Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 19
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1984 RAGNAR JÓNSSON FORSTJÓRI Björg Ellingsen og Ragnar Jónsson. á fslandi um menningarmál og raunar á fleiri sviðum, og fyrir það stendur þjóðin öll í þakkar- skuld við hann. Á þessari kveðjustund vil ég þakka af alhug persónuleg kynni og dýrmæta vináttu um langt ára- bil. Ástvinum Ragnars eru sendar innilegar samúðarkveðjur okkar hjóna. Jón Þórarinsson Göfugasti drengurinn okkar er allur. Það er ekki á neinn hallað þó ég taki svo til orða. Ragnar í Smára var stærsta gjöf íslensku þjóðarinnar, enginn annar íslend- ingur hefur fært þjóð sinni önnur eins verðmæti. Það er sama hvar komið er við. öll íslenska þjóðin krýpur í lotningu fyrir þessum góða dreng okkar allra í dag. Það er ekkert skrítið þó þeir væru nefndir post- ularnir þessir stórhugar sem stofnuðu Tónlistarfélagið og Tón- listarskólann. Þér íslendingar. Orkuríka þjóð, sem unnið frelsi heitast jarðar gæða og þreyttuð flug til andans hæstu hæða, í hugum brann hin skæra listaglóð, — þér byggið töfraeyju yzt í sænum með eld í hjarta, jökulheiða brá. Af guðum vígð í himinhreina blænum rís hún í glæstum ljóma yfir sjá. Sem stálið hvöss og mjúk sem [blómstrið bjarta, sem blærinn mild, sem döggin skær og [hrein vor tungan fagra göfgar hug og hjarta og hetjusögur fornar geymir ein. Hún rúmar allt, og aldrei magnið [þrýtur, um eilífð geymast sagnaritin snjöll. Hver norræn sál I lotning henni lýtur svo lengi’ er standa íslands tignu fjöll. Þ.H. Ég votta Björgu og börnum, tengdabörnum og barnabörnum, svo og íslensku þjóðinni innilega samúð. Bryndís Tómasdóttir frá Tómasarhaga Þegar Ragnar Jónsson er kvadd- ur get ég ekki látið hjá líða að skipa mér í þann stóra hóp sem þakkar honum samfylgdina, enda finnst mér ég eiga honum skuld að gjalda. Ég var unglingur þegar ég kynntist honum fyrst og hef notið ómældrar vináttu hans og velvild- ar alla tíð síðan. Enginn hefur verið mér annar eins haukur í horni þegar mikið lá við og enginn stutt þau mál sem ég hef lengstum unnið að af eins miklum þrótti, stórhug og skiln- ingi og hann. Sem formaður Tónlistarfélags- ins var Ragnar lífið og sálin í þeim félagsskap og vann íslenzku tón- listarlífi ómetanlegt gagn. Hann skildi forsendu Tónlistarfélagsins og var ætíð minnugur þess að raunverulegt hlutverk þess er rekstur Tónlistarskólans. Og eitt er víst, að hefði hans notið lengur við væru mörg af málefnum skól- ans betur á vegi stödd en raun er á orðin. Ragnar er sá af þeim mönnum sem ég hef kynnzt sem - mest og bezt hefur skilið þá sem fást við listir. Hann hafði gaman af að lifa og okkur hinum þótti líka gaman að lifa á meðan hans naut við. Hann auðgaði líf okkar og var sporinn að ótal mörgum listaverkum ög listviðburðum. Hann hafði yndi af listum og ein- lægan áhuga á að láta aðra njóta þeirra með sér, enda sýndi hann það á stórmannlegan hátt í verki eins og kunnugt er. Þegar haft er i huga hvað hann gerði fyrir aðrar listgreinar, er ótrúlegt að nokkuð skyldi vera eft- ir fyrir tónlistina, en hún var æskuástin sem aldrei kulnaði og engri listgrein gaf hann meira af tíma sínum og kröftum. Fyrir það standa allir íslenzkir tónlistar- menn í þakkarskuld við hann. Mér er ljóst að ég hef ekki svo skarpan penna að ég geti rist Ragnari Jónssyni þær rúnir sem honum sæma, enda vitum við sem þekktum hann bezt að það var honum ekki að skapi að vera skjallaður. Þetta á við hvort sem hann er lífs eða liðinn, en lífsverk hans segir meira um manninn en orð megna og á eftir að halda nafni hans á loft á meðan líf berst með þessari þjóð. . Jón Nordal