Morgunblaðið - 25.07.1984, Page 53

Morgunblaðið - 25.07.1984, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1984 53 fclk í fréttum James Bond ruglar karlmennina í ríminu Það er ekki h«gt að segja að James Bond Ijómi hér af lífsþrótti þótt hann sé með eina Bond-stúlkuna í fanginu og ekki nema eðlilegt ef marka má breskan lækni. COSPER — Það var hann sem fékk 16 ár fyrir að vera giftur sex ungum konum samtímis. + Ofurmennið James Bond eyði- leggur kynferðis- lífið hjá mörgum þúsundum hjóna segir breskur lækn- ir, David Delvin, sem er forstöðu- maður fyrir fjöl- skylduráðgjafar- stofnun í London. „Ævi ntýraheimur James Bonds og allar þokkadisirn- ar, sem falla fyrir honum eins og flugur, hafa gefið mörgum karlmann- inum alrangar hugmyndir um ástina," segir Delv- in. „James Bond hefur komið sum- um mönnum til að halda, að konunum beri skylda til að fara í rúmið með þeim. Þegar Bond er annars vegar hikar kvenfólkið aldrei eitt augna- blik og þegar þess- ir menn eignast unnustu skilja þeir ekkert í að hún skuli ekki haga sér eins.“ Delvin bætir því við, að ef James Bond væri raun- verulegur þá væri hann búinn að næla sér í alla þá kynsjúkdóma, sem á kreiki eru í ver- öldinni. Þess vegna hefur hann sent framleiðendum James Bond- myndanna bréf þar sem hann biður þá að sjá um, að fram- vegis verði Bond látinn nota getnað- arverjur og kon- urnar hans líka og þannig, að ekki fari framhjá nein- um áhorfanda. „Karlmannsmynd in, sem James Bond dregur upp, er út í bláinn. Enginn karlmaður — eða a.m.k. mjög fáir — hefur þrek til að vera með mörgum konum á stuttum tíma. Rann- sóknir sýna raunar, að „venju- legt“ hjónafólk er saman einu sinni í viku. James Bond duga ekki færri en tvær — þrjár á dag,“ segir Delvin. Michael Wil- son, meðframleiðandi og hand- ritshöfundur siðustu Bond- myndarinnar, segist ekki taka þessa gagnrýni alvarlega. „Þessi sprenglærði doktor virðist ekki hafa áttað sig á þvi, að James Bond er ævintýrapersóna eins og t.d. Hrói höttur. Ég þekki engan, sem hefur nokkru sinni kynnst manni á borð við James Bond. Kannski það komi næst, að stjarnfræðingar fari að finna að stjörnustriðsmyndunum,“ segir Michael og bætir þvi við, að James Bond sé mjög vandur að virðingu sinni. „Hann hefur aldrei komið nærri giftum kon- um eða stúlkum undir lögaldri." Notaðu ökuljósin - alltaf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.