Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐID, MIDVIKUDAGUR 25. JÚLl 1984 49 Minning: Gunnar S. Ástvalds- son, Hafnarfirði Fæddur 11. september 1930 Dáinn 13. júlí 1984 Hví fölnar jurtin fríða og fellir blóm svo skjótt? Hví sveipar barnið blíða svo brátt hin dimma nótt? Hví verður von og yndi svo varpað niður í gröf? Hví berst svo burt í skyndi hin besta lífsins gjðf? (B.H.) í dag kveðjum við kæran og góð- an afa, sem alltaf var svo hlýlegur og góður við okkur smáfólkið, þó oft vaeri hann mikið veikur, en aldrei lét hann á því bera við okkur. Alltaf hýrlegur og hlýr. Afi okkar fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp í stórum systkina- hópi. Hann var sonur hjónanna Sigríðar Benjamínsdóttur og Ástvalds Þorkelssonar. Hann var fjórði í röð sjö systkina. Sigríður langamma okkar er bú- in að sjá á eftir 3 börnum sínum yfir móðuna miklu. Sigrún, sem var einu ári eldri en afi, dó árið 1970 aðeins 41 árs. Gyða andaðist 27. október 1983, hún var einu ári yngri en afi, svo elsku langamma sér á eftir 2 bornum sínum á tæpu einu ári. Við langömmubörnin biðjum al- góðan guð að styrkja hana í henn- ar miklu sorg og veikindum. Elsku Svana amma, megi góður guð styrkja þig og bornin þín. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund." (V.B.) Guð blessi minningu afa okkar. Barnaborn í dag fer fram frá Hafnarfjarð- arkirkju útför Gunnars Ást- valdssonar. Hann fæddist í Hafn- arfirði 11. sept. 1930. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Benja- mínsdóttir og Ástvaldur Þor- kelsson. Hann ólst upp í stórum systkinahópi, en systkinin voru sjö og er hann þriðji úr hópnum, er fellur frá. A bernskuárunum dvaldi hann í fjölmörg sumur í Skaftholti í Gnúpverjahreppi hjá móðurbróð- ur sínum Halldóri Benjamínssyni og konu hans Steinunni Jónsdótt- ur. Tengdist hann því heimili miklum vináttubondum. Ungur hóf hann sjómennsku, lengst af á togurum. Snemma kom í ljós afburða dugnaður hans og kapp við öll störf. Fyrir um 30 ár- um veiktist hann alvarlega og bar aldrei sitt barr eftir það. Alltaf var hann þó kominn til starfa ef af honum bráði, þó oft væri það meira af vilja en mætti. Er það hörð raun duglegum og kappsöm- um manni að missa heilsuna að- eins 25 ára gamall. Það var gæfa hans að ungur hafði hann kvænst góðri konu, Svanfríði Eyvindsdóttur frá Siglu- firði, og stóð hún traust og um- hyggjusöm við hlið hans alla tíð. Þau eignuðust fjögur börn og eru þau Steindór búsettur á Akranesi, kvæntur Hrefnu Halldórsdóttur og eiga þau þrjú born, Katrín býr í Bandaríkjunum, gift John M. Jo- hnson og eiga þau einn son, Kol- beinn býr í Hafnarfirði, kvæntur Önnu Björnsdóttur og eiga þau einn son, og yngstur Eyvindur, sem dvelur í foreldrahúsum. Einn- ig ólst upp hjá þeim sonur Svan- fríðar, Örn Einarsson, sem búsett- ur er í Njarðvíkum, kvæntur Jónu Stígsdóttur og eiga þau einn son. Áður hafði Gunnar eignast dóttur, Súsönnu, sem búsett er í Reykja- vík, gift Einari Herbertssyni og á hún fjögur börn. Einlægar samúðarkveðjur eru sendar ástvinum Gunnars, móður hans, eiginkonum, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og systkinum. Blessuð sé minning hans. Vinur ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verfta að berast blaöinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Heræfingar í Honduras W«.shin)(lon. 23. júlf. AP. FÁMENN sérsveit Bandaríkjahers