Morgunblaðið - 25.07.1984, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 1984
Næg marktækifæri
en mörkin vantaði
Fratn og Breiðablik geröu
markalaust jafntefli í 1. deíldinní
á Laugardalsvellinum á ménu-
dagskvðldiö enis og við skýröum
stuttlega frá í blaoinu í gær.
Talsvart var um góð marktæki-
færi í leiknum en hvorugu liðinu
tokst þó ad skora þannig að liðin
skiptu stigunum á milii sín.
Blikarnir áttu mun meira i fyrri
hálfleik og voru þá miklir klaufar
að skora ekki mark. Þaö vantaöí
ekki aö þeir reyndu aö skjóta á
markiö, en öll skot þeirra voru í
hærra lagi þannig aö Guömundur
Baldursson í marki Fram átti ekki í
erfiðleikum meö aö verja þau skot.
Guömundur stóö sig mjög vel í
markinu, en Blikarnir heföu aö
ósekju mátt reyna aö skjóta meira
niöri á markiö því völlurinn var
blautur og þá eru jaröarþoltar mun
hættulegri en hærri skot.
Guömundur var eini Frammar-
inn sem stóð upp úr í fyrri hálfleik.
Hjá Blikunum voru þeir Jón Ein-
arsson og Þorsteinn Hilmarsson
alltaf á fullri ferö, gáfust aldrei upp.
Vignir, Jóhann Grétarsson og
Guömundur Baldursson stóðu sig
einnig vel.
Mikiö dofnaöi yfir Blikaliöinu í
síðari hálfleik samfara því aö
Frammarar fóru aö láta melra aö
sér kveöa, sérstaklega um miöbik
hálfleiksins, en allt kom fyrir ekki.
Boltinn vildi ekki í netin í mörkun-
um.
Leikurinn var sæmilega vel leik-
inn nema hvaö hann var óþarflega
fast leikinn af hálfu nokkurra
leikmanna Fram. Ragnar örn Pét-
ursson, dómari leiksins, varð fimm
sinnum aö taka spjöldin úr vasa
sínum. Tvívegis fengu Frammarar
Fram - UBK
0:0
gult, Blikarnir fengu líka aö sjá þaö
gula í tvígang og undir lok leiksins
fékk Guömundur Baldursson
rauöa spjaldiö. Rétt ákvöröun hjá
Ragnari Erni en gula spjaldiö sem
Guömundur fékk í fyrri hálfleik var
mjög haröur dómur því þetta var
fyrsta brot Guðmundar en hins
vegar haföi hitt liöiö á vellinum
leikiö mjög fast en sloppiö viö
spjöldin.
EINKUNNAGJðFIN:
FRAM:
Guömundur Baldursson 8, Þorsteinn Þor-
steinsson 5, Sverrir Einarsson 7, Hafþór
Sveinjónsson 5, Þorsteinn Vilhjálmsson 5,
Kristinn Jónsson 6, Ómar Jóhannsson 6, Quð-
mundur Torfason 5, Guömundur Steinsson 5,
Viöar Þorkelsson 44, Rafn Rafnsson 5, örn
Valdimarsson (vm. á 71. mín.) 4, Bragl
Björnsson (vm. á 83 min.) lók of stutt.
BREWABUK:
Friðrik Friðriksson 6, Benedikt Guðmundsson
6, Ómar Rafnsson S, Loftur Ólafsson 5, Olafur
Björnsson 5, Vignir Baldursson 7, Þorstelnn
Hilmarsson 7, Jóhann Grétarsson 7, Jón Ein-
arsson 6, Guðmundur Baldursson 6, Sigurjón
Krlstjánsson 5, Magnús Magnusson (vm. á 57.
mín.) 4, Jðn Gunnar Bergs (vm. á 76. min.) lék
of stutt.
i stuttu máli
Laugardalsvöllur 1. deild
Fram — UBK 0:0
Gul spjöld: Guömundur Steinsson og Viðar
Þorkelsson úr Fram og Benedikt Guömunds-
son og Guömundur Baldursson úr Breiöabliki.
