Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1984 JMttgtmlilftfeifr Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 25 kr. eintakiö. Ábendingar V er slunar ráðsins Iað minnsta kosti tvennum kosningum hefur það verið kjarninn í ásökunum Alþýðu- bandalagsins á hendur Sjálf- stæðisflokknum að það væru ekki flokksmenn eða samtök þeirra sem mótuðu sjálfstæð- isstefnuna heldur valdamenn- irnir í Verslunarráði íslands, heiidsalavaldið, forstjóri er- lenda auðhringsins og tals- menn auðhyggjunnar. Þessi áróður sýnir fyrst og fremst málefnafátækt hjá Alþýðu- bandalaginu sem er orðið und- ir forystu Svavars Gestssonar stefnu- eða réttara sagt ístöðulaus stjórnmálaflokkur sem hrekst úr einni firrunni í aðra. Með þær hugmyndir sem höfuðandstæðingar Sjálfstæð- isflokksins gera sér um áhrif Verslunarráðsins á störf og stefnu flokksins að leiðarljósi er sérstök ástæða til að vekja máls á ábendingum ráðsins um næstu skref í efnahags- og stjórnmálum. Ráðið bendir á það til að auka trúverðugleika núverandi tillagna sinna að ræst hafi spá þess frá því í fyrra að unnt væri að ná verð- bólgunni niður á skömmum tíma. „Næstu skref í efna- hagsmálum hljóta að beinast að þeim innri skilyrðum, sem við búum okkur, og losa þarf um þær viðjar, sem atvinnulíf- ið er enn í... Við þurfum enn að auka frjálsræði og minnka ríkisafskipti og skapa þannig skilyrði til batnandi lífs- kjara," segir í inngangi til- lagna Verslunarráðsins um næstu skref í efnahagsmálum. Hér er óþarft að rekja efni þessara tillagna, það kemur í sjálfu sér ekki á óvart þegar meginstefna ráðsins er höfð í huga. Morgunblaðið tekur undir hugmyndirnar um að ákvörðun vaxta verði gefin frjáls; viðskipti með gjaldeyri verði frjáls; aðflutningsgjöld verði aðeins tvö; sölu ríkisfyr- irtækja verði haldið áfram; út- gjöld ríkisins verði skorin niður og fjárlög ríkisins 1985 verði hallalaus. Hugmyndir Verslunarráðsins um það hvernig leysa eigi vanda út- gerðarinnar og Fiskveiðasjóðs og um að veiðileyfi verði seld á íslandsmiðum eru ekki nýjar af nálinni, þær minna hins vegar meira á skrifborðs- lausnir en það sem raunhæft er og vænlegt til þess árangurs sem að er stefnt. Þá leggur ráðið til einföldun á skatta- kerfinu, sameiningu opinberra sjóða, einföldun húsnæðis- lánakerfisins, frjálsa verslun og frjálsa verðmyndun á land- búnaðarvörum, frjáls viðskipti með innflutt, nýtt grænmeti og lögfestingu á frjálsri verð- myndun sem aðalreglu í við- skiptum, sem allt eru atriði er til framfara horfa. Þá vill ráð- ið jafn sjálfsagðan hlut og þann að samið verði við nýja stórkaupendur á raforku. Þegar þessi atriði í ályktun Verslunarráðsins eru íhuguð hlýtur að vekja furðu að Al- þýðubandalagið skuli enn hafa það sem meginstef í árásum sínum á Sjálfstæðisflokkinn að stefna hans mótist ef ekki ráðist af ábendingum Verslun- arráðsins. Hvað sem líður ríkisafskipta- og miðstjórn- arstefnu Alþýðubandalagsins hafa forystumenn þess látið svo undanfarið að þeir muni til dæmis ekki stöðva þróun 1 frjálsræðisátt í bankakerfinu og kjósi hallalausan ríkisbú- skap sem Verslunarráðið ræð- ir mest í nýjustu ábendingum sínum. Árásir Þjóðviljans og alþýðubandalagsmanna eiga líklega helst rætur að rekja til þess að þeir telja að Verslun- arráð fslands njóti hvorki vinsælda né virðingar meðal alþýðu manna. Færi vel á því að ráðið snerist gegn þeirri ímynd með verðugum hætti. Bensínið í Botnsskála Eitt af því sem Verslunar- ráð íslands gæti beitt sér fyrir til að sanna vilja sinn til frjálsra viðskiptahátta væri að hvetja tií samkeppni milli olíufélaganna bæði við kaup og