn um miöjan eiginn vallarhelming og ætlaöi aö senda hann aftur. En hann geröi sér lítiö fyrir og renndi honum inn fyrir eig- in vörn, þar kom Höröur Skaga- Stjörnuleikur Guö- AÐ íslandsmeisturum Akra- ness undanskildum eru Vals- menn meö þaó lióiö sem hvaó mestur stígandi hefur veriö í und- anfarnar vikur. Öruggur 3—0-sig- ur yfir Víkingi á laugardag staó- festi rækilega að Valsmenn eru á réttri leið. Þótt lióið hafi leikió nokkuð vel í heildina var enginn betri en Guðmundur Þorbjörns- son. Vinnsla hans í leiknum var með ólíkindum og ár og dagur síóan hann hefur náð sór svo vel á strik. Öll mörk Vals komu enda eftir undirbúning hans. Hilmar Sighvatsson skoraöi fyrsta markiö á 24. mínútu eftir fyrirgjöf Guömundar frá hægri. Ögmundur í marki Vikings átti ekki möguleika á aö verja skot hans rétt utan markteigs. Annaö mark Vals á 49. mínutu var hreinasta snilld. Þorgrímur Þráinsson gaf langa sendingu fram vinstri kant- inn, þar sem Guömundur Þor- björnsson var laus og liöugur enn einu sinni. Hann spyrnti strax vel fyrir markið, þar sem Valur Vals- son kom á fullri ferö og þrumaöi knettinum upp í þaknetiö. Glæsi- lega aö verki staöið. Þriöja markiö kom fimm minútum fyrir leikslok. Enn gaf Guömundur fyrir markiö, nú frá hægri. Knötturinn sigldi til nafna hans Kjartanssonar, sem átti misheppnaöan skalla aö marki en engu aö síöur hafnaöi knöttur- inn í netinu hjá Ögmundi. Valsmenn voru atgangsharöari framan af í leiknum, en eftir fyrsta markið tóku Víkingar á sig rögg. Sköpuöu sér tvívegis upplögð færi í miöjum vítateig Vals en i bæöi skiptin var knettinum sópaö him- inhátt yfir. Nokkru síöar slapp og heföi átt skiliö aö skora þar. Fékk fyrirgjöf frá Guðmundi Þor- björnssyni (en ekki hverjum?) og spyrnti hörkuskoti aö marki sem hafnaöi siöan í þverslánni og hrökk svo út. Eftir annaö markið hjá Val í upp- hafi síðari hálfleiksins átti maöur von á aö Víkingarnir gæfust upp en ekki var nú svo. Þeir böröust áfram og leikurinn barst marka á milli. Bestu færin féllu Víkingum í skaut. Fyrst komst Einar Einarsson einn innfyrir, en Stefán Arnarson varöi meistaralega og síöan endur- tók hann afrek sitt er Andri Mart- einsson komst í gegn. Rétt áöur en Valur skoraöi þriöja mark sitt léku þeir Hilmar Sighvatsson og Guö- mundur Þorbjörnsson saman í gegnum Víkingsvörnina en misfella á vellinum eyöilagöi tækifærið fyrir Hilmari. Valsmenn unnu öruggan sigur, sem e.t.v. var of stór. Hins vegar nýttu Valsmenn færi sín bet- ur en Víkingarnir og þaö er þaö sem máli skiptir þegar upp er staö- iö. i ttutlu máli: Hlíöarendavöllur: Islandsmótiö í 1. deild Valur — Víkingur 3:0 (1:0) Mörk Valr. Hilmar Sighvatsson 24. mín., Valur Valsson á 49. mín., Guömundur Kjart- ansson á 85. mín. Dómari: Öli Olsen og var þokkalegur. Gul spjöld: Hilmar Sighvatsson á 37. mín. Einkunnagjöfin Valur: Stefán Arnarson 8, örn Guömundsson 5, Grímur Sæmundsen 6, Guömundur Kjartansson 6. Guöni Bergsson 6, Þorgrímur Þráinsson 6, Hilmar Haröarson 7, Hilmar Sighvatsson 5. Valur Valsson 8, Guö- mundur Þorbjörnsson 9, Bergþór Magnússon 6. Víkingur: Ögmundur Kristinsson 6, Unn- steinn Kárason 6, Ragnar Gíslason 5, Aöal- steinn Aöalsteinsson 4, Magnús Jónsson 6, Andri Marteinsson 6. Kristinn Guömundsson 5, Ómar Torfason 5, Amundi Sigmundsson 7, Heimir Karlsson 7, örnólfur Oddsson 6. Einar tinarsson (vm) 4. — SSv Þorgrímur fyrir horn er hann braut á Heimi innan vítateigs. Valur Valsson átti lokaorö fyrri hálfleiks Valur — Víkingur 3:0 • Valur Valsson lék mjög vel gegn Víkingum og skoraöi gull- fallegt mark. T urner til Villa Frá Bob Hennesty, fréttamanni Morgunblaösins á Englandi. GRAHAM Turner var í gær ráö- inn framkvæmdastjóri 1. deild- arliös Aston Villa á Englandi — hann skrifaði undir fimm ára samning. Hann var áöur hjá Shrewsbury. Leikmaöur þar, þjálfari og framkvæmdastjóri. Turner, sem er 36 ára, hefur veriö stjóri hjá Shrewsbury síö- an 1978. Allan feril sinn hefur hann leikiö meö liöum í neöri deildunum — Wrexham, Chester og Shrewsbury. Shrewsbury hefur veriö í 2. deild undanfariö og hefur gengiö mjög vel í bikarkeppn- um. Liöið sló Ipswich Town t.d. úr bikarnum í fyrra og áriö þar áöur Man. City. Ron Wylie, Malcolm Allison, Gordon Lee og Malcolm McDonald voru á meöal þeirra sem sóttu um stööu fram- kvæmdastjóra Villa en Turner var tekinn fram yfir þá alla — þrátt fyrir aö hann hafi aldrei stjórnaö 1. deildarliöi áöur. Wylie var hjá WBA hér hér í eina tíö. Allison hefur víöa kom- iö viö sögu og Lee var hjá Ev- erton um tíma svo dæmi séu nefnd. „Ég læröi mitt fag hjá Shrewsbury," sagöi Turner á fréttamannafundi hjá Villa í gær. „Ég er mjög metnaöar- gjarn — og draumur minn hef- ur alltaf veriö aö veröa fram- kvæmdastjóri 1. deildarliðs." mundar og Valur vann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.