Morgunblaðið - 20.07.1984, Síða 12

Morgunblaðið - 20.07.1984, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ1984 fNtovgw Útgefandi nfrlðfriftí hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakið. Jónsson Ég gerði það sem ég taldi réttast — segir Niels-Uwe Liiding, skip- stjóri á Elizu Heeren Ragnar Idag er Ragnar Jónsson til moldar borinn. Allt hefur sinn tíma og ekki komizt hjá því að slíkur velgerðamaður fólksins í landinu, og þá ekki sízt Iistamanna, taki hnakk sinn og hest og hverfi til nýrra ævintýra. íslenzka þjóðin getur ekki setið að honum til eilífðar, það viss- um við öll. En við eigum lífsstarf hans og það er bezta viðmiðun, sem hugs- azt getur, þegar horft er fram á leið og fjallað um skapandi störf listar og at- hafna. Enginn fléttaði eins vel saman í starfi sínu og lífsviðhorfum aleflingu andans og athöfn þarfa, svo að vitnað sé í listaskáldið góða, enda við hæfi. Enginn vissi betur en Ragnar í Smára, hvílík nauðsyn er að tryggja listamanninum frelsi og aðstöðu til að stunda list sína og athafna- manninum frjálsræði til að reka fyrirtæki sitt þjóðinni til heilla og blessunar. Á þetta minntist hann sjálf- ur, enda grundvöllur lífs- skoðunar hans. Sjálfur var hann sá framkvæmdamað- ur í sögu okkar sem unnið hefur mest stórvirki í þágu lista og bókmennta og þeg- ar tíundaður verður hlutur athafnamanna í list og menningu þjóðarinnar verður nafn hans efst á blaði. Hann var listvinur án samanburðar og lagði áherzlu á frjálsræði í lífi og starfi eins og Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, minnist á hér í blaðinu í dag. Stór- hugur Ragnars og örlæti voru listamönnum — og þá ekki sízt ungum fullhugum — örvun og hvatning, olía á þann eld, sem dreifir neistaflugi sköpunargleð- innar. Tómas Guðmundsson sagði einhverju sinni, að hann teldi að Ragnar Jónsson hlyti að vera fædd- ur með þá vissu í hjarta að vera kominn í þennan heim vegna annarra manna en sjálfs sín; kominn til að fórna lífi og kröftum fyrir vini sína, þjóð sína og þær hugsjónir, sem voru ástríða hans. Á þessum tímamót- um er hollt að minnast þessara orða. En það er ekki síður ástæða til að minna á kvíða Páls ísólfs- sonar þegar hann sagði, að menn þyrðu ekki að hugsa þá hugsun til enda, að Ragnar Jónsson ætti eftir að falla frá. „Hvað gerðist þá? Eitt er víst að þá kæmi ekki maður í manns stað. Menn eins og Ragnar frá Mundakoti fæðast aðeins einu sinni." Nú er sú stund runnin upp, að þjóðin verð- ur að svara spurningum Páls ísólfssonar, hvað nú muni gerast. Við eigum ekki betra veganesti þjóð- inni til handa en það sem Ragnar og hans líkar hafa gefið henni. Og spurning- unni á hún að svara með því að ávaxta þetta pund, rækta sinn innra mann, rækta menningu sína og takast á við framtíðina með þeim vopnum, sem okkur eru eiginlegust; þ.e. virð- ingu fyrir manngildinu, og frelsi einstaklingsins; ást á tungu okkar og bókmennt- um; aleflingu allra lista 1 landinu; og gleyma aldrei að rækta þá menningu, sem við hlutum í arf og er stolt okkar og gleði. Ef við strengjum þess heit við líkbörur Ragnars í Smára mun okkur vel farnast og þá getum við vonazt til þess að þjóðin verði farsæl af sömu ástríðufullu þrá og ólgaði í blóði hans frá æsku til elli. Veganesti Ragnars í Smára var gott og heil- næmt. Við minntumst þess á áttræðisafmæli hans og enn er ástæða til að vega í þann