Morgunblaðið - 26.07.1984, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 26.07.1984, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1984 17 Pétur Ottesen, IngóKur Jónsson, Ólafur Tbors og Bjarni Benediktsson í fimmtugsafmæli Ingólfs 15. maí 1959. uð góða aðstöðu til að fylgjast með störfum Ingólfs í alþingishúsinu og stjórnarráðinu. Það er þess vegna af eigin reynslu en ekki af- spurn að ég sæmi hann tignarheit- inu atgerfismaður. Það er þó ekki svo, að við Ingólfur værum eigin- legir samherjar á lífsleiðinni, nema þá helst innra með okkur. Ég var ritstjóri blaðs hans i tiu ár, hann i foringjasveit Sjálfstæðis- flokksins, ég utanflokka og oft fjarri þvi að vera honum sam- mála. Stundum skarst svo i odda milli okkar, að almenningur varð þess greinilega var. Aldrei skekkt- ist þó á grunni rótgróin vinátta okkar. Eftir hvurn árekstur sætt- umst við heilum sáttum og tók- umst hlæjandi f hendur. Svo hátt bar Ingólf við loft á stjórnmálahimninum, að mér finnst við fráfall hans núna sem hruninn sé einn af tindum Austur- fjallanna. Hann var svo heil- steyptur og mikið göfugmenni, að hvurgi i hans þykku ævisögu vikur hann kuldalegu orði, hvað þá óvildarorði, að stjórnmálaand- stæðingi né heldur nokkrum sam- ferðamanna sinna. Ég hef hvorki aðstöðu né löngun til þess að kanna baksvið þjóð- málasögunnar. Eitt veit ég þó fyrir vist: Ingólfur á Hellu hafði ekkert að fela. Hann starfaði af fádæma atorku fyrir opnum tjöld- um og óskaði þess að standa eða falli með verkum sinum. Og hann vildi ekki heyja stjórnmálabarátt- una svo lengi, að hætta yrði á að honum förlaðist vegna aldurs eða heilsubrests. Þess vegna dró hann sig út úr orrahriðinni löngu áður en samherjar hans töldu tima- bært. Að lokum votta ég afbragðskon- unni Evu Jónsdóttur, eiginkonu Ingólfs, börnum þeirra, barna- börnum og öllu venslafólkinu dýpstu samúð mína. Guðmundur Daníelsson „Hvorki fyr’ir hefð né valdi hopar dauðinn eitt strik, fæst sizt með fögru gjaldi frestur um augnablik." Orð spekingsins mikla, sr. Hall- gríms Péturssonar, eru eilíf og óendanleg. Nú rifjast þau upp við fráfall Ingólfs Jónssonar á Hellu. Enginn má sköpum renna. Allt sem kallaðist endalok var samt svo fjarri i samskiptum við Ingólf á Hellu. Allt var svo bjart, allt var hægt að framkvæma þegar maður fékk að vera í návist þessa mikla höfðingja sem vann sér traust al- mennings og fór með það vald af þeirri snilli sem ekki verður ann- ars staðar til jafnað: Það væri mikil heimska af mér ef ég ætlaði mér nú við lok lifsfer- ils Ingólfs á Hellu, að segja margt um stórbrotna ævi hans. Ég hefi hinsvegar margt aö þakka að leið- arlokum. Þakka vináttuna, for- ustu í málum Suðurlands og stað- fasta stöðu i pólitiskum félags- skap. Fjölskylda mín þakkar hinum látna traust og vináttu gegnum árin um leið og við vottum konu hans og börnum einlæga samúð. Gunnar Sigurðsson frá Seljatungu Með Ingólfi Jónssyni, fyrrum ráðherra, er genginn einn af bestu sonum íslands. Hann var litrikur stjórnmálamaður. Ingólfur hefur markað spor i ís- lensku þjóðlífi, hann var ætið reiðubúinn til að ljá hverju þvi máli lið, er til heilla horfði fyrir þjóðina. Hann hikaði aldrei við að gerast baráttumaður mála, þótt likleg væru að valda deilum, ef hann var sannfærður um, að þau stæðu til þjóðþrifa og stuðluðu að bættum hag þjóðar sinnar. Má þar meðal annars nefna stórkostlegar framkvæmdir i vegamálum, sem hann stóð fyrir sem samgöngu- ráðherra og þátt hans og áhuga fyrir orkufrekum iðnaði, en i við- ræðunefnd um hann átti Ingólfur sæti um 7 ára bil. Ingólfur Jónsson hafði frum- kvæði að þvi, að