Morgunblaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLADID, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1984 15 Hjaltasyni, yfirverkstjóra hjá Hraðfrystihúsinu hf., viðurkenn- ingarskjal í lok ræðu sinnar. I þakkarávarpi sem Einar Garðar flutti sagði hann m.a. að fyrir sig og starfsfólk Hraðfrysti- hússins væri viðurkenningar- skjalið jafnvirði fimmfaldrar þyngdar sinnar í gulli. Hann sagði að starfsfólkið hefði unnið markvisst að því að bæta gæði hráefnisins og skila fullkominni vinnu, viðurkenningin sýndi að því marki væri náð. Hann þakk- aði Magnúsi fyrir að koma alla leið frá Ameríku til að veita þeim þessa viðurkenningu. Hann gat einnig Guðna Kristins Gunnars- sonar, sem ni! w nýlátinn, en hann starfaf -rum saman að gæðamálum fyrir Coldwater og hvatti stöðugt íslenskt i'sk- vinnslufólk til að gæta voðu sinnar. Einar Garðar sagði jafnframt i stuttu spjalli við fréttaritara Morgunblaðsins, að hann hefði alla tið lagt megin áherslu á gæði. „Ég þori bara ekki öðru, hvað heldur þú að fólkið mitt segði ef ég stæði mig ekki," sagði Einar, en hann er sonur Hjalta Einarssonar hjá SH, afi hans er Einar Guðfinnsson í Bolungarvik og föðurbróðir hans er Guðfinnur Einarsson, stjórnarformaður Coldwater Seafood. „Maður er al- inn upp við umræðu um fisk og hverju fiskstykki sem maður sporðrenndi í eldhúsinu heima fylgdi áminning frá pabba um vöndun. En besta gæslan er fræðslan," sagði Einar Garðar, „og þar er mikilvægt að gott sam- starf sé milli allra aðila. Og hvort sem menn gera sér grein fyrir því eða ekki, þá er nefið mikilvæg- asta líffærið hjá því fólki sem leggur grundvöllinn að efnahag þessarar þjóðar," sagði þessi ungi og áhugasami verkstjóri í Hraðfrystihúsinu hf. i Hnifsdal að lokum. Úlfar. Kjaradeila BSRB: Fundurí næstu viku „ÉG ER búinn aö hafa samband viA báða aðila og geri ráð fyrir að það verði fundur um miðja naestu viku," sagði Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáUasemjari er Morgunblaðið innti hann eftir því hvort hann væri búinn að boða fund með Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja og ríkisvaldinu. Eins og sagt hefur verið frá i fréttum vísaði BSRB málinu til rík- issáttasemjara, strax og bandalagið hafði tekið ákvörðun um að segja upp kjarasamningi sinum. Akvæði eru um það, að hvor aðila geti vísað kjaradeilum til rikissáttasemjara, ef þeim býður svo við horfa. Guðlaugur sagði ekki komna nákvæma tímasetningu á fundinn, en hann yrði um miðja vikuna, fjar- vistir og annað gerðu það að verk- um að af fundi gæti ekki orðið fyrr. Amarnesvegur: I athugun að færa vegarstæði ÍBÚAR í Seljahverft og vfðar í Reykja- vík hafa lýst yfir andstöðu við fyrir- hugað vegarstsði Arnarnesvegar, sem þeir telja eyðileggja útivistarsvæði vift jaðar íbúðahverfanna. ólafur R. Oýrmundsson er einn af talsmönnum íbúa i Seljahverfi og sagði hann i samtali við Mbl. að þeir hefðu haft samband við borg- arstjóra. Hann hefði tjáð þeim að málið væri í athugun hjá borgar- stjórn Reykjavíkur, en hún væri ekki ánægð með þá tillögu, sem kom frá skipulagsstjóra um að færa veg- inn til. Ólafur kvað