Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLADID, MIDVIKUDAGUR 25. JÚLl 1984 Veröld sem var: REYKJAVÍK — eftir dr. Benjamín H.J. Eiríksson Það er þetta með hann Albert. Á einhverju veikleikans augna- bliki hraut nýlega úr penna mín- um loforð um það, að fara nokkr- um orðum um „þróun fleiri mála frá því Albert kom í borgarstjórn- ina". Þetta er býsna stórt loforð, einkum fyrir mann, sem veit næsta lítið um það sem gerist í borgarstjórninni, á borgarstjórn- arfundum, eða a bak við tjöldin þar. Á undanförnum árum hafa areiðanlega farið þar fram samn- ingar, sem ekki hafa átt að auglýs- ast borgurunum. Hjá þeim eru nýlegar lóðasölur smámál, enda ástæðulaust að vera með pukur í því sambandi, svo eðlileg og sjálf- sogð sem salan sjálf er. Uppruni peninganna, sem fara til að greiða þær, er svo annað og ákaflega at- hyglisvert mál. En það er stundum hægt að sjá hvað borgarstjórnin gerir. Og stundum má sjá fréttir í blöðun- um eða orðræður, sem skýra nokk- uð gang mála. Með því að greina frá því sem ég sé, og með því að leggja saman tvo og tvo (ég er úr stærðfræðideild) tel ég mig geta uppfyllt loforð mitt, þó ekki verði í þeim mæli sem ég hefði kosið. En molar eru líka brauð. Ég ætla fyrst að lýsa lítillega þeirri Reykjavík, sem einu sinni var, og mér er stöðugt fersk í minni. Vegurinn frá Hafnarfirði lá yfir bert Skólavörðuholtið, framhjá Skólavörðunni. Yfir járnbrautina þurfti að fara nálægt Miklatorgi, sem þá var ekki til, en eimreiðin flautaði aðvörun sína á leið niður á hafnargarðinn, sem var í bygg- ingu. Öskuhaugarnir voru ekki enn komnir þarna. Þeir voru langt í burtu: við suðurenda Tjarnarinn- ar, þar sem nú er Hljómskálagarð- urinn. Mig grunaði að súkkulaði- vagnarnir væru líka losaðir þarna, en það kann að hafa verið rangt ályktað. Nokkurn reyk eða móðu lagði stundum upp að svæðinu. Seinna tók holtið handan Skóla- vörðunnar við þessu hlutverki, og vegurinn yfir holtið þá tekinn af og fluttur þangað sem nú er Snorrabraut. Þetta var svæðið frá Eiríksgötu í átt til Sundhallarinn- ar, þar sem nú eru heilbrigðishall- ir eins og Heilsuverndarstöðin og Domus Medica, skátahús, elli- heimili og íbúðarhverfi, þar voru áður rjúkandi sorphaugar. Götur og gangstéttir voru yfir- leitt óflóraðar, það bezt ég man, nema Austurstræti. Svo seint sem 1938 stýrði ég sænskum kennslu- konum framhjá stórum forarpoll- um við Alþingishúsið og Dóm- kirkjuna. Hreyfði vind, fengu menn moldrykið í vitin og sand- storminn í andlitið. Umhverfi Reykjavíkur var gróðurlaus holt og melar. Þó man ég eftir að hafa séð berjalyng á Skólavörðuholti, en engin ber. Æðandi hundahópar veltu um börnum og gamalmenn- um. Reykjavík var trjálaus bær, en hér og þar sáust nokkrir ribs- berjarunnar. f elzta kirkjugarðin- um voru samt tvö tré bakvið nokk- uð háa girðingu. Ég man ekki eftir að hafa séð þau fyrr en girðingin var tekin burt. Önnur tvö voru á bakvið Hressingarskálann. Sum- staðar voru grænir blettir við hús, Hallgrímur Jónsson, eigandi hinnar nýju verslunar, ásamt konu sinni, Ingrid. Ný hannyrðaverslun J.K.