Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 25. JÚLt 1984 Vel ráðin áform fá framgang Hvað er tungan? Ætli engin orðin tóm séu lífsins forði. Matth. Jochumsson. Bókmenntir í grunnskóla Jenna Jensdóttir og Sigríöur Ragna Siguröardóttir Umsjónarmenn þáttarins þakka þeim Ingibjörgu Þorbergs og Jóhanni Hjálmarssyni fyrir ágæt orð um menntunargildi ljóðsins í kennslu. Þar komu fram ákveðnar skoðanir, sem krefjast umhugsunar á mikil- vægi þess að vel megi takast til við kennslu og kynningu ljóðs- ins. Frá ljóðinu snúum við okkur að hlutverki og stoðu skáldverka í bókmenntakennslu grunnskól- ans. Umsjónarmenn þáttarins fengu til liðs við sig þau Herdísi Egilsdóttur kennara og rithöf- und og séra Sigurð Sigurðarson sóknarprest á Selfossi. I. spurning: Hvert telur þú að hlutverk skáldsogunnar í bók- menntakennslu eigi að vera? Herdís svarar: Skáldsagan á slíkt erindi inn í líf 6—9 ára barna í grunnskóla, að ég tel hana hreint ómissandi. Hún er tvíeggjuð eins og allt annað sem markað getur ævar- andi spor í viðkvæman efnivið, því hún getur bæði rifið niður og byggt upp. Hlutverk hennar er víðfeðmt, og ræður það meiru um gildi hennar í uppeldi og uppfræðslu nemandans, hvernig með hann er farið en hvert mat bókmenntagagnrýnanda er. Hann dæmir eftir persónulegum smekk og lítur á soguna trá eigin sjónarhóli, en mat okkar kenn- ara á gildi skáldsögunnar sem áhrifavalds verður að byggjast á miklu breiðari skilningi og opnari, til þess að nemandinn fái sjálfur að meta og mynda sér eigin skoðanir, annars værum við að innræta og þrengja sjón- deildarhringinn. Ef vel tekst til, getur skáldsagan, annars vegar með stíl sínum og málfari, hins vegar með efnistökum og per- sónusköpun, orðið nemandanum að ómetanlegu gagni. Sem dæmi af eigin reynslu vil ég nef na sögu Astrid Lindgren um Ronju ræn- ingjadóttur. Þessi saga er svo þrungin efni sem örvar til um- ræðna á öllum sviðum að hún entist mér og 6—7 ára nemend- um minum í tvo mánuði og var hún þó daglega tekin til umfjöll- unar. f sögunni er fólgin hríf- andi samþætting alls þess sem okkur langar til að ræða við bðrn, blandað mjúkum skilningi á mannlegum breyskleika og freyðandi kímni. Betra kennslu- efni í samfélagsfræði er varla fáanlegt. Sigurður svarar: Ég tel að bókmenntakennsla í skólunum hljóti að miða að því, að gera nemendurna hand- gengna íslenzkum bókmennta- arfi, ljóðalestri og lestri skáld- sagna. Ekki varðar hvað minnstu að leiða born og ungl- inga inn í heim skáldsögunnar vegna þess hve vandaðar skáld- sögur eru menntandi um hið mannlega. Þær fræða betur en nokkuð annað um samskipti manna, átök lífsbaráttunnar og mannlegra tilfinninga. Þannig felst að nokkru í skáldsögunni Herdís Egilsdóttir góður undirbúningur undir lífs- reynsluna sjálfa. Nokkuð ber á því nú á dögum, að ungt fólk al- ist upp við fábreytta lífsreynslu og ekki verður því neitað, að um- fjöllun fjölmiðlanna um mann- inn verður oft yfirborðsleg. Flest þekkjum við muninn á því að íesa góða skáldsögu og að horfa á kvikmynd, gerða eftir sogunni. t kvikmyndinni finnst okkur gjarnan að veigamiklum atrið- um sé sleppt og við verðum þess jafnvel vör, að leikstjóri kvik- myndarinnar varð allt annars vísari en við við lestur sögunnar. Því býr góð skáldsaga yfir þeirri dýpt, sem krefst þess að maður leggi sig sjálfur nokkuð fram við túlkun hennar og við að skilja hana. Þannig verður lestur góðr- ar skáldsögu þroskandi persónu- leg reynsla. Skáldsagan virðist Séra Sigurður Sigurðarson mér vera sú grein bókmennt- anna, sem nákvæmast lýsir manneðlinu, vanda mannsins og moguleikum. Af þessum fullyrð- ingum mínum má sjá, að ég tel skáldsöguna mikilvæga fyrir menntun og þroska einstaklings- ins og þvi tel ég einnig að hún hafi mikilvægu hlutverki að gegna í bókmenntakennalu. t þeirri kennslu þarf að vinna markvisst að því að opna heim skáldsogunnar. II. spurning: