Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 34
33 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1984 Carl Lewis hefur glœsilegan vöxt. Hann er einn hæst launaöi frjálsíþróttamaöur heimsins um þessar mundir. Hann ætlar sér fern gullverölaun í LA. rigna, svo aö þaö varö aö fresta keppni til næsta fimmtudags. Viö sátum á meöan heima viö undar- legar aöstæöur, því aö foreldrar mínir voru ábyrgir þjálfarar tveggja stríöandi aöila; þaö var ekki eldaö- ur neinn matur heima hjá okkur þá dagana. Sp. Hvaö gerirðu i frístundum — eóa áttu kannski engar? Carl Lewis: Þær eru nú ekki ýkja margar, en ég er meö í útvarps- og sjónvarpstilraunaútsendingum stúdenta viö Houston-háskóla, svo aö mikiö af frístundum mínum fer í félagslífiö innan háskólans, auk þeirra íþróttaæfinga, sem ég nefndi áöan. Svo er ég í smávegis íhlaupavinnu hér og þar — ég auglýsi til dæmis fyrir japanska fyrirtækiö Xerox og fyrir BMW-bílaverksmiöjurnar, og þaö fer heilmikill tími í þetta allt saman. Svo fæst ég líka víö ýmislegt ann- aö — held ávörp á fundum, er í blaöaviötölum eins og þessu — þá hef ég tekiö þátt í starfi félaga- samtaka til hjálpar fólki sem þjáist af vöövarýrnun ... ég geri svo. ótalmargt. Sp. Flyturðu ávörp hjá mörgum mismunandi félagasamtökum? Carl Lewis: Já, ég hef talaö á fundum alls konar félagasamtaka og víö hádegisveröarfundi, ég tek líka þátt í starfi kristilegra félaga. Sp. Hver er munurinn á sprett- hlaupara og langhlaupara? Carl Lewis: Munurinn er auövitaö fólginn í þoli — spretthlauparar hafa einfaldlega ekki mikiö þol til aö bera. Þarna er nánast um mis- mun á gerö vöövaþráöanna aö ræöa, sem ýmist eru kallaðir „snerpu-hnykkir" eöa þá „seiglu- hnykkir". Þelr fyrrnefndu eru vöðvaþræöirnir, sem einkenna spretthlaupara, þar sem saman fer styrkleiki og hraöi: knattspyrnu- menn, frjálsíþróttamenn, körfuboltamenn og handboltam- enn hafa þannig samsetta vööva. Hin gerö vöövaþráöanna er al- gengust hjá langhlaupurum, flest- um sundmönnum og í öörum þeim íþróttagreinum, þar sem krafist er mikils þols og seiglu á lengri vega- lengdum. Þetta er eiginlega aöal- munurinn. Svo þurfa menn líka aö hafa mismunandi skapgeröareig- inleika til aö bera, eftir því hvort þeir leggja stund á spretthlaup eöa hlaupa lengri vegalengdir. Lang- hlauparar leggja mjög hart aö sér í einu tilliti — þeir strita meira af því aö þeir æfa sig meö því aö hlaupa langar vegalengdir og stunda jafn- framt æfingar í stökki og kasti á vellinum. Spretthiauparar eru í stuttum hraöaæfingum, sem líka reynir ansi mikið á menn. Ég held sem sagt aö meginmunurinn á þessum tveimur hópum íþrótta- manna sé mismunandi gerö vöö- vaþráöanna í líkömum þeirra. Sp. Hefur huglæg afstaða þín áhrif á baráttuviljann? Carl Lewis: Já, þaö held ég. Fyrst og fremst má nefna, aö ég hef mjög sterka kristilega sannfær- ingu, og ég álít aö sú afstaöa sé mér til mikillar hjálpar. Þaö eru einungis þrjú ár síöan ég endur- fæddist til kristinnar trúar, og þau umskipti hafa gefiö mér hugarró. Nú veit ég, aö alltaf þegar ég legg mig fram viö þaö sem ég er aö gera, þá hef ég gert allt sem í mínu valdi stendur. Drottinn hefur veitt mér mikla hæfileika á sviöi frjáls- íþrótta og líka á öörum sviöum, og þar er alltaf framfara aö vænta, sama á hvaöa aldursskeiði maöur er. Sp. Carol, systir þín, er framúr- skarandi iþróttakona. Er hún lang- stökkvari? Hefur hún nokkurn tima tekið þátt í 100 metra grinda- hlaupi? Carl Lewis: Carol hefur aöallega veriö aö reyna svolítiö fyrir sér í grindahlaupi bara til þess aö prófa eitthvaö nýtt. Hún hefur ekki tekiö