Keflavíkurvegur- inn var lagður og steyptur. Þegar honum gekk erfiðiega að fá fjár- veitingu til hans samdi hann við tslenska aðalverktaka sf., um að steypa veginn og lána fé til þeirra framkvæmda. Siðan náði hann með sinum dugnaði og þrautseigju fjárveitingum til endurgreiðslu á þessum lánum á nokkrum árum. Þetta var fyrsta varanlega þjóð- vegagerð á íslandi og hefði þessi framkvæmd áreiðanlega dregist um fjölda ára, ef Ingólfur hefði ekki með sínum þrótti og kjarki komið þvi máli í höfn. Ingólfur Jónsson fæddist i Rangárvallasýslu og voru foreldr- ar hans bæði Rangæingar i ættir fram. Ingólfur var trúr sínum heimahögum og hafði þar ætíð lögheimili, þótt störf hans gerðu honum búsetu f Reykjavík nauð- synlega. Ingólfur var kosinn al- þingismaður Rangæinga 1942 og sat á þingi um áratugi. Hann hafði gott samband við sína kjós- endur og dvaldi gjarnan á Hellu um helgar, lét hann aldrei veður hamla ferðum sínum. Ingólfur var framkvæmdastjóri Kaupfélagsins Þórs á Hellu frá stofnun þess 1935 til ársins 1959, i stjórn þess frá 1960 og stjórnar- formaður frá 1974. Hann hefur ætíð borið hag þess félags fyrir brjósti enda komið þvi úr engu f stórfyrirtæki. Kynni okkar Ingólfs hófust 1940 og urðu nánari þegar hann var skipaður formaður kjötverðlags- nefndar 1942 og ég gerðist sam- starfsmaður hans. Ingólfur var þá ódeigur sem ávallt síðar. Honum þótti hlutur bænda ekki nógu góður og lagði til að verð á kjöti yrði hækkað veru- lega til að rétta þeirra hag. Stóð hann þá og ætið siðan vörð um hagsmuni bænda. Þegar Áburðarverksmiðjan var stofnuð var hún í fyrstu hlutafé- lag og féll það meðal annars i hlut okkar Ingólfs að safna hlutafé í félag, sem til þess var stofnað að kaupa hlutabréf i verksmiðjunni. Ingólfur var fulltrúi þess i stjórn verksmiðjunnar frá 1952, þar til hann gerðist landbúnaðarráð- herra 1959 og varð þá yfirmaður verksmiðjunnar. Ingólfur fylgdist náið með verð- lagningu áburðar hverju sinni eft- ir að hann varð ráðherra og ákvað jafnan að verðið skyldi lækkað frá tillögu stjórnar Áburðarverk- smiðjunnar, til að íþyngja ekki bændum. Leiðir okkar Ingólfs hafa legið saman um áratugaskeið og náin vinátta hefur verið með þeim hjónum og okkur Margréti. Við höfum notið gestrisni þeirra Ing- ólfs og Evu á þeirra heimili og við höfum haft þá ánægju að sjá þau oft heima hjá okkur. Talið barst jafnan að þjóðmálum og hvað mætti betur fara í okkar landi, framförum á sviði landbúnaðar, iðnaðar og sjávarútvegs, skóla- mála og menntunar. Áhugamál Ingólfs voru ótæmandi. Við hjónin vorum saman á ferðalögum erlendis. Þau ferðalög voru sérstaklega ánægjuleg. Ing- ólfur og Eva voru góðir ferðafé- lagar, glöð og hress og áhugasöm um að kynnast landi og þjóðum og vera í fallegu og hlýju umhverfi. Þær voru margar ánægjustund- irnar, sem við áttum saman. Ingólfur var svo lánsamur að eignast góða, trausta og myndar- lega konu, Evu Jónsdóttur, sem stóð ætíð sem klettur við hlið manns sins í hans viðamiklu og fjölþættu störfum. Þau eignuðust tvö mannvænleg börn, Guðlaugu, sem gift er Garðari ólafssyni, úr- smíðameistara, og Jón örn, hdl., sem giftur er Ástríði Jónsdóttur. Barnabörnin eru orðin sex og eitt barnabarnabarn og voru þau öll Ingólfi og Evu mjög kær og á nú Eva marga og trausta að. Við Margrét biðjum Evu, börn- um þeirra og fjölskyldu Guðs blessunar. Halldór H. Jónsson Deyrfé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. („Hávamál") Þessi orð komu mér í hug er ég frétti lát Ingólfs Jónssonar, fimmtudagskvöldið 18. júlf sl. Kveðja frá sjálfstæðismönnum Flúinn er dvergur, dáin hamratrðll, dauft er i