knérunn. Foreldrar Ragnars létu honum í té kjarnmikið æskuumhverfi og á heimili hans var merkilegt menningarand- rúm. Foreldrar hans, Guð- rún Jóhannsdóttir og Jón Einarsson, lögðu honum til mikilvægan arf íslenzkrar alþýðumenningar. Jón fað- ir hans var í senn bóndi, sjómaður og kaupmaður. Hann þótti dugnaðarmaður mikill, en gætinn til orðs og æðis. Halldór Laxness vitn- ar í grein sinni í Morgun- blaðinu í dag í bréf frá Ragnari, þar sem hann minnist þess að móðir hans hafi haft þann sið að gefa alla mjólkina úr kúnum á sunnudögum. Hann heyrði móður sína segja: Þegar maður er hamingjusamur sjálfur, á maður að láta aðra njóta þess með sér að einhverju leyti. Það stækk- ar manns eigin auð. Eftir þessum orðum lifði hann sjálfur. Ragnar var mikill trú- maður. Það veganesti fékk hann einnig í foreldrahús- um, gætti þess vel og sótti í það kjarnmikil andleg fjör- efni. Hann hugðist jafnvel verða trúboði ungur að ár- um, og raunar var hann það í vissum skilningi. Hann varð trúboði fegurra mannlífs á íslandi; boðaði list og menningu af þvílík- um andans þrótti og sann- færingu — að jafnvel gamlir símastaurar syngja í sólskininu og verða grænir aftur, svo að notuð séu mynd- hvörf til skýringar á mannlífi. Kristján Karlsson getur þess í minningargrein sinni um Ragnar, að hann hafi stundum horfið mönnum, þótt þeir þættust eiga brýn erindi við hann. Hafi ástæðan verið sú, að hann vildi ekki flytja þeim vond- ar fréttir. „Hann kom jafn- skjótt og hann hafði góð tíðindi að segja." Þegar við heyrum Ragn- ars Jónssonar getið, koma okkur í hug góð tíðindi. Sjálfur var hann íslenzku þjóðinni slík tíðindi. Ævi hans verður ávallt tengd því bezta sem þjóðin á í fór- um sínum, gleði hennar og þrá til manneskjulegra af- reka. í afmæliskveðju til Ragnars hefur Halldór Laxness komizt svo að orði, að hlutverk peninga væri að brúa bilið milli þess manns, sem leikur á hljóð- pípu og hins sem sýður kæfu, „þannig að þú spilar á hljóðpípu fyrir mig, ég læt þig hafa kæfubelg; og við mætumst í gjaldmiðlin- um . Við kveðjum Ragnar Jónsson í Smára með þess- ari tilvitnun, þakklát fyrir að hafa fengið að vera hon- um samferða á eftirminni- legu skeiði í sögu þjóðar okkar. Velferðarríkið er í því fólgið að færa til fjár- muni milli þeirra, sem mik- ið hafa handa í milli og hinna sem minna hafa. Slík tilfærsla var Ragnari að skapi. Hann iðkaði sjálfur slíka tilfærslu í lífinu, enda var hann þeirrar skoðunar, að peningar væru mikil- vægir, ef þeir væru notaðir rétt. Hann trúði því ávallt, að við hefðum efni á að vera þjóð — jafnvel efni á að vera merkileg og stór- huga smáþjóð — og taldi að fólkið í landinu risi ávallt undir því að heyra spilað á hljóðpípu og ekkert væri í raun og veru eftirsóknar- verðara í lífinu en breyta kæfubelg í listrænan unað. Matthías Johannessen Styrmir Gunnarsson „ÉG ER mjög óánægöur meö hvernig skrifað hefur verið um þetta mál í blöð- um og mér finnst það meira byggt á getgátum blaðamanna en staðreynd- um,“ sagði Niels-Uwe LUding, skip- stjóri á þýska flutningaskipinu Eliza Heeren. Morgunblaðsmenn hittu hann um borð í skipinu, þar sem það lá við bryggju í Hafnarfiröi f gærdag. Hann er einmitt maðurinn sem hélt um stjórnvöl skipsins í frægustu ferð þess, þegar fálkaeggjaþjófurinn Miroslav Peter Baly, flúði undan íslenskri rétt- vísi og mikið var skrifað um í íslensk- um og þýskum