tekur nú þátt í heræfíngum, sem miða að því undirbúa stjórnarherinn í Hondúras betur í barittunni við skæruliða. í yfirlýsingu bandaríska varn- armálaráðuneytisins segir að þessar æfingar séu þær fyrstu af nokkrum, sem haldnar verða á næstu vikum, en Bandaríkjamenn hafa tekið þátt í mörgum svipuð- um heræfingum á undanförnum mánuðum í Hondúras. SVAR MITT eftir Billy Graham í deiglunni Ég missti manninn minn, tvo syni og dóttur á tveimur árum. í síðasta mánuði fórust tvö barnabörn mín í slysi? Ég er að reyna að vera kristin, en hvernig er hægt að skýra þetta? Meðan við erum á þessari jörð, er óhugsandi, að við getum útskýrt hin margvíslegu atvik og aðstæður, sem mannlífið er fléttað úr. Ég er viss um, að þér hafið lesið Jobsbók og gert yður ljóst, að Guð er hátt upp hafinn og leyfir, að menn hryggist og þjáist, en alltaf markast tilgangur hans af kærleika. Allar raunir geta orðið til blessun- ar, ef við myndum aðeins, að hann sér og þekkir alla hluti, hið liðna, nútímann og framtíðina, og að öll verk hans eru í kærleika gjörð, en ekki reiði, gagnvart þeim, sem eru hans. í heilagri ritningu segir: „Hver er slíkur guð sem þú sem eigi heldur fast við reiði sína eilíflega, heldur hefur unun af að vera miskunnsamur?" (Míka 7,18.) Annars staðar er okkur gefið þetta dásamlega fyrirheit: „Þú, hin vesala, hrakta, huggunarlausa, sjá ég legg rúbína sem steina í byggingu þína og hleð grunnmúra þína af safírsteinum." (Jes. 54,11.) Okkur vill gleymast, þegar við erum í deiglu, að ævi okkar öll er ekki nema brot af eilífðinni. Þegar Guð leyfir, að við verðum fyrir áföllum, sem hryggja okkur, sprettur það eingöngu af kærleiksríkri um- hyggju hans fyrir eilífri velferð okkar. Hann hefur heitið því, að „allt samverkar þeim til góðs, sem elska Guð." Minnizt þess, að þetta á aðeins við um þá, sem honum tilheyra, en við eigum öll kost á að öðlast þetta samband við hann fyrir trú á son hans, Jesúm Krist. Festið traust yðar á honum. Sá dagur rennur, að þér takið undir með spámanninum Míka: „Reiði Drottins vil ég þola — því að ég hefi syndgað á móti honum — þar til er hann sækir sök mína og lætur mig ná rétti mínum. Hann mun leiða mig út til ljóssins." (Míka, 7,9.) TftEBEFTni Eitt af því versta sem hent getur heiðarlegan súkkulaðiunnanda er að bíta í vitlaust súkkulaði. Til þess að komast hjá óþægindum ættu Pippaðdáendur að hafa neðantaldar upplýsingar á reiðum höndum. Mtelríí1 Veldu íslenskt. . . ef það er betra! Örþunnur en vandaður alsvissneskur álpappir. Súkkulaðið er mýkra undír tönn ef álpappírlnn er fjarlægður áður en bitið er í. Það þarf ekki mikla lestrarkunnáttu til þess að þekkja Pipp. Tveir stafir duga: P og I. Hver einasti biti er stimplaöur með nafni fyrirtækisins. Er þaö bæði gert til þess að varast eftirlíkingar og tryggja að enginn þurfi að taka áhættuna sem þvi fylgir að bíta í óþekkt súkkulaði ef umbúðirnar týnast. Súkkulaðið i Pippinu er framleitt samkvæmt hinni frábæru formúlu 7. Sú súkkulaðiformúla hefur gert garðinn frægann i ófáum fermingar- og jólaveislum um dagana i formi tertuhjúps enda er hún einnig seld undir nafninu Sirius hjúpsúkkulaði. Lystilega löguö piparmyntufylling. Rétt er að taka fram að framleiðandi mælir með því að súkkulaðið sé brotið i þar til afmarkaöa bita og innbyrt í hæfilegum skömmtum. nwi$WIO» *.'» • Sf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.