sölu á þeim varningi sem þau bjóða. Fyrir frumkvæði Péturs Geirssonar í Botns- skála í Hvalfirði, sem lækkaði bensínverð hjá sér á dögunum, hefur athygli almennings nú beinst að samtryggingarkerfi oliufélaganna í innkaupum og sölu. Skortur á samkeppni hjá olíufélögunum hefur leitt til hins sama hjá þeim og bönk- unum til skamms tíma, að leit- að er eftir nýjum viðskiptavin- um með því að reisa ný útibú en ekki með því að bjóða betri, hagkvæmari og ódýrari þjón- ustu. Samkeppnin er að byrja í bankakerfinu og hún er líka byrjuð í bensíninu í Botns- skála. Meira um milliliði eftir Þorvald Búason Vinnslustöðvar hafa nú marg- ar birt ársreikninga sína. mikið ber þar á halla og mikið rætt um það að undanförnu, að vinnslu- stöðvar séu þess vanmegnugar að greiða fullt grundvallarverð fyrir afurðir. Rétt er þó að taka árs- reikningana með varúð, eins lík- legt er, að halli á ársreikningi sé ekki raunverulegur. I óðaverð- bólgu eins og þeirri, sem hér hef- ur geisað undanfarin ár og ekki síst síðastliðið ár og miðað við þær aðferðir, sem hér eru notað- ar við gerð ársreikninga, geta ársreikningar fyrirtækja hæg- lega sýnt halla ár eftir ár þótt um raunverulegan hagnað sé að ræða. Þetta má sýna með einföldum dæmum. Hagnaður en ekki halli Hugsum okkur sláturhúsfor- stjórann B, sem á um áramót allt kjöt frá síðustu sláturtíð óselt. Til einföldunar má hugsa sér að slátrun fari fram á síðustu dög- um ársins. Gerum ráð fyrir að B taki 1.000 þúsund króna lán í banka til að fjármagna sláturtíð- ina, hann gerir þegar í stað upp við bændur (800 þúsund) og greiði fyrir áramót 200 þúsund í slátur- og heildsölukostnað. Um áramót eru kjötbirgðir metnar á 970 þús- und krónur, þ.e. gert er ráð fyrir að notuð sé heimild um niður- færslu birgða um 3% (heimilt er að niðurskrifa birgðir um allt að 10%). Höfuðstóll um áramót er því neikvæður um 30 þúsund. Það sem hér hefur verið sagt hefur eingöngu haft þann tilgang að skilgreina stærðir, sem við sögu koma og stöðu fyrirtækisins í upphafi þess reikningsárs, sem athugunin beinist að. Við skulum nú gera ráð fyrir að B selji allt kjötið þegar í upphafi næsta árs á 1.055 þúsund krónur og greiði skuld við banka ásamt vöxtum um 1.050 þúsund krónum. B á 5 þúsund krónur í sjóði eftir þessa sláturtíð, sem jafnframt er hreinn tekjuafgangur. Gerum nú ráð fyrir 50% verð- bólgu yfir almanaksárið, og að B ráðist í slátrun aftur í árslok. Greiðslur til bænda ættu þá að nema 1.200 þúsund krónum mið- að við sama magn afurða og út- lagður kostnaður vegna slátrunar og heildsölu 300 þúsundum. Við skulum gera ráð fyrir að B taki 1.500 þúsund króna lán í banka til að mæta þessum kostnaði. Allar upphæðir hafa hækkað um 50% vegna verðbólgu. B á nú sama magn afurða og í ársbyrjun, en nú er kostnaðarverð þeirra 1.500 þúsund krónur. Við hin fyrri áramót skrifaði B birgðirnar niður um 3% frá kostnaðarverði, geri hann það einnig hin síðari áramótin yrðu birgðir metnar á 1.455 þúsund. Ársreikningur B fyrir þetta reikningsár sýnir þá 10 þúsund króna halla; skuldir hafa vaxið um 500 þúsund, birgðir hækkað um 485 þúsund og sjóður gildnað um 5 þúsund. En B gæti einnig breytt niður- skrift birgða og fært þær niður um 4% frá kostnaðarverði, þ.e. a.s. metið þær á 1.440 þúsund, en þá reiknast halli 25 þúsund. B getur greinilega ráðið því innan vissra marka, hve mikinn halla fyrirtækið sýnir. Hefði B ekki átt að greiða bændum minna en grundvallar- verð fyrir afurðir? Sé litið á árs- reikninginn einn, væri freistandi að svara spurningunni játandi. En ekki er allt sem sýnist. í upp- hafi næsta árs á eftir