Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 15
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1984 RAGNAR JONSSON FORSTJORI iity- >< ■ ’ > Orf,» < xli j<: hann aidfen&ileguf ^pegill margra þeirra, sem áttu skiptl við hann, og þess vegna ekk'i ab undra þó þeir áttuðu sig ekki á því hver hann var. Ég sagði einhvern tíma við hann af einhverju tilefni, að hann væri nú ekki þekktur fyrir að fara gætilega með peninga. „Nei,“ sagði hann, „en mér er af- skaplega illa við að eyða peningum til einskis." Þetta kom fram með ýmsu móti í fari hans, mitt í pen- ingastraumnum sem fór um greip- ar hans. Hann gat verið aðsjáll á smámuni og hann var vissulega sjálfur sparneytinn maður fyrir sig, og fjölskylda hans, fágætlega elskulegt fólk og húsmóðir sem bar af öðrum fyrir risnu og sjarma, var honum samhent um þetta: munaður heimilisins vóru listaverk og risna. Þegar öllu var á botninn hvolft var afstaða Ragn- ars til peninga einföld, siðferðileg og nokkuð ströng: honum var tamt að líta svo á að menn ættu ekki siðferðilegan rétt til að eignast peninga nema þeir eyddu þeim jafnharðan til góðra hluta. Þetta var ekki sósíalismi, og sósíalisti var Ragnar ekki, og ekki heldur mjög fullkominn lýðræðissinni fremur en við íslendingar flestir. Og ekki kapítalismi heldur, nema ef til vill í orði kveðnu. Ragnar hafði, hvort sem var að upplagi eða uppeldi, einhvern siðferði- legan jafnvel trúarlegan beyg af peningum og honum var jafn- framt gefið fágætt örlæti hjart- ans. Hann var vissulega kapps- fullur gróðamaður; hann hafði jafnframt svo ástríðufuila þörf fyrir list að löngum stundum var eins og ekkert annað skipti máli: honum var það lífsskilyrði að gróðamaðurinn þjónaði listinni. Nú er að vísu ekkert auðveldara en orða þetta svona; gallinn er sá að þjónusta við listir kann að reynast flóknara viðfangsefni en nokkur fjármál. Um það bil sem Ragnar kemur fram á sjónarsvið í sögu okkar, um 1937, taka óvæntir hlutir að ger- ast. Hann hafði að vísu verið at- hafnasamur í tónlistarmálum í allmörg ár, en bókmenntirnar vóru raunverulegur vígvöllur menningarmála á þessum tíma. Eins og vænta mátti stóðu átök hins gamla og nýja tíma fyrst og fremst um Halldór Laxness. Það tilheyrir nú hvaða bókmenntasögu sem er, að þeir Ragnar og Kristinn E. Andrésson gáfu út á árunum 1937—40 gegn ýmiss konar and- spyrnu, hina fjögurra binda skáldsögu Halldórs, sem síðar fékk nafnið Heimsljós, og Ragnar kostaði útgáfuna. Með því hófst útgáfustarf hans. Þessi útgáfa var menningarfyrirtæki, en ekki gróðavegur, og hún var storkun við íhaldssemi íslenzkra útgefenda og landsmanna yfirleitt. Heims- ljós var upphafið að útgáfustarf- semi Ragnars, sem komst á fastan grundvöll með stofnun forlagsins Helgafells 1942. En um leið og Ragnar kaupir af Tómasi Guð- mundssyni meðalstórt ljóða-. bókarhandrit, Stjörnur vorsins, fyrir 20 þúsund krónur árið 1940, er brotið blað í viðskiptum útgef- enda og rithöfunda hérlendis. Með því er auðvitað ekki sagt að öll ritlaun hafi hækkað að sama skapi, en þau tóku mikinn kipp, þegar höfundar gátu farið að vitna í „Ragnar" í viðskiptum sínum og smám saman varð fordæmi hans óviðráðanlegt. Tímar liðu og bókaútgáfa Ragn- ars varð um skeið stórveldi í land- Ragnar Jónsson og Björg Ellingsen, kona hans, ásamt Hannibal Valdimarssyni vid vígslu Listasafns ASÍ 7. febrúar 1980. inu. Sjálfur safnaði hann ekki peningum fremur en vænta mátti, hvorki af bókaútgáfu sinni