Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1984 41 sem skipta máli í athuguninni, og færi niður birgðir um 3% frá kostnaðarverði bæði árin. Eins og áður kom fram myndi ársreikn- ingur sýna 10 þúsund króna halla. Verðbreytingastuðullinn yrði 0,5 og vegna þess að B skuld- aði 30 þúsund umfram lausafé ber honum að tekjufæra 15 þús- und. Skattareglan nægir til lag- færa aflögunina, sem verðbólgan olli og þannig leiðréttur sýnir reikningurinn 5 þúsund króna tekjuafgang. B hefur að sjálf- sögðu átt svar við þessu. Með því að skrifa birgðir niður um 4% við síðari áramótin yrði hallinn 25 þúsund. Þá nægði verðbreyt- ingafærslan ekki til þess að leiða í ljós hagnað, halli yrði 10 þús- und. 2. dæmi: Hugsum okkur sömu forsendur og gefnar voru í fyrri hluta fyrsta dæmis nema að verð- bólga fari ört vaxandi, hún hafi aðeins verið 30% milli ára (frá miðju fyrra ári fram á mitt síð- ara ár), en sé 50% síðara alman- aksárið. Verðbreytingastuðull yrði þá aðeins 0,3 og B bæri þá einungis að tekjufæra 9 þúsund og reikningurinn sýndi þá enn halla, þó aðeins um 1 þúsund krónur. 3. dæmi: í þriðja lagi skulum við hugsa okkur að framleiðslu- aukning hafi orðið hjá B um 20%. Skuld við síðari áramót yrði þá 1.800 þúsund, birgðir yrðu þá metnar á 1.746 þúsund miðað við 3% niðurskrift og sjóður 5 þús- und eins og fyrr, þ.e. höfuðstóll yrði neikvæður um 49 þúsund, halli 19 þúsund. Eins og í fyrsta dæmi yrði tekjufærsla 15 þúsund og endanlegur reikningur sýndi því halla upp á 4 þúsund. 4. dæmi: Þriðja dæmið bendir til þess, að B hlyti að öðru óbreyttu að sýna hagnað ef fram- leiðsla drægist saman t.d. um 10%. Það er rétt. En B hefur svigrúm til að skrifa niður birgð- ir um 4% hin síðari áramótin, þótt hann hafi einungis skrifað þær niður um 3% hin fyrri. Skuld yrði þá 1.350 þúsund krónur, birgðir 1.296 þúsund og sjóður 5 þúsund, þ.e. höfuðstóll neikvæður um 49 þúsund, og halli því 19 þús- und eða 4 þúsund eftir tekju- færslu. Þessi dæmi sýna, hve ófull- komnir ársreikningar geta verið sem heimild um afkomu fyrir- tækis eins og vinnslustöðva, þeg- ar mikil verðbólga geisar og frjálslega er farið með mat á birgðum. Halli en ekki hagnaður Dæmið getur hæglega snúist við. Hugsum okkur bóndann A, sem aflar heyja að sumri, elur ær veturlangt og leggur inn afurðir sínar á öðru hausti. Gerum ráð fyrir 50% verðbólgu eins og fyrr. Útgjöld hans verða í fáum en dýr- um krónum, en tekjur hans koma í árslok á ödru ári í fleiri en rýrum krónum eða enn seinna í enn minni krónum. { einföldu dæmi skulum við segja að allur kostnaður og vinnuframlag A hafi fallið til í janúar, útlagður kostnaður num- ið 300 þúsund krónum og vinnu- framlag hans sé þá metið á 300 þúsund. Gerum einnig ráð fyrir að A fái afurðir greiddar að fullu í árslok með 800 þúsund krónum. Fljótt á litið virðist A hafa bún- ast vel, búreikningur hans sýnir 200 þúsund króna tekjur umfram reiknuð vinnulaun. En hafa verð- ur í huga að kaupmáttur 600 þús- unda í ársbyrjun svarar til kaup- máttar 900 þúsunda í árslok, svo A hefur í reynd skaðast á öllu saman. A hlýtur að hafa