þátt í neinu meiriháttar grinda- hlaupi, en hún hefur auövitaö keppt í langstökki kvenna. Hún hefur oröiö methafi innan Banda- ríkjanna i langstökki kvenna, og hún varö þriöja í heimsmeistara- keppninni síöast, svo hún er auð- vitaö prýöileg íþróttakona. Þegar henni finnst hún ekki hafa neitt annaö betra viö tímann aö gera, fer hún aö æfa grindahlaup. Hún keppir stundum í grindahlaupi á íþróttamótum innan háskólans, en hún er annars ekkert allt of hrifin af grindunum. Hún vill bara hafa eitthvaö fyrir stafni í æfingaskyni, og grindahlaupið er íþróttagrein sem er mjög skyld langstökki. Sp. Hvernig bregstu við þvi tauga- álagi, sem fylgir því að vera allra fremstur íröð keppenda? Carl Lewis: Ég býst viö aö maöur veröi aö hafa nægilegt sjálfstraust til aö bera. Ég fer í keppni viö hina, og þar sem ég geri mér Ijósa grein fyrir aö ég er aö keppa í vissum gæöaflokki og í vissri íþróttagrein, áset ég mér aö vera fremstur allra meöal bestu keppendanna. Úr því aö ég hef veriö fyrstur í greininni, dreg ég hvergi af mér til aö halda því sæti áfram. Sp. 77/ að ná jafngóðum árangri og áður eða ætlarðu þér jafnvel alltafað betrumbæta afrek þin? Carl Lewis: Já. Fyrir tveimur árum var óg bestur í heimi í mínum greinum, en ef ég heföi haldiö áfram aö hlaupa á sama tíma núna í ár, þá myndi ég sennilega vera aöeins þriöji eöa fjóröi besti í 100 metrunum, og ef ég heföi ekki bætt mig i langstökkinu, væri ég núna í ööru sæti. Þaö eru allmarg- ir, sem eru að veröa eins fljótir og ég, svo aö ég þarf alltaf aö bæta mig örlítiö og veröa aðeins fljótari en hinir. Þetta veröur eins konar vítahringur. Sá sem nær tindinum í einhverri grein veröur stööugt aö gætaj?ess aö bæta afrek sín, og þegar mertn eru komnir á þaö stig aö þeir ná oröiö ekki frekari árangri og aldurinn tekur aö fær- ast yfir, þá draga þeir sig einfald- lega í hlé, og einhver annar tekur sæti þeirra sem leiöandi íþrótta- maöur í greininni. Þetta gengur alltaf svona fyrir sig. Sp. Menn verða sam sagt að hafa auga á hverjum fingri og vera alls staðar á verði vió aó gæta hags- muna sinna þar aö auki. Reglur Frjálsíþróttasambands Bandaríkj- anna hata ekki leyft íþrótta- mönnum innan sinna vébanda aö taka við neinni þókun; en er það ekki orðið löglegt núna, að iþrótta- menn taki við greiðslum fyrir þáttt- öku i mótum, ef þetta fé er lagt beint inn á reikning, sem er í vörslu íþróttasambandsins ? Carl Lewis: Þaö er rétt. Reglur Frjálsíþróttasambands Bandaríkj- anna banna íþróttamanni í áhuga- mannafélagi stranglega aö vinna sér inn peninga meö íþróttaiðkun sinni. i mínu tilviki hefur hins vegar veriö um námsstyrk aö ræöa og ég hef á þann hátt fengiö heilmikiö fé í hendurnar, en alltaf óbeint. Ég bjó til dæmis alltaf í heimavist alla mína skólagöngu. Þaö var greitt fyrir fæöi, húsnæöi og kennslu- gjöld voru borguð fyrir mig, auk þess sem ég fékk svo 20 dollara á mánuöi í vasapeninga. Þetta er sá fjárstyrkur, sem algengastur er til handa íþróttamanni á fullum námsstyrk. Ef ég ætlaöi mér hins vegar aö fá mér vinnu hluta úr degi — aöalkeppnistíminn er á vorin hjá mér, og ég vildi taka aö mér eitthvaö hlutastarf í september, október, nóvember og desember, þegar minna er um aö vera á íþróttasviöinu — þá leyfa reglur Frjálsíþróttasambandsins það ekki. Röksemdafærslan er sú, aö háskólinn sjái manni fyrir tekjum, og því sé manni ekki leyft aö afla sér fjár á eigin spýtur. Fulltrúaráð íþróttafélaganna er í reynd æösta yfirstjórn frjálsíþróttamóta, og þaö hefur leyft áhugamönnum aö fara út í auglýsingar og eiginlega flest af því, sem atvinnumenn