Morgunblaðið - 25.07.1984, Page 5

Morgunblaðið - 25.07.1984, Page 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1984 Húsavík: Sjúkrahúsið fær öndunar- tæki og sónar- tæki að gjöf SJÚKRAHÚSINU á Húsavík hafa nýlega borist tvsr góðar gjafir. Önn- ur gjöfin er „öndunartæki", sem gefið er til minningar um Ástu heitna Ottesen og er frá sttingjum hennar og vinum. Hin gjöfin er svokallað sónar- tæki og eru gefendur þess Krabba- meinsfélag S-Þingeyinga, Kvenfé- lag Húsavíkur, Soroptimista- klúbbur Húsavíkur, Kiwanis- klúbburinn Skjálfandi, starfs- menn MSKÞ og verkalýðsfélag Húsavíkur. Framkvæmdastjórar sjúkra- hússins, ólafur Erlendsson og Jón Aðalsteinsson yfirlæknir, þökkuðu gjafirnar og sagði Jón læknir að undanfarin 20 ár hefði sjúkrahús- inu verið færðar ótrúlega miklar gjafir og starfsemin á sjúkrahús- inu væri ekki svipur hjá sjón ef þessar gjafir hefðu ekki borist. Fréttaritari Mjólkurframleiðsl- an enn að aukast: 7,10% aukn- ing í júní Mjólkurframleiðslan hélt áfram að aukast í júnímánuði. Innvegin mjólk hjá mjólkursam- lögunum í júní var 11.772 þúsund lítrar sem er 7,10%meira en í júní í fyrra. Fyrstu sex mánuði ársins var mjólkurframleiðslan 54.301 þúsund lítrar sem er 6,37 % meiri framleiðsla en á sama tíma í fyrra. I júní jókst framleiðslan mest í Búðardal, um 18,8%. Innvegin mjólk hjá mjólkurbúinu á Sel- fossi jókst um 5,99%, um 7,30% hjá mjólkursamlaginu á Akur- eyri, 12,3% hjá mjólkursamlag- inu á Hvammstanga, 9,6% hjá samlaginu á Sauðárkróki og 13% hjá mjólkursamlaginu í Borgarnesi svo nokkur dæmi séu tekin. Áhrifa hækkunar kjarnfóðurgjalds er ekki farið að gæta í þessum tölum en þau koma væntanlega fram í júlí. Ólafsvík: Már með 370 tonn ÓlafBTÍk, 23. júlí. VINNA hefur verið í gangi í sumar í fiskvinnslustöðvunum hér þó ekki hafí verið mikill kraftur á. Togaran- um Má hefur gengið vel að undan- lornu og hefur hann landað um 370 tonnum í tveimur síðustu sjóferðum. Tregt hefur verið á öðrum veiðiskap. Nokkrir bátar eru með dragnót, en afli þeirra hefur verið lítill, allt niður í nokkra kola í róðri á meðan mjög vel aflast af kola í Faxaflóa. Breiðfirðingar mega samt ekki fara fyrir nesið til kolaveiða þó sunnan- bátar megi hella sér yfir allan fisk, er kemur á Breiðafjarðarmið. Eru sjómenn hér farnir að taka um „helgireiti" nágranna sinna, kola- slóðina i Faxaflóa og skelfiskmiðin hér innra. Næstu daga verður gangsett rækjuvinnsla hjá Stakkholti hf. og munu þá þrír eða fjórir bátar veiða rækju til hennar. Reitingsafli hef- ur á köflum verið á rækju hér úti fyrir. Afli var góður á handfæri framan af sumri, en er að tregðast enda gæftir erfiðar í vestanáttinni. — Helgi. SINCLAIR SPECTBDM: ámögule$3, tölvan! * e Galdramadurinn Sinclair er þekktur í heimi örtölvu- tækninn£LT fyrir að gera hið ómögulega. pyrir 15 árum kom hann t.d. fram með jöldaframleiddar vasatölvur (reiknivélar), sem voru svo ódýrar að allir gátu eign- ast þær, en samt voru þær frábærlega fullkomnar. Sinclair seldi á örskömmum tima gífurlegan Qölda reikni- véla og aðrir framleiðendur vasareiknivéla tóku Sinclair sér auðvitað til fyrirmyndar. ,ö Nú hefur Sinclair aftur gert hið ómögulega: Hann hefur Qöldaframleitt tölvu sem stenst samanburð við margfalt dýrari tölvur keppi- nautanna. Sinclair Spectrum hefur: 16K eða 48K minni, allar nauðsynlegar skipanir fyrir Basic og Data, Qölda leikja-, kennslu- o g viðskiptaforrita, graflska útfærslu talna, tengimöguleika við prentara og aðrar tölvur og litaskerm. Diskettudrif er þar að auki væntanlegt innan tíðar. Heimilistæki VERD: Sinclair Spectrum 16K kostar aðeins 52SO kr. Sinclair Spectrum 48K kostar aðeins 6.450 fcr. Meðalverð forrita er aðeins um 500 fcr. Nú eru keppinautar Sinclair í vanda. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8- 15655

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.