Morgunblaðið - 25.07.1984, Side 46

Morgunblaðið - 25.07.1984, Side 46
 46 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 25. JÚLl 1984 Minning: Guðmundur Arin- björn Jónsson Feadur 12. nóvember 1918 Díinn 13. júlí 1984 Enn eitt æviskeið samtíðar- manns er á enda runnið, enn einn íslendingur allur, enn einn sveit- ungi horfinn sjónum. Enn hrærir margt hugann. Guðmundur frá Hyrningsstöðum í Reykhólasveit er látinn. Hann dó á sjúkrahúsi eftir uppskurð, en átti að baki ára- langa vanheilsu. Hann ólst upp á Hyrningsstöð- um hjá móður sinni, Jónínu G. Ar- inbjörnsdóttur, og stjúpa, Árna Hierónýmussyni, er þar bjuggu. Kröpp munu kjörin hafa verið á stundum og hann ekki alltaf í sátt við umhverfið, ódæll og uppá- tektasamur. En alltaf dáði hann stjúpa sinn. Ungfullorðinn fór hann að heiman og var fjarverandi í ein 12—13 ár. Fór m.a. til Austur- lands og mun hafa verið mest við sjóvinnu. Stuttu eftir stríðslok, líklega 1947, kom hann heim aftur og stóð fyrir búi með móður sinni og systkinum. Árið 1952 kom til þáttaskila. Þá fékk hann ráðskonu frá Reykjavík, Sigríði að nafni. Innan skamms fékk hún hann með sér til Reykjavíkur. Þar með lauk fastri búsetu hans hér í sveit, þó oft dveldi hann vestra lengur og skemur, því sveitin dró hann til sín eins og svo marga sem eiga þar uppruna sinn. Samband þeirra Sigríðar slitn- aði áður langt um leið. Valt svo á ýmsu. Nokkur misseri bjó hann með konu að nafni Oktavía. Hún varð að góðu kunn heima í sveit- inni, en þeirra samband tók einnig enda. Verður að segja eins og er, að Guðmundur var ekki stöðugur í rásinni á fjármálasviðinu og því mun hafa farið sem fór. Eftir þessi og fleiri umbrot varð gæfan honum loks hliðholl svo um munaði. Fyrir 19 árum fékk hann til fylgilags ágætis konu sem stóð við hlið hans ekki síður í stríðu en blíðu uns yfir lauk, Jórunni Helga- dóttur frá Gvendarstöðum í Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Er ekki of- mælt, að gamlir sveitungar hans og ættingjar hafi lært að meta hana og virða þeim mun meir sem þeir kynntust henni lengur og bet- ur. Jafnframt eignaðist hann stjúpdóttur, Halldóru Gunnars- dóttur. Það jók honum lífsfyllingu og átti vel við hans bestu manns- parta. Borgaraleg staða Guðmundar var með ólíkindum. Saga hans vandsögð frá hvaða hlið sem á er horft. Hann bar svo margt við um dagana, bæði á sjó og landi, að á fárra færi mun að telja upp, hvað þá gera full skil. Honum var fjármennska f blóð borin, svo nálgaðist náðargáfu eða list. Laginn heyskaparmaður á gamla vísu og vel verki farinn við fjölmargt. Hann vann mikið við sjó óg léku þau verk f höndum hans. Svo var honum gefin veiði- náttúra í ríkum mæli. Samt sem áður var honum hvorki gefið að reka búskap eða útgerð sér í hag. Það einkenndi Guðmund hve ódeigur hann var að hefjast handa á nýju og nýju sviði. Fékkst t.d. við fisksölu bæði fyrir sjálfan sig og aðra og við ýmsa umferðarsölu. Og kaupmaður var hann inn á milli á einu „horninu" eftir annað. Þó framantalin atriði gerðu Guðmund sérstakan um margt og margt, var það þó innri gerð per- sónunnar sem skar sig úr fyrst fyrir alvöru. Þar má nefna til hin ýmsu óútreiknanlegu listgrip og líka ýmsa þverbresti í skapgerð- inni, sem stundum komu eins og skollinn úr sauðarleggnum. Hvort tveggja gerði manninn einstæðan og ógleymanlegan. Hann var tal- andi skáld, hraðkvæður, nánast jafnvígur á hástemmda lofgjörð og lævíslegt, kerskið skop. Kvæða- maður f betra lagi og sögumaður sem bjó yfir tærri frásagnarlist, auðvitað oftar en ekki þeirri sem sór sig f skáldskaparættina, svo ekki sé meira sagt. Kom ævinlega á óvart. í Reykhólasveit kvað hann allt upp í sjötugar drápur hér fyrr á árum. Bændarímu orti hann 1949 við góðan orðstír. Hann lét prenta Kosningadropa 1953 (minnir mig), eftir Naglbít Kúbeins. Löngu seinna gaf hann út ljóðabók, Barmahlíð, alvarlegan kveðskap. Á efri árum, þegar þrekið dvín- aði og kyrrðist um og ný viðhorf komu til, tók hann til við að mála myndir. Listhneigð hans og gáfur voru síst við eina fjöl felld fremur en annað í eðli mannsins. Þar er til að nefna að hann fór að þroska með sér dulargáfur, spá fyrir fólki og gefa því færi á að leita eftir andlegum styrk. Þá bar hann við að skrifa f blöð í seinni tíð, um hin og þessi al- menn mál í Dagblaðið, vissi ég til, og tækifærisgreinar um gamla vini og sveitunga. Og ekki sat hann sig úr færi að láta heyra f sér í síma í útvarpinu þegar