-verslunin Ingrid var opnuð í Hafnarstræti 9 í Reykjavík fyrr í þessura mánuði. Verslunin sérha'fir sig í prjónagarni og fataefni ásamt tilheyrandi smávörum. Allar vörur í Ingrid eru frá V-Þýskalandi og í fréttatilkynn- ingu frá versluninni segir m.a. að hráefnið sé að mestu leyti nátt- úruefni svo sem ull, silki, mohair og viskose sem unnið er úr trjávið. Verslunin býður upp á ráðgjaf- arþjónustu, þar sem viðskiptavin- ir geta leitað ráða í tengslum við prjóna- og saumaskap og verður ráðgjafi í versluninni daglega frá kl. 16—18. Hildur Jónsdóttir sér um ráðgjöfina, en hún hefur með- al annars stundað h innyrðanám í Kennaraskólanum og í norskum háskóla. Auk þess hefur hún um 20 ára reynslu sem hanndavinnu- kennari. Eigendur versiunarinnar Kt fa undanfarið rekið J¥-\ 'stverslun með garn.og þjónrðu ' >u.. íig þeim sem sakir veikinr i linna, starfs eða annars, áttu þ<;ss ekki kost að fara í verslanir. Talsmenn versl- unarinnar sögðu að þessi þjónusta hefði notið vinsælda hér, sérstak- lega meðal fólks á sjúkrahúsum og úti á landi. Póstverslunin verður starfrækt áfram og fá viðskipta- vinir hennar sendar garnprufur heim tvisvar sinnum á ári. og viða blóm i gluggum. Mikil girðing úr járni var um Austur- völl, og stóðu upp úr henni langir oddhvassir teinar stórhættulegir. En svo fór þróunin að segja til sín fyrir alvðru. Bæjarstjórnin tók upp á þvi að kalla sig borgar- stjórn, og menn fóru að venjast því að þeir hefðu borgarstjóra. Sogið var loksins virkjað. Kola- kaupmennirnir urðu að láta í minni pokann eftir áratuga andóf. í seinni styrjöldinni fóru svo hita- veituframkvæmdirnar af stað. Smám saman hurfu askan og miðstöðvarkatlarnir úr húsunum. Ég er bjartsýnn á það, að innlend orka verði tekin í bíla og aðrar vélar, þótt i augnablikinu sé ástandið hneykslanlegt. Mér skilst að á þessu ári hafi framlagið til rafmagnsbílsins verið lækkað úr 800.000 í 400.000 kr. Fyrir efnahag og sjálfstæði þá er þetta stórmál. Það er um að ræða miljarðaverð- mæti. En það mun koma að því að olíufurstarnir verði að láta í minni pokann fyrir Gísla prófess- or, og þeim sem sjá þessi mál eins og hann. Orkan er hér og ódýr, og sagt auðleysanlegt vandamál að finna út i hvaða mynd eigi að nota hana. Hin ríka borg, sem átti allt landið sitt, hætti loks þeim barna- skap að gefa lóðirnar. Af bygg- ingarhæfu landi er aldrei nóg til að gefa. Á lóðirnar var sett lágt verð og kallað gatnagerðargjald. Götur og gangstéttir fengust flór- aðar. Ýmsar sjálfsagðar ákvarðanir voru teknar. Miðaldirnar, með vegleysur, moldargólf, sauð- skinnsskó, sóðaskap og örbirgð, voru að baki. Hundahald var bannað og það að sjálfsögðu virt, þangað til farið var að veita er- lendum sendiráðsmönnum undan- þágu, og til sðgunnar komu land- ar, sem virtust hafa forframast erlendis í þeirri list að fara í kringum lögin. í suðlægari lönd- um er þetta sumstaðar eins konar þjóðaríþrótt. Bensinstöðvarnar skyldu fjarlægðar úr miðbænum. En sú framkvæmd hefir tekið langan tíma. Olíufurstarnir stóðu í veginum. Með tímanum hurfu þær samt úr Grófinni og fæti Arn- arhóls. Laugavegur skyldi breikk- aður, þótt sú samþykkt kunni að hafa komið tiltölulega seint. Skólavörðustígur skyldi opnaður að neðan og breikkaður þar, svo sem sjá má enn á vestari húsaröð- inni. Skólavörðuholtið yrði aðeins tekið undir veglegar byggingar. Erfiðast var að fá göturnar breikkaðar. A íslandi var farar- tæki á