Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 21
20 MORÖUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1984 RAGNAR JÓNSSON FORSTJÓRI Um þrítvgt. Ragnar, fjölskylda og rinir á jeppaferðalagi við Ljósavatn í S-Þingeyjarsýslu. Prófessor lífsins, sjálfur menn- ingarstjóri hinnar frjálsu sköpun- ar, er fallinn. Ekki svo að skilja að hann hafi borið slíka titla, hans eini titill kom frá viðbitinu. En á þeirri erfiðu tíð er flestir voru önnum kafnir spilamenn að spila á verðbólgukerfi og braska með afkomutekjur fólksins í stað þess að leggja ærlegan grunn að fram- tíðarríki fólksins í landinu, stóð hann á verði um þann auð sem einn var ísland. Stundum hvarfl- aði að manni þegar verst var, að taka undir við Jón Marteinsson: Við eigum ekki nema einn mann. Þeir björtu morgnar við Sund- höllina eða á Veghúsastígnum eða kannski óvænt í miðbænum, hvernig sem annars viðraði, þeir heyra nú sögunni til. Og ökuferð- irnar í þessum fræga jeppa með Kjarval eða Tómasi eða einhverj- um öðrum löngu farnar til enda. Bláminn ríkir einn eftir. Með kveðju til Bjargar. Jón frá Pálmholti Þegar hann Ragnar er farinn héðan er eins og hann hvíli á sam- vizku þess, sem þetta skrifar. Svo mikill velgjörðarmaður var hann, svo mikið vinarþel sýndi hann við hin og þessi tækifæri, svo mikla örvun veitti hann ungum manni, sem var að berjast við að halda lífi í hugsjón sinni — fjör- eggi — bókmennta- og listatíma- riti, sem nefndist Líf og list, á ár- unum 1950—’52. Öll ævin endist ekki til að sýna þakklæti á réttan hátt. Fyrsta minningin af Ragnari er frá Hótel Borg sumarið 1948. Þá var greinarhöfundur staddur þar með föður sínum, en hann hafði boðið yngsta syni sínum á „knæpu“ eins og hann kaliaði öll veitingahús, æðri sem óæðri, á máli Hafnarstúdentanna gömlu. Á toilette heilsuðust þeir, Ragnar og hann. Ragnar kvaðst hafa lesið pistil í gamla Tímanum eftir undirskráð- an, Rigning í Reykjavík, og var jákvæður í mati. Lifandi skelf- ingar ósköp varð maður uppveðr- aður og mikið var montið og mikill var reigingurinn, þá skundað var yfir Austurvöll skömmu síðar að Hótel Skjaldbreið, hvar leigt var þakherbergi undir súð og setzt niður og haldið áfram að skrifa hugleiðingar — það átti að vera óhætt fyrst mætasti bókmennta- útgefandi landsins var svona elskulegur að hlaða mann lofi. Svo liðu tvö til þrjú ár. Líf og list hafði séð dagsins ljós. Helgafell gamla undir stjórn Magnúsar Ásgeirssonar og Tóm- asar Guðmundssonar hafði dottið upp af klakknum, og ungir frama- gjarnir kennarar við Gaggó Lind, þeir Gunnar Bergmann, amrískt menntaður í blaðamennsku og sagnfræði, og undirskráður s t g r , hálfkaraður bókmennta- stúdent frá Englandi, höfðu komið sér saman um að bjarga andlegu lifi á íslandi með mánaðarriti um listir og menningarmál. Um það leyti urðu kynni af Ragnari nánari, honum, sem var Maecenas íslenzku þjóðarinnar, en eins og margir vita, var Maecenas mikilsvirtur Rómverji frá Ágúst- usar-tímabilinu, sem deyði ör- skömmu fyrir Kristsburð. Mae- cenas taldist til auðmannastéttar, en var í ofanálag gæddur sérstöku þeli. Hann laðaði að sér listamenn og skáld, verndaði þá og lét þá sitja