Morgunblaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1984 Tún ekki umferð- arhæf vegna bleytu Borg, Miklaholtxhreppi, 25. júlí. HELDUR er nú vedráttan erfið fyrir heyskapinn þótt hlýir og mildir dag- ar séu. Undanfarandi daga hefur verið hér töluverð úrkoma og suraa daga ekki hægt að sinna heyskap. Þau tún, sem eru raklend, eru nú ekki umferðarhæf með heyvinnslu- vélar. Grasið fer að tréna og ef ekki bregður til betri tíðar innan skamms skapast hér á sunnanverðu Snæ- fellsnesi vandræðaástand við hey- skapinn. Samkvæmt upplýsingum, sem fréttaritari Mbl. hefur fengið frá Hjarðarfelli, þar sem úrkomu- mælar eru, var úrkoman í maí 175 mm en í júní 116 mm. Sumir bændur hafa tekið það ráð til að komast um blautu túnin, að breyta hjólabúnaði dráttarvéla sinna og heyvagna. Hafa þeir sett tvöfald- an hjólabúnað á dráttarvélarnar og stærri hjól á heyvagnana. Við, sem búum nú við þessa miklu úr- komu sumar eftir sumar, erum orðnir langeygðir eftir sólardög- um, sem sumir landsmenn hafa fengið í meiri mæli en oft áður. - Páll. Heimsmeistaramót 20 áraogyngri ískák: Karl Þorsteins fulltrúi íslands Þingvallavegur: Nýja slitlagið ligg- ur undir skemmdum Vegaframkvæmdir við Þingvalla- veg hafa legið niðri að undanförnu vegna vætutíðar, en í suraar hafði verið áætlað að leggja bundið slitlag á 3 km kafla, frá Stardal upp að Bugðu. Búið var að leggja um 2,3 km þegar miklar rigningar fóru að tefja framkvæmdir og er nú talið að sá kafli liggi undir skemmdum vegna FÆREYSK hjón og sjö ára barna- barn þeirra sluppu að mestu ómeidd er bifreið, sem þau voru á ferðalagi í, fór út af vegi og valt niður sex metra háan kant og niður í á sem þar var fyrir neðan. Gerðist þetta nálægt Skjöldólfsstöðum á Jökuldal. Að sögn lögreglunnar á Egils- stöðum barst tilkynning um óhappið um klukkan 17.45 og var þá þegar farið á staðinn. Bílstjór- inn hafði misst vald á bifreiðinni með fyrrgreindum afleiðingum og lenti hann á hliðinni. bleytu. Hákon Sigtryggsson, tækni- fræðingur hjá Vegagerðinni, sagði í samtali við Morgunblaðið, að efnið í veginum þyldi ekki svona mikla rigningu, eins og verið hefur að undanförnu. Umferð hefði ver- ið hleypt framhjá, á gamla veginn við Bugðu, en ekið hefði verið á Síðast þegar Morgunblaðiö fregnaöi voru hjónin stödd á heilsugæslustöðinni á Egilsstöð- um ásamt barninu. Hafði konan handleggsbrotnað og skorist á höfði, en eiginmaður hennar slapp að mestu án áverka. Ekki var að fullu búið að kanna lfðan barnsins en það virtist ekki hafa slasast að ráði. Þegar slysið varð voru hjónin í bílbeltum í framsætum en barnið sat í aftursæti bifreiðarinnar. þeim kafla sem búið var að leggja og væri hann nú skemmdur. Há- kon sagði ennfremur, að þeir vega- gerðarmenn biðu nú eftir góðu veðri, til að geta lokið fram- kvæmdum og gert við þann kafla sem skemmst hefði og væru þeir orðnir þreyttir á biðinni eftir sól og góðu veðri, eins og reyndar aðr- ir sunnanlands. Hjá Rögnvaldi Jónssyni, deild- arverkfræðingi hjá Vegagerðinni, fengust þær upplýsingar, að fyrir- hugaðar væru breytingar á veg- arstæði Þingvallavegar, frá Kjós- arskarösvegi að Mókotsá, og verð- ur vegurinn þá færður norðar frá því sem nú er og styttist hann nokkuð við þær framkvæmdir. Fjárveiting til Þingvallavegar á þessu ári var um 11 milljónir króna, næsta ár er áætluð fjár- veiting 16,8 milljónir og 1986 er áætluð fjárveiting um 14 milljónir króna. Rögnvaldur sagði að end- anlegri kostnaðaráætlun við Þing- vallaveg væri ekki lokið og því væri enn ekki ljóst hvort þessi fjárveiting dugar, en áætlað væri að ljúka endanlegri kostnaðar- áætlun á vetri komanda. í BYRJUN ágústmánaðar hefst í Kiljava í Finnlandi heimsmeistara- mót unglinga undir tuttugu ára aldri í skák. Fulltrúi íslands í þessari keppni verður Karl Þorsteins en keppendur verða hvaðanæva úr heiminum. í fyrra var þetta mót haldið í Frakklandi en þá gátu íslendingar ekki sent þátttakanda vegna þess að á sama tíma var haldið geysi- öflugt mót í Chicago þar sem öfl- ugri skákmenn okkar af yngri kynslóðinni voru staddir til að halda uppi merki okkar. I samtali við Morgunblaðið sagði Karl að þetta mót væri geysiiega sterkt og að líkindum yrðu þarna samankomnir margir sterkustu skákmenn af yngri kynslóðinni. Fyrirkomulag mótsins er þann- ig að tefldar verða 13 umferðir eftir