átt 300 þúsund krónur í upphafi árs til að leggja út fyrir kostnaði. Eins og allir aðrir með rekstur má hann samkvæmt skattalögum gjald- færa verðbreytingar á eigin fé, þ.e. hann má gjaldfæra 150 þús- und. Jafnvel eftir þessa leiðrétt- ingu sýna reikningar hans hagn- að sem nemur 50 þúsund krónum, þótt A skaðist í reynd. Tilfærslur fjármuna Á sl. ári var verðbólga mæld með lánskjaravísitölu 73%. Árs- reikningar hafa því brenglast verulega. Líklegt er að verðbólgu- draugurinn hafi í enn einu gerv- inu fært fjármuni frá bændum og neytendum til vinnslustöðva og annarra milliliða í landbúnaði. Enginn ætti að láta blekkjast af villandi ársreikningum. Bænd- ur ættu að athuga sinn gang gaumgæfilega, áður en þeir sætta sig við annað en full skil á grundvallarverði fyrir afurðir. Nánari athugun gæti hæglega leitt í Ijós þá niðurstöðu, að ekki væri aðeins ástæða til að krefja vinnslustöðvar um full skil á grundvallarverði, heldur væri einn- ig ástæða til að krefja vinnslustöðv- ar um endurgreiðslur á þeim fjár- munum, sem verðbólgan hefur fært vinnslustoðvum á undanförnum ár- um og engin ætlaðist til að rynni til jK-irra, ef ekki er þá búið að sóa þeim í heimskulegar fjárfestingar. Þorraidur Búaaon er eðlisfræðing- ur í Rvykjavík. kenningu ekki sannfærandi og rekur til þess nokkrar ástæður. Hann telur að CND muni ekki hafa nein langvarandi áhrif á stjórnmál í Bretlandi, enda hafi það ævinlega verið svo, þegar þjóðinni hafi verið ógnað, þá hafi friðarhóparnir klofnað í afstöðu sinni til þess, hvernig átti að bregðast við. Norman fjallar um hlut kirkj- unnar í friðarumræðunni og heldur því fram að guðfræði hafi beðið alvarlegan hnekki á síðustu árum og megi sjá um það skýr dæmi í þessari umræðu. Hann er mótfallinn kenningum um rétt- látt stríð eins og Utley og telur þær ekki eiga við lengur, þróunin hafi gert þær úreltar. Það, sem hann á við, með að guðfræði hafi beðið alvarlegan hnekki, er, að verðmæti hafi í siauknum mæli orðið veraldleg en síður andleg í skilningi kirkjunnar. Sérstaklega hafi mannskilningur kirkjunnar orðið veraldlegur. Kirkjunnar menn og aðrir líta svo á að fram- lag hennar sé fyrst og fremst sið- ferðiiegt en ekki guðfræðilegt. Hann dregur jafnvel í efa að frið- arviðleitni kirkjunnar byggist í kristnum frumreglum, því að friður kirkjunnar sé innri friður, shalom, sem vissulega megi draga af ályktanir um samfélag- ið, en hann sé fyrst og fremst persónulegur eiginleiki. Guðfræði fjalli fyrst og fremst um sam- band Guðs og manns og rétta trú á Hann, en ekki um siðferðileg efni og framlag kirkjunnar hafi fyrst og fremst verið í guðfræði en ekki siðfræði. Hinn kristilegi skilningur sé að maðurinn er ekki náttúrulega góður heldur synd- ugur, hann kann skil góðs og ills og er sífellt að breyta andstætt vilja Guðs. Þess vegna verða átök og barátta óhjákvæmilega hlutskipti mannsins. Báðar þessar ritgerðir eru mjög skemmtilegar aflestrar og það fer enginn í grafgötur með skoðanir höfundanna. Þótt mað- ur sé þeim ekki sammála i einu og öllu, dregur það ekkert úr gildi ritgerðanna. Fyrir þá, sem hafa áhuga á öðrum sjónarmiðum en þeim, sem hæst hefur borið, á hlutverki kirkjunnar og eðli mannsins, þá er þessi bæklingur mjög nytsamlegur. