Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLl 1984 45 gleymst að þrífa eftir sig draslið. Þegar lagðir eru vegir verður oft mikið jarðrask og gróðurinn er lengi að ná sér aftur á strik. Einnig þarf að taka upp girð- ingar til að færa fjær leiðinni og halda skepnum frá ökumönnum, því slysahættan af þeim er gíf- urleg og erfitt fyrir bílstjórnann að átta sig á hegðun þeirra. Þessum tveim atriðum ættu verktakar sem nálægt vegalagn- ingu koma að huga betur að. Mig langar til að nefna Rangárvelli sem gott dæmi um hve vel er hægt að standa að þessum mál- um. Þar er búið að girða 14 metra frá veginum eins og lög gera ráð fyrir og einnig hefur verið sáð í sárið sem myndaðist í hnjaskinu. Meðfram veginum vex nú iðagrænt gras sem gleður augað og hindrar sandfok og uppþlástur á þessu svæði, þar sem mikið rok getur eyðilagt gróður á stuttum tíma. Að lokum vil ég þakka fyrir hve fljótt og vel hefur gengið að leggja á vegina. Það munar ótrúlega um hvern kílómetra af bundnu slitlagi, bæði fyrir með- ferð á ökutækinu og góða skapið sem fylgir því að fara eftir slétt- um vegum, en þurfa ekki að þræða hálfónýtar slóðir sem hafa nú ekki staðið undir heitinu þjóðvegur. Stóriðja við Straumsvík Hlíf Ólafsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja. Undanfarið hafa merkilegar umræður farið fram um stóriðju við Eyjafjörð. Skoðanir íbúanna hafa skipst mjög í tvær fylk- ingar og nú eru deilurnar orðnar svo harðar að engin samnings- leið virðist fær. Undirskrifta- listar hafa komið mörgu sinnum inn á hvert heimili, þar sem hvatt er annað hvort til stóriðju eða henni mótmælt. Ég bý í Reykjavík og hef því ef til vill ekki fylgst eins gaum- gæflega með framvindu mála og annars hefði orðið ef ég hefði verið búsett í héraðinu. En orsök þess að ég vil tjá mig um þetta mál er einföld. Ég kem oft til Straumsvíkur og lít þar í kring- um mig. Síðast skrapp ég í blíðskaparveðrinu sem hér var á 17. júní. Mikil stilla var þennan dag og sól í heiði, en það var ekki fallegt umhorfs í kringum álver- ið í víkinni. Blá móða lá yfir stórt svæði allt í kringum verksmiðjuna og ekkert líf að sjá. Mosinn var enn grænn og leit eðlilega út en samkvæmt rannsóknum sem fór nýlega fram (að ég held hjá náttúru- fræðinemum), er hann mjög mengaður og ekki útséð um hvað náttúran heldur lengi upphaf- legu útliti sínu. Við vitum öll að það er fagurt í Eyjafirði og mikil veðurblíðan eins og sunnanmenn heyra í veð- urfréttunum á hverju sumri. Stillur eru algengar og náttúran er fjölskrúðug. En ég stórefa að hún héldist lengi óspjölluð í nánd við stóriðju. Sífellt er malað um að hreinsi- búnaður við álverið í Straumsvík sé af fullkomnustu gerð og næstu nágrannar sem og aðrir landmenn þurfi sist að kvíða mengun frá verinu. Einnig erum við líka svo fádæma „heppin“ hér á suðurodda landsins að sjáldnast er logn, þannig að ef svo æxlaðist að eitthvað gengi úrskeiðis í hreinsun loftsins þá tækju fæstir eftir því, það blæs allt í burtu á örskömum síma. Mér líst ekki á Eyjafjörðinn eftir tuttugu ár ef stóriðja verð- ur reist þar, og hreinsibúnaður látinn sjá um varnir gegn loft- mengun. Til að sannreyna sögu mína finnst mér að allir þeir sem standa að stóriðjufram- kvæmdum í Eyjafirði ættu að taka sér ferð á hendur á góðum degi og kanna ástandið við álver- ið í Straumsvík. Steindórs- leigubílstjórar Vestmanneyingur hringdi og hafði eftirfarandi að segja. Fyrir skömmu var samþykkt að ógilda akstursleyfi leigubíl- stjóranna hjá leigubílastöðinni Steindóri. Nú er stöðin því orðin ólögleg og bílstjórarnir mega fara að leita sér að nýrri vinnu sem ekki er auðvelt eins og mörgum er kunnugt. Ég er sjómaður og bregð mér ósjaldan til höfðuborgarinnar, hvort sem er með skipinu eða iandleiðis. Þegar í bæinn er komið hringi ég ávallt á leigubíl hjá Steindóri, því ekkert öku- tækið á ég. Þar er starfsfólkið einstaklega hjálpfúst og ég er handviss um að ekki finnast betri bílstjórar hér þó víðar væri leitað. Þess vegna mótmæli ég því alfarið að þessi starfsleyfi séu dregin til baka og finnst það einungis réttlætismál fyrir þá og okkur sem hafa haft svo góð samskipti við þetta fólk, að þeir fái að aka sínum bilum i friði. Af hverju ekki bankahólfið? H.T. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: Ég er alveg sammála gamalli konu sem hringdi 10. júlí og var lítt hrifin af nafninu „Kola- f)ortið“ á btlageymslur Seðla- bankans við Arnarhól. En ég er með enn eina hugmynd að nafni, þótt þær séu eflaust orðnar fleiri en tölu verður á komið. Mér þætti vel við hæfi að kalla hana „Bankahólfið". Geymslan er í banka og í hana var eytt miklum fjármunum og því er hún dýr. Ogn af húmor verður að fylgja byggingunni. Það er ekki svo glaðlegt á að líta. Erindi Ævars endurflutt Þorgrímur Þorgrímsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Mig langar tii að flytja þakkir til Ævars Kvaran fyrir erindi sem hann flutti sunnudaginn 8. júlí síðastliðinn. Honum til að- stoðar var Rúrik Haraldsson. Þennan dagskrárlið tel ég vera eitt af bestu erindum sem Ævar hefur flutt í útvarpið sem og aðra fjölmiðla. Einnig veit ég um marga sem misstu af þessu þeg- ar flutt var. Nú langar mig að spyrja for- ráðamenn útvarps hvort ekki væri hægt að endurtaka dag- skrána, því af henni gátu allir lært og haft gaman af og það gerist æ sjaldnar að merkileg er- indi heyrast í útvarpinu. Eiga stóriðjur eins og álverið í Straumsvík rétt á sér? Akstur bifreiðar krefst athygli 4 Sófasett 9.530.- 9.530.- 9.530.- áfcfeuda 9.530.- 9.530.- 1111 Massív fura 2ja ára ábyrgð DÚS6A6NAHÖLLIN BÍIDSHÖFOA 20-110 REYKJAVlK * 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.