við borð sitt og leitaðist við að ávaxta peninga í listum — í þágu kúltúrs. Slíkur var Ragnar í Smára. Hann var alla tíð velgjörð- armaður listastarfsemi á íslandi númer eitt — og var jafnframt umdeildur persónuleiki og tókst seint eða aldrei að drepa hann þrátt fyrir íslenzkan öfundarhug á báðar hendur. í gamni taldi Ragnar sig stund- um vera franskan Júða frá Eyr- arbakka, af hinni nafntoguðu Bergsætt (blönduðu framandlegu blóði útlenzkra kaupmanna), og sprottinn var hann — svo mikið er víst — upp úr seltunni eins og músikorka frænda hans og einka- vinar, Páls ísólfssonar af Stokks- eyri, sem sprengdi sér lífsbraut og stækkaði og óx við kynni af anda Bachs. Hins vegar var Mozart eft- irlætistónskáld Ragnars í Smára og fór hann aldrei dult með þá aðdáun, enda þótt lífskraftur hans sjálfs hafi verið í ætt við Introitus eftir Bach. Atorka Ragnars átti nefnilega skylt við músik, sem féll kannski ekki í borgáralegan farveg. Tvisvar í viku hér á árum áður — allan ársins hring, hvernig sem veður blés, var hann þotinn úr litlu metropólísinni, Reykjavík, úr arginu — á jeppanum sínum. Hvert? mun margur spyrja. í kyrrlátan sumarbústað sinn austur við Álftavatn, rétt við ræt- ur Ingólfsfjalls, þar sem hann hvíldi sig andlega við líkamsátök, gróðursetti tré og mokaði mold og grjót af hjartans lyst og með sig- urbros á vör. Ragnar var sprottinn úr mold- inni og sjávarsandinum. Það var hans jarðvegur — alls ekki asfalt- eruð borgin, sem hann þó lifði og hrærðist í að meira eða minna leyti frá sextán ára aldri og valdi sem bardagasvið fyrii hugsjónir sínar. í spjalli við undirskráðan eitt sinn í Unuhúsi sagði hann: „f viss- um skilningi er ég fulltrúi fyrir eitthvað, sem er að smáfarast, en verður að verjast til hinztu stund- ar — ég býst við, að það sé þjóð- hollusta og hástemmd ást á landi og þjóð.“ Það er margs að minnast, þegar Ragnar er allur. Að framangreindu var sagt, að hann hvíldi á samvizkunni. Sam- vizkan er sama og trúin, stendur einhvers staðar. Sjálfur sagði hann eitt sinn, að trúin væri sterkasta aflið í lífinu, og án trúar á það, sem maður væri að gera, yrði maður eíns og flæktur í ein- hverju neti. Hann bjargaði tímaritinu Líf og list á úrslitastundu án þess að vilja kannast við það. Það var skömmu eftir áramótin ’50—’51 — undirskráður orðinn einn kapteinn á skútunni, en erfitt framundan, vantandi prentsmiðju og ýmsa aðstöðu. Þá kom Ragnar til skjalanna eins og himnasend- ing, bauð í morgunkaffi eld- snemma á Hótel Borg. Þar voru lögð á ráðin og ráðið fram úr vandanum. „Þú átt Líf og list áfram, Steingrímur," sagði hann, „ég ætla ekki að kaupa ritið af þér, en ég skal lána þér prentsmiðju og af- greiðslu og dreifingaraðstöðu skaltu fá í Helgafelli í Unuhúsi — því lofa ég þér — ekkert er sjálf- sagðara, og svo verðurðu náttúr- lega reglusamur, kæri vinur." Þessi síðasttöluðu orð rifjast oft upp enn þann dag í dag. Ragnari var bölvanlega við Bakkusardýrk- un — hann var maður lífs og átaka — og æði spartverskur í hugsun öðrum þræði þrátt fyrir bóhemskan frjálsan anda sem ein- kennir marga af Bergsætt. Árin liðu hvert á fætur öðru. Líf og list sálaðist illu