Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.07.1984, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1984 Ásgeir Gudmundssson tæknifrædingur, Kristján K. Jónasson bejarfulltrúi Alþýðuflokksins, Jón Gíslason smiður, Högni Þórðarson bankastjóri, Einar Karl Kristjánsson lögregluþjónn, Magnús Guðmundsson deildarstjóri og Sigurður Guðmundsson múrari slappa af í nýju höfuðstöðvunum. Ásgerður Halldórsdóttir, Sigrún Halldórsdóttir, Valgerður Jónsdóttir, Guðmundur Þórðarson, Herdís Þorsteinsdóttir og Koibrún Halldórsdóttir f nýju setustofunni. ísafjörður: Félagsmiðstöð Sjálf- stæðismanna opnuð Isa/írAi, l.jilf. Félagsmiðstöð Sjálfsteðis- flokksins var formlega opnuð hér á ísafirði laugardaginn 30. júní, eftir gagngerar breytingar. Öll miðheð Uppsala, húss Sjálfsteðisflokks- ins, var innréttuð upp á nýtt og er nú á heðinni 40 manna fundasal- ur, setustofa og skrifstofur flokks- ins og blaðsins Vesturlands. í hófi sem haldið var í tilefni opnunarinnar gat Guðmundur Þórðarson, formaður fulltrúa- ráðsins, þess að verkið sem kost- ar rúmlega eina milljón hafi ver- ið fjármagnað af tekjum af rekstri hússins, sem hefur verið í leigu hjá BG-flokknum undan- farin ár og með frjálsum fram- lögum sjálfstæðismanna. Ennþá vantar þó nokkuð á að endar nái saman, en Guðmundur taldi að miðað við þann góða hug sem sjálfstæðismenn á ísafirði og víðar hefðu sýnt málefninu væri ekki ástæða til að ætla að bygg- ingarkostnaður greiddist ekki nokkurn veginn með skilum. Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðiflokks- ins, var við opnunina. Færði hann kveðjur og árnaðaróskir frá formanni flokksins og óskaði ísfirskum sjálfstæðismönnum til hamingju með glæsilega fram- kvæmd. Hann gat þess að að- staða eins og þarna hefði skap- ast myndi gerbreyta öllum starfsháttum sjálfstæðismanna Ljósm. Olfar Framkvemdastjóri Sjálfsteðis- flokksins, Kjartan Gunnarsson, og formaður fulltrúaráðsins, Guð- mundur Þórðarson, voru sammála um að þessi glesilegu húsakynni myndu örva mjög starfsemi flokks- ins. á staðnum og sagðist trúa að þessar miklu breytingar yrðu til að styrkja mjög stöðu Sjálfstæð- isflokksins á Isafirði og í kjör- dæminu. Guðmundur Þórðarson bygg- ingameistari sá um framkvæmd- ir við breytingarnar, en gjald- keri fulltrúaráðsins, Guðmundur Marinósson forstjóri, hefur séð um fjármálin. Má geta þess i lokin, að þegar hann tók við gjaldkerastarfi flokksins fyrir 4—5 árum var húsið skuldugt upp fyrir haus og var komið að uppboði á því. Þegar byrjað var á brejrtingunum í vetur var hús- ið skuldlaus eign flokksins. Auk Guðmundar Þórðarsonar for- manns og Guðmundar Marinós- sonar gjaldkera á Sigrún Hall- dórsdóttir sæti í stjórn full- trúaráðsins, en það fer með mál- efni hússins. Úlfar STOR RENNILEGUR RENAULT 9 Akstursgeta er lykilorðið fyrir Renault 9. Að baki glæsilegs útlits liggur áralöng hönnunar- og rannsóknarvinna. Renault 9 er kjörinn fjölskyldubíll, rúmgóður, sparneytinn, traustur en samt ódýr. Verð frá kr. 292.000,- Renault 9 er fáanlegur með 4 mismunandi vélum, 4-5 gíra eða sjálfskiptur. eyðsla R9 TC 48 DIN 5,41 R9 GTL 60 DIN 5,41 R9 GTS 72 DIN 5,41 R9 Autom. 68DIN 6,31 Renault 9 sameinar kosti „lítils bíls“ hvað varðar lipurð og sparneytni og „stórs bíls“ hvað útbúnað og útlit varðar. HAGSTÆTT VERÐ Renault 9 er framhjóladrifinn og hefur sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli, sem gerir hann öruggan í ‘akstri a vegum og við erfiðar aðstæður. .j, v •• •-.. -v,.-;. KRISTINN GUÐNASON Hl. J\ RENAULT SUÐURLANDSBRAUT 20 SÍMI686633 mest selda bílategundin í Evrópu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.