Morgunblaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLl 1984 Nú þegar ég tek mér penna í hönd til að minnast vinar og hús- bónda í nær 43 ár, ryðjast fram í huga minn margar hugljúfar minningar, allt frá barnæsku minni fram til síðustu daga og ég geri mér grein fyrir því, að ég er varla maður til að koma hugsun- um minum í orð, hér ætla ég að fara að skrifa minningar um mann, sem var enginn meðalmað- ur, heldur einhver stórbrotnasta persóna þjóðarinnar síðustu ára- tugi, en mér finnst ég knúinn til að minnast hér eins besta vinar míns og velgerðarmanns, svo ná- tengt hefur líf mitt verið lífi hans og starfi. Ég var aðeins 14 ára gamall, er ég fyrst kom til starfa að Hellu, feiminn og óframfærinn sveita- drengur og áræddi ekki að spyrja um verðandi húsbónda minn, en beið átekta í búðinni þar, að mér fannst í nokkuð langan tíma. Loks birtist Ingólfur Jónsson og tók mig tali og bauð mér síðan { eld- húsið til sinnar indælu konu, Evu Jónsdóttur, sem bar fyrir mig alls konar góðgæti. Þar með var ísinn brotinn og síðan hef ég verið hálf- gerður heimagangur hjá þessum ágætu hjónum. Þó ég hafi unnið undir stjórn Ingólfs Jónssonar að meira og minna leyti { langan tíma, hefur mér aldrei verið skipað að gera eitt eða annað, heldur aðeins verið mælst til þess, að þessu eða hinu væri sinnt, og þá ætíð af hógværð og stillilngu. Eg þarf því ekki að kvarta undan þvi, að Ingólfur hafi verið harður húsbóndi, síður en svo, en auðvitað var ekki alltaf lit- ið á klukkuna, en þau verk unnin er aðkallandi voru hverju sinni. Þegar Ingólfur Jónsson tók að sér starf framkvæmdastjóra við hið nýstofnaða kaupfélag á Hellu, 1935, kaupfélagið Þór, var þar ekki um blómlega byggð að ræða, að- eins eitt verslunarhús sem í var íbúð og svo 2 lítil vöruhús, en hann hófst ótrauður handa um upp- byggingu staðarins og þegar ég kom þangað fyrst 1941, voru kom- in þar 3 íbúðarhús, stórt vöru- geymsluhús og veitinga- og gisti- staður, auk þess var þar komið nýbyggt sláturhús er Sláturfélag Suðurlands átti. Og uppbygging- unni var haldið áfram, Ingólfur rak kaupfélagið af útsjónarsemi og dugnaði eins og honum var lag- ið og unni sér engrar hvíldar. Á næstu árum byggði kaupfélagið trésmiðju, bifreiðaverkstæði, frystihús, bakarí og samkomuhús og umsvif þess jukust jafnt og þétt og starfsmönnum þess fór fjölg- andi, þeir fóru síðan að byggja sér íbúðarhús og byggðin jókst ár frá ári og hefur verið að því fram á þennan dag og nú eru um 600 íbú- ar á Hellu og um 150 (búðarhús. Það sjá allir að það þarf meira en meðalmann til að koma öllu þvf ( framkvæmd er Ingólfur orkaði. Hann var ekki aðeins kaupfélags- stjóri á Hellu, hann var kjörinn á Alþing fyrir Rangæinga 1942— 1959 og síðan 1. þingmaður Sunn- lendinga frá 1959—1978 er hann lét af þingmennsku. Frá 1953— 1956 var hann viðskipta- og iðnað- armálaráðherra og frá 1959—1971 var hann landbúnaðar- og sam- göngumálaráðherra. Auk þessa gegndi Ingólfur Jónsson fjöl- mörgum trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins um árabil og var einn af burðarásum flokksins. Hann gegndi einnig ýmsum trún- aðarstörfum fyrir þjóð sína og var ætíð ötull baráttumaður fyrir þjóðarhag. Það er því skarð fyrir skildi við fráfall Ingólfs Jónssonar, hans er ekki aðeins sárt saknað af vanda- mönnum og vinum, heldur hefur íslenska þjóðin misst einn af sín- um bestu sonum. Bændur landsins mega sakna vinar í stað, hann var ætíð ótrauður baráttumaður þeirra og hafa þeir sennilega aldr- ei átt betri landbúnaðarráðherra, að