Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1984 51 The Morida Man eftir Ross Thomas Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Ross Thomas: The Morida Man Útg. Penguin Sumar hasar- og njósnasögur hafa svo flókið „plot", að það tekur Að flýta sér hægt Hljóm- plotur Siqurður Sverrisson Eddi Tvöfeldni Stúdíó Bimbó Eðvarð Vilhjálmsson heitir ungur Keflvíkingur, sem sendir nú frá sér sína fyrstu hljóm- plötu. Um er að ræða 8 lög, öll eftir hann sjálfan. Sjálfur semur Eðvarð alla textana að einum undanskildum. I ofanálag leikur hann á öll hljóðfærin á plötunni og það hafa ekki margir leikið eftir hér á landi. Svo vikið sé beint að kjarna málsins er plata Eðvarðs e.t.v. þokkaleg ef mið er t.d. tekið af þeirri staðreynd, að þetta er fyrsta platan hans. Þegar Dúkkulísunum, sem einnig eru að senda frá sér frumraun sína, er stillt upp við hlið hans, er samanburðurinn Eðvarði mjög i óhag. Tvöfeldni stenst illa sam- anburð við það besta í íslenskri rokktónlist og við slíkt verður alltaf miðað. Veikleikar þessarar plötu eru margir. Fyrir það fyrsta eru flest lögin allt of veikburða til þess að vera smellt beint á plötu. Þau hefðu þurft að komast í hendur góðs útsetjara áður en rokið var í hljóðverið. Þá er hljóðfæraleikurinn engan veginn nægilega sannfærandi. Eðvarð er mjög misfær á tóngjafana. Loks má nefna að söngurinn gæti verið mikið betri. Af framansögðu má e.t.v. ráða að Eðvarð sé alls varnar. Svo er nú ekki alveg, en hann hefði mátt flýta sér eilítið hægar við þessa plötu. Gefa sér meiri tíma til þess að vanda til laganna og fá traustari hljóðfæraleikara í lið með «ér. E.t.v. má segja sem svo að verið sé að spara með því að láta Eðvarð sjá um allt sam- an sjálfan en slíkt er vafasamur sparnaður og lýsir ekki miklum metnaði útgefandans. Eðvarð á nokkra góða spretti á þessari plötu en þeir eru ekki til- takanlega margir né verulega áberandi. Besta lagið finnst mér vera Einkennileg veröld. Sumir textanna eru ágætir, aðrir líka afar slakir. 40 teknir af lífí í íran PwÍ8,23.jáli.AP. 40 stjórnarandsUeðingar, þar meðal fyrrverandi fyrirliði íransk landsliosins í knattspyrnu, vor teknir af lífi í íran ( síoustu viku a sögn samtaka íranskra stjórnai andsUeðinga, Mujahadeen, sem er með aðsetur í l'arís. f yfirlýsingu samtakanna segi að samkvæmt áreiðanlegum heim ildum hafi fyrrum fyrirliði lands liðsins, Habib Khabiri, sætt pynd ingum og síðan verið tekinn af lífi Þar segir ennfremur að frá þv að Khomeini komst til valda haf 40 þúsund manns verið líflátin o| um 120 þúsund sett f fangels vegna stjórnmálaskoðana mig drjúgan tíma að átta mig á öllum þeim persónum sem koma við sögu. Að ekki sé nú minnst á að í slíkum sögum er oftsinnis mjög lagt upp úr aukapersónum, og þegar liður á bókina uppgötvar maður, að flestar hafa þá ekki skipt neinu máli í þræðinum. Höf- undar eru misjafnlega lagnir við að gera þessar bækur aðgengi- legar lesendum sem eru ekki svo næmir að skynja þetta allt á fyrstu síðunum. Ross Thomas býr til býsna flókið mál í upphafi: For- setabróður í Bandaríkjunum er rænt. Mannræningjarnir krefjast þess að tiltekinn Felix verði látinn laus í skiptum fyrir hann. Öllu verra er, að þá hefur einn hópur enn komið Felix fyrir kattarnef svo að það er hægara ort en gjört að verða að kröfunum. Líbýumenn koma þarna við sögu og standa að baki hinum verstu fólskuverkum, undir forystu nýs leiðtoga. Khadd- afi hafði sem sé látist úr hjarta- slagi sex mánuðum áður en sagan hefst, en ekkert bendir til að eftir- maður hans sé vinsamlegri né vitrari. Aðalpersónan, sú sem á að leysa málið, er Chubb nokkur Dunjee, fyrrverandi fulltrúadeildarþing- maður, sem hefur leiðst á refil- stigu spillingar og mútuþægni. Hann er þó sennilega rétti maður- inn til að finna forsetabróðurinn. Á stundum, og einkum framan af, fannst mér The Morida Man ívið of flókin en Ross Thomas tekst að ná upp spennu og halda áhuganum vakandi. Ágætis afþreyingarbók, en ekki beinlínis uppörvandi né jákvæð. *> orlitirnir slógu strax I gegn, þú færö titakort i næstu náiningafoúð. Vitrgtex héfur sýnt bæöi á rannsóknastofum sem v/ð áratuga reynslu að táar gerbir málnínga jafnast á viö hana (endingu. Vitretex málning sem andar. TÍPrVTPPT Q þakmálning hefur verið mest selda þakmálning á is- ílm'lílili* inndi i fjdlda ára. Nú aukum vl6 litaúrvaliö. 4 nýiir ál- stæltir litir eru a nýja kortinu. Reynslan sannar gaeðln. Sömu geeðin aoeins flsiri litir. okar fyrir vatnsstreymi inn i stein en lofar steini amt að. hleypa raka út. Viduckennt aí Rannsóknarstofnun Byggingariðnaöarinssem virk vörn gegn Alkali-skemmdum. nFPÍfflfll 1 '\ ^"'r upp ói°fmr á vfirborði eftir t.d. fiðgéun eða UfaUUlWfHHU aðrar skemmdír. Auóvelt i meöförum rúllað eða dregiö ámeóspððum. Viðurkannt &1 sænsku staðalstofnuninni sam fylli og viðgerðareini á utanhús-stein. Hafið samband við okkur og fáið allar upplýsingar um frábæra mélningu og viðgerðarefni. i— I Sfippfélagið íReykjavíkhf Málningarverksmiðjan Dugguvogi Sími 84255
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.