né öðr- um fyrirtækjum, sem hann átti hlut að. Afraksturinn fór til ann- arra þarfa: stuðnings við rithöf- unda, listaverkakaupa, samanber hið stóra safn sem hann gaf Al- þýðusambandi íslands og verk sem hann gaf einstaklingum, svo að þau mættu gleðja augu ein- hverra í stað þess að liggja grafin í geymslum; margvíslegan stuðn- ing við tónlistarlíf í landinu allt frá tónlistarskóla, symfóníu- hljómsveit til hljóðfærakaupa fyrir einstaklinga. Hann breyttist dálítið með aldr- inum eins og að líkum lætur, og heimurinn ennþá meira. Þegar maður lítur til baka, kemur manni hann fyrir sjónir eins og hinn síð- asti þeirra miklu athafnamanna, sem komu fram á morgni tímans í upphafi þessarar aldar með þjóð- inni og fundu að vísu margir til ábyrgðar fyrir almenningsheill, en hann gekk feti framar eða öllu heldur hann tók það sjónarmið að listirnar ættu að ganga fyrir öllu og ekki að bíða neins, hvorki full- komins sjálfstæðis né velmegunar. Það sem máli skipti var að láta eitthvað gerast strax í dag. Fyrir bragðið hlaut ýmislegt að fljóta með sem ekki var mikils virði. Og fyrir mann sem hafði f raun og veru siðferðilegar hugmyndir um hvað væri gott í listum var ofangreint sjónarmið erfitt, þó að það væri hinsvegar alveg í sam- ræmi við ákafa hans og örlyndi. En á þeim tíma þegar Ragnar var uppi var frjálslyndi í listum sjón- armið sem skipti öllu máli. Eins og á stóð í þjóðfélaginu tók hann á herðar sér eins konar persónulega ábyrgð á því. Og hann var mjög voldugur maður í landinu um skeið. Saga hans er óskráð og væri síð- ur en svo einfalt verk að fást við. Nú þegar hann er allur hlýtur hver sem þekkti hann að minnast hans á sinn hátt, því að hann var fjölbreytilegur maður og opinber mynd hans mörgum ljósbrigðum undirorpin. Þegar ég fyrir mitt leyti hugsa til hans nú, man ég margar kyrrlátar stundir sem við áttum saman. Það eru fáir menn sem mér hefir liðið eins vel í ná- vist við, hvort sem við töluðum eða sátum þöglir; ég get þessa vegna þess að mér er sjáifum ofurlítið undrunarefni að mér skuli nú vera þessi mikli ákafamaður minnis- stæðastur fyrir kyrrð og rósemd hugans. Kristján Karlsson Mundakot á Eyrarbakka er smátt í smíðum og minnir i engu á glæsilegar og háreistar menning- arhallir. Þó er það svo, að þetta yfirlætislausa hús hefur í mörgu tilliti sterkari skírskotun til ís- lenskrar menningar en ýmis þau mannvirki, sem reist hafa verið í þeim tilgangi. Ragnar Jónsson í Smára var einn af þeim mönnum, er stækkuðu umhverfi sitt. Æsku- heimili hans, Mundakot, í þorpinu við ströndina, er uppspretta af- reka í íslenskum menningarmál- um. í miklum athöfnum í atvinnu- rekstri og í þágu listanna í land- inu var hann ávallt trúr því smáa sem ef til vill gerir menn öðru fremur frjálsa. Hann þurfti ekki annan titil en að vera kenndur við smjörlíkisgerðina Smára. Lífsstarf Ragnars í Smára hefur gefið gildi þeirri fylkingu manna í landinu, sem lítur á frelsi til orðs og æðis sem farveg til framfara bæði í efnalegum og andlegum efnum. Hann gerði þá miklu hug- sjón göfugri með verkum sínum. Frelsi er forsenda sköpunarmátt- ar bæði f listum og atvinnulífi. Hann óf þau sannindi í einn vef. Ragnar í Smára varði ekki ein- vörðungu arði atvinnurekstrar til þess að rétta hjálparhönd lista- mönnum og skjóta stoðum undir menningarstarfsemi, hann lagði um leið kjölfestu í hugsjón. Fyrir það færa margir þakkir nú, þegar komið er að leiðarlokum. Ragnar sagði sjálfur sem er