Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.07.1984, Blaðsíða 32
AU3TURSTRÆ~122 INNSTRÆTI, SiMI '193,3 ' OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD AUSTURSTRÆTl 22 INNSTRÆTI, SiMI 11340 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Þyrla Gœslunnar TF- GRO úr leik í bili ÞYRLA Landhelgisgæslunn- ar, TF-GRO, skemmdist í gær er hún var að flytja steypu úr Örfirisey út í Engey. Er verið var að losa úr steypusflóinu í einni ferðinni í Engey sogað- ist úlpa sem lá á jörðinni fyrir neðan þyrluna upp í aðal- skrúfu hennar. Talið var óhætt að fljúga þyrlunni til baka en eftir þetta atvik verð- ur hún að fara í skoðun og verður því úr leik í nokkra daga að minnsta kosti. Hafn- aryfirvöld í Reykjavík höfðu fengið þyrluna til að fiytja steypuna út í Engey þar sem verið var að steypa undirstöð- ur að siglingamerki, sem ver- ið er að endurnýja. Myndina tók Friðþjófur Helgason Ijósmyndari Morgunblaðsins í gær og má sjá úlpuna í þyrlu- spaðanum. Eyjólfur ísfeld um samdráttinn hjá frystihúsum SH: Aöild Framsóknar að ríkis stjórninni að koma í ljós „Ég hef kært niðurstöður lyfjaprófsins — segir Gylfi Gísla- son, lyftingamaður „ÉG SKIL ekkert í þessu, þar sem ég hef ekki notað nein lyf önnur en magnyltöflur og lyfið Indomie vegna bólgna í hnjánum. Ég var slæmur í hnjánum tveimur vikum fyrir þetta mót og fékk þetta lyf, sem er ekki á bannlista,“ sagði Gylfi Gíslason, lyft- ingamaður, er Morgunblaðið náði tali af honum í Stokkhólmi í gær, þar sem hann stundar æfingar ásamt bróður sínum Garðari Gíslasyni. Eins og sagt hefur verið frá í Morgunblaðinu kom Gylfi jákvæður út á lyfjaprófi á Evr- ópumeistaramótinu f lyftingum, sem haldið var á Spáni í vor. „Ég hef farið í fimm lyfjapróf í Svíþjóð, á þeim 8 mánuðum sem ég hef verið hér við æfingar og ætíð komið neikvæður út. Það síðasta var 4. apríl, TMi viku fyrir Evrópu- mótið og var neikvætt, þannig að ég fæ með engu móti í þessu skilið. Það eina sem ég hef fengið uppgefið er að prófið hafi verið jákvætt og það sem ég vil fá að vita, er hvaða efni þarna á að vera um að ræða. Það hefur ekki verið gefið upp ennþá og þetta er allt saman stórfurðulegt. Ég skil ekki í því að það skuli vera birt svona strax, áður en nokkuð er vitað hvaða efni maður er ásakaður um að hafa notað," sagöi Gylfi. „Eftir að ég fékk að vita að það væri eitthvað að prófinu mínu, þá fór ég til þess læknis sem hefur tek- ið prófin af okkur hér og bauðst til að gangast undir próf af því mér fannst þetta furðulegt, en hann sagði að þess þyrfti ekki með, ég væri búinn að fara í það mörg próf og sagði mér að vera rólegum, það kæmi oft jákvætt út úr prófum til að byrja með.“ „Við erum alveg rólegir yfir þessu. Við vitum það að við höfum “■‘9 ekki notað lyf og það er það sem skiptir máli. Ég gefst ekkert upp, æfi bara eins og ekkert hafi í skor- ist og held mínu striki. Næst á dagskránni er sænska deildar- keppnin, sem ég mun taka þátt í, en mér skilst að ég sé kominn í 18 mánaða keppnisbann á alþjóðlegum mótum. Ég er búinn að kæra úr- skurðinn og vonast eftir niðurstöðu hið fyrsta," sagði Gylfi. Gylfi bað að lokum um íþrótta- kveðjur til allra ísiensku þátttak- endanna á Ólympíuleikunum með ósk um gott gengi. Stöðvarfjörður: Saga sigldi á bryggjuna StödvarfirAi, 19. júlí. UM KLUKKAN 19 í kvöld sigldi flutn- ingaskipið Saga á steinbryggju í Stöóv- arfjarðarhöfn. Skemmdir urðu engar á bryggjunni en gat kom á stefni skips- ins. Farmur þess er þó ekki í hættu þar sem sjórinn fiæðir aðeins inn í „forpikkið". Saga var að koma til að lesta saltfisk fyrir Spán og Grikkland. Stöðvarfjörður var síðasta höfnin en áður hafði hún lestað 1000 tonn af saltfiski í 17 höfnum. Héðan ætl- aði Saga til Spánar en ekkert verður af því í bili því fyrst verður að sjóða fyrir gatið. Ekki er