Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1984 36 Minning: Guðni Kristinn Gunnarsson verk- smiðjustjóri Það er sagt að stundum trúi menn ekki sínum eigin augum. Svo fór mér er ég sá dánarfregn Guðna Gunnarssonar, verkfræð- ings frá Vestmannaeyjum, verk- smiðjustóra Coldwater Seafood í Cambridge í Bandaríkjunum. Við áttum saman tvö símtöl fyrir u.þ.b. 3 vikum um samstarfsverk- efni sem hann vildi hjálpa til við að leysa, ávallt reiðubúinn til að vinna að framgangi íslensks sjáv- arútvegs. Eins og ævinlega voru tillögur hans og svör skýr og ákveðin, ekkert hik, engar vífi- lengjur og engir óyfirstíganlegir erfiðleikar. Þrátt fyrir feikilega annasamt og krefjandi starf var Guðni alltaf jafn viljugur að reyna eitthvað nýtt, aðstoða við að koma vænlegum nýjungum á framfæri, efla og styrkja aðalút- flutningsatvinnuveg íslensku þjóðarinnar. Sumum þótti Guðni harður í horn að taka og kröfuharður. Vönduð vinna, vönduð vara, ná- kvæmni og áreiðanleiki eru eigin- leikar sem sumum Islendingum virðast því miður lítt tamir orðnir. Guðni krafðist þessara eiginleika af íslenskum fiskframleiðendum og hann krafðist þeirra af sjálfum sér. Hann vissi hvað í húfi var ef traust kaupanda og neytenda ís- lensks fisks i Bandaríkjunum brysti, ekki sérstaklega fyrir hann sjálfan heldur fyrir islensku þjóð- ina í heild. Ég hef aldrei heyrt að Guðni hafi brugðist trausti nokk- urs manns. Hann naut þess óskor- aðs meðal allra sem þekktu til starfa hans og báru skynbragð á fiskiðnað og fiskverkun hér heima og erlendis. Það er þungbært fyrir aðstand- endur Guðna að missa hann svo langt fyrir aldur fram. Ég votta þeim hluttekningu mína. íslenska þjóðin veit kannski ekki hvað hún átti fyrr en hún nú missti hann. Hans skarð verður vandfyllt. Björn Dagbjartsson Fæddur 25. október 1925 Dáinn 10. júlí 1984 Þeir atburðir er verða með skyndilegum hætti hafa dýpri áhrif, en þegar við sjáum fyrir að hverju stefnir. Það voru mikil og ótrúleg tíð- indi sem bárust starfsfélögum á þriðjudagsmorgni fyrir viku, að Guðni væri látinn, þar eð við höfð- um setið daglangt á fundi með honum og Guðni haldið hress heim til sín á mánudagskvöld. Meginhluti starfsævi Guðna K. Gunnarssonar var á vegum Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna og sölufyrirtækis SH í Bandaríkjun- um, Coldwater Seafood Corporat- ion. Þótt starfsvettvangur Guðna yrði í annarri heimsálfu, ef undan er skilinn skammur timi á skrif- stofu SH hér heima, þá lágu ferðir okkar oft saman í starfi og tóm- stundum. Engum dylst sem til þekkir að Guðni vann ómetanlegt starf sem verksmiðjustjóri í Bandaríkjun- um, ekki aðeins fyrir SH heldur okkur öll. Á því sviði fór hann fremstur úr hópi margra, því auk mikillar þekkingar og reynslu, þá var Guðni ósérhlífinn og sam- viskusamur í starfi svo af bar. Fyrirtækið sat í fyrirrúmi. Aðals- merki hans var að gera alla hluti sem best, án tillits til tima eða fyrirhafnar, enda kunnu við- skiptavinir að meta þessa eigin- leika. Fráfall Guðna er því mikið áfall fyrir fyrirtækið og starfsfé- laga. Undanfarið hefur Guðni verið aðalráðgjafi okkar við byggingu fiskréttaverksmiðju í Grimsby í Englandi. Það hefur verið ómet- aniegt að fá að njóta þekkingar hans við þessar framkvæmdir og vantaði nú aðeins herslumuninn að Guðni fengi að ljúka því starfi. Fyrir hönd stjórnar sölufyrirtæk- is SH í Englandi er framlag Guðna þakkað. Á þessari stundu eru þó störfin ekki efst í huga, heldur minningar frá persónulegum kynnum