Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1984 Handbók húsbyggj- andans komin út HÚSBYGGJANDINN, árleg hand- bók fyrir húsbyggjendur, er komin út í þriðja sinn og hefur að geyma margvíslegt efni fyrir húsbyggjend- ur. Húsbyggjandinn ’84 er gefinn út í 10 þúsund eintökum og dreift ókeypis til húsbyggjenda. Meðal efnis í Húsbyggjandanum ’84 má benda á eftirfarandi: Á hverju ári er hægt að spara jafnvirði 30 einbýlishúsa hér á landi með því einu að gefa út staðla fyrir glugga og hurðir. Þetta kemur fram i grein eftir Jón Þór Hjaltason byggingatækni- fræðing á bls. 8 og 9. Kísilryk frá járnblendiverk- smiðjunni á Grundartanga veldur því, að nú á að vera ástæðulaust að óttast alkaliskemmdir í stein- steypu. íslenska sementið er nú orðið betra og traustara en annað sement. Þessar upplýsingar og ýmislegt fleira um steinsteypu kemur fram í viðtali við forstjóra Rannsóknastofnunar byggingar- iðnaðarins, Harald Ásgeirsson, á bls. 33 og í grein um stofnunina á bls.64. Fullkomnasta steypuverksmiðja Evrópu er að rísa í Garðabænum. Tölvustýring framleiðslunnar, sjálfvirkni og önnur hagræðing gerir að verkum að framleiðsla verður mjög fjölbreytt og ódýrari en þekkst hefur hérlendis, að sögn forráðamanna verksmiðjunnar. Auk steypu framleiðir verksmiðj- an rör af mörgum stærðum og gerðum, milliveggjaplötur og fjöl- breytt úrval af hellum og steinum af ýmsum stærðum, gerðum og lit- Landsbyggðarkirkjur: Messur á sunnudag SIGLUFJARÐARKIRKJA: Safn- arðarferð á Siglunes verður farin nk. sunnudag og verður lagt af stað frá bátabryggjunni kl. 10. Á Siglunesi þar sem forðum var kirkja verður helgistund. Kirkju- kórinn syngur undir stjórn Páls Helgasonar sálma og lög eftir Bjarna Þorsteinsson. Páll Reynir Jónasson segir frá staðháttum á Siglunesi. Sóknarprestur. reglulega af öllum fjöldanum! um í götur og garða, athafna- svæði, stéttir og hleðslur. Búnaður verksmiðjunnar verður svo full- kominn, að hún getur framleitt hvaða forsteyptar einingar sem vera skal og framleiðslan verður undir nákvæmu gæðaeftirliti. Sjá bls. 77. Límtré veitir nær ótæmandi möguleika til mannvirkjagerðar hérlendis. í grein um límtrésverk- smiðjuna á Flúðum er fjallað um límtré og helstu kosti þess við mannvirkjagerð. Sjá bls. 46. Alexander Stefánsson félags- málaráðherra og Ögmundur Jón- asson fréttamaður fjalla um fjár- mál húsbyggjenda og stefnuna í húsnæðismálum. Sjá bls. 18 og 61. Hvernig leggur maður sjálfur gangstéttarhellur og hleður úti- grill? Bls. 24. Við erum ekkert áfjáðir í að ríghalda í gamlar hefðir og venj- ur, segir Gunnar S. Björnsson, formaður Meistarasambands byggingamanna, í opinskáu viðtali um meistarakerfið og ný vinnu- brögð í byggingariðnaði. Bls. 28. Hvernig á að lesa úr teikning- um? Svarið er að finna á bls. 150. Henta flötu þökin við íslenskar aðstæður? Á bls. 195 er ítarlegt viðtal um viðgerðir og frágang á flötum þökum. f ritinu eru birtar fjölmargar staðlaðar teikningar af íbúðarhús- um frá Teiknistofunni Kvarða. Ennfremur má benda á greinar um innflutning á ódýru timbri frá Portúgal, leiðbeiningar um frá- gang hornglugga og útskots- glugga, baðherbergisbúnað handa fötluðum, eldþolið gler og notkun þess, eldvarnarhurðir, kamínur, margs konar klæðningu til notk- unar innanhúss sem utan, marm- ara, auk frétta um ýmiss konar nýjungar. Loks ber að geta „gulu síðn- anna“, handhægs lista yfir fyrir- tæki í þjónustu og verslun í bygg- ingariðnaði. Flugvélaflotinn sem keppt var á í mótinu. íslandsmeistara- mótið í sviffiugi: Nýtt innan- landsmet í þríhyrn- ingsflugi íslandsmeistaramótið í svifflugi var haldið á Hellu dagana 7. til 15. júlí sl. og var þar sett nýtt innan- landsmet í 100 km þríhyrnings- flugi. Metið setti Garðar Gíslason og flaug hann með 63,75 km með- alhraða. Keppendur á mótinu að þessu sinni voru tíu talsins og þar af einn erlendur gestur, Tom Knauff frá Bandaríkjunum. Tveir keppnisdagar náðust á mótinu og var fyrri dagurinn mánudaginn 9. júlí, en verkefnið þann dag var 106,2 km