hjólum svo mikil nýjung, að mönnum gekk illa að átta sig á því hvers þurfti með. Þess má minn- ast að hinar miklu breiðgötur í Ne'v York eru gerðar fyrir hest- vagna. Ég álít að það sé ekki hest- vagninum að kenna, að Laugaveg- urinn er svona ótrúlega mjór, heldur grónum hugsunarhætti aftan úr öldum, hugsunarhætti manna, sem ekki þekktu annan veg en kúagötuna, í hæsta lagi brú í mýri. Fyrir þrjátíu árum var ástand gatnamála þannig, að ef fram færi sem þá horfði, þá yrði Reykjavík fljótlega borg, sem hvorki yrði Dr. Benjamín Eiríksson „Nú hefur það gerst. Borgarstjórnin hefur opinberlega samþykkt leyfi til hundahaíds, með 11:5 atkvæðum. Þar með hafa lögbrjót- arnir haft sitt fram, að minnsta kosti í bili, og munu fá sína umbun samkvæmt því." hægt að komast inn í, né út úr henni aftur. Þetta stafaði af ört vaxandi bílaeign og bílanotkun. Ég fór ekki dult með þessa skoðun mína, sem að sjálfsögðu fól í sér gagnrýni á ráðandi stefnu í skipu- lagsmálum. Um þetta leyti átti ég simtal við mann, sem ég hefi aldr- ei séð, en sagður yfirmaður á skipulagsskrifstofu. Eg minnti á að bíllinn skapaði þörf fyrir breið- ar götur. Ég taldi víst að götur í því hverfi sem við ræddum yrðu breikkaðar í framtiðinni. Samtalið var stirt. Því lauk með því að hr. Richter sagði við mig í símann: Þessar götur verða mjókkaðar. Þrátt fyrir þetta gerðist það nokkru siðar, að Miklabraut var skyndilega breikkuð til mikilla muna. Einhver valdamikill maður hafði tekið í taumana. Það voru komin ný viðhorf. Þegar haldið var upp á þúsund ára afmæli komu Ingólfs, þá var bær hans orðinn að hreinni, bjartri og fallegri borg. Kolsvarti i mökkurinn, sem lá marga vetrar- daga yfir borginni, var með öllu horfinn og rykið, hundaskíturinn og forarpollarnir af götunum. Og það allra furðulegasta fyrir þá sem hafa augu til að sjá og minni til að njóta umskiptanna: þessi eyðimörk var orðin að grænum skógi. Sá sem þessa dagana horfir yfir Reykjavík sér samfelldan skóg, lítið rofinn nema af húsþök- unum og Tjörninni. Þetta — ásamt nýju höllunum um alla borg — er ótrúlegt ævintýri. Á Alþing- ishátíðinni 1930 var einhver hjá- róma rödd að reyna að blanda sér í hinn almenna fögnuð, með skóg- ræktarboðskap. Þetta fór svolítið í taugarnar á mönnum sem vissu að á þessu landi yxi ekki skógur. Þarna var á ferð einhver stúdent við nám í skógrækt i Danmörku, nánar tiltekið Hákon Bjarnason. Hinn eldlegi áhugi Hákonar, hið góða skap hans og þolinmæði, hafa breytt hugsunarhætti fólks og ásýnd íslands, og þar með Reykjavíkur, til betri vegar. Óg svo er ótalið það mikilvæg- asta. Fyrir áratug var þessi borg svo til alveg laus við þá spillingu sem einkennir flestar stórborgir. En það var nú þá. Síðan hefir gerzt ýmislegt óskemmtilegt. Um það allt get ég þvi miður fátt eitt sagt, þar sem fæst af því mikii- Viðskiptavinir athugiö Breytt símanúmer okkar er 611991 og 611933 Wrigley's umboöið ÓLAFUR GUÐNASON HF. HEILDVERSLUN, AUSTURSTRÖND 3. vægasta er á yfirborðinu, þótt stundum örli þar á því. En það sem ég sé, það gefur tilefni til nokkurra athugasemda, sem ég mun koma að áður en lýkur. Miðjumáli Nú hefir það gerzt. Borgar- stjórnin hefir opinberlega sam- þykkt leyfi til hundahalds, með 11:5 atkvæðum. Þar með hafa logbrjótarnir