og þakklæti fyrir að hafa átt þess kost að kynnast Guðna. Ég vil einungis nefna þær frá- bæru viðtökur sem ég og aðrir ávallt fengu á heimili Eyglóar og Guðna í Salisbury, Maryland, við þau fjölmörgu tækifæri, sem leiðir lágu þangað. Vafalaust minnast margir hve fúslega þau hjónin að- stoðuðu við að greiða úr vanda hvers og eins sem þar bar að garði. Flestar eru þó minningarnar frá veiðiferðum okkar. Guðni naut þessara ferða i ríkum mæli, enda fór þar saman, hvíld frá erilsömu starfi, heimsókn til átthaga, ætt- ingja og vina og veiða sem hann hafði yndi af. Þegar við kvöddumst í New York fyrir viku, hugsuðu víst báð- ir til að brátt bæri fundum saman i Laxá í Aðaldal. Ég veit, að þeir mörgu kunningjar sem Guðni eignaðist þar minnast nú góðra samverustunda. Við söknum öll góðs drengs. Fyrir hönd okkar hjónanna sendi ég Eygló og fjölskyldunni hugheilar samúðarkveðjur. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson „Nú vermir sólin aftur feðra fold og fræin mynda nýjan jarðargróður, en þú ert dáinn, lagður lágt í mold í lífsins blóma, drengur trúr og góður. Þú látinn ert, ei löng varð saga þín við ljúfa minning um þig munum geyma. Þú lifir áfram, lífíð aldrei dvin, á ljóssins strönd er gott að eiga heima. Þessi endir er úr ljóði einu, gömlu, kom mér í hug er ég fyrir svo ósköp stuttu opnaði blaðið mitt einn sólbjartan góðviðris- morgun og sá þar andlátsfregn Guðna Kr. Gunnarssonar. Hann var kominn yfir móðuna miklu þaðan sem enginn á afturkvæmt og hversu stutt fannst mér ekki síðan við kvöddumst um borð í ms. Stuðlafossi við bryggjuna í Cam- bridge og hann sagði mér m.a. að bráðum færi hann heim í stutt frí. Gaman væri ef við gætum hist. Hann ætti fáeina daga í laxveiðiá og hve tilhlökkunin var mikil. „Mikið vildi ég að þú gætir kom- ið með mér, Halli minn, við höfum aldrei farið saman í lax.“ Ég man hlýleika hans er hann tók í hönd mína og kvaddi mig síðustu kveðj- unni. Á þessum morgni þegar sólskin- ið og blíðviðrið hafði allt í einu misst ljóma sinn og kuldi og dap- urleiki þessarar helfregnar hafði náð að festa rætur í sál minni, fannst mér svo erfitt að trúa því að við ættum aldrei eftir að sjást aftur i þessu lífi, að heimkoma Guðna til sins ástkæra lands yrði með þeim hætti sem nú hefur orð- ið. En það er svo margt sem við mennirnir fáum ekki skilið, því sá einn er ræður tekur þær ákvarð- anir sem ekki verður breytt. Og minningarnar héldu áfram að streyma um huga minn, ég minntist þess er ég sá hann fyrst, alúðar hans og hjálpsemi. Ef ein- hver vandamál komu upp og ein- lægan vilja hans til að leysa þau vandamál árekstralaust með ljúf- mennsku sinni og þessum sérstaka og sterka persónuleika sem honum var svo tamur ásamt þeirri prúð- mennsku er auðvelduðu honum að leysa hvers manns vanda og gerði hann svo vinsælan og eftirminni- legan hverjum sem hann kynntist. Hafi Guðni ástarþökk fyrir allt of stutta en ánægjulega viðkynn- ingu. Megi Guð hugga og styrkja hans kæru eiginkonu, börn og alla þá aðra ástvini sem eiga um sárt að binda við brottför hans. Haraldur Pétursson Kveðja frá stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í dag, þriðjudaginn 17. júlí, verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum útför Guðna Kristins Gunnarssonar, verk- smiðjustjóra hjá Coldwater Sea- food Corporation, Maryland, í Bandaríkjunum. Guðni var fæddur 25. október 1925 í Vestmannaeyjum og því tæpra 58 ára að aldri, er hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Salisbury að morgni þriðjudagsins 10. júlí sl. Hann var sonur hjónanna Gunnars Marels Jónssonar, skipa- smíðameistara í Vestmannaeyjum og Sigurlaugar Pálsdóttur. