Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1984 43 Hvalaleiðangur Hafrannsóknastofnunar: A annað þúsund hvalir taldir og nokkrir tugir þeirra merktir Á ANNAÐ þúsund hvalir hafa verið taldir og nokkrir tugir merktir í yfirstandandi hvalarannsóknaleiðangri Hafrannsóknastofnunarinnar. Leiðangurinn hcfst 4. júlí og mun honum Ijúka um næstkomandi mánaðamót. Markmiðið með leiðangrinum er að kanna svæðin utan hefðbundinna veiðisvæða, en Jóhann Sigurjónsson, leiðangursstjóri á Árna Friðrikssyni, sagði í samtali við Morgunblaðið, að oft skjótt væri að draga nokkrar ályktanir um útbreiðslu hvalsins. Fyrst yrði að Ijúka leiðangrinum og fara yfir niðurstöðurnar. hefðu verið sæmilega heppnir með veður við Grænland og talið þar tölverðan fjölda, á þriðja hundrað langreyða og séð flestar möguleg- ar tegundir auk þess, eða eitthvað á annan tug. Líklega hefðu á ann- að þúsund hvalir verið taldir og nokkrir tugir merktir. Jóhann sagði, að fyrst hefði ver- ið farið að austurströnd Græn- lands, suður undir Hvarf og síðan norður undir ísröndina. Mikill ís hefði verið fyrir Norðurlandi og því verið farið fljótt yfir sögu þar. Síðan hefði verið haldið norður undir Jan Mayen og loks til suðurs djúpt út fyrir Austurlandi og væru þeir staddir þar nú. Síðan væri ætlunin að halda áfram til suðurs og að iokum til vesturs djúpt fyrir Suðurlandi eftir því, sem tími ynnist til. Reynt yrði að gera austursvæðinu sem bezt skii, en það hefði varla verið kannað síðan á hvalveiðitímanum þar í kringum aldamótin. Við Grænland hefði verið lagt meira upp úr talningu en merkingu en á austursvæðinu yrði hvort tveggja lagt að jöfnu. Þeir „National Lampoon’s sumar- Ieyfi“ í Austurbæjarbíói Austurbæjarbíó hefur tekið til sýninga bandarísku gamanmyndina „Ég fer í fríið“ (National Lampoon’s Vacation) með grínistanum Chevy Chase í aðalhlutverki. Aðrir leikarar eru helstir Beverly d’Angelo, Imo- gene Coca og Randy Quaid. f mynd- inni er fjörleg tónlist, þar á meðal ýms lög, sem vinsæl hafa verið vest- an hafs og austan. Myndin greinir frá fjögurra manna fjölskyldu í Chicago, sem ákveður að verja sumarleyfinu í skemmtigarði í Kaliforníu. Áður en að skemmtuninni þar vestra kemur drífur margt á daga fjöl- skyldunnar og þeirra, sem á vegi hennar verða á leiðinni. Á myndinni eru þau Chevy Chase og Beverly d’Angelo ásamt þótti hin álitlegasta veiðiá, hefur trúlega verið lökust ánna fyrir austan í þeirri laxveiðilægð sem herjar á þann landshluta. Bnn er áin fögur og hyljirnir girnilegir, það er bara enginn lax í þeim lengur. Mbl. hefur frétt að aðeins einn lax hafi veiðst þar til þessa. Nokkuð af bleikju hefur komið á öngla veiðimanna og bætt dálitið upp laxleysið. Er bleikjan væn þarna eystra. Elliðaárnar góðar en mislyndar Mikil veiði hefur verið í Elliða- ánum og allt frá 4. júli hafa veiðst þetta 17 til 36 laxar dag hvern. Þó brá svo við á sunnudagsmorgun, að ekki einn einasti lax kom á land og þótti það með ólíkindum, því mergð laxa er í ánni. Mjög mikið af smálaxi hefur gengið síðustu vikurnar, meðalþunginn 3 til 4 pund, en öðru hvoru veiðast þeir vænni og hafa þeir gjarnan verið lengur í ánni. Stærstu laxarnir tveir 15 punda og einn 18,5 pund. Anthony M. Hall og Dana Barron, sem leika börn Griswold-hjón- anna. Hafnarfjörður: Arlegt kassa- bflarall FÖSTUDAGINN 27. júlí nk. verð- ur haldið hið árlega kassabilarall Hafnarfjarðar. Mótið hefst kl. 14 á gatnamótum Linnetsstigs og Strandgötu. Æskulýðs- og tóm- stundaráð Hafnarfjarðar hvetur alla kassabílaeigendur til þátttöku og geta þeir skráð sig fimmtudag- inn 26. júlí, milli kl. 9 og 12, i kofaborgunum við Víðistaðaskóla, Öldutúnsskóla, Álfaskeið (Simba- tún) og Suðurhvamm. Þetta má geta að verðlaun verða veitt. (Úr fréttatilkynningu.) Ættarmót NIÐJAR Einars Halldórssonar frá Eljótum í Skagafirði (30. mars 1853) halda ættarmót að Hólsbúinu Siglu- firði (Héli) helgina 1. og 2. september næstkomandi. Einar bjó lengst af i Siglufirði og var