Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 36
 kqa: > T*'n Pr 'i?rr\Mfirr('*; (a Tavy'VJOMr MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1984 „ Vieyfbu, flugfreyjez. FarSu nokkruri7 s<Vinum affcur y-Tir þettcLrneS 5^fcisótarrua.r þjer eru ótrulcyo. erfiáar ui&fangs!" ást er... 6-/2 ... að hverfa hvorki úr huga hans né hjarta. TM fltg. U.S. Pat 0»t.-a» HgMs reservM •1984 Los Angeles Tlmes Syndicate Væri ekki gott aö hafa stökkbretti hér? Ertu ekki með 489 krónur á þér, ég vil ógjarnan skipta 500-kallinum mínum? HÖGNI HREKKVÍSI "P'fii: 't __ ■% . Slútandi greinar Guðmundur skrifar: Heiðraði Velvakandi. f eldri hverfum borgarinnar er mikið um stór og glæsileg tré sem þar hafa staðið í mörg ár og jafnvel áratugi. Mörg þeirra eru friðuð og því bannað að fjarlægja þau, sem engum dytti heldur í hug, því þau eru bæjarprýði og ekki svo mörg að eitt og eitt tré skiptu litlu máli. En eitt er ótrúlega óþægilegt við þessa grænu vini og getur leikið margan manninn grátt, sérstaklega á snjóþungum vetr- um. Hér á ég við greinar sem slúta langt niður á gangstéttirn- ar út fyrir garðana og eru þar til mikilla trafala fyrir gangandi fólk. Oft eru þau svo fyrirferð- armikil að vonlaust er að ganga eftir stéttinni og maður verður að fylgja götunni við hlið bílanna sem á stundum aka óvarlega. Ég minnist ekki á þegar snjórinn hylur greinarnar. Margur hatt- urinn hefur fengið að fjúka fyrir ábúðarmiklum sprotum og snjór- inn setið eftir á kollinum. Ég mælist til að garðeigendur sem kannast við lýsinguna taki sig til og klippi þessar óæskilegu greinar af, öllum til mikillar ánægju- og hægðarauka. Þesslr hringdu . . . Dýrar 90 mínútur Valþór hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: Um daginn í góða veðrinu hugsaði ég mér, ásamt vini mín- um, að bregða mér í veiðitúr og njóta náttúrunnar. Ég á ekki bíl og fór því til Bílaleigunnar hf. í Kópavogi og fékk bílaleigubíl til afnota. Vegna óviðráðanlegra orsaka hætti vinur minn við ferðina og ekki vildi ég fara einn svo að ég skilaði bílnum á sinn stað. Þá var liðin 1 Vfe klukkustund frá því ég hafði fengið hann í hendurn- ar, og kílómetrarnir voru örfáir sem ég hafði ekið. Þegar ég ætl- aði að greiða það sem mér bar sagði starfsmaður fyrirtækisins að ég skuldaði 1500 krónur. Mér fannst þetta geysileg upphæð og bað um skýringu. Þá kom í ljós að ég var krafinn um gjald fyrir heilan dag og reiknaðir 80 kíló- metrar, sem var áreiðanlega tí- föld sú vegalengd sem ég komst. Ég get ekki orða bundist yfir þessari svívirðu. Hvernig stend- ur á því að þessi gjaldtaka er leyfð og mér þætti gaman að fá að vita hvort hún sé lögleg, sem ég stórefast um. Erlendis er hægt að fá góða bílaleigubíla fyrir lítið fé eins og sannast á sérfargjöldum Flugleiða, sem hafa náð góðum samningum. Af hverju er ekki hægt að komast yfir ökutæki hér á landi á sama hátt og þar. Að lokum mælist ég til þess að Neytendasamtökin láti þetta mál til sín taka og kanni verð á bílaleigumarkaðnum og hvaða lög gilda þar. Enn um skattamál 5551—1071 hringdi og hafði eftir- farandi að segja: Heyr fyrir borgara sem skrif- ar um skattamál 29. júní síðast- liðinn og Ingibjörgu sem einnig fjallar um sama efni 8. júlí síð- astliðinn. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra getur ekki lát- ið því óréttlæti ósvarað, að heimili með sömu tekjur séu svo ólíkt skattlögð eftir því hvort fyrirvinnan er ein eða tvær. Nú er það oftast þannig að konan er heima að gæta barna sinna. Þannig sparar hún borg- inni dýr dagvistarheimili sem rekin eru með almannafé. Að girða og sá í sárin Hildur hringdi og hafði eftirfar- andi að scgja. í sumar hafa veðurguðirnir leikið við hvern sinn fingur og margir nýtt sér góða veðrið til að koma stórum verkefnum í höfn, sem einungis er hægt í þurrki. Eitt af þeim er að leggja bundið slitlag á vegi landsins. Þeim aðilum sem þar hafa staðið að verki þakka ég vel unnið starf, þótt að því sé ekki alveg lokið á mörgum stöðum að mínu mati. Það hefur nefnilega Um Storð 0719—9716 skrifar. Heill og sæll Velvakandi. Það er komið svo mikið af alls kyns blöðum og tímaritum á markaðinn að þau ætla okkur lifandi að kaffæra. Sjálf hef ég ekki tíma til að fylgjast með þeim öllum enda sýnist mér flest þeirra gerð í þeim tilgangi einum að græða peninga. Samt verð ég að segja að ég fór að fá trú á tímaritaútgáfu í landinu þegar tímaritið Storð kom út. Éftir að hafa flett nýj- asta heftinu af Storð er ég viss um að blaðið stenst samanburð við vönduðustu tímarit sem gefin eru út í öðrum löndum og er örugglega fallegasta rit sem gefið er út á íslandi. Til að prófa þessa skoðun mina sýndi ég útlendum vinum mínum Storð, og þeir sögðu strax: Hvernig í ósköpunum er hægt að gefa út svona glæsi- legt rit hjá smáþjóð út í Dumbshafi? Það væri slæmt ef þetta rit yrði undir ómerkilegum af- þreyingarblöðum og alls konar sneplum sem allar bókabúðir og sjoppur eru fullar af. Það má alveg segja frá því sem vel er gert. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til fóstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.