Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1984 MJÖG GÓÐ VEIÐI í HAUKU VEIÐI hefur verið mjög góð í Haukadalsá í Dölum það sem af er þessu sumri. „Hún ætlar að gera það gott í sumar með sama áframhaldi," sagði Sigurður Jónsson í Köldukinn í samtali við Mbl. í gær. Hann sagði að á mánudaginn hefðu verið komnir 350 laxar á land, en þá hefði ver- ið veitt í nákvæmlega 30 daga. „Þetta er óeðlilega gott í Hauku miðað við tíma, á sama tíma í fyrra höfðu veiðst innan við 200 laxar,“ bætti Sigurður við. Hann gat þess einnig að lítið hefði farið fyrir því að lax færi smækkandi, þvert á móti væri meðalþungi laxins sist minni nú en í upphafi tímabils, laxarnir væru nær allir 8 til 15 pund, þeir stærstu 16 pund og sáralítið af smálaxi. Sigurður sagði mikið og gott vatn vera í Haukunni og hefði svo verið allt veiðitímabil- ið. Þó hefur borið á því að und- anförnu að áin hafi litast. Nú eru útlendingar að veiðum í ánni og nota þeir allt sem löglegt er samkvæmt landslögum, flugu maðk og spón. SÁ FYRSTI ÚR EYJAFJARÐARÁ BLAÐIÐ dagur á Akureyri greindi frá því fyrir skömmu, að fyrsti lax sumarsins hefði veiðst i Eyjafjarðará i lok siðustu viku, 4 punda lax. Sleppt hefur verið seiðum í ána í mörg ár, en upp- eldisskilyrði hennar eru léleg fyrir lax og hefur aldrei gengið mikið af honum. Aðalfiskur Eyjafjarðarár er sjóbleikjan sem er nú farin að ganga og get- ur orðið mjög væn. Þá greindi Dagur einnig frá því, að fyrstu sjóbleikjurnar hefðu veiðst fyrir skömmu í Hörgá þrátt fyrir slæm skilyrði. Bleikjan þar get- ur verið afar væn, ekki síður en í Eyjafjarðará. SMÁLAXINN SÝNIR SIG ÞAÐ er ekki létt verk að fá nákvæmar aflatölur frá ármóta- veiðistöðunum við Hvítá í Borg- arfirði. Þau tíðindi sem þaðan hafa borist nú allra síðustu daga eru á þá lund að talsvert sé farið að ganga af nýrunnum smálaxi, 3 til 6 punda fiski. Menn sem voru á veiðum í Brennunni um helgina veiddu á annan tug slíkra fiska og aðrir sem voru við Svarthöfða greindu einnig frá líflegum smálöxum stökkvandi þó afli þeirra yrði ekki jafn góð- ur og þeirra á Brennunni. Stutt er síðan að greint var frá mikl- um aflakipp í Straumunum. Eru þetta hinar ágætustu fréttir, því margir voru farnir að óttast að „smákarnir" ætluðu ekki að sýna sig. Nú er bara spurningin hversu öflugar smálaxagöngurn- ar verða að þessu sinni. STÓRLAXAVEIÐI í ÖLFUSÁ „Þetta var ansi skemmtilegt atvik þarna á „Pallinum" fyrir neðan brúna hjá Selfossi, við vorum með þrjá grálúsuga stór- laxa á í einu. Ég fékk þann stærsta, 20,5 punda, en hinir voru 17 og 18 punda þungir," sagði Guðmundur Jasonarson i samtali við Mbl. í gær, en hann var að veiða í Ölfusá hjá Selfossi á sunnudaginn. Guðmundur sagði að veiðin hefði verið dauf þar það sem af væri, en veiðin á sunnudaginn hefði verið fyrsti verulegi kipp- urinn. Það eru sex stangir á svæðinu öllu og fylgjast þrjár og þrjár að. Þriggja stanga hópur Guðmundar veiddi 11 laxa, en á hinar stangirnar veiddist eitt- hvað minna, en nokkuð þó. Að stórlöxunum þremur undan- skildum, var aflinn allur smár, 5—6 punda fiskar. Eitthvað milli 50 og 60 laxar hafa nú veiðst á svæði þessu í Ölfusá. Haldið upp úr gljúfrinu með góðan lax. „400—500 sjúklingar á biðlista hjá bæklunar- deild Landspítalans" f FRAMHALDI fréttar sem birtist í Mbl. um lokanir á bcklunar- og endurhæfingardeild Landspítalans hafði blaðið samband við Jóhann Guðmundsson, lækni á bæklunar- deild, til að leita frekari upplýsingar um málið. „f lokunum í sumar missum við hálfa bæklunardeildina. Einnig lokar helmingur endurhæfingar- deildarinnar sem við höfum haft til afnota á hverju sumri til að létta af biðlistunum," sagði Jóhann m.a. „Á biðlista eru í kringum 400—500 sjúklingar. Við gætum ef til vill tekið inn 100 sjúklinga, en vita- skuld fer sá fjöldi eftir slysatilfell- um og hve alvarleg þau eru. Sumir geta beðið, aðrir ekki, allt eftir ástandi mannsins, en við reiknum með að sjúklingar með „venju- legan“ bæklunarsjúkdóm t.d. þurfi að setja gervilið í mjöðm, bíði eftir sjúkrarúmi í u.