heilli. Og aldrei komst það í verk að endur- vekja það, enda þótt oft munaði mjóu. Það var farið vestur til að sleikja sár sín og nýr lífstónn tók við. Ragnar mætti á fyrstu mál- verkasýningunni í Bogasalnum í des. ’66 og var fyrstur allra til að kaupa mynd ásamt Guðbrandi sál- uga í Ríkinu. Myndin, sem Ragnar keypti, var skrýtið „frímerki" — agnarkríli, en sennilega okurdýrt. Og enn gerði hann undirskráðan montinn úr hófi fram, en nú gerði það kannski minna til. Á „Stokkseyrarárunum" var hann heimsóttur í sumarbústað- inn við Álftavatn. Þá var hann ör- lítið farinn að gefa sig, en bar sig eins og foringi að vanda og var töfrandi skemmtilegur eins og alltaf. Það var sjóðheitur dagur og hæfði þessari sunnlenzku Bergs- ætt, ekki hvað sízt vegna þess að hluti af genunum er talinn koma úr suðrænum löndum. Hann vissi, að baráttan yrði hörð á Stokkseyrinni, en kvaðst treysta greinarhöfundi til átak- anna, og enn vitnaði hann þá í föður sinn eins og í spjallinu í Unuhúsi forðum daga sem sagði, að það væru til tvær tegundir af manneskjum: „þær, sem gefast ekki upp, og þær, sem gefast upp“. Sjálfur kunni Ragnar ekki að gefast upp. Og verður því alltaf snarlifandi meðal vor, góðu heilli fyrir land og þjóð, sem hann — þrátt fyrir allt — trúði alla tíð á. Að Hæðardragi Steingrímur SL Th. Sigurðsson. Kveðja frá Tónlistarfélaginu Félagi okkar, Einar Ragnar Jónsson, forstjóri í Smára, er lát- inn. Minning hans mun þó lifa með þjóðinni. Ragnar í Smára varð snemma þjóðsagnapersóna meðal samtíð- armanna sinna og bar margt til þess. Hann unni og dáði alla heil- brigða og sanna listsköpun. En það nægði honum ekki að sitja álengdar sem hlutlaus neytandi. Hann var fæddur framkvæmda- maður, sem vildi láta hlutina ger- ast, og til þess lagði hann fúslega fram fé og starf. Þessa nutu marg- ir íslenskir og erlendir listamenn, er til þess þóttu hafa unnið. En af öllum listum mun þó tón- listin hafa staðið hjarta hans næst. f þjónustu við hana var ekk- ert til sparað né eftir talið. Þetta kom best fram árið 1932, þegar Tónlistarskólinn í Reykja- vík, sem var fyrsti fullkomni tón- listarskóli þjóðarinnar og sá eini í áratug, komst í rekstrarörðug- leika svo að óvíst var um fram- haldið. Þá var það að Ragnar í Smára og með honum Björn Jónsson kaupmaður tóku til sinna ráða og stofnuðu Tónlistarfélagið. Það fé- lag tók að sér rekstur skólans og hefur rekið hann síðan. Jafnframt tók það að sér rekstur Hljómsveit- ar Reykjavíkur, sem var stofnandi skólans, og rak hana þar til Sin- fóníuhljómsveit íslands tók við hlutverki hennar. Það leiddi af sjálfu sér að Ragn- ar var kjörinn fyrsti formaðúr tónlistarfélagsins og hélt því starfi þar til á síðasta ári, er hann baðst undan endurkosningu vegna sjúkleika. Þá var hann kjörinn heiðursforseti félagsins. Nú er foringi okkar fallinn. En minningin um hann mun verða okkur hvati í áframhaldandi starfi, minnugir þess að hann var burðarásinn í öllu félagsstarfi okkar á meðan hans naut við. í dag þökkum við starf hans og árnum honum fararheilla. Ástvin- um hans biðjum við blessunar Guðs. Tónlistarféiagið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.