Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1984 37 skorðum. Starfsmannafjöldinn undir stjórn Guðna fór oft yfir 500 manns og honum tókst ævinlega að samræma afköst svo unun var að fylgjast með því. Guðni var efnaverkfræðingur að mennt, útskrifaður með meistara- gráðu frá McGill-háskólanum í Kanada. Hann starfaði um hríð við rannsóknarstörf í Halifax í Nova Scotia. 1 starfi sínu hjá Coldwater var Guðni ævinlega I sambandi við tæknileg verkefni og oft hefur ver- ið haft orð á því að nákvæmni hans og vandvirkni muni hafa skilað ómælanlegum verðmætum yfir árin. Skapgerð Guðna ein- kenndist af festu og einurð og mun hafa gætt áhrifa frá sjómennsku- árum hans sem unglingur í Vest- mannaeyjum. Mannkostir hans nutu sin vel í vandasömu starfi, sem hann leysti af hendi með óhemju dugnaði. Ég sendi Eygló, eftirlifandi konu Guðna, og bðrnum þeirra, önnu og Gunnari, samúðarkveðjur á þess- ari sorgarstundu. Þorsteinn Gíslason Með andláti Guðna Gunnars- sonar er svo sannarlega skarð fyrir skildi hjá okkur í Coldwater. Síðastliðin 21 ár var hann verk- smiðjustjóri okkar, leiðbeinandi og brautryðjandi. Undir stjórn hans varð verksmiðjan í Cam- bridge besta og fullkomnasta verksmiðja sinnar tegundar, en fyrst og fremst bar hún merki þeirrar einstöku snyrtimennsku, sem Guðni tamdi sér í öllum störf- um sínum. Með Guðna er genginn einn virtasti meðlimur bandarísks fiskiðnaðar. Þá virðingu hafði hann áunnið sér á löngum og glæsilegum starfsferli, en fyrst og fremst vegna þess, hversu innilega allir voru sammála um það, að Guðni vissi ævinlega upp á hár hvað hann var að tala um. Hann sat I tækninefnd Fiskifélagsins um margra ára skeið og átti drjúgan þátt í þvi að móta banda- ríska gæðastuðla fyrir fiskblokkir og fiskflök. Áður en Guðni tók við starfi verksmiðjustjóra sá hann um gæðaeftirlit og því starfi hélt hann i raun áfram allt til dauða- dags. Sem slikur var hann útvörð- ur okkar gagnvart framleiðend- um. Stundum getur slikt starf ver- ið erfitt, vegna þess að þegar um mat á gæðum er að ræða geta til- finningar oft hitnað talsvert. Full- yrða má að allir þeir sem nokkru sinni hafa selt Coldwater hráefni hafi borið fullt og ótakmarkað traust til Guðna. Hin hliðin á gæðaeftirliti félagsins lýtur að viðskiptavinum þess og það var einmitt á þvf sviði sem starf Guðna náði hámarki, þvi enginn viðskiptavinur Coldwater var nokkru sinni í vafa um að fram- leiðsluvöru félagsins væri í engu ábótavant, þegar hann hafði hönd í bagga. íslenskur fiskiðnaður hefur misst einn sinn besta mann og áhrifa hans mun gæta um langan tíma, lengi. Við sendum Eygló, börnum þeirra og ættingjum öll- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Samstarfsmenn Tengibúnaöur IBM PC viö IBM System/34/36/38 ir — IBM PC/XT L l 5251 o o — □ lllllllllllllllll □ 1 □ Syick. Syich. Modim Madiii ir Dlract CllHCtÍH IBM Syitia/34, Sfttta/36. tr SyatiM/38 artth Ciaaiilcitiiu Miptir PC Pirallil Prlntir Dæmi um tengingu. Frábært safn Hljóm rTríTma Finnbogi Marinósson Slade Slades Greats Hver man ekki eftir lögunum „Com’on Feel the Noice", „Far, Far Away“, „Skweeze Me, Pleeze Me“, „Mama Weer All Crazee now“, „Goodbuy t’Jane" og „Merry Xmas Everybody“? Kannski ekki margir af yngri kynslóðinni en þeir sem í dag eru eitthvað eldri en tuttugu og tveggja muna eflaust vel eftir þessum lögum. Hljómsveitin sem gerði þessi lög vinsæl var Slade. Nýlega kom út 16 laga safnplata sem heitir „Slades Greats" og inniheldur hún öll þau lög sem hljómsveitin gerði vinsæl á meðan hún var hjá Polydor-útgáfufyrirtækinu. Af þessum 16 lögum kom Slade sex í fyrsta sæti vinsæld- alistans. Fjögur höfnuðu í öðru sæti, tvö í þriðja og hin eitthvað neðar. Fyrsta lagið sem fer inn á listann er „Get Down with It“ og er það gefið út í maí 1971. Síð- asta lagið sem þeir eiga á lista er „Let’s Call It Quits". Það er gefið út í febrúar 1976 og kemst í 11. sæti vinsældalistans. Af þessum 16 lögum eru fjögur vinsæl 1972, fjögur árið 1973 og þrjú árið 1974. Ellefu lög af sextán vinsæl á þessum þremur árum og segir það okkur hvenær Slade var upp á sitt besta. Það sem vakti athygli mína þegar ég hlustaði á þessa plötu var hversu poppuð tónlist Slade i raun er. Hingað til hafa þeir ver- ið taldir til hóps þungarokkara. Ekki skal hér kveðinn upp dóm- ur um hvort það sé rangt eða rétt, en frekar mundi ég telja þá til popp-rokkara með virðingu fyrir öllum Slade-aðdáendum. En það sem setur þá sjálfsagt í hóp rokkaranna er hvemig þeir flytja tónlist sína á hljómleik- um. Þar njóta þeir sín. Mikil er gleðin í tónlistinni og hljóðfæra- leiknum, en hún magnast um helming þegar lögin eru flutt á tónleikum. Eða eins og sagt er á bakhlið umslagsins á „Slades Greats": „Ég hef aldrei vitað neinn sem hefur borgað sig inn á Slade hljómleika ganga í burtu óhamingjusaman." Undir þessi orð er hægt að taka, því hafir þú tækifæri til að sjá Slade-hljóm- leika máttu ekki missa af þeirri frábæru skemmtun. Þangað til er hægt að mæla óhikað með „Slades Greats“, sem frábærri safnplötu frá ódauðlegri hljómsveit. — F.M. KOMIÐ SJÁIÐ PANTIÐ Tilbúinn meö íslensku Til sýnis í tölvudeild okkar 1 SKRIFSTl DFUVÉLAR H.F. % r Hverfisgötu 33 — Simi 20560 Pósthólf 377 . kl-18'3° FRI ER HAHDHAFI ÍÞRÓTTASTYRKS SAMBAHDSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.