þ.b. eitt ár. En það er hverjum ljóst að listarnir lengj- ast þó nokkuð í þessum sparnaðar- aðgerðum. Það hefur ekki verið reiknað nákvæmlega út hvað mikið sparast af lokunum á þessum tveim deild- um og ekki veit ég um aðrar tillög- ur sem gætu hafa komið fram til að halda útgjöldum í lágmarki," bætti Jóhann við. „Þetta mynstur er lík- lega runnið frá hinum Norðurlönd- unum og t.a.m. hafa sumarlokanir tíðkast um margra ára skeið í sænskum sjúkrahúsum til að drýgja fjárráðin. Einungis neyð- artilfellum er sinnt.“ Um raunverulegan hagnað af þessum aðgerðum fyrir þjóðarbúið vildi Jóhann ekki tjá sig. „Við hljótum þó að varpa þeirri spurn- ingu fram hvort sé hagstæðara að velta vanda sjúklinga fram á haustið eða gera þá sjálfbjarga og vinnufæra, svo þeir skili arði til þjóðarbúsins með störfum sínum,“ sagði Jóhann að lokum. Landbrug i Island Bæklingur um landbúnað á íslandi Á VEGUM Landbúnaöarráðuneytis- ins og bændasamtakanna hefur verið gefinn út bæklingur um landbúnað á Islandi. Bæklingurinn er gefinn ðt á íslensku, dönsku og ensku og er fyrst og trenwt fræðslurit um landbúnað- inn hér á landi. Bæklingurinn er 32 blaðsíður að stærð, ríkulega myndskreyttur. Fjallað er almennt um land og þjóð og farið yfir hinar einstöku greinar íslensks landbúnaðar. Fjallað er um verðmyndun og úrvinnslugrein- ar landbúnaðarins svo eitthvað af Forsfða dönsku útgáfu landbúnaðarbæklingsins. efni hans sé nefnt. Austurborgin 2ja herb. Um 60 fm íbúö á jaröhæö (1. hæö) í fjölbýli í Austur- borginni. Goöar innr. Verö nú þegar. Garðastræti 45 Símar 22911—19255. 1.000—1.150 þús. Laus Jón Arason iögmaður málflutnings- og fasteignasala. Kvöld- og helgarsími sölustjora 76136 Hvassaleiti m. bflskúr Höfum til sölu mjög góöa 4ra herb. blokkaríbúö á 3. hæö viö Hvassaleiti. Eigninni fylgir aukaherb. ásamt geymslu í kjallara. Mjög góöur bílskúr. Eign í topp- standi. Ákv. bein sala. m FASTEIGNA HÖLUN FASTEIGNAVIÐSKIPTI MIÐBÆR - HÁALEmS8RALTr 58-60 SÍMAR 35300435301 SIMAR 21150-21370 S0LUSTJ LARUS Þ VAL0IMARS LOGM J0H Þ0RÐARS0N HDL Til sýnis og sölu auk annarra elgna: 4ra herb. góð íbúð skammt frá Háskólanum í suöurenda á 4. hæö um 100 fm, risherb. fylgir. Góður bílskúr um 24 fm. Stór ræktuö lóö. Frá- bært útsýni. íbúöin er laus nú þegar. Á besta stað við Safamýri 5 herb. endaíbúð um 118 fm. Sér hiti. Tvennar svalir. Ágæt sameign. Góður bílskúr um 22 fm. Ræktuö lóö m. bílastæöum. íbúðin er í neðstu blokkinni við götuna. Ný söluskrá heimsend. Ný söluskrá alla daga. ALMENNA FASTEIGHASALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 68-77-68 FASTEIGIMAMIOLUIM Sverrir Kristjánsson Hús Verslunarinnar 6. hæO. Lögm. Hafstemn Baldvinsson hrl. lönaöarhúsnæöi Til sölu ca. 700 fm iðnaöarhúsnæðl á jarðhæð 'Ártúnsholti. Stórar innkeyrsludyr. Lofthæð ca. 4 m. Til greina kemur að taka minni iönaöarhúsnæöi á Höfðanum. Höfum kaupanda aö 2000 fm iönaöar- húsnæöi sem mest á einni hæö. Einbýli í smíöum á Artúnsholti Til sölu ca. 210 fm einbýlishús. Húsiö afhendist fokhelt. Sveigjan- leg greiðslukjör. Gamli vesturbærinn Höfum fengið í einkasölu fasteignina Öldugöfu 50, sem er steinhús, kj., 2 hæöir og ris. Grunnfl. hæðar ca. 120 fm. I húsinu eru 3 fjögurra herb. íbúöir auk sameignar í kjallara. Til greina kemur aö selja eignina í einu lagi eða í hlutum. Húsið er laust nú þegar. Raöhúseigandi viö Búland Höfum kaupanda aö raöhúsl meö innbyggöum bílskúr. nánárgsss Til sölu ca. 80 fm 3Ja herb. góö ibúó ó 2. hæö. Laus nú þegar. Sveigjanleg greiðslukjör. Eskihlíð Til sölu ca. 70 fm 3ja herb. íbúö ó 4. hæö. Mikið endurnýjuð fbúð. Grenimelur Til sölu ca. 95 fm (búó ó 1. hæö (endaíbúó) i þribýli. Laus fljót- lega. Sveigjanleg greióslukjör. Engihjaiii Til sölu 90 fm 3ja herb. íbúð ó 8. hæö. Vandaðar innréttingar. Mlklö útsýnl. Hraunbær Tll sölu 5 herb. falleg 118 fm íbúö ó 2. hæö ósamt 12 fm her- bergi í kjallara. Suðursvalir. Tjarnarból Til sölu 120 fm falleg 5 herb. ibúö ó 1. hæö ósamt bílskúr. — Margar aðrar eignir á söluskrá — Sölmaður Baldvin Hafsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.