tvíkvæntur. Fyrri kona Einars hét Guðrún Steinsdóttir og átti hann með henni tvö börn, en seinni kona hans hét Svanbjörg Bene- diktsdóttir og áttu þau saman sjö börn. Verið er að útbúa niðjatal og væru allar upplýsingar vel þegnar í síma 71925. (Úr fréttatilkynningu.) INNLEN-T „Tilgangur lífsins" í Laugarásbíói Ekki vildi Jóhann tjá sig um það hvort nú væri meira af hval hér en áður. Til að svara þeirri spurningu yrði að fara nánar yfir þau gögn, sem aflað hefði verið, en þó hefði sézt meira af hval við Grænland en í fyrri leiðöngrum, til dæmis stórar vöður af langreyði. Könnun austursvæðisins væri mjög spenn- andi vegna þess hve langt væri síðan það hefði verið kannað, en af sömu orsökum væri allur saman- burður erfiður. Þetta hefði verið nokkuð vel heppnaður leiðangur, þeir hefðu verið tiltölulega heppn- ir með veður, sem verulegu máli skipti og merkingar og talningar hefðu gengið vel. NÝJASTA kvikmynd breska Monty Python-hópsins, Tilgangur líísins (The Meaning Of Life), verður frum- sýnd í Laugarásbíói í dag. Myndin hefur hlotið góða dóma og viðtökur erlendis. Hún verður sýnd kl. 17, 19.30 og 22. Aðgangur er bannaður börnum yngri en tólf ára. Monty Python-myndirnar hafa notið talsverðra vinsælda hér á landi. Hér hafa m.a. verið sýndar myndirnar „Holy Grail“ og „Life Of Brian“. í nýjustu myndinni láta Monty Python-félagarnir í ljós skoðun sína á tilgangi lífsbröltsins, að því er segir í fréttatilkynningu frá bíóinu. Á myndinni má sjá þá Terry Jon- es, Graham Chapman og þriðja ónafngreinda leikarann í atriði úr myndinni. Siö „smá"atriði sem stundum gleymasl viðvaf á nýrri þvottavél 250 IÞvottavél sem á að nægja venju- legu heimili, þarf að taka a.m.k. 5 k(I6 af þurrum þvotti. því það ér ótrúlega fljótt að koma í hvert kíló af handklæðum, rúmfötum og bux- um. Það er líka nauðsynlegt að hafa sérstakt þvottakerfi fyrir lítið magn af taui, s.s. þegar þarf að þvo við- kvæman þvott. ir þorna á snúrunni (sum efni er reynd- ar hægt að strauja beint úr vélinni), heldur sparar hún mikla orku ef notaður er þurrkari. 4Prkusparnaður er mikilvægur. Auk verulegs sparnaðar af góðri þeytivindu, minnkar raforkunotkun- in við þvottinn um ca. 45% ef þvottavélin tekur inn á sig bæði heitt og kalt vatn. 2Pað er ekki nóg að hægt sé að troða 5 kílóum af þvotti inní vélina. Þvottavélin þarf að hafa mjög stóran þvottabelg og þvo í miklu vatni, til þess að þvotturinn verði skfnandi hreinn. Stærstu heimilis- vélar hafa 45 lítra bvottahclo 5Verðið hefur sitt að segja. Það má aldrei gleymast að það er verðmætið sem skiptir öllu. Auð- vitað er lítil þvottavél sem þvær lítinn þvott í litlum þvottabelg, tekur aðeins inn á sig kalt vatn og þeyti- vindur illa, ódýrari en stór vél sem er afkastamikil, þvær og vindur vel og sparar orku. Á móti kemur að sú litla er miklu dýrari og óhentugri í rekstri og viðhaldsfrekari. 3Vinduhraði er mjög mikílvægur. Sumar vélar vinda aðeins með 400-500 snúninga hraða á mínútu, aðrar með allt að 800 snúninga hraða. Góð þeytivinda þýðir ekki aðeins að þvotturinn sé fljótur að 6Þjónustan er atriði sem enginn má gleyma. Sennilega þurfa eng- in heimilistæki að þola jafn mikið álag og þvottavélar og auðvitað bregðast þær helst þegar mest reynir á þær. Þær bestu geta líka brugðist. Þess vegna er traust og fljótvirk viðhaldsþjónusta og vel birgur vara- hlutalager algjör forsenda þegar ný þvottavél er valin. 7Philco er samt aðalatriðið. Ef þú sérð Philco merkið framan á þvottavélinni geturðu hætt að hugsa um hin „smáatriðin“ sem reyndar eru ekki svo lítil þegar allt kemur til alls. Framleiðendur Philco og hafa biónustudeild Heimilistækia séð fyrir þeim ollum: 5 kfló af þurrþvotti, 45 lftra belgur, 800 snúningar á mfnútu, heitt og kalt vatn, sanngjarnt verð og örugg þjónusta. Við erum sveigjanlegir í samningum! yertu oruegur velduYnilco heimilistæki hf. HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚNI 8 - 15655
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.