blöðum. LUding skip- stjóri var fús til að ræða Baly-málið, ef það mætti verða til að skýra hans af- stöðu. „Ég vissi nokkur deili á Baly áður en þetta mál kom upp en þó ekki að hann hefði brotið islensk lög. Hann hafði daglega haft samband við okkur um borð meðan við lágum við bryggju í Reykjavík og meðal annars Þessi mynd var tekin síðdegis á þriðjudag af Súlubrú í austur en þá var hlaupið að nálgast hámark. Örin sýnir hvar vatnsflaumurinn hefði komið niður sandinn og yfír veginn ef varnargarðarnir hefðu brostið eins og nærri varð. Sandeyrin við eystri enda brúarinnar fór aldrei alveg í kaf en til samanburðar má geta þess að venjulega er áin aðeins undir um '/■<> af farveginum undir brúnni. "jPj* ■ Morgunblaðið/Friðþjófur Suðurlína neðan Súlubrúar. Fjórir staurar voru umflotnir vatni þegar mest var en þegar áin er í eðlilegum farvegi er enginn staur í ánni. Minnstu munaði að varnargarður brysti Árfarvegur Súlu nú opinn til austurs Súluhlaup er í rénun og er búist við að því Ijúki alveg á nsstu dög- um. Að sögn Sigurjóns Rist vatna- mælingamanns, sem kom að aust- an í fyrrinótt eftir að hafa kannað aðstæður, munaði minnstu að illa færi á þriðjudagskvöldið. Skarð byrjaði að myndast í varnargarð vestan við ána, nokkuð fyrir ofan Súlubrú, en vegagerðarmönnum tókst að gera við hann áður en hann brast. Sigurjón sagði einnig að farvegur Súlu hefði breyst og væri nú hætta á að áin færi til austurs og yfir veginn á milli brúnna á Sandgígjukvísl og Súlu. Súluhlaup er árlegt. Það verð- ur við það að Grænalón við jaðar Skeiðarárjökuls tæmist undir jökulinn. Að sögn Sigurjóns hófst hlaupið að þessu sinni að kvöldi mánudags eða aðfaranótt þriðjudags. „Gullleitarmenn“ á Skeiðarársandi urðu hlaupsins varir og gerðu Sigurjóni viðvart. Verkstjórar frá Vegagerðinni fóru á staðinn og fylgdust með gangi mála. Sigurjón lýsti hlaupinu þannig i samtali við blm. Morgunblaðsins: „Hlaupið kom niður með Súlutindum að austan og hefur rennslið verið mikið, einkum við upphaf hlaupsins. Jökuláin Súla kemur undan Skeiðarárjökli 2 til 3 km. suðaustan Eystrafjalls en þar brýst aðalvatnsmagn hlaupsins út undan jöklinum. Að vestan, það er upp með Lómagnúpi að austan, eru þrír varnargarðar, svonefndir straumbeinar. Er líða tók á þriðjudaginn var hlaupið jafnt görðunum og fór um kvöldið að renna yfir þann syðsta á 80 m. kafla. Vegaverkstjórarnir sáu að hverju stefndi. „Payloader" ámokstursgrafa var fengin frá Kirkjubæjarklaustri og er hún kom á staðinn um miðnættið var komið skarð inn í miðjann garð- inn. 3 metra fall er vestan við garðinn. Ekki mátti tæpara standa því ef vatnið hefði komist í gegn um garðinn hefði farið mikill strengur niður með Lóma- gnúpi og yfir veginn á stórum kafla þar neðan við. Vegagerðar- mönnum tókst að gera við varn- argarðinn um nóttina. Um sexleytið á miðviku- dagsmorgun var hlaupið í há- marki og fór hægt minnkandi úr því. Rennslið var mest 2.000 rúmmetrar á sekúndu og líktist að flestu hlaupinu síðastliðið sumar, nema hvað nú brotnaði ekkert að ráði úr jöklinum. í hlaupinu grófst og víkkaði far- vegurinn nokkuð til austurs ofan við varnargarðana austan Súlu. Það leiðir til þess að Súla gæti átt greiða leið hjá Gígjum hin- um efri austur í Blautukvíslar- farveg og kæmi þá fram á veg á milli brúnna á Sandgígjukvísl og Súlu.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.