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Peres: ísrael úr hendi honum enn. Shamir: útkoma Likud betri en bú- izt var við. Þegar þetta er skrifað virðist Likud muni fá 42 þingsæti — hafði 46 — og Verkamannaflokk- urinn 42—45 sæti en hafði 49 í Knesset á síðasta kjörtímabili. Þetta þýðir einfaldlega að smá- flokkarnir þrettán sem komu mönnum á þingið hafa fengið hvorki meira né minna en rösk- lega þrjátíu þingsæti og það þarf ekki skarpskyggni til að sjá, að það er nánast óhugsandi að út úr þessum hrærigraut geti komið sú sterka stjórn sem ísraelar þurfa sárlegar nú en nokkru sinni fyrr. Shamir gæti myndað ríkis- stjórn sem hefði 64 sæti í Knesset og aðild að henni ættu tíu flokkar. Hins vegar myndi stjórnarmynd- un af þessu tagi taka óratíma, svo feiknalega mikill ágreiningur er milli Likud og allra þessara flokka og svo allra þessara ein- staklinga innbyrðis. Erfiðastir yrðu rabbíar í forsvari smáflokk- anna sem allir deila af mismun- NiðuTstaða kosninganna í ísrael: Pólitísk ringulreið og flóknar stjórnarmyndunar- viðræður framundan ÞÓ SVO að kosningaúrslitin í ísrael hafi á margan hátt verið enn óvæntari og flóknari en stjórnmálaskýrendur hugðu, var þó sýnt síðustu vikurnar fyrir kosningar, að þar gæti komið upp ástand sem yrði erfitt að greiða úr. Og þó að formleg úrslit verði ekki gerð heyrumkunn fyrr en viku af ágúst er engum vafa undirorpið, að báðir stóru flokkarnir, Verka- mannaflokkurinn og Likud, hafa ekki aðstöðu til þess að koma saman sterkri ríkisstjórn — kannski er of sterkt til orða tekið að sú ríkisstjórn sem yrði mynduð, hvor sem í forsvari yrði Sharair eða Peres, yrði vart starfhæf. Þegar hugað er að úrslitunum, sem eru nánar birt á öðrum stað í blaðinu kemur ýmislegt óþægilega á óvart. Hin mikla dreifing atkvæðanna til smá- flokka, sem flestir eru með trúar- legar og/eða pólitískar öfgar i farangrinum, fylgistap Verka- mannaflokksins á síðustu dðgum kosningabaráttunnar, mun minna atkvæðamagn fór til Yahad- flokks Bzers Weizmanns fyrrver- andi varnarmálaráðherra en menn höfðu vænzt, og einnig vek- ur það athygli að tveir flokkar sem hafa rekið kosningabaráttu sína með Líbanonmálið á oddin- um, sem hneisu fyrir ísraela, virð- ast báðir koma mðnnum i Kness- et. Ýmsir hafa látið i ljós mikil vonbrigði með að Meir Kahane rabbí og hans nýi flokkur skyldu fá mann inn, þ.e. Kahane sjálfa. Kahane hefur margsinnis verið handtekinn síðan hann fluttist til ísrael fyrir tveimur áratugum, vegna ofstækisfullra yfirlýsinga og beinna óspekta sem hann hefur efnt til — í guðs nafni. Hann seg- ist ekki muna unna sér hvíldar fyrr en hver einasti maður af arabisku bergi brotinn sé horfinn af ísraelsku landi. Það vakti einnig eftirtekt að Menachem Begin, fyrrverandi for- sætisráðherra, rauf ekki einangr- un sina til að fara á kjörstað, en fyrir nokkrum dögum mun hann hafa sent einhverja smáupphæð í kosningasjóð Likud-bandalagsins og var ekki beðið boðanna