öllum ólöstuðum. Hann barðist einnig fyrir bættum samgöngum og bera vegir landsins baráttu hans glöggt vitni í dag, og ekki má heldur gleyma orkumálunum, þar lagði Ingólfur líka hönd á plóginn með sínum alkunna dugnaði. Hann unni landi sínu og þjóð og vildi allt til vinna að bæta hag hennar og trúði á framtíð lands og þjóðar. Ingólfur Jónsson var fæddur í Bjóluhjáleigu í Holtum 15. maí 1909, sonur sæmdarhjónanna önnu Guðmundsdóttur og Jóns Jónssonar er þar bjuggu. Hann ólst þar upp til unglingsára við ýmis sveitastörf eins og siður var á þeim tíma, var tvær vertíðir í Vestmannaeyjum og fór síðan á Hvitárbakkaskóla, er hann hafði unnið fyrir skólagjaldinu. Að skólavist þar lokinni hélt hann til Noregs og dvaldist þar um tíma, kom sfðan heim og stundaði barnakennslu o.fl. uns hann tók við rekstri kaupfélagsins Þórs á Hellu við stofnun þess og hafði umsjón með þvi félagi til dauða- dags, siðustu árin sem stjórnar- formaður og eru ótaldar allar þær ferðir sem hann fór milli Reykja- vfkur og Hellu undanfarin ár, eftir að hann hóf búsetu i Reykjavfk. Ingólfur Jónsson kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni, Evu Jóns- dóttur frá Árbæ f Holtum, og eignuðust þau 2 börn, Guðlaugu Jónu, gift Garðari ólafssyni úr- smið, og Jón Örn, lögfræðing, kvæntur Ástríði Jónsdóttur, barnabörn þeirra eru nú orðin 6 og 1 barnabarnabarn. Þrátt fyrir erilsöm trúnaðar- störf i þágu lands og þjóðar gaf Ingólfur sér alltaf tíma til að vera umhyggjusamur og góður heimil- isfaðir og undi sér best i faðmi fjölskyldunnar. Frú Eva bjó hon- um fagurt og hlýlegt heimili, þar sem gott var að koma og finna vináttu og traustleika húsbóndans og þiggja rausnarlegar veitingar húsfreyjunnar, sem bornar voru fram með hennar glaðlega við- móti, enda var alltaf mjög gest- kvæmt á heimili þeirra hjóna, bæði á Hellu og i Reykjavík. Margir áttu erindi við húsbónd- ann, menn komu til hans til að leita ráða um vandamál sin og óska eftir fyrirgreiðslu og með sinni meðfæddu hjálpsemi reyndi Ingólfur að leysa hvers manns vanda, er til hans leitaði. Ingólfur var mjög hreinskiptinn maður, en gætinn i orðum og at- höfnum, heiðarlegur og trygglynd- ur og segja má að með honum sé genginn einn svipmesti fulltrúi þeirra hugsjóna, er einkenndu hetjur þær, sem settu svip sinn á vort unga lýðveldi. Drengskapur var aðalsmerki Ingólfs og allan þann tfma er við þekktumst, heyrði ég hann aldrei mæla misjafnt orð um nokkurn mann. Hann bar virðingu fyrir skoðunum annarra þótt þær féllu ekki að hans eigin og var þá sama hver i hlut átti, höfðingi eða barn. Nú þegar leiðir skilur um sinn, finnum við hjónin að margs er að minnast og margt er að þakka og vottum við frú Evu, börnunum og öllum ástvinum og ættingjum okkar dýpstu samúð og vonum að minningin um göfugan mann megi verða ykkur huggun í harmi. Hjörleifur Jónsson Ungur að árum hóf Ingólfur Jónsson afskipti af verslunarmál- um Rangæinga. Hann var einn af forgöngumönnum um stofnun Kaupfélagsins Þórs á Hellu árið 1935 og varð þá framkvæmda- stjóri þess. Alltaf síðan hefur hann haft mikil afskipti af félag- inu og verið einn aðalmaður þess, nú sfðast stjórnarformaður. Ekki er vafi á því að stofnun kaupfé- lagsins á Hellu var mikið fram- faraspor fyrir Rangæinga. Þá fengu þeir frjálsræði f viðskiptum umfram það sem ýmsir aðrir höfðu. Jafnframt hafði kaupfélag- ið forgöngu um ýmsa þætti iðnað- ar og þjónustu sem þar hefur risið. Með kaupfélaginu var lagður grunnur að þeirri byggð sem risið hefur á Hellu