í viðtali í Eimreiðinni að kenningar deyja, en lífið og listin lifir. Þegar hann er nú allur lifir starf hans. Þorsteinn Pálsson Þegar ég nú kveð Ragnar Jóns- son á miðju gróðursælu íslenzku sumri, koma mér fyrst í huga minningar um ótal yndisstundir, sem við Dóra áttum hjá honum og Björgu í sumarbústaðnum þeirra við Alftavatn. Þar höfðu þau hjón- in eignazt sælureit, sem Ragnar helgaði allan þann tíma, sem hann mátti frá erilsömum störfum sín- um. En hann fór ekki að Álfta- vatni til þess að hvíla sig eða flat- maga í veðurblíðunni. Um leið og hann var kominn austur, var hann farinn að hamast við jarðrækt- arstörf, brjóta land, gróðursetja tré, hlaða garða eða leggja gang- stíga. Á fáeinum árum breytti hann úfnu hrauninu í undurfagr- an og fjölskrúðugan blómagarð. Harðgerðar íslenzkar jurtir og viðkvæm suðræn blóm og runnar uxu hér hlið við hlið í fullu sam- ræmi við hina stórbrotnu íslenzku náttúru allt um kring. Með hverju ári jók Ragnar nýju landi við garðinn, hlóð veggi til skjóls, flutti að gróðurmold og sýndi nýgræð- ingnum jafnmikla umhyggju og hinum þroskamiklu skrautjurtum, sem fyrir voru. Garðurinn og bústaðurinn góði við Álftavatn voru tómstunda- gaman og afþreying Ragnars, en í verki hans þar kom fram allt það, sem einkenndi lífsstarf hans að hverju sem hann gekk. Ragnar var öllu öðru fremur ræktunarmaður í menningu og þjóðlífi. Gleði hans var fólgin í því að leggja sem mest af mörkum til þess að efla þann gróður menningar og lista, sem hann sá i kringum sig, og skapa honum þann jarðveg og veita hon- um það skjól, sem er nauðsyn allri menningarlegri viðleitni. f þessu starfi sínu sparaði Ragnar ekkert til, hvorki krafta sína né fjármuni. Þau Grettistök, sem hann lyfti til eflingar tónlistarlífi, bókaútgáfu og myndlist bera vitni ótrúlegri atorku og þrautseigju. Áhrif hans hefðu þó ekki orðið þau, sem raun ber vitni, ef öll störf hans hefðu ekki verið unnin af þeirri óeigin- girni jarðyrkjumannsins, sem bið- ur ekki um önnur laun en þau að sjá blómskrúðið dafna í kringum sig. Þess vegna varð Ragnar einkavinur og hjálparhella flestra fremstu andans manna sinnar samtíðar. Hann skildi að öll and- leg iðja er eins og viðkvæmur gróður, sem þarf umönnunar og réttra skilyrða, og hann sá manna bezt, að sumar listgreinar, ekki sízt tónlistin, þurftu á sérstakri aðhlynningu að halda, þar sem þær voru að skjóta rótum í nýjum jarðvegi án skjóls gamallar list- hefðar. Á sama hátt leitaðist Ragnar jafnan við að hlúa að þeim mönnum, sem hann fann að þurftu þess mest með til þess að fá notið hæfileika sinna og sköpun- argáfu. Jafnframt því sem Ragnar vildi öllu fórna til þess að efla menn- ingar- og listalff í landinu og skildi þarfir þess fyrir stuðning manna bezt, bar hann ugg í brjósti vegna sívaxandi afskipta ríkis- og stjórnmálaafla af menningarmál- um. Hugsjón hans var að skapandi menningarstarf gæti að mestum hluta byggzt á áhuga almennings og sjálfsforræði listamannanna sjálfra, en ekki á opinberum fjár- veitingum, oft veittum út frá póli- tískum sjónarmiðum. Hann vissi líka, að listin yrði aldrei til lengd- ar frjáls nema áhugasamir ein- staklingar væru reiðubúnir til þess að veita þeim þann stuðning, sem öllu menningarlífi er nauð- synlegur. Sjálfur varði Ragnar öll- um fjármunum sínum í þessu skyni á meðan honum entust kraftar og heilsa til. Engu að síður voru það helztu vonbrigði hans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.