Síðustu árin gengu vinir og vel- unnarar Ragnars Jónssonar þess ekki duldir, að hverju dró. Hann átti við erfiðan sjúkdóm að stríða og batavon var lítil sem engin, enda aldur mjög tekinn að færast yfir hann. Eiaðsíður fór fregnin um andlát hans einsog kaldur gustur um mig. Hún var í raun- inni tilkynning um, að formlega væri lokið ákveðnu menningar- skeiði í sögu þjóðarinnar, ein- hverju litríkasta og á margan hátt frjósamasta tímabili í seinni tíma sögu hennar. Ragnar setti sterkari svip á það en flestir aðrir. Þó Ragnar í Smára væri ekki skapandi listamaður í þrengsta skilningi, var hann gæddur næmi, innsæi og hugarflugi listamanns í svo ríkum mæli, að hann varð einn mesti örlagavaldur í listasögu Is- lendinga. Hann var flestum öðrum fremur ævintýramaðurinn í menningarviðleitni þjóðarinnar á þessari öld, maðurinn sem skynj- aði óbeislaðan sköpunarkraft sem með þjóðinni bjó, lét sig dreyma stóra og að margra hyggju óraun- hæfa drauma, en átti andlegt þrek, framtak og yfirskilvitlegt raunsæi til að láta drauma sína rætast. Þegar ég hef sagt erlend- um vinum frá þessum undramanni íslenskrar menningar, hefur þá tíðum sett hljóða af undrun yfir margbreytileik þeirra þátta sem menning smáþjóðar er ofin úr, og sumir hafa óbeint gefið í skyn, að slíkur einstaklingur hljóti að vera hugarfóstur örgeðja sálar eða ein- hverskonar tímaskekkja á öld andlausrar og menningarsnauðrar fjárgróðahyggju og kaldhamraðs skrifræðis stofnana og ráðuneyta. Þeir hafa semsé átt bágt með að trúa því, að einn maður hafi getað lyft þeim Grettistökum sem ís- lendingar færa gjarna í frásögur sín á milli. Væntanlega verða aðrir til að rekja þátt Ragnars í blómgun myndlistar og tónlistar í landinu undanfarna hálfa öld, en sú saga er lyginni líkust. Ég vil víkja ör- fáum orðum að bókmenntaþættin- um. Vísast verður aldrei ofmetið hvern þátt Ragnar átti í að styðja og örva unga rithöfunda, koma verkum þeirra á framfæri og verja þá í líf og blóð þó hann væri kannski ekki ævinlega sannfærður um sígildi þeirra verka sem hann gaf út hjá Helgafelli. Þegar erfitt var í ári hjá bókaútgefendum og nýstárleg verk áttu undir högg að sækja, lagði hann ótrauður í þá áhættu að gefa út umdeild verk ungra höfunda og halda þeim á loft, hvað sem leið opinberum smekk eða markaðshorfum. Að þessu leyti gerðist hann braut- ryðjandi sem engan hefur átt sinn líka fyrr eða síðar. Mér er í minni þegar hann gaf út skáldverk Guð- bergs Bergssonar, „Tómas Jónsson metsölubók", sem nokkrir útgef- endur höfðu hafnað. Hann var aldrei fyllilega sannfærður um gildi þessa tímamótaverks, það var of fjarlægt því sem hann hafði mestar mætur á í bókmenntum, en honum var ljóst að hér var á ferð- inni einhverskonar byltingarverk sem skylt væri að láta koma fyrir almenningssjónir. Kannski var enginn eins hissa og hann sjálfur á vinsældum þeirrar bókar, eink- um meðal yngri kynslóða, og ég held hann hafi aldrei endurskoðað eigin afstöðu, en honum var í blóð borinn skilningur á því, að nýj- ungar eru það súrdeig sem engin listgrein getur án verið. Þetta heilbrigða 'og sterka hugboð var leiðarljósið í öllum hans athöfnum og ótrúlega framtaki. Ragnar hafði sérkennilegt lag á að koma vinum sínum og samherj- um 1 opna skjöldu. í pólitík var hann Sjálfstæðismaður og trúði á einkaframtakið, enda var hann einn af örfáum fulltrúum einka- framtaksins sem gátu borið höfuð- ið hátt afþví þeir áttu sér traustan menningarlegan bakhjarl. Samt vílaði hann ekki fyrir sér að gefa heildarsamtökum launamanna verðmætt málverkasafn sitt og leggja þannig grunninn að Lista- safni alþýðu, einmitt þegar átök á vinnumarkaði voru