Morgunblaðið - 26.07.1984, Síða 5

Morgunblaðið - 26.07.1984, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1984 5 Kolaveiðar í dragnót á Faxaflóa: Tæpar 450 lest- ir komnar á land — Baldur KE með 70 lestir Kartöfluinnflutningurinn í sumar: Einkafyrirtæki fluttu inn 600 tonn af kartöflum KOLAVEIÐI í dragnót i Faxaflóa hefur veriö mjög góð síðan hún hófst þann 15. þessa mánaðar. Á mánudag voru alls komnar um 450 lestir á land af 1.500 lesta heildarkvóta. 10 bátar frá vinnslustöðvum i Akra- ncsi, Reykjavík, Hafnarfirði, Njarð- vík og Keflavík hafa leyfi til veið- anna og var aflahæsti báturinn kom- inn með tæpar 70 lestir á mánudag. Fyrirkomulag veiðanna er með þeim hætti auk heildarkvóta og veiðileyfa, að botnfiskur í afla við- komandi báta má ekki fara upp fyrir 15% af heildaraflanum mið- að við hverja viku í senn. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur nær allur afli bát- anna verið fallegur koli, aðeins upp í 10% af botnfiski. Þórir Ólafsson, verkstjóri hjá Baldri í Keflavík, sem gerir út samnefnd- an bát, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að veiðin hefði gengið mjög vel og allt að 90% aflans væri hreinn koli og mjög góður. örlítið slæddist með af þorski og væri hann að meðaltali 8 til 10 kíló að þyngd slægður. Einnig væri smávegis af smálúðu í aflan- um. Á mánudag var afli bátanna 10 eftir því sem næst var komist sem hér segir: Baldur KE, 6S,5 lestir, Reykjaborg RE, 67,2 lestir, Vikar Ráðstefna Ároastofnunar: Tíu erindi varðandi Sturlu Á RÁIXSTEFNU Árnastofnunar um næstu helgi um Sturlu Þórðarson verða haldin tíu erindi varðandi Sturhi. Fyrirlesarar og efni fyrirlestr- anna eru þessi: Marleni Ciklamini: Sturla Sig- hvatsson’s chieftaincy. A Moral Probe. Finnbogi Guðmundsson: Gripið niður i íslendinga sögu Sturlu Þórðarsonar. Guðrún Ása Grimsdóttir: Um sárafar manna i Islendinga sögu. Gunnar Karlsson: Siðamat íslendinga sögu. Helgi Þorláksson: Sturla Þórðarson — þjóðfrelsishetja? Hermann Páls- son: Kveðskapur Sturlu Þórðar- sonar. Jónas Kristjánsson: Islend- inga sögur og Sturlunga. Saman- burður nokkurra einkenna og efn- isatriða. Magnús Stefánsson: Sturla Þórðarson og norska kon- ungsvaldið. Stefán Karlsson: Al- fræði Sturlu Þórðarsonar. Sveinbjörn Rafnsson: Um Staða- hólsmál Sturlu Þórðarsonar. Ráðstefnan er haldin af því til- efni, að á þessu ári eru liðin 700 ár frá dauða Sturlu Þórðarsonar og 770 ár frá fæðingu hans. Ráðstefn- an verður haldin í hátíðarsal Há- skóla Islands og hefst klukkan 10 á laugardaginn, 28. júlí. Hún stend- ur til klukkan 16 þann dag og dag- inn eftir. Gömul djúp- sprengja gerð óvirk Sprengjusérfræðingar Land- helgisgæslunnar sprengdu í fyrra- dag á Reyðarfirði gamla djúp- sprengju, sem kom í vörpu báts. Duflið var breskt og kom í vörp- una á austurkantinum á Lónsdýpi. Að sögn Sigurðar Árnasonar hjá Gæslunni er allt eins líklegt að sprengjan hafi komið upp á yfir- borðið áður en verið kastað í sjó- inn á ný. Árnason KE, 59,6 lestir, Aðalbjörg RE, 54,4 lestir, Guðbjörg RE, 50,4 lestir, Aðalbjörg II RE, 43,5 lestir, Ægir Jóhannsson ÞH, 42 lestir, Reynir AK, 34 lestir og Farsæll GK rúmar 20 lestir. Tíundi bátur- inn er Þorsteinn HF, en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins hóf hann ekki veiðar fyrr en í byrjun þessarar viku og ekki fékkst uppgefið hver afli hans væri. Morgunblaðiö/Guðjón. Gert að kolanum um borð í Baldri KE. UM 600 tonn af kartöflum hafa ver- ið flutt til landsins á vegum sex einkafyrirtækja í sumar. Innflutn- ingur Grænmetisverslunar landbún- aðarins á sama tíma, tæpum þremur mánuðum, hefur dregist saman frá síðasta ári um sama magn, að sögn Guðmundar Sigþórssonar, skrif- stofustjóra í landbúnaðarráðu- neytinu. Innanlandsneyslan er talin vera 700—800 tonn á mánuði. Innflutningi kartaflna á vegum einkafyrirtækja hefur nú verið hætt enda fer að styttast í að nýj- ar íslenskrar kartöflur komi á markað. Fyrirtækin og Grænmet- isverslun landbúnaðarins munu og liggja með einhverjar birgðir. Kartöflur, sem hafa verið á boðstólum í sumar, hafa reynst misjafnlega góðar eins og við var að búast. „Verðið hefur sömuleiðis verið misjafnt," sagði Guðmundur Sigþórsson, „það var býsna hátt á tímabili en nánari samanburður á verði kartaflna, sem fluttar voru inn á vegum einkafyrirtækja og þeirra, sem fluttar voru inn á veg- um ríkisins liggur ekki endanlega fyrir hér í ráðuneytinu." NÆLDU ÞER I BITA ÁÐUR EN ALLT KLÁRAST Eins og viö höfum sagt frá er Unol eins árs um þessar mundir. Af því tilefni buðum viö til afmælisveislu þar sem Unol er boöinn á sérstöku afmælisverði. Mjög margir gestir hafa komið í l/no/veisluna og notfært sér afmælistilboðið. Nú dregur að lokum veislunnar og krásirnar að ganga til þurrðar. Unol BASIC Kr. 218.000.- aoMnmmB MEST SELDIBILL Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.