sveitum, hnfpin þjóð i vanda. En lágum hlífir hulinn verndarkraftur, hólmanum, þar sem Gunnar sneri aftur. Rangárþing er vettvangur mikillar sögu. Rósin rjóða, sem blikaði við bleikan akur og fénaður i grænum haga kölluðu hetjuna á Hliðarenda á sfnum tíma á fund örlaga sinna. Eng- inn einn atburður lýsir betur þeim töfrum, er tengja manninn og sveitina. Þessir sömu töfrar hafa fléttað saman í einn þráð sögu Ingólfs Jónssonar og fram- farasögu Rangárþings á þessari öld. Ingólfur Jónsson var héraðs- höfðingi. Hann var ekki borinn til metorða. Þau voru ávöxtur einbeitts hugar og mikillar vinnu í þágu héraðsins og fólks- ins, sem þar hefur búið. Hann trúði á landið og skildi, hvað gera þurfti til þess að láta hjól framfaranna snúast, og hann valdi þann kost að ryðja braut- ina sjálfur. Þeir sem aka þjóðbrautina um Hellu veita athygli nýju og glæsilegu verslunarhúsi. Þar er kaupfélagið Þór. Þar hóf Ingólf- ur Jónsson ævistarf sitt fyrir hálfri öld og kraftur huga hans og handa var þar uns yfir lauk. Þó að hann væri kallaður til æðri starfa fyrir héraðið og þjóðina yfirgaf hann aldrei þessa lyftistöng sveitarinnar, er hann sjálfur hafði gert mikla. Það gat varla á annan veg far- ið en Ingólfur Jónsson veldist til trúnaðarstarfa. Atorka og höfð- ingslund gerðu hann sjálfkrafa og síðar fyrir Suðuriandskjör- dæmi. Forystustörf hans í þágu héraðsins stækkuðu og efldu sveit sjálfstæðismanna þar jafnt og þétt. Á Alþingi varð Ingólfur Jóns- son skjótt forvígismaður. Hann varð einn af hinum stóru klett- um í forystusveit Sjálfstæðis- flokksins. Þess sáust alls staðar merki þar sem Ingólfur kom við sögu og gilti einu hvort hann sat á þingbekkjum, í miðstjórn eða á ráðherrastól. Þannig varð starf hans smám saman í þágu þjóð- arinnar allrar. Ingólfur Jónsson átti sæti í ríkisstjórn íslands i nærfellt fimmtán ár. Það er næðingssamt á þeim Heklutindi íslenskra stjórnmála. Þann næðing stend- ur enginn af sér nema hann vinni til trausts með verkum sín- um. Það gerði Ingólfur frá Hellu. í ráðherratíð sinni hafði hann forystu um ræktun og framfarir í landbúnaði, rafvæðingu lands- ins og fyrstu átökin í varanlegri vegagerð. Hugsjón hans og starf var að bæta hag fólksins i land- inu. Ugglaust hefur hann oft og einatt gengið feti framar en góðu hófi hefur þótt gegna. En þegar horft er um öxl skilja menn betur, að það er einmitt þannig sem framfarirnar verða. Fólkið í byggðum landsins, ekki síst í Rangárþingi og á Suð- urlandi, á mikla þakkarskuld að gjalda Ingólfi Jónssyni, nú þegar hann er lagður til hinstu hvílu í mold heimasveitarinnar. Sjálf- stæðismenn sjá á bak mikilhæf- um forystumanni, sem helgaði líf sitt og starf mikilli hugsjón. Þó að nokkuð sé um liðið sfðan Ingólfur vék sjálfur af baráttu- velli stjórnmálanna finnum við sárt til þess i dag, að það er skarð fyrir skildi. Náin kynni mín og Ingólfs Jónssonar voru ekki löng. En það er gæfa að hafa notið hollráða hans og leiðsagnar. í návist hans fann maður að hann kynni að varða veginn. Hann var varfær- inn og sagði jafnan ekki meira en þurfti. Fyrir því urðu áhrif hans mikil á hvern þann er með honum starfaði. Stundum var engu líkara en hann og forsjónin störfuðu saman. Gunnarshólmi er flatur, en eigi að síður einn af hátindum sögunnar. Mörg verka Ingólfs frá Hellu eru hversdagsleg í eðli sínu en þau rísa hátt i hugum fólksins, sem hefur notið þeirra. Megi hulinn verndarkraftur hlífa þeim hólma Islandssögunn- ar. Á kveðjustund eru hugir og hjörtu sjálfstæðismanna hjá frú Evu og fjölskyldu þeirra. Þorsteinn Pálsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.