Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1984 21 Námamenn loka Humber-brúnni , 24. júlí. AP. Breskir kolanámumenn lokuðu brúnni yfir Humber-ána, sem er ein af stærri hengibrúm veraldar, með því að skilja eftir bíla sina á brúnni. Með þessu méti ollu þeir miklum umferðarörðugleikum á annatíma í nágrenni Hull í morgun. I nágrenni brúarinnar mynduð- ust allt að 15 kílómetra langar bílaraðir þótt lögregla reyndi að leysa umferðarhnútinn með því að vísa ökumönnum aðrar leiðir, en lokun brúarinnar þýddi að öku- menn þurftu að leggja minnst 30 kílómetra lykkju á leið sína. „Varla hafa þeir samúð öku- manna eftir þessar aðgerðir," sagði talsmaður lögreglunnar í Humberside. Námamennirnir skildu um eitt hundrað bifreiðir eftir á brúnni upp úr klukkan sex í morgun og sneru ekki aftur fyrr en eftir þrjár stundir. Yfirgáfu þeir brúna af fúsum og frjálsum vilja, eftir að hafa velt einni lög- reglubifreið og skemmt aðra. Um brúna fer öll umferð til og frá stálverksmiðjunni í Scunt- horpe við suðurströnd Humber- ósa. Námamennirnir hafa efnt til aðgerða við verksmiðjuna öðru hverju undanfarna fimm mánuði til að koma í veg fyrir að kol berist þangað. Lögregla kom í veg fyrir að um 3.000 námamenn söfnuðust saman við verksmiðjuna i morgun, en síðar lögðu um 500 þeirra upp á brúna, með þeim afleiðingum sem fyrr er lýst. í Suður-Wales kom til átaka við stálverksmiðju i Port Talbot er reynt var að koma í veg fyrir að vörubifreiðir losuðu járngrýti. Voru fimm konur og 21 námamað- ur handtekinn. Ekkert samkomu- lag um aöild Spánar Brtusel, 24. júlí. AP. Samningaviðræður um inngöngu Spánar í Evrópubandalagið fóru út um þúfur í dag. Sagði talsmaður bandalagsins, að mikill skoðana- ágreiningur hefði verið fyrir hendi um nær öll atriði, sem rædd hefðu verið. Viðræður þessar fóru fram í kjölfar tveggja daga fundar utan- ríkisráðherra Evrópubandalagsins. Þrátt fyrir lítinn árangur nú er þó áformað ð halda áfram viðræðum um inngöngu Spánar í september nk. Á meðal þeirra atriða, sem deilt var um, voru innflutningur á ávöxtum og grænmeti frá Spáni og hvaða aðgang spánskir fiski- menn ættu að eiga að hafsvæðum aðildarríkja EB. Spánverjar halda því nú fram, að skilyrðin fyrir að- ild þeirra kunni að reynast þeim of þungbær. Blindum mistókst Ermarsundssund DoTer, 24.juli.AP. BLINDUR maður og annar fatlað- ur gáfust upp í tilraun sinni til að synda yfir Ermarsundið að nætur- þeli vegna óhagstæðra vinda. Ragab El Lawendi, 42 ára fimm barna faðir, hætti sundinu eftir tvær stundir, en hann hefði orðið fyrsti blindi maðurinn til að synda yfir Ermarsund ef til- raunin hefði heppnast. Hesham Hamdy Abdelnour, 22 ára námsmaður, hætti eftir fimm stunda og 15 mínútna sund. Hann hefur engan mátt í vinstri löpp. Frá slysstaðnum í New York í gær. Járnbrautarslys í New York New York, 24. jólf. AP. TVÆR farþegale8tir rákust saman, báðar á hægri ferð, með þeim afleið- ingum að einn maður lét lífið og á annað hundrað manns sliisuðust. Um orsakir slyssins mun það að segja að önnur lestin átti að víkja út á hlióarspor og bíða uns hin hefði geysts framhjá, en einhverra hluta vegna var ekki farið að þeim fyrir- mælum. Um þrjú hundruð og tuttugu manns voru með lestunum og seg- ir í fréttum, að mesta mildi sé að ekki fór enn verr. Einhverjir hinna slösuðu mnnu vera alvar- lega meiddir. Mörg fálkahreiður rænd í Svíþjóð MÖRG íorufálkahreiður í Svíþjóð hafa verið rænd ungum sínum í sumar og telja Svíar, að þarna séu Þjóverjar að verki. Skýrði danska blaðið Aktuelt frá þessu í vikunni. Förufálka má selja fyrir mjög hátt verð í Vestur-Þýzkalandi eða 30.000 til 40.000 d.kr. hvern fugl. (Um og yfir 100.000 ísl. kr.) Segir blaðið, að ástæðan fyrir þessu háa verði sé sú, að í Vestur- Þýzkalandi er leyfílegt að noU fálka til veiða. Þá séu upp- stoppaðir ránfuglar einnig seldir þar á háu verði. Blaðið hefur það eftir Tommy Dybbro fuglafræðingi, að fá megi nær 300.000 d.kr. (tæpar 900.000 ísl. kr.) fyrir hvítfálka. Enginn vafi leiki á því, að veiði- þjófar hafi verið að verki í Grænlandi í því skyni að útvega arabiskum furstum veiðifálka. Til íslands komi einnig dular- fullt fólk hvað eftir annað, sem hafi grunsamlega mikinn áhuga á hreiðrum ránfugla. A síðasta áratug fyrir stríð verptu um 1000 pör af förufalkum i Svíþjóð einni saman. Fyrir fá- einum árum voru aðeins sex pör eftir. Nú eru hafnar umfangsmikl- ar aðgerðir til verndar fuglinum. Klíkuskapur blómstrar í sovéskum verkalýðsfélögum MoskTii, 24. júlí. AP. ÁSAKANIR um klíkuskap i hendur embættismönnum í verkalýðsfélög- unum í Sovétríkjunum höfðu það í för með sér, að skipt var um meira en 70% af forystumönnum verka- lýðsfélaganna í kosningum, sem fram fóru fyrir skemmstu. Skýrði blaðið Sovietskaya Rossiya frá þessu í dag í forsíðugrein, þar sem fjallað var um mikilvægi verkalýðsfélag- anna. Jafnframt varaði blaðið með- limi þessara félaga við að leyfa „lel- ingjum" að komast þar til áhrifa. Af 147 fulltrúum frá hinum ýmsu héruðum og landssvæðum Sovétríkjanna voru 104 full- trúanna nýir. Segir blaðið, að for- ystumenn í verkalýðsfélögunum hafi verið alltof áhugasamir um að skipa vini sína i stöður þar. Kosningar af þessu tagi fara fram í því skyni að staðfesta kjör manna, sem valdir hafa verið fyrirfram í þessar stöður. í f Valið er auðvelt! Þýskur hágæöavagn á frá- bæru veróL Öryggi — Ending — Sparneytni Verð frá 390.000.- Hagstæöir greiösluskilmálar. BíLVANGURsf !,. M M I I HOFBABAKKA 9 124 RGYKJAVIK 5IMI 687300 1 ! 1 1 1 i I_________________________________________________________________________________________________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.