með að tilkynna það. Shamir er þrátt fyrir allt með sterkari stöðu en Peres í brezka vikuritinu Economist á dögunum segir, að það sem standi stóru flokkunum tveimur, Verka- mannaflokknum og Likud, fyrir þrifum nú sé að hvorugur hafi leiðtoga sem nær til fólksins á sama hátt og til dæmis Menach- Chaim Herzog forseta verður vandi á hóndum að ákveða hvorum hann á fyrr að fela stjórnarmynd- un. em Begin i siðustu tvennum kosn- ingum. Simon Peres hefur einnig fengið það orð á sig að hann virð- ist ekki geta unnið kosningar; hann leiðir nú Verkamannaflokk- inn i þriðja sinn i kosningum og missir enn fylgi. Menn velta fyrir sér, hvort útkoma Verkamanna- flokksins hefði ekki orðið bæri- legri ef Yitzak Navon, fyrrv. for- seti, hefði tekið fyrsta sætið á lista flokksins. Stjórnmálaskýr- endur, að minnsta kosti utan Isra- els, virðast eindregið á þeirri skoðun nú, að eftir afleita útreið Verkamannaflokksins beri Peres að segja af sér formennsku, en hann virðist hins vegar sjálfur ráðinn i að sitja áfram. Yitzak Shamir forsætisráð- herra hefur tekizt betur til en flesta óraði fyrir. Ef tekiö er með i reikninginn að hann tók við verðbólgubúi, og þar sem hver hönd er upp á móti annarri má segja, að hann geti unað við betur en Simon Peres. andi mikilli heift. Shamir myndi að líkindum ekki veitast auðvelt að fá stuðning Ezers Weizmans, enda hefur varnarmálaráð- herrann fyrrv. sagt, að flokki sín- um hafi mistekizt og að full- trúarnir tveir muni ekki taka sæti í ríkisstjórn. Hvaða kosti hefur svo Peres Peres gæti fræðilega séð einnig myndað rikisstjórn þar sem hann yrði á sama hátt og Shamir að afla sér fylgis smáflokka, sem margir hafa mjög ólík stefnumið Verkamannaflokknum. Trúlega myndi hann geta fengið Shinui- -þingmennina þrjá til fylgis við sig, tvo trúarlega stjórnmála- flokka og líkast til OMETZ-flokk Yigal Hurvitz. Hugsanlegt væri einnig að Weizman endurskoðaði hug sinn og dragist á að fara i ríkisstjórn með Verkamanna- flokknum. Peres myndi einnig leita eftir hlutleysi frá kommún- istum og Framsóknar- og friðar- flokki Avnerys, en varla yrði það vinsælt né heldur til frambúðar. Stjórnarmyndunarviö- ræöur eru hafnar Eins og áður segir verða for- mleg úrslit ekki tilkynnt fyrr en eftir tíu daga eða svo. Þrátt fyrir það hafa þeir báðir Shamir og Peres hafið viðræður við forsvars- menn smáflokkanna og báðir hafa glaðbeittir lýst því yfir, að þeir líti ekki á niðurstöðuna sem ósig- ur og báðir sogðust þeir í morgun geta myndað stjórn. Blöð i ísrael drógu í efa að málið leystist í bráð og sum skrifuðu í ritstjórnar- greinum að það væri ekki annað úrræði en efna sem fyrst til nýrra kosninga og reyna þá að fá skýr- ari úrslit. Stjórnmálaforingjarnir láta allt slíkt tal sem vind um eyru þjóta að sinni. Þessar niðurstöður sýna kannski á átakanlegan hátt en nánast óumdeildanlegan, hvaða ástand er í ísrael um þess- ar mundir og þvi er nú verr og miður að það er ekkert sem bendir til að úr þvi greiðist alveg á næst- unni. (HeimiMir Economist, Jerusaleoi Post, AP.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.