Á hvern hátt væri ákjósanlegast að kynna og vekja áhuga nemenda á lestri stórra skáldverka? Herdís svarar: Til þess að geta komið skáld- sögu með öllu þvi sem hún hefur upp á að bjóða til svo ungra barna sem fæst eru þess umkom- in að lesa sjálf sér til fulls gagns margslungið efni, verður kenn- arinn að lesa upp, segja frá og vitna í skáldsöguna við hvert tækifæri, og koma af stað um- ræðum án fordóma. Þó hefur allt þetta harla Htil áhrif ef kennar- inn hefur ekki sjálfur glóandi áhuga og lag á að hrifa börnin með sér hátt upp og út fyrir skólastofuveggina. Sigurður svarar: Frumskilyrði þess, að fólk lesi stór skáldverk er að viðkomandi kunni vel að lesa. t skólanum þarf að gefa góðan gaum að íestrinum. Raunar skil ég ekki til fulls þann mikla sveigjan- leika skólakerfisins sem gerir fólki fært að komast jafn langt og ég veit að margir gera án þess að kunna vel að lesa. Til þess að fólk lesi nokkuð að ráði þarf það að vera hraðlæst og það þarf einnig að kunna að meðhöndla bók og nálgast hana á skynsam- legan hátt. Til að vekja áhugann á lestri stórra skáldverka tel ég að fjalla þurfi um þau og kynna þau i kennslu og tengja þá viðleitni notkun bókasafns. Þar er annar þröskuldurinn í skólakerfi okkar þar sem allt, allt of lítil áherzla hefur verið lögð á uppbyggingu og notkun bókasaf na í skólunum. Eitt atriði vildi ég nefna enn, sem er nokkur hindrun. Okkur vantar þýðingar og útgáfur margra bestu skáldverka. Ekki geri ég mér í fljótu bragði ljóst hvernig helzt má úr því bæta. Vandinn er eflaust fólginn i því hvernig fjármagna skuli þýð- ingar og útgáfur. í þeim efnum verður að leita úrræða. Ef þau ekki finnast hlýtur að koma að því að við verðum að nálgast skáldsöguna á fleiri tungumál- um í skólakerfinu. Ekki virðist það í fljótu bragði góður kostur, en ekki megum við einangrast á þessu sviði fremur en öðrum. Einangrun er það sem íslenzk menning þolir verst á hvaða sviði sem er. Ráðstefna ungs fólks á vegum Lútherska heimssambandsins — eftir Guðrúnu Kristjánsdóttur Dagana 12.—20. júlí stendur yf- ir hér í Budapest ráðstefna á veg- um Lútherska heimssambandsins. Ráðstefna ungs fólks frá öllum heimshlutum og kynþáttum. Þessi samkoma er nokkurs konar undir- búningsmót fyrir fulltrúaþing allra lútherskra kirkna í heimin- um, sem einnig verður hér í Búda- pest dagana 22. júlí — 5. ágúst undir yfirskriftinni: f Kristni — von fyrir heiminn. Aðalmarkmið fyrri samkom- unnar er að færa ungt fólk nær hvert öðru þannig að það skilji hagi hvers annars betur og geti betur komist að sameiginlegri niðurstöðu um hvað það vill með framtiðina. Saman er komið ungt fólk á aldrinum frá 19 til 33ja ára, um 300 manns í allt. Yfirskriftin er: í Kristni — fram- tíð er nú. Ráðstefnan hófst með guðsþjónustu í stórri lútherskri kirkju hér í Búdapest og var margt um manninn. Ungt fólk og fullorðið úr borginni fjölmennti. Sumir fengu ekki einu sinni stæði á göngunum og þurftu því að standa fyrir utan. Þetta var áhrifamikil guðsþjónusta, þar sem hún var haldin á ýmsum tungu- málum. Föstudagurinn 13. júlí hófst með ræðu forseta tækniháskólans, þar sem ráðstefnan er haldin. Hann taldi þessa ráðstefnu mjög mikilvæga fyrir háskólann og Ungverjaland. „Ungt fólk", sagði hann, „er að fást við sömu vanda- mál í háskólum í Ungverjalandi og Guðrún Kristjánsdóttir þau sem verða til umræðu á þessu þingi ungs fólks í lútherska heimssambandinu." Biskup ungversku lúthersku ev- angelísku kirkjunnar, Zoltan Káldi, heilsaði samkomunni og sagði þetta vera fyrsta skipti, sem slíkt æskulýðsþing, auk þess kirkjulegt, er haldið í Austan- tjaldslandi. Ennfremur sagði hann að ungverska kirkjan og rík- ið opni ekki aðeins landamærin fyrir okkur heldur einnig hjörtu og hugi. Hann sagði, að það unga fólk sem hér væri saman komið væri fulltrúar framtíðarinnar fyrir kirkjuna og því ekki að undra að umræðuefnið