tilfærslu vegar- ins ekki nógu róttæka, en helst vilja fbúar að vegurinn verði færður upp á Vatnsendahæð eða yfir hana. — Verða snjóþyngsli á veginum ekki meiri ef hann er fluttur svo ofarlega? „Nei, því fer víðs fjarri," svaraði Ólafur. „Við íbúar hér í Seljahverfi vitum það af reynslu, að sá vegur, sem liggur nú yfir Vatnsendahæð, teppist afar sjaldan, en hins vegar eru oft miklir erfiðleikar vegna snjóa neðan i hliðunum. Vegurinn myndi, að öllu óbreyttu, liggja allt of nálægt byggð. Breytingartillagan er að vísu til nokkurra bóta, en þó svo að vegurinn myndi liggja 80—100 metra frá byggð, þá er það ekki nóg þegar um er að ræða jafn mikla umferð og þarna verður. Við vissum fyrir löngu, að hér yrði ein- hvers staðar vegur, en þá var talað um að þetta yrði svokölluð tengi- braut, sem er minni háttar vegur. Síðan kemur fram í skipulagi i vet- ur, að þetta á að vera stofnbraut, sem er þjóðvegur með miklu meiri umferðarþunga. Ég veit, að Nátt- úruverndarráð er með þetta i at- hugun líkt og borgarstjórn og ég vona að þetta leysist. Hitt er svo staðreynd, að staðsetning vegarins er gróf skipulagsmistök. Hann átti að vera neðar þar sem Jaðarsel liggur núna og þvi átti ekki að byggja hér efst i hverfinu. Siðan var ákveðið að úthluta lóðum upp i Vatnsendahæðina og þá var þessum vegi bara ýtt á pappírunum. En nú er þetta sem sagt í biðstöðu, en við vonumst til að eftir beiðni borgar- stjórnar verði þetta tekið til miklu ýtarlegri skoðunar hjá skipulags- stjóra," sagði ólafur R. Dýr- mundsson að lokum. Hárgreiðslu- sveinar funda áfram í dag NÝR fundur með hárgreiðslu- sveinum og hárgreiðslumeisturum hefur verið boðaður í dag klukkan 13.00. Síðasti fundur með deiluað- ilum var haldinn á þriðjudaginn og var árangurslaus. Hárgreiðslusveinar hafa boðað verkfall á morgun og aftur föstu- daginn 3. ágúst hafi samningar ekki tekist. J\jg\ýsingsL- síminn er 2 24 80 !Tc*<í „ Ste,nV MEIMHATTAH KASSÍTTA MEÐ 20 TOPPLÚÚUM í tilefni þess aö Steinar hf. hafa nú gefiö út 100 íslenskar hljómplötur, hefur 20 lögum af þessum 100 plöt- um veriö safnaö saman og gefin út á kassettu eingöngu. Nú þegar verslunarmannahelgin er framundan, er kjöriö aö fá sér hina stórgóöu kassettu Á 100, sem inniheldur 20 íslensk úr- valslög meö flestu vinsælasta popptónlistarfólki landsins. Á 100 er sannarlega kassetta, sem snúast mun á hundraoi í kassettutækjum landsmanna á næstunni. Grai«' svcarf^'* r.„«ter °...ir\on 0**s2í** Á 100 er pottþétt eínn besti feröafélaginn sem kostur er á og veröiö er alveg hlægilega lágt, aö- eins kr. 349 KARI Sendum í póstkröfu Sími 11620. Hljómf. Austursti Rauðarár Plötuklúbb lötudeild ;æti 22, , Glæsibæ, Marz Hafnarf irði. r/póstkröfusími 11620. SumarpaKKarnir oKKar eru sér útbúnir fyrirOpel, GtA, Isuzu og V/auxhall bíla. Komið við á leið úr bænum í þjónustumiðstöð Bílvangs sf. að MöfðabaKKa 9. 5endum hv/ert á land sem er. Hringið í síma: 84710, 84245. Sumarpakkinn inniheldur: Kerti — kweikjulok — platínur (hamar) reim(ar) - tvist - splendo töflur. Sumarpakkarnirkosta frá 600-950.00 kr. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.