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vor- ið 1946, hélt Guðni til náms í Kanada og lauk meistaragráðu í efnafræði árið 1952. Starfaði hann síðan um tveggja ára skeið sem verkfræðingur hjá Fisheries Re- search Board of Canada, Techno- logical Station í Halifax. Árið 1954 réðst Guðni til starfa hjá verksmiðju Coldwater í Nantic- oke, Maryland, dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, og starfaði hann frá þeim tíma nær óslitið hjá Coldwater að undanteknum tveimur árum, er hann starfaði hér heima hjá SH. Með Guðna Gunnarssyni er fall- inn í valinn, langt um aldur fram, einn af mætustu og mikilhæfustu starfsmönnum samtakanna, og sá maður, sem átt hefur hvað drýgst- an þátt í að auka hróður íslensks fisks og fiskrétta í Bandaríkj- unum. Guðni naut mikils álits, bæði meðal samstarfsmanna heima og erlendis, og var hann af mörgum þeim sem best til þekkja talinn einn hæfasti maður í þessari grein í Bandaríkjunum. Samkeppni á þessum markaði er sennilega meiri en í flestum löndum, og hafa íslendingar ekki farið varhluta af þeirri samkeppni. Það getur því skipt sköðum, hvernig að fram- leiðslumálum er staðið. Fjöldi vörutegunda, sem framleiddar eru í verksmiðjum Coldwater skiptir hundruðum og margar þeirra, sem njóta mestra vinsældra, og eru nú nær alls ráðandi á markaðnum, eru ýmist fundnar upp af Guðna eða þróaðar af honum i samstarfi við aðra. Sfðan hafa aðrir fram- leiðendur komið í kjölfarið og til- einkað sér framleiðslu á þeim. Samstarf Guðna við stjórn og starfsmenn SH var með þeim ágætum, að vart var á betra kosið. Prúðmannleg framkoma hans og háttvísi ásamt ljúfmennsku hlaut að vekja virðingu manna fyrir honum. Eftirlifandi konu sína, Eygló Jónsdóttur, einnig frá Vest- mannaeyjum, gekk Guðni að eiga árið 1947, hin ágætasta kona, er bjó manni sínum fallegt heimili í Salisbury í Maryland. Þau eignuð- ust tvö mannvænleg börn, Ónnu Jónu, gift og búsett í Bandaríkjun- um og Gunnar, sem enn er í föð- urgarði. Fyrir tæpum þremur vikum, á sólbjörtum Jónsmessudegi, nutum við hjónin ánægjulegrar samveru- stundar með Guðna og Eygló. Borgarfjarðarhérað skartaði sínu fegursta. Hvergi var ský á himni að sjá. En oft skipast veður skjótt í lofti og ský dregur fyrir sólu. Kallið kom eins og hendi væri veifað. Þannig er lifið, og því fær enginn ráðið. En minningin um góðan dreng lifir. Fyrir hönd okkar hjóna, stjórn- ar SH og alls starfsfólks votta ég eiginkonu hans, börnum og öðrum aðstandendum dýpstu samúð. Jón Ingvarsson Óvænt fráfall Guðna Gunnars- sonar dregur fram margvíslegar endurminningar. Við unnum sam- an meira en tvo áratugi hjá Coldwater í Bandaríkjunum og hæfileikar hans voru viðurkenndir af öllum. Hann stjórnaði verk- smiðju Coldwater i Maryland með mikílli festu, dugnaði og snyrti- mennsku og lét aldrei viðgangast að þar færi nokkur hlutur úr FERÐATPYGGING ÓMETANLEG V£RND FYRIR FÁAR KRONUR Njóttu sumarleyfisins áhyggjuiaus. Á ferðalagi getur lítið skyndilegt óhapp sett stórt strik íreikninginn. Sýndu forsjálni, taktu ferðatryggingu. OfíYGGISKORT fylgirmeð í kaupunum án aukagjalds. Það erómetanleg vernd. Þú færð jú aðeins eitt sumarfrí á ári. jgjÍm HACTRYGGIMG HF Suóurlandsbraut 10,105 Reykjavik, sími 685588. TAKTU TRYGGINGU-EKKI ÁHÆTTU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.