Monrad-kerfi og verður um- hugsunartími á fyrstu 40 leikina tvær og hálf klukkustund. Fyrsta sætið í mótinu veitir alþjóðlegan meistaratitil og einn áfanga að stórmeistaratitli. Þátttakendur verða einn frá hverju landi, nema frá Sovétríkjunum koma tveir keppendur. Ekki er enn ljóst hvaða keppendur það verða sem Sovétmenn senda til leiks en þeir hafa verið ákaflega sigursælir á þessu móti. Karl sagðist vera sæmilega und- ir mótið búinn og vonaðist til að geta teflt sig í ham og reyna þann- ig að losna úr þeim álögum sem Islendingar hafa verið í á þessu móti, en þeim hefur ekki vegnað sem best og aldrei lent ofar en í fimmta sæti. Karl Þorsteins Hestamaður slasaðist í Keflavík nyrðri SAUTJÁN ára piltur, sem var á ferd með hestamönnum í Kefla- vík nyrðra, austan Gjögurtáar, slasaðist talsvert á höfði þegar hann féll af hestbaki þar í fjall- inu og lenti í stórgrýtisurð. Fengin var þyrla björgunarsveit- arinnar á Keflavíkurflugvelli til að flytja piltinn á sjúkrahús á Akureyri. Pilturinn var í hópi hesta- manna frá Akureyri og úr Grýtu- bakkahreppi þegar hesturinn steypti honum af baki. Á meðan félagar hans hlúðu að honum komst einn hestamannanna í björgunarskýli SVFÍ í Keflavík og sendi út neyðarkall. Vegna bilunar í loftskeytastöðinni í Grímsey heyrðist kallið ekki á Siglufirði en það heyrðist hins vegar um borð í togaranum Svalbak, sem var að toga á Strandagrunni. Var haft sam- band við Ísafjarðarradíó frá tog- aranum og hjálparbeiðninni komið áfram þaðan til Slysa- varnafélagsins í Reykjavík. Þannig háttar til í Keflavík, að þangað er erfitt að komast á sjó eða landi og var því talið fljótleg- ast og öruggast að fá þyrlu frá varnarliðinu. Var hún komin á slysstaðinn eftir um tvær klukkustundir og skömmu síðar var pilturinn kominn undir lækmshendur á Akureyri. Hann reyndist óbrotinn en talsvert skorinn og marinn í andliti á SVFÍ08 ^ 8kV' Upplýsin^m Jón Finnsson seldur til Chile Gísli Jóhannesson, eigandi skipsins, hyggst kaupa stærra skip til loðnuveiða GÍSLI Jóhannesson, skipstjóri og eigandi nótaskipsins Jóns Finns- sonar RE 506, hefur nú undirritað samning um sölu i skipinu til Chile. Hafa sömu aðilar falazt eftir fjórum nótaskipum hér alls, en ekki munu samningar um sölu á fleiri skipum hafa verið undirritað- ir. Að sögn Gísla hefur hann f hyggju að kaupa nýtt 1.000 lesta sérsmíðað loðnuskip bér heima f stað Jóns Finnssonar. Gísli sagði í samtali við Morg- unblaðið, að samkvæmt samn- ingum ætti að afhenda skipið í janúar á næsta ári, en hann hefði verið undirritaður með því skilyrði að fyrir 30. ágúst yrðu kaupendur búnir að setja full- nægjandi tryggiagu fyrir kaup- verðinu, sem hann vildi ekki gefa upp. Ástæða þess, að hann seldi Jón Finnsson væri sú, að hann hefði gengið með það í maganum í 15 ár að komast yfir 1.000 lesta loðnuskip, sem væri hagstæðara í rekstri en Jón. Litlu skipin eyddu allt að helmingi meiri olíu á hverja hráefnislest en hin stærri og nú skipti olíusparnað- urinn nær öllu máli. Hann tryði ekki að sér yrði synjað um stækkun, bæði vegna þess, að hann hefði nú stundað sjóinn f 45 ár og ennfremur vegna þess, að loðnustofninn væri ekkert á vonarvöl. Hann vildi helzt láta byggja fyrir sig hér innanlands, einfaldan og ódýran bát, aðeins fyrir eitt veiðarfæri. Jón Finnsson RE 506 er orðinn 15 ára gamall og er 311 lestir að stærð en ber um 600 lestir af loðnu. Hann var keyptur notaður Jón Finnsson RE 506 i loðnuveiðum. þriggja ára gamall 1972 frá Nor- egi og síðan hefur hann verið yf- irbyggður, brúin hækkuð, skipt um vél og hliðarskrúfum bætt við. Gfsli sagði, að hefði hann átt skipið áfram hefðu enn frekari breytingar staðið fyrir dyrum næstu eitt til tvö árin. Hann hefði verið með skipið á loðnu, síld, netum og línu frá því hann var keyptur, en aöeins loðnan hefði skilað einhverju og því væri hann að huga að því að stækka við sig á loðnunni. Hann myndi brölta í þessu meðan hann stæði á löppunum. Það væri öruggt mál. Gísli sagði ennfremur, að kaupendur skipsins teldu sig geta fiskað 40.000 til 50.000 lestir á ári á skipið og þeir fengju 35 dollara (rúmar 1.000 krónur) fyrir hverja lest upp úr sjó. Það væri víst aðallega ansjósa og einhver önnur kykvendi, sem þeir veiddu í bræðslu. Jökuldalur: Valt niöur í ána
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.