sé um frið- inn, framtíðina í Kristi. „Kirkj- an", hélt hann áfram, „er ekki að- eins fyrir aldrað fólk heldur fólk á öllum aldri. Kirkjan í Ungverja- Iandi hefur undanfarið yngst upp með mðrgum nýjum prestum og ungu fólki, sem leitar til kirkjunn- ar. Þannig endurnýjast kirkja Krists á jörðu." Dr. Angelem forseti aðalnefnd- ar Lútherska heimssambandsins kvaddi sér hljóðs og sagði m.a.: „Ungt fólk er fyrir okkur í Lúth- erska heimssambandinu ekki að- eins framtíðin heldur djörfung, hlýleiki og tákn sameiningar. Þvi er þessi samkoma mjög mikilvæg fyrir Lútherska heimssambandið og kemur til með að marka tíma- mót í starfi Lútherska heims- sambandsins, þannig að ungt fólk komi til með að hafa meiri áhrif á starfsemi þess. Annað merkilegt við þetta þing er að þetta er í fyrsta skipti sem fulítrúar frá Austur-Evrópu hafa getað tekið þátt í starfsemi Lútherska heims- sambandsins að einhverju marki, en það er því að þakka að þingið er haldið í Ungverjalandi. Það sem sameinar þetta ólíka fólk með mismunandi menningu, efnahagsaðstæður, stjórnmálað- stæður og af mismunandi kyn- þáttum er trúin á Krist sem frels- ara okkar syndugra manna." Að lokum heilsaði formaður æskulýðshreyfingar ungverska kommúnistaflokksins þinginu. Lýsti hann mikilvægu hlutverki ungs fólks í sósíalistaríki eins og Ungverjalandi, starfsemi ungs fólks í landinu, og menntunarskil- yrðum. Hann kvað það jákvætt fyrir ungt fólk í Ungverjalandi að slíkt þing ungs fólks væri haldið þar i landi. Umræðuefnin á þinginu verða þessi: 1. Friður og réttlæti — mann- réttindi. Hver er aðalorsðkin fyrir því að stríð geisa og óréttlæti er haft í frammi. a) Aðskilnaðarstefnan (Apart- heit) sem synd gegn Guði og mönnum. b) Kirkjan sem friðarsmiður. c) Ungt fólk sem horfist bæði í augu við kúgun og frelsi, Hvernig verður þeirra fram- tíð? d) Kirkjan sem farvegur þróunar til betra lífs fyrir alla. e) Brauð í stað vopna. f) Málefni flóttamanna í heimin- um. g) Efnahagsleg réttindi/orsakir hungurs. 2. Hlutverk ungs fólks í kirkju og samfélagi. 3. Að boða krístna trú við misniun andi aðstæöur: t.d. í kapítal- iskum löndum, lýðræðislðnd- um Vestur-Evrópu og í Austur-Evrópu og öðrum sósíalískum löndum, einnig mismunandi trúarbrögðum. 4. Samfélag milli karla og kvenna í samfélaginu og í kirkjunni. Guörún Kristjinadóttir er hjúkrun- ttrtræðingur. Dauflegt lagaval Hljóm- plotur Sigurður Sverrisson Ýmsir flytjendur Sumarstuo Steinar Nýjasta safnplata Skífunnar fellur á því að lögin á henni eru flest til orðin of gömul. Sumar- stuð frá Steinum, sem kom út á svipuðum tíma og safnplatan frábæra, Breska bylgjan, hefur einfaldlega ekki upp á nægilega góð lftg að bjóða. Hún fellur því á prófinu af þeim sökum. Á Sumarstuði eru 14 lög, flest ný eða mjög nýleg af nálinni. Snörp skil eru á milli hliðanna, sú fyrri er svo langtum sterkari. Þrjú af bestu lögum plötunna er þar að finna. Að minu viti eru þau dæguflugan sívinsæla Wake Me Up Before You Go Go með Wham, Heima er best með Mezzoforte og loks Love lies lost með Helen Terry. Það lag er reyndar á umslaginu sagt vera á síðari hliðinni en það kemur ekki heim og saman. Love lies lost og Loose ends með Emergency hafa augljóslega farið á flakk í vinnslunni og vitlaust á hliðum. Mér skilst reyndar að þetta hafi verið lagið um leið og það upp- götvaðist- en engu að síður ljót mistök. Fjórða lagið f hópi þeirra bestu er Dancing with the Tears in my Eyes með Ultravox. Ultravox-lagið er reyndar fyrsta lagið á síðari hliðinni en á eftir því koma sex lög, sem mér finnast afskaplega mikil flatn- eskja og lítt áhugavekjandi. Einn smellur er þó þarna innan- um, I feel like Buddy Holly með Alvin Stardust, en mér þykir lít- ið til þess koma. Svo eitt gangi yfir alla og notuð sé stjörnugjaf- arviðmiðun er Sumarstuð plata upp á hálfa þriðju stjörnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.