þríhyrn- ingsflug, leiðin Hella, Hruni, Búrfell og aftur til Hellu. Besta tímann hlaut Garðar Gíslason, 63,75 km meðalhraða, annar var Tom Knauff með 58,52 km með- alhraða og þriðji Sigmundur Andrésson með 33,52 km meðal- hraða. Tom Knauff sigraði hins vegar vegna fyrirgjafar-fyrir- komulags, sem tíðkast í þessari grein, en Garðar setti nýtt inn- anlandsmet, eins og áður segir. íslandsmetið er hins vegar 65,5 Átta af tíu keppendum á mótinu, frá vinstri: Höskuldur Frímannsson, Baldur Jónsson, Sigmundur Andrésson, Garðar Gíslason, Þorgeir Árna- son, Steindór Skúlason, Ágúst Magnússon og Eggert Norðdal. Á myndina vantar Kristján Sveinbjörnsson og Tom Knauff, sem keppti sem gestur á mótinu. km, sett í Danmörku af Þórhalli Filippussyni árið 1964. Gamla innanlandsmetið átti Leifur Magnússon, 42 km, frá árinu 1966. Eftir fyrri daginn voru stigin þannig að Tom Knauff hafði 1.000 stig, Garðar 991 stig og Sigmundur 867 stig. Seinni flugdagurinn var föstu- daginn 13. júlí og var þá flogið Hella, Breiðabólsstaður, Múla- kot, Hella og var aðeins einn keppenda sem komst alla leið, Sigmundur Andrésson, sem hlaut 1.000 stig. Þorgeir Árna- son var annar með 605 stig og þriðji Garðar Gíslason með 470 stig. Þrír efstu menn eftir báða dagana voru Sigmundur And- résson með 1.867 stig, Garðar Gíslason með 1.461 stig og Þor- geir Árnason með 1.243 stig. Islandsmeistaramótið í svif- flugi er haldið annað hvert ár á vegum Flugmálafélags íslands. Mótsstjóri að þessu sinni var Þórmundur Sigurbjarnarson, en um 70 til 80 manns dvöldu í tjöldum á mótssvæðinu dagana sem mótið var haldið. vLandi Island^ ii i ® * l Þórður Kristinsson 7 ára neml á tvær myndlr á sýningunni í Norræna húsinu. Hér stendur hann við annað verkið. Ljósmynd Mbl. Aml Sæbvrg Þessa dagana stendur yfir sumarsýning Norræna húss- ins 1984, í kjallaranum, og nefn- ist hún „Landið mitt Island". Hún er unnin í samstarfi við Félag is- lenskra myndmenntakennara og skyldi myndefnið vera hvernig fs- lensk börn skynjuðu landið sitt, náttúruna og fólkið. Öllum ald- urshópum grunnskólans var boð- in þátttaka. Dómnefnd skipuð Ingunni Ernu Stefánsdóttur frá Félagi is- lenskra myndmenntakennara, Sóley Eiríksdóttur f Félagi ís- lenskra myndlistarmanna, Þóri Sigurðssyni f menntamálaráðu- neytinu og Ann Sandelin af hálfu Norræna hússins, valdi endan- lega verk á sýninguna, eftir að forval hafði farið fram í skólun- um. Hún valdi samtals 145 verk, unnin af 4—14 ára börnum úr sextán grunnskólum bæði úr dreifbýli og þéttbýli. Meðal þeirra sem á verk á sýn- ingunni er Þórður Kristinsson 7 ára, nemi í Fossvogsskóla. Tvær myndir frá honum prýða veggi hússins, önnur af litfðgrum spóa úti f haga og hin af skíðabrekku, iðandi af lffi. Þórður vildi ekki gera mikið úr teiknarahæfileikum sfnum. Hann ef ekki i reglulegum teikhitímum f skólanum en kennari hans setti þeim fyrir ýmis myndverkefni f vetur m.a. um snjóinn og fugla á íslandi. „Það var nú alveg óvart að ég teiknaði spóa,“ svaraði Þórður, þegar blm. Mbl. innti hann eftir ástæðunni fyrir spóamyndinni. »Ég var ekki alveg búinn að ákveða hvaða tegund yrði fyrir valinu, þegar ég byrjaði á verk- efninu. Svo þegar hálsinn var orðinn of langur miðað við búk- inn, lengdi ég nefið og út kom spói. Það tók nokkra daga að ljúka verkinu, en ég var frekar ánægður þegar það var búið. Samt bjóst ég alls ekki við að myndin kæmist á sýningu," sagði Þórður m.a. Snjómyndin er unnin f sam- bandi við sögu sem Þórður samdi einnig, en því miður fylgir hún ekki verkinu á sýningunni. Sumarsýning Norræna hússins stendur til 22. júlí næstkomandi. Ekki er alveg ráðið um framhald hennar, en ósk kom frá norræna bókavarðaþinginu, sem haldið var hér á Islandi fyrr f sumar, um að hluti af verkunum færi sem farandsýning til Finnlands, þá yrðf hún m.a. sýnd þar f skólum næsta sumar f tengslum við ís- lahdskynningu á sama tfma. En eins og fyrr segir hefur enn ekki verið tekin endanlega ákvörðun um málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.