sá gállinn var á honum. Alltaf var honum að detta eitthvað í hug. Faðir Guðmundar var Jón Lár- us Hansson Natanssonar Ketils- sonar. Barst Jón vestur að Breiða- firði uppflosnaður kaupmaður kominn á miðjan aldur. Var hann því að háifu Húnvetningur að upp- runa. Mun hafa sótt margt til föð- ur sins, þó villugjarnt sé um völ- undarhús erfðanna. Rfmgáfuna, aðra listhneigð til munns og handa gat hann hafa sótt til móð- ur sinnar, ekki síður og til hennar mun hann hafa sótt sívökult næmi fyrir öllu skopi og þá rfku gáfu að henda allt slikt á lofti. Jón Hans- son var fjármaður af einstakri innlifun svo frægt varð. Hann var barngóður svo til var tekið. Áræð- inn hæfileikamaður og kunnur fyrir að stofna verslun á Hvammstanga. En Jóni mun hafa hætt til að lenda i árekstrum og málaferlum. Lfkra tilhneiginga varð vart í Guðmundi. Hann var einstaklega barngóður og tók svari lftilmagnans. Hann hafði áberandi áráttu til að tala um og standa i málaferlum. Batt bagga sína oft öðrum hnútum en sam- ferðamönnunum var tamast. Máltækið segir að margt sé lfkt með skyldum. Það sannast aðeins að litlu leyti á Guðmundi og systk- inum hans, fyrir víst ekki á yngri hálfsystkinahópunum, sem eru mikið spektarfólk. Ekki einu sinni á þeim albræðrunum, Þorvarði og honum. Tvo hálfsystkinahópa átti hann að föðurnum. Fjögur fyrri konu börn Jóns Hanssonar voru: Ögn, Gunnar, Hannes kaupmaður í Reykjavik og Pétur læknir á Ak- ureyri. Seinni konu börnin, börn Guðrúnar Árnadóttur frá Hlíð voru öll yngri en Guðmundur, nema Hansína húsmóðir í Hafnar- firði. Þau eru auk hennar: Jón Finns sjómaður f Hafnarfirði, Guðný húsmóðir þar, ólöf, Sigríð- ur og Guðbjörg allar látnar, Árni bflstjóri og sjómaður í Hafnarfirði og Erlingur kennari í Keflavík. Þriðji hópur hálfsystkina hans eru Hyrningsstaðasystkinin, börn Jónínu og Árna Hierónýmussonar: Guðrún ljósmóðir húsfreyja á Patreksfirði, Baldvin kennari í Kópavogi, Jóhannes bóndi á Moldnúpi og Margrét fyrrum hús- freyja á Hvítanesi í Ögurhreppi. Eftir að Guðmundur skáld, eða skáldi, en svo var hann líka kall- aður, kom aftur f sveit sína marg- vís og víðförull, sló hann oft á nýja og óvænta strengi, náði hvellum tónum og lífgaði upp. Kunnu sum- ir allvel að meta en aðrir síður og margir þoldu illa hvössu skeytin frá honum. Þegar hann fór burt og suður dofnaði yfir í sveitinni líkt og bylur dytti af húsi. Árgalinn sá heyrðist ekki lengur. Og hans er ekki einu sinni von f snöggvar ferð framar. Hvorki kyrrð né þögn verður rofin. Ég og mitt fólk þökkum margt gott á fyrri tíð, mörg notadrjúg handtök, marga ánægjulega sam- verustund. Fundum fækkaði seinni árin og aldrei komst ég á loftið á Hverfisgötu 35, heimili hans seinustu 11 árin. Jórunni sendi ég samúðarkveðju við þessi leiðarlok, Halldóru stjúpdóttur- inni og litla „afa„-barninu, sem kom nógu snemma til að geta glatt barngóða sál áður en hún kvaddi fyrir fullt og allt. Þannig á það að vera, að gleði- tfðindin vegi sorgartfðindin upp. Játvarður Jökull Júlíusson Ágúst Ingi Diego — Minningarorð Fæddur 28. ágúst 1958 Dáinn 9. júlí 1984 Mig langar til að skrifa nokkrar línur til minningar um elskulegan frænda minn, Ágúst Inga Diego, sem lést á sjúkrahúsi í Svíþjóð ní- unda þessa mánaðar eftir nokk- urra vikna strfð við ólæknandi sjúkdóm. Það er mikill harmur að svona yndislegur og vel gefinn maður skuli þurfa að deyja svona ungur frá konu og tveimur litlum börnum. Megi góður guð styrkja ekkjuna ungu, sem stóð sig eins og hetja við sjúkrabeð hans og var hjá honum á spítalanum dag og nótt þar til yfir lauk, og bróður hans, Ella, sem býr í Svíþjóð, sem sótti hann til íslands af þvf að hann trúði á að þar væri betri hjálp að fá, og sem heimsótti hann daglega á sjúkrahúsið. Hann og hans góða kona, Harriet, höfðu börnin þeirra allan tímann ásamt Hrafnhildi, tengdamóður Ágústs, sem kom alla leið frá Ameríku tií að hugsa um þau, og svo Selma, móðir hans, sem var þar sfðustu tvær vikurnar. Ég mun ávallt minnast þess hvað hann var alltaf hugulsamur við mömmu sína, ég vissi að hann var að gefa henni hluti sem hana vantaði, þó svo að ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. hann hafi átt sína eigin fjölskyldu og hafi verið að kaupa ibúð og að byggja sitt eigið fyrirtæki. Eg sendi foreldrum hans, Selmu og Una, og þeim öllum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Móðursystir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.