hvað hat- römmust, enda áttu margir póli- tískir samherjar erfitt með að skilja eða fyrirgefa þann rausn- arskap. Kannski var sú einstæða gjöf áþreifanlegasta dæmið um mannlega reisn Ragnars í Smára og það viðhorf, sem stjórnaði öllu hans athæfi, að raunverulegur auður þessarar þjóðar væri fólg- inn í frjósemd og fjölbreytni al- þýðumenningarinnar og þátttöku almennings í allri sköpunarvið- leitni. Það var ævinlega lærdómsríkt og upplyftandi að vera samvistum við Ragnar í Smára hvort heldur var á hlýlegu og gestrisnu heimili þeirra Bjargar, í sumarbústaðnum við Álftavatn eða í jeppanum góða á hringakstri um borgina. Hugur hans var síferskur og hugmynda- auðgin með ólíkindum. Ég minnist þess að eitt sinn áttum við tal saman um pólitíska og fjármála- lega spillingu í landinu, sem mjög fór fyrir brjóstið á ungum um- bótasinna, en Ragnar var einsog jafnan raunsær og lét sér fátt finnast um vandlætingu ung- mennisins. „Skilurðu ekki, góði vinur,“ sagði hann með sínum sérkennilega og smitandi léttleika, „að spilling er nauðsynleg fyrir frjóan jarðveg listanna. Það er hjá fjóshaugum sem bestu blómin gróa.“ Með þeirri sláandi likingu sló hann vopnin úr höndum full- hugans, þó ég léti að vísu ekki með öllu sannfærast um frjómátt spill- ingarinnar. En hver veit nema hann hafi haft lög að mæla. Blómgun listalífs í landinu á und- anförnum áratugum gæti verið vísbending i þá átt. Samskipti okkar Ragnars voru mest á sjötta og sjöunda áratug aldarinnar, og fæ ég aldrei full- þakkað þá gæfu að hafa kynnst þvilikum eldhuga meðan starfs- orka hans og framtak stóðu í full- um blóma og engin járn bitu á hann. Ævinlega skyldi þessi önnum hlaðni atorkumaður gefa sér tima til að hripa manni hlýlegt bréfkorn þegar honum þótti um- sögn um bók eða leiksýningu vel hafa tekist, en hann var líka ómyrkur í máli þegar honum lik- aði miður. Kannski var samt lær- dómsríkast af öllu að starfa með honum í félagsskapnum „Ingólfi" ásamt þeim Hannesi Péturssyni, Sigurði Lindal og Þórhalli Vil- mundarsyni. Við hittumst að stað- aldri um nokkurt árabil, stóðum meðal annars að hinni víðkunnu og i sumum herbúðum illræmdu áskorun 60-menninganna árið 1964 gegn hömlulausri útbreiðslu kanasjónvarpsins. Sú herferð bar árangur, þó sótt væri á brattann og Viðreisnarstjórnin hatröm úti þetta ósvífna framtak „hægriafla" í landinu. Árið eftir gáfum við út blaðið „Ingólf“ sem vakti bæði at- hygli og umræðu. Sömuleiðis studdum við Sigurð Líndal með ráðum og dáð meðan hann var að semja hina sögufrægu fullveldis- ræðu 1965 sem fór einsog eldur um þjóðarsálina. Og siðast en ekki síst átti „Ingólfur" stærstan þátt í því að Kristján Eldjárn gaf kost á sér til forsetakjörs 1968. Þetta voru ævintýralegir tímar, og frumkvöðull alls sem við gerðum var Ragnar í Smára sem þrotlaust lagði á ráð um skynsamlegar leiðir að markmiðum, fann raunhæfar lausnir á vanda sem upp kom og virtist eiga innangengt hvar sem var í völundarhúsi Kerfisins. Á engan er hallað þó þvi sé haldið fram að Ragnar í Smára hafi átt drýgstan þátt i sögulegum yfirburðasigri Kristjáns Eldjárns 1968 og þeim kaflaskiptum sem þá urðu í pólitískri sögu þjóðarinnar, þegar almennt var viðurkennt að á forsetastóli ætti ekki endilega að sitja pólitíkus, heldur væri við hæfi að þar sæti fulltrúi og for- mælandi þeirrar skapandi menn- ingar, sem er forsenda þess að til- vist okkar á þessu útskeri eigi sér tilgang og réttlætingu. Á örskömmum tíma kveðjum við tvo af þeim vormönnum sem hið unga lýðveldi á mikla skuld að gjalda, Hjálmar ólafsson fyrir tveim vikum og nú Ragnar Jóns-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.