gera til aö afla sér fjár — þaö er jafnvel leyfi- legt aö taka viö verölaunafé á viss- um frjálsíþróttamótum nú oröiö. En þessir peningar veröa að renna inn á lokaöan reikning. Sp. íþróttaráöið hefur þá meira meó hlaupagreinarnar aó gera? Carl Lewis: Já, þaö er aö segja hlaupagreinarnar hjá áhuga- mannafélögum. Frjálsíþróttasam- Merki Ólympíuleikanna Örninn Sam bandiö leyfir manni ekki aö vinna sér inn neina peninga, nema aö fá greidd námsgjöld, fæöi og hús- næöi, auk þessara 20 dollara mán- aöarlega í vasapeninga, og þaö veröur aö vera greitt á vegum há- skólans, sem maöur er viö nám í. Þaö er út af þessu fyrirkomulagi, aö allt er aö lenda í hnút innan íþróttafélaga háskólanna. Núna eru íþróttamenn viö háskólana farnir að segja: „Hvernig eigum viö aö geta lifað sómasamlega í fjögur ár á námsstyrknum einum saman.“ Fram til þessa hefur þetta atriöi ekki valdiö frjálsíþróttamönnum í háskólaliöunum neinum áhyggjum, af því aö þaö var ekki hægt aö vinna sér neitt inn meö frjálsum íþróttum. En aö undanförnu hefur þessum íþróttagreinum veriö gef- inn miklu meiri og sívaxandi gaum- ur, og þaö hafa opnast möguleikar fyrir frjálsíþróttamenn aö vinna sér inn heilmikla peninga, og viö þaö horfir allt til vandræöa. iþróttam- enn eru þvi farnir aö segja sig úr háskólaliöunum í sívaxandi mæli og ganga í áhugamannafélög og keppa meö þeim. Þegar þeir svo hafa náö því aö vera á heimsmæli- kvaröa í sinni grein, er ekki óalg- engt, aö þeir hætti aö keppa í frjálsum íþróttum og fari yfir í körfuboltann. Þaö er ekki nokkur vafi á því, aö Frjáls- íþróttasamband Bandaríkjanna veröur bráölega tilneytt aö breyta reglum sínum í frjálslegra horf, því aö öörum kosti missa íþróttafélög- in allt of marga af sínum hæfustu íþróttamönnum. Sp. Mig langaöi til að spyrja þig um álit þitt á notkun örvandi lyfja fyrir keppni og þær deilur, sem staöið hafa um það mál aö undan- förnu. Carl Lewis: Ég held aö afstaöa mín í þessum efnum hafi mótast strax á unglingsárunum, þegar ég varö fyrst var viö, aö íþróttamenn notuöu örvandi lyf — þaö er aö segja aö ég heyröi þá fyrst talaö um slík lyf. Um þaö leyti sem ég var aö Ijúka menntaskóla barst mér til eyrna, aö mótsstjórnir væru oft farnir aö láta framkvæma læknisathuganir á íþróttamönnum fyrir keppni til aö komast aö raun um, hvort þeir heföu tekiö slík örv- andi lyf, og þá fyrst fór ég aö spyrj- ast fyrir um, hvaö eiginlega væri þarna á ferðinni. Þjálfarinn út- skýröi þá þetta allt saman fyrir mér. f mínum íþróttagreinum geta örvandi lyf annars ekki komiö aö ýkja miklu gagni. Þaö getur vel verið, aö lyfin geri mann í bili sterkari eöa svolítið fljótari, en hafi jþróttamaður hins vegar hlotiö rétta þjálfun og hafi æft stift, þá slær hann örugglega út hvern þann keppinaut, sem gengur fyrir lyfjum en hefur annars ekki notiö réttrar þjálfunar. Ef manni hættir til aö gera mistök í keppni, þá má vel vera, aö örvandi lyf geti hjálpaö svolítiö upp á sakirnar og gert mann styrkari, en mönnum veröa samt sem áöur á mistök. Ég hef annars ekki sérlega mikla trú á örvandi lyfjum, af því aö ég held aö þaö sé ekki svo óskaplega mikil stoö í þeim. En eins og ég hef sagt áöur, ef einhver íþróttamaöur ákveöur aö taka örvandi lyf eöa einhver önnur lyf fyrir keppni, þá finnst mér aö þaö sé hans aö svara fyrir það. Mér finnst þaö ekki vera rétt, né heppilegt en .. Sp. Þú setur þig sem sagt ekki i dómarasætið í þessum efnum? Carl Lewis: Þaö er hárrétt. Hver og einn getur gert þaö sem hann vill í þessu. Þaö er ekki mitt aö dæma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.