vitað um ástæð- ur þess að skipið sigldi á bryggjuna en skipstjórinn mun hafa látið kasta ankerum þegar hann sá í hvað stefndi en það var of seint og gekk stefni skipsins einn meter inn á bryggjuna. — Steinar. „ÞAÐ ER engin ein skýring á þessu en aðild Framsóknar að ríkisstjórn- inni er smám saman að koma í Ijós. Fjárfestingin í frystihúsum Sam- bandsins um land allt og togarakaup eru til vitnis um það,“ sagði Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, forstjóri SH, Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, er blm. Mbl. spurði hann að þvi í gær hvernig hann skýrði 6,1 % samdrátt í framleiðslu frystihúsa SH á sama tíma og frystihús Sambandsins ykju framleiðsluna um 13,5% á fyrstu 5 mánuðum ársins. Eyjólfur vildi ekki upplýsa hversu miklar birgðir SH væru og taldi ekki ástæðu til að skýra frá þeim. Hann sagði þó, að þær væru því miður alltof miklar. Um fram- haldið og horfur á næstunni sagði Eyjólfur: „Við ráðum ekki neinu um framhaldið, það verður bara að taka því sem að höndum ber.“ Að sögn Sigurðar Markússonar, framkvæmdastjóra Sjávarafurða- deildar SÍS, námu birgðir þeirra 8.350 tonnum þann 14. júlí. í krón- um talið er ekki fjarri lagi að áætla að birgðirnar nemi rúmlega 500 milljónum. Birgðaaukning frá ára- mótum hefur verið óveruleg eða um 600 tonn. Mbl. skýrði frá því í gær að framleiðsluaukning SÍS fyrstu 5 mánuði ársins væri 13,5% en skv. upplýsingum Sigurðar er aukning- in 18% miðað við fyrstu 6 mánuð- ina. „Það er engin ein skýring á þess- ari miklu aukningu,“ sagði Sigurð- ur er blm. innti hann eftir skýring- um. „Eflaust hefur það sitt að TÆPLEGA 8 ára gamall belgískur drengur slasaðist alvarlega er hann féll til í stórgrýti sem er til varnar sjávargangi við nýja uppfyllingu í Fjarðarhöfn hér á Seyðisfirði. Upp- fylling þessi er ætluð sem bflastæði fyrir bflferjuna Norrönu. Það var um klukkan 11 í morgun sem slysið átti sér stað og komu læknir og lögregla mjög fijótt á slysstað. Drengurinn var fiuttur á sjúkrahúsið hér á Seyðisfirði en síð- an með sjúkrafiugvél Flugfélags Austurlands til Reykjavíkur þar sem hann var lagður inn á Borg- arspítalann. Að sögn læknis er drengurinn ekki í lífshættu. Nánari tildrög slyssins eru enn óljós en að sögn lögreglu er málið í rannsókn. Drengurinn hafði verið á ferða- lagi um landið með foreldrum sín- segja, að tveir af þremur frystitog- urum landsins eru á okkar snærum og sveiflan frá söltun og herslu yfir í frystingu hefur verið óvenjulega mikil hjá framleiðendum Sam- bandsins. Það er hins vegar ekki um það að ræða að einhver frysti- hús hafi færst á milli SH og okkar." „Er blm. Mbl. spurði Eyjólf ís- feld að því hvort ekki væri eðlilegt að frystur fiskur yrði seldur til Bretlands í meira mæli en áður í ljósi birgðastöðunnar sagði hann, að menn væru farnir að gera það í einhverjum mæli. „Menn gera þetta þó ekki. fyrr en í síðustu lög, verðmunurinn er svo mikill á milli Bandaríkjanna og Bretlands." um og tveimur systrum og ætluðu þau með Nörrönu út I dag en frest- uðu brottför vegna slyssins. Morgunblaðið/Július. Drengurinn sem slasaðist á Seyðis- firði fluttur úr flugvél Flugfélags Austurlands yfir í sjúkrabifreið i Reykjavíkurflugvelli. Morgunblaðið/Friðþjófur Carrington í heimsókn Uarrington, lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins kom í gær til íslands í opinbera heimsókn, en hann heimsækir nú hvert aðildarlanda NATO á fætur öðru. Myndin er tekin við komuna til Keflavíkurflugvallar, en Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra tók á móti framkvæmdastjóranum. sem nýtekinn er við embætti af Joseph Luns, sem var í kveðjuheimsókn hérlendis fyrir nokkrum vikum. Seyðisfjörður: Atta ára drengur slasast alvarlega Seyðisfirði, H.júlí. L7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.