Rautt spjald: Guömundur Baldursson úr
MsaMM,
Dómari: Ragnar ðrn Pétursson og tókst hon-
um sæmilegaa upp í erfiðum leik
Ahortendur 611.
• Guðmundur Baldursson
Arnljótur skor-
aði tvö mörk
— er ísland sigraði Færeyjar 4:0
ARNLJÓTUR Davíðsson úr
Fram skorðai tvívegis fyrir is-
lenska drengjalandslíöiö í
knattspyrnu í gærkvöldi er það
sigraðí Færeyinga 4:0 á Norour-
landamótinu — en liðin léku á
Sauöárkróki.
Sigur íslenska liösins var mjög
öruggur — íslensku strákarnir
höfu yftrburði á öllum sviðum en
greinileg þreyta sat þó (þeim eft-
ir hinn erfiöa leik viö Svia í fyrra-
kvöld. Staöan í leikhléi í gær var
3:0.
i siðari hálfleiknum slökuöu is-
lensku leikmennirnir á og skor-
uðu aöeins eitt mark. Auk Arn-
Ijóts skoruðu þeir Rúnar Kristins-
son og Steinar Ingimundarson.
Nóg að gera hjá aganefnd KSÍ í gær:
Guðmundur Baldurs-
son í tveggja leikja bann
— Breiðablik aðvarað vegna kæru dómara
AGANEFND KSÍ samþykkti á
fundi sínum í gær aö senda stjórn
knattspyrnudeildar Breiðabliks
aðvörunarbréf vegna kæru Gísla
Guðmundssonar, dómara, en eft-
ir leik í Kópavoginum á dögunum
var drasli hent í Gísla. Breiða-
bliksmenn voru varaöir við því að
ef slíkt hentí aftur yrði dæmdur af
þeim einn heimaleikur.
Fundur aganefndar í gær var
langur og strangur en hvorki meira
né minna en 80 mál lágu fyrir
nefndinni. Fjöldi leikmanna var
Lið vikunnar
*N
Jónas Róbertsson
Þór (4)
Arsæll Kristjánsson
Þrótti (3)
Guðmundur Erlingsson
Þrótti (1)
Kristján Jónsson
Þrótti (3)
Valþór Sigþórsson
ÍBK (3)
Kristinn Guömundsson
Víkingi (2)
Ámundi Sigmundsson
Víkingi (3)
Ómar Torfason
Víkingi (2)
Heimir Karlsson
Víkingi (2)
HöröurJóhannsson
ÍA (3)
Ragnar Margeirsson
ÍBK (5)
dæmdur í bann. Aðeins tveir þeirra
voru úr 1. deild. Guðmundur Bald-
ursson, Breiðabliki, var dæmdur í
tveggja leikja bann: í einn leik
vegna 15 refsistiga og einn aö auki
fyrir brottrekstur, en hann var rek-
Stórsigur
sænsku strák-
anna á Dönum
SVÍAR sigruöu Dani 5:0 á Noröur-
landamóti drengjalandsliða f
knattspyrnu á Húsavík í gær-
kvöldi. Eins og tölurnar bera með
sér voru yfirburðir Svía miklir og
léku þeir sænsku frabæra
knattspyrnu. Höfðu mikla yfir-
buröi.
Sérstaklega voru þaö miöju-
mennírnir sænsku sem léku vel í
gær — þeir hreinlega „rúlluðu"
kollegum sínum í danska liðinu
upp í leiknum. Staðan var aöeins
1:0 í hálfleik en í síöari hálfleiknum
réöu dönsku leikmennirnir ekkert
viö Svía sem skoruöu fjórum sinn-
um.
Norðmenn og Finnar geröu
markalaust jafntefli í keppninni í
gær á Húsavík. Finnar voru
sterkari og áttu meöal annars
skalla í stöng á síðustu mínútu
leiksins.