má hugsa sér að B selji allt kjötið á 1.582,5 þúsund krónur greiði bankanum skuld ásamt vöxtum, 1.575 þús- und, og eigi þá 7,5 þúsund eftir í hreinan tekjuafgang eftir síðari sláturtíðina. Þetta kæmi að sjálf- sögðu ekki fram í ársreikningi, þar sem þessi síðari sala færi fram eftir áramót og tilheyrði því öðru reikningsári. Greining afkomunnar Ef ársreikningar miðuðust við tímabilið júlí til júní, hefðu þeir sýnt hagnað tvö ár í röð, miðað við þær forsendur, sem hér voru gefnar. Hvernig má það vera að raunverulegur hagnaður varð af báðum sláturtíðum, en ársreikn- ingur sýnir það alls ekki. Skýr- ingin er einföld. í ársreikningn- um eins og honum var lýst er blandað saman misgildum janú- Þorvaldur Búason „Enginn ætti að láta blekkjast af villandi árs- rcikningum. Bændur ættu að athuga sinn gang gaumgæfilega, áður en þeir sætta sig við annað en full skil á grundvallar- verði fyrir afurðir.“ arkrónum og desemberkrónum. Tekjur af fyrri sláturtíðinni koma inn í byrjun árs í fáum en gildum krónum, en útgjöldin vegna síðari sláturtíöar falla til í árslok í fleiri en rýrari krónum, niðurskrift birgða í árslok verður því í fleiri krónum en um fyrri áramót. Til að lagfæra slíkar aflaganir á ársreikningum vegna verðbólgu mæla skattalög svo fyrir, að tekjufæra skuli verðbreytingar vegna skulda í upphafi árs og gjaldfæra verðbreytingar vegna veltufjármuna í upphafi árs. Slíkar ráðstafanir eru vissulega til bóta en ekki fullkomnar. Við skulum nú skoða nokkur dæmi, sem sýna, að þrátt fyrir verð- breytingafærslur hefur B nægi- legt svigrúm til að sýna halla á reikningum sínum. 1. dæmi: Gerum ráð fyrir að verðbólga sé jöfn 50% á ári ár eftir ár og B framleiði sama magn afurða þessi tvö ár í röð, Hlutur kirkjunnar í Friðarhreyfingunni Bokmenntír Guömundur Heiöar Frímannsson Ethics and Nuclear Arms: British Churches and the Peace Movement eftir T.E. Utley og Edward Norman, Institute for European Defence & Strategic Studies Nú í sumar hefur ekki farið mikið fyrir friðarhreyfingunni, sem svo hefur verið nefnd og hef- ur látið mikið í sér heyra á síð- ustu árum í Evrópu og Ameríku, og austan megin Atlantshafsins hefur hún helzt beitt sér gegn kjarnorkuflaugum Atlantshafs- bandalagsins, sem komið hefur verið fyrir 1 nokkrum Evrópu- löndum nú þegar og í nánustu framtíð í öðrum. Eitt einkenni þessarar hreyf- ingar, sem margir hafa velt fyrir sér, er þátttaka kirkjunnar. Bæði mótmælendakirkjur og róm- versk-kaþólskar hafa tekið þátt í þeim umræðum og rökræðum, sem fram hafa farið um stríð og frið á síðustu árum. íslenzka kirkjan hefur lagt sitt af mörk- um. í þessum bæklingi fjalla T.E. Utley, sem er aðstoðarritstjóri Daily Telegraph í London, og Edward Norman, sem er klerk- lærður sagnfræðingur og fer fyrir Peterhouse í Cambridge, um hlutverk kirkjunnar í Bretlandi í þessum umræðum. Utley fjallar um friðarheyf- ingar innan kirkjunnar og þau áhrif, sem CND (baráttan fyrir kjarnorkuafvopnun) kann að hafa á stjórnmál í Bretlandi. Hann lítur svo á að ekki sé með nokkru móti hægt að leiða rök að því að kristni sé friðarsinnuð trú, þótt sumir kristnir menn hafi á öllum tímum tekið þá afstöðu að neita að taka þátt í átökum á milli þjóða. Kirkjan hafi hins vegar aldrei túlkað guðspjöllin þannig. í friðarhreyfingunni nú á tímum byggi kristnir menn mál- flutning sinn fyrst og fremst á kenningunni um réttlátt stríð, sem segir í sem fæstum orðum, að kostnaðurinn við að fara í stríð megi aldrei verða meiri en sá árangur, sem hægt sé að ná með átökunum. Utley telur þessa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.