haft sitt fram, að minnsta kosti í bili, og munu fá sina umbun samkvæmt þvi. Þeir menn, sem ekki hafa getað haldið uppi hundabanni, þeir ætla nú að halda uppi hundaleyfi!! Borgar- fulltrúarnir virðast halda að borg- ararnir séu fífl. En það er of snemmt að skrifa eftirmála. Borgarfulltrúarnir gerðu í reynd gott betur. Þeir samþykktu í sömu andránni hundahaldsbann, með 21 samhljóöa atkvæði. Mér hefir þvi skjátlazt. Þeir álíta ekki að við séum fífl, heldur að við sé- um algjör fífl, fávitar. Nei, nei, segja þeir. Við erum bara svona miklir geiarar! Við getum það sem lögreglan getur ekki: tekið hund- ana. Borgarfulltrúarnir eru semsé allir komnir í Matthildi. Þeir sem ekki eru í henni hljóta hinsvegar að álykta, að fyrsta skrefið i mál- inu ætti að vera það, að gefa lög- reglunni með lögum eða dómi vald til þess að taka hundana hvar sem til þeirra næst, einnig á heimilum afbrotafólksins. Hinn 6.7. birti Mbl. efni Egils- staðasamþykktar borgarstjórnar- innar. Lesningin er enginn viku- skammtur handa lesendum blaðs- ins, heldur lesning sem taka má fram og njóta allt árið. Offorsið gegn hundaeigendunum er svo grimmilegt að „borgarstjórn getur afturkallað leyfið ef brotið er gegn þessum reglum". Og hvað svo? Svo situr allt við það sama, allt sem skiptir máli. Borgarstjórnin fær náttúrlega langt nef frá ólöghlýð- num hundaeigendum hér eftir eins og hingað til, þvi að hundarnir eru nákvæmlega jafn óhultir eftir sem áður. Lömunarveikin, sem smám saman hefir heltekið vilja og mátt borgarstjórnarinnar, er með öllu ólæknuð, sennilega óiæknandi meðan Alberts nýtur við. Það gild- ir því að njóta daganna, meðan þeir eru góðir, finnst þessum mönnum, sem sumir munu vera varamenn, og slá öllu upp í grín, eins og samþykktin ber með sér. Það er mín skoðun, að þessu máli sé alls ekki lokið, en að því ljúki samt löngu innan þessara fjögurra ára, sem borgarstjórnin er að fíflast með. Ég álít að eftir sé að segja siðasta orðið í málinu. Það orð verði sagt. Á þeim degi muni fegurðarskyn bo'garfulltrú- anna skýrast til muna. Á þeim degi munu þeir sjá. að þessi borr Davíðs er fogu' borg. Og þeir munu sjá, að Mosfellssveitin er fögur sveit, hæf ír hennar og I í s- ar, og sömuleiðis Reykjaness. .<tg- inn með fjöll og hamra. í sæld Einu sinr \ ar borg Davíðs, sem ekki hafð; þrkkt sinn vitj i íar- tiflia lún var þurrkuð af landa- b/é"inu R st'rnar fengu nýtt r.afn: At ia Capitolina. En í dag geu borg.rfulltrúarnir í Reykja- vík , agt: Ckkert slíkt bíður borgar okka- Davíðs. Það hefir okkur tek- izt að sanna með 21 samhljóða st- kvæði. Við höfum leyft það sem var bannað, og bannað það sem við sjálfir höfum leyft Við höfum því öll fundið öru^'ga borg. ó, Mat- hilde! Einu sinni réð nafn þitt miklu ríki á ítalíu. IIú hefir það öðlazt ríki hér. 0, Reykjavík! 0, Matthildur! Veröld sem var? í góðu Upp á síðkastið hefir mér vaxið skilningur á því, hvers vegna Al- bert elskar tíkina svona heitt. Þetta hefir samt ekki vakið mér neina umtalsverða samúð með af- stöðu hans í hundamálinu, eða hegðun. Dr. Benjamía Eiríksson er bag- frædingur, hnnn var um árabil rádunaatur ríkisstjóraa um efna- hagsmál og bankastjóri Fram- kræmdabaaka íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.