Archibald
fertil
Barcelona
Skrifaöi undir í gær
Fri Bob Hennetiy, fréttamanni
Morgunblaðsins I Engfandi
ÞAÐ VAR staðfest í dag að Steve
Archibald, skoski landsliosmað-
urinn hjá Tottenham, hefði skrif-
að undir samning við spanska fé-
lagið Barcelona. Samningavið-
ræöur hafa staðið yfir í nokkurn
tíma — og loks var gengiö frá
málinu í gær. Kaupverð er í
kringum eina milljón sterlings-
punda.
Archibald, sem er 27 ára, skor-
aöi 28 mörk fyrir Spurs á siöasta
keppnistímabili, þrátt fyrir aö eiga
í útistööum viö framkvæmdastjór-
ann, Keith Burkínshaw, í vetur.
Þeir töluöust ekki við.
Archibald var keyptur til Tott-
enham á 830.000 pund frá Aber-
deen í maí 1980 og var hann dýr-
asti leikmaöur sem Keith Burk-
inshaw keyptí á tíma sínum sem
framkvæmdastjóri Spurs.
Morgunblaöiö/Simamynd Thomas Klenzle
„Uí.endingarnir" hans Benthaus
• „Útlendíngarnir" hjá Stuttgart ó fyrstu æfingu fólagins eftir sumarfrí ásamt Helmut Benthaus
þjálfara. Vinstra megin Asgeir Sígurvinsson og til hægri belgfski landsliösmaðurinn Nico Claesen sem
félagið keypti nýlega.
inn útaf í leiknum gegn Fram i
fyrrakvöld.
Guðmundur Torfason, Fram, var
einnig dæmdur í eins leiks bann,
vegna brottreksturs, en hann var
rekinn af velli gegn Þrótti á dögun-
um. Guðmundur Torfason missir
því af leik Fram og KR á laugar-
daginn og nafni hans Baldursson
missir af leikjum Breiðabliks vlö
ÍBK og Víking. Hann getur hins
vegar leikiö gegn Þór á föstu-
dagskvöldið þar sem bannlö tekur
ekki gildi fyrr en um hádegi á laug-
ardag.
Þrír leikmenn úr 2. deild fóru í
bann i gær: Óli Agnarsson, KS, í
tvo leiki vegna 15 refsistiga, Ólafur
Jóhannesson, Skallagrími, í einn
leik vegna brottreksturs, og Aðal-
björn Björnsson, Einherja, í einn
leik vegna brottreksturs.
Staðan í
Sjómannagolf
úti í Eyjum!
VMtmannMyium, 24. luli
Nú á laugardaginn veröur
haldin í Vestmannaeyjum sér-
stök opin golfkeppni fyrir þá
sjómenn og útgerðarmenn
hvaðanæva af landinu »em
hafa fengið golfbakteríuna í
blóðið með saltinu. Keppnin
hefst kl. 13 é laugardag á
golfvellinum i Herjólfsdal og
verða leiknar 18 holur með og
án forgjafar. Um kvöldið verð-
ur verðlaunaafhending og
kvðldveröur í samkomuhús-
inu. Fjölmörg glæsileg verð-
laun veroa í boði og sérstðk
aflaverðlaun. Aöstandendur
keppninnar taka það sérstak-
lega fram að ekkert kvótakerf i
veröi sett é hðgg og holur.
— hkj.
1.1 deild
ÍA 12 10 1 1 22« 31
ÍBK 12 6 3 3 14:10 21
Þróttur 12 4 6 2 13:10 18
Víkingur 12 4 4 4 21:20 16
Valur 12 3 5 4 11:10 14
KA 12 3 4 5 18:23 13
Fam 12 3 3 6 13:15 12
Breiðablik 12 2 6 4 10:12 12
KR 12 2 6 4 11:19 12
Þór 12 3 2 7 14:19 11
Næsti leikur verður á fimmtu-
daginn og leika þá Þróttur og
Keflavík á Laugardalsvelli og
hefst leikurínn kl. 20.