Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1984 21 farið fram á, að komast með til Þýskalands. Hann var hins vegar peningalaus og ég sagði honum að þá skyldi han annað hvort fá fé fyrir farinu frá sendiráðinu eða yfirlýs- ingu, um að hann yrði að komast til Þýskalands. Síðan var ekkert minnst á þetta meira. Við létum úr höfn um kvöldmat- arleytið hinn 19. júní og er við höfð- um siglt í um það bil tvo sólarhringa barst okkur tilkynning frá leiguaðil- um okkar, Hafskip, um að þýskur afbrotamaður væri týndur og hugs- anlegt að hann leyndist um borð í skipinu. Við vorum beðnir um að leita, sem við gerðum og fundum við Baly eftir nokkra leit. Baly stað- hæfði þá að hann væri Þjóðverji, en hafði engin skilríki til að sanna mál sitt og ég hafði ekkert í höndunum til að rengja mál hans. Síðan til- kynnti ég í land að Baly væri fund- inn og tók manninn til nánari yfir- heyrslu uppi í brú.“ Lúding skipstjóri tók nú fram seg- ulbandstæki, með upptöku af sam- tali þeirra Baly í brúnni, þar sem Baly er krafinn nánari skýringa á ferðum sinum um borð. Á bandinu kom m.a. fram eftirfarandi: Skip- stjóri tilkynnir Baly að íslenska lögreglan leiti að honum. „Ég get vel skilið það,“ svarar Baly. Skipstjóri spyr hann þá hvað hafi gerst og hann segir undan og ofan af ferðum sínum á íslandi. Nokkru áður hafði hann verið handtekinn með fálkaegg sem hann kvaðst hafa hnuplað og ætti nú yfir höfði sér 500 þúsund króna sekt. Lúding spyr af hverju hann sé á sinu skipi og segist hann þá vera á leið til Þýskalands að ná i peninga til að borga skuldina. Lög- fræðingur hans i Hamborg hafði ráölagt honum að komast um borð í þýskt skip og til heimahafnar þess, þar sem hann væri óhultur fyrir ís- lenskum yfirvöldum. Lúding skipstjóri var inntur eftir því hvort Baly hafi verið höndlaður sem afbrotamaður um borð. „Ég hef enga aðstöðu hér um borð til að gera slíkt. Hér eru engin vopn, engin handjárn og því síður örygg- isklefi til að loka fólk inni. I verstu tilfellum get ég sprautað fólk með róandi lyfjum, en svo lengi sem menn haga sér sómasamlega, er þeim tekið sem einum af áhöfninni og sú varð ráunin með Baly. Siðan gaf Hafskip mér fyrirmæli um að sigla til Esbjerg og afhenda laumu- farþegann þarlendum yfirvöldum.“ Hvers vegna var þeim tilmælum ekki sinnt af þinni hálfu? „Samkvæmt þýsku stjórnar- skránni er ekki leyfilegt að fram- selja Þjóðverja í hendur útlending- um, nema þýsk yfirvöld gefi þau Niels-Uwe Liiding skipstjóri á Elizu Heeren í brúnni á skipi sínu. (MorgunblaðiA/JúIfus.) fyrirmæli. Við komuna til Esbjerg hafði ekkert slíkt borist frá þýska sendiráðinu í Kaupmannahöfn og þess vegna sigldi hann aftur með okkur þaðan.“ Máli sínu til stuðn- ings dró skipstjóri fram doðrant mikinn, þýsku stjórnarskrána, og vísaði til 16. og 17. greinar hennar. „I skipstjórnarnáminu lærum við ekki lög, aðeins grundvallaratriði í al- þjóða samskiptum, og svo auðvitað siglingarétt. Eg gat einungis stuðst við þessi tvö atriði þegar ég stóð frammi fyrir þessu vandamáli, og ég gerði það sem ég taldi vera réttast. Það er ekki aðvelt að framselja landa sinn i hendur erlendrar lög- reglu. Fyrir nokkrum árum varð ég að framselja austurþýskan flótta- mann til þarlendra yfirvalda þegar hermenn komu og sóttu hann um borð í skipið eftir að við höfðum lagt úr höfn í Austur-Þýskalandi. Þá leið mér ekki vel. Þegar við komum til Hamborgar krafðist ég þess að útlendingaeftir- litið handtæki Baly sem þeir gerðu. En þegar sólarhringur var liðinn og engin kæra hafði borist, fékk hann að fara frjáls ferða sinna. Það er það síðasta sem ég hef séð og heyrt af honum. Ég veit ekki hvort ég breytti rétt, málið er nú fyrir sjórétti í Þýskalandi. En hafi ég haft rangt fyrir mér, þykir mér það leitt. Og ég verða að segja alveg eins og er, að ef ég lenti í svipaðri aðstöðu aftur þá veit ég svei mér ekki hvað ég myndi gera.“ Baly úrskurðaður í eins árs fangelsi Daun, 19. júlí, frá Önnu Bjarnadóttur, fréturitara Mbl. PETER Baly, eggjaþiófurinn og strokumaðurinn frá Islandi, var dæmdur í eins árs fangelsisvist í Daun í Eifel í V-Þýskalandi í dag. Hann var dæmdur fyrir að stela kon- ungserni úr úlfa- og arnargarði í Kass- elburg í Eifel, aðfaranótt hins 15. júní 1983 og fyrir að svindla á saklausum manni, Polachek, með því að selja honum stolinn fugl. Dómarinn tók fram í úrskurðinum, að Baly verður að sitja inni meðan ákvörðun er tekin um hvort dómnum verður áfrýjað. Hætta er talin á að hann strjúki eða fremji frekari afbrot. Dómarinn sagði, að þjófsferð hans til íslands, á meöan hann var enn að afplána skilorðs- bundinn dóm fyrir fálkaþjófnað, á sama tíma og hann átti að mæta fyrir rétti í Daun fyrir arnarþjófnað, og flóttinn frá íslandi sýndu, að það er ekki óhætt að láta Baly ganga lausan. Saksóknari fór fram á 18 mánaöa fangelsisvist, en dómarinn tók til greina að Baly er ungur að árum, að- eins 22 ára, að eigandi stolna arnar- ins, Ikarusar, fékk hann mjög fljótt aftur og að Baly er bara smáfiskur innan um stórlaxa. Móðir Balys, Anette Karbach, var kölluð sem vitni í réttarhöldunum í dag. Gabriella Baly, eiginkona Bal- ys, sagði á þriðjudag, að móðirin gæti sannað, að þau hjónin hefðu verið hjá henni aðfaranótt 15. júni, en Karbach sagði, að þau hefðu ekki komið fyrr en um morguninn hinn 15. Hún hafði skrifað „Peter í heim- sókn“ hjá sér í minnisbók þann dag. Þau höfðu staðið við fram á kvöld. Karbach býr með eiginmanni sín- um, stjúpföður Balys, í Kochem, sem er á leiðinni til Kölnar frá Kasselburg í Eifel. Baly býr í Köln. Gabriella Baly mætti i réttinum í dag með minnishefti, sem hún sagð- ist hafa skrifað hjá sér í, að þau hjónin hefðu gist hjá tengdamóður hennar tiltekna nótt. Dómarinn varaði hana við á þriðjudag, þegar hún nefndi þessa fjarvistarsönnun í fyrsta sinn, að það væri hægt að segja til um með vísindalegri aðferð hvenær hlutir væru skrifaðir niður. Í dag kom í Ijós, að Gabriella hafði ekki skrifað neitt hjá sér, heldur bara brotið upp á eitt blaðsíðuhorn í heftinu og fullyrti að hún notaði það sem merki um heimsókn til tengdamóðurinnar. Það hafði eitthvað verið fiktað við fleiri blað- síðuhorn í heftinu. Önnur vitni voru ekki kölluð fyrir réttinn í dag. Tengdamóðir Balys sat fyrir utan réttarsalinn og hélt að hún yrði kölluð inn til að segja meira um afmælisboðið hinn 20. júní. Hún fuliyrti, að Baly-hjónin hefðu verið hjá sér, en Polachek- hjónin fullyrtu fyrir rétti, að Baly- hjónin hefðu þá komið að sækja greiðsluna fyrir örninn. Polachek sagði á þriðjudag að það hefði verið milli kl. 18 og 22 sem þau komu. Hann sór það við Guð, að hann segði sannleikann, þegar hann segir að Baly hafi selt sér örninn, sem hann seldi síðan sjálfur. Hann þurfti ekki að mæta í réttinum í dag. Bróðir hans sagði blm. Mbl. í dag, að hann hefði heyrt að Baly- hjónin hefðu sótt greiðsluna um morguninn hinn 20. júní. Það var mikill ruglingur í sambandi við dag- og tímasetningar í réttarhöld- unum, en í dag var staðfest að þjófnaðurinn var framinn aðfara- nótt hins 15. júní og Kollinger, eig- andi arnarins, uppgötvaði sama morgun að fuglinn var horfinn. Verjandi Balys, Gerhard Holler, sem tók við málinu á þriðjudag, benti á í varnarræðu sinni, að Pol- achek var eina vitnið sem sagði að Baly hefði framið þjófnaðinn. „Það eru alltaf fyrstu viðbrögð þjófs að benda á annan þjóf,“ sagði hann. Hann sagði að Polachek hefði oft orðið tvísaga og það væri ekki hægt að treysta vitnisburði hans. Hann viðurkenndi, að fjarvist Balys hefði ekki verið sönnuð, og öll vitnin sem hann kallaði ekki alveg áreiðanleg, en bætti því við, að það nægði ekki til að dæma Baly fyrir þjófnaðinn. Baly átti síðasta orðið, áður en dómarinn las úrskurðinn og sagði: „Ég vil bara endurtaka að ég stal ekki þessum erni.“ Baly virtist taka réttarhöldunum með mestu ró, hann vissi að málið var tapað áður en réttarhöldin hóf- ust i dag. Hann gaf þá blaðamanni. Mbl. fangelsið í Eifel sem heimilis- fang sitt. Hann var ósköp hlýlegur við Gabriellu, eiginkonu sína, fyrir og eftir réttarhöldin og faðmaði hana að sér eins og lítinn veikburða fugl. Dómarinn og saksóknari voru mjög óánægðir með vitnisburð hennar og dómarinn setti oft ofan í við hana eins og litla skólastúlku. Hún bað saksóknara að sjá til þess að hún fengi lyklana að Porche- bifreið þeirra hjóna, sem stendur á bílastæði í Köln, eftir að dómurinn var felldur og svo brynnti hún mús- um. Ekki er enn vitað hvort Baly þarf nú að sitja af sér skilorðs- bundna dóminn, sem hann hlaut fyrir þremur árum, en allar líkur þykja á því. Baly var kankvís við blm. Morg- unblaðsins, heilsaði alltaf vin- gjarnlega og veifaði í kveðjuskyni í dag þegar honum var ekið i fangels- ið. „Nú get ég ekki borgað sektina á íslandi,“ sagði hann eftir réttar- höldin og lét eins og honum þætti það miður. „Ég hef verið fundinn sekur einu sinni enn.“ Vongóður um var- anlegan árangur * Rætt við Matthías A. Mathiesen, viðskipta- ráðherra, um viðræður við Portúgali „Það er Ijóst að Alvaro Barreto, viðskiptaráðherra Portúgals, hefur brugð- ist skjótt við og leyst vanda þann, sem hindraði losun saltfisks úr íslenskum skipum í Alveiro og öðrum portúgölskum höfnum f síðustu viku,“ sagði Matthías Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær þegar hann var spurður um árangurinn af hingaðkomu hins portúgalska starfsbróður síns fyrr í mánuðinum. Matthías sagði að fundurinn í Reykjavík hcfði ekki aðcins skilað árangri hvað þetta varðar heldur hefði Barreto einnig lýst því yfir að hann myndi beita sér fyrir því að finna leiðir til að saltfiskviðskiptin geti haldið áfram á eðiilegan hátt. „Búast má við að hann taki sér um mánaðartíma til þess, eftir því sem fram kom í lok viðræðn- anna,“ sagði Matthías og kvaðst vongóður um jákvæða niðurstöðu. Matthías sagði ennfremur, þeg- ar hann var spurður nánar um áhrif hins nýja 12% tolls á sölu íslensks saltfisks í Portúgal: „Það var tvímælalaust mjög heppilegt að þessi heimsókn átti sér stað nú, rétt eftir að portúgölsk stjórnvöld höfðu ákveðið að leggja 12% toll á innfluttan saltfisk, en aðeins 3% toll á saltfisk, sem fluttur er inn með portúgölskum skipum en keyptum í Kanada eða öðrum löndum, sem veitt hafa Portúgöl- um fiskveiðiréttindi. Það er augljóst mál, að slík mis- munun er mjög bagaleg og gæti leitt til verðlækkunar fyrir okkur íslendinga á saltfiski ef engar ráðstafanir verða gerðar til að vega upp á móti áhrifum tollsins. Barreto hélt því fram, að í þessari ráðstöfun fælist aðeins stuðningur við portúgalska útgerð, þar eð hún gæti fengið hærra verð fyrir þann saltfisk sem hún seldi er næmi tollamismuninum. Af okkar hálfu var á það bent, að þetta væri óeðli- leg styrktaraðgerð og vafasamt að hún samrýmdist vissum ákvæðum alþjóða tollasáttmálans — GATT — auk þess sem hún væri ekki í anda fríverslunar." — Var minnst á möguleika á því, að Portúgalir fengju fiskveiði- réttindi í íslenskri fiskveiðilög- sögu? „Nei. Barreto tók mjög skýrt fram að Portúgalir hefðu fullan skilning á þvi, að íslendingar gætu ekki veitt þeim nein slík réttindi. Þess í stað þyrftu Islendingar að beita sér fyrir auknum vörukaup- um frá Portúgal, — ekki sist vegna þess halla sem er á viðskipt- unum fyrir Portúgali. Barreto við- urkenndi þó, að það væri ekki í samræmi við hina frjálsu við- skiptastefnu, sem bæði ríkin að- hyllast, að jöfnuður þyrfti að vera í viðskiptunum. Því má við bæta, að slíkt er ekki raunhæft vegna hins stóra saltfiskmarkaðar í Portúgal og takmarkaðra mögu- leika Portúgala til að framleiða og selja margar þýðingarmikiar vörutegundir, sem íslendingar þurfa á að halda." — Þið munuð einnig hafa rætt almenna þróun viðskiptanna milli landanna? „Jú, hér gafst kjörið tækifæri til að vekja athygli Portúgala á hinni miklu aukningu, sem orðið hefur á Matthías Á. Mathiesen vörukaupum frá Portúgal síðan 1977, fyrir tilstuðlan íslenskra stjórnvalda og fyrirtækja. Árið 1977 samsvaraði innflutningur okkar frá Portúgal aðeins 3,5% af verðmæti útflutnings okkar þang- að. Árið 1983 var þetta hlutfall orðið 43% og í ár er reiknað með að það verði um 70%. Vissulega er meginskýringin á þessari hækkun síðustu tvö árin sú, að saltfiskút- flutningur hefur dregist saman en innflutningur hefur einnig aukist og þess er vænst að sú þróun haldi áfram í ár. Til frekari skýringar má benda á, að innflutningur Islendinga frá Portúgal miðað við hvern ein- stakling var kr. 2.500 á síðasta ári en til samanburðar nam innflutn- ingur Portúgala frá íslandi aðeins kr. 90 miðað við hvern einstakling. Þetta er e.t.v. ekki fullkomlega sanngjarn samanburður þar sem þjóðartekjur á mann eru allmiklu hærri á íslandi en í Portúgal Þjóðartekjur á mann í Portúgal voru á síðasta ári u.þ.b. 69 þús. kr. en voru hér á sama tíma u.þ.b. 270 þús. kr. Sem hlutfall af þjóðar- tekjum á mann nam innflutningur íslendinga frá Portúgal 0,93% en innflutningur Portúgala frá ís- landi nam aðeins 0,13% á sama mælikvarða. Barreto viðurkenndi að hér hefði mikið áunnist fyrir portú- galskan útflutning, en hann lagði höfuðáherslu á að þessi þróun héldi áfram, einkum með kaupum á portúgölskum iðnaðarvörum svo sem til virkjunarframkvæmda. Eins og kunnugt er seldu Portú- galir straumbreyta, lokur og vinnu í Sigölduvirkjun og Hraun- eyjafossvirkjun og vænti Barreto þess, að Portúgalir gætu einnig selt vélar og önnur tæki til Blönduvirkjunar. í hádegisverði, sem Landsvirkjun hélt ráðherran- um, skýrði Jóhann Már Marius- son, aðstoðarframkvæmdastjóri, frá því, að þessi viðskipti hefðu tekist mjög vel. Að lokum sagði Matthías að vegna hinnar miklu þýðingar saltfiskmarkaðarins í Portúgal fyrir okkur íslendinga, svo og vegna góðrar reynslu af viðskipt- um við Portúgali, væri full ástæða til þess að hvetja islensk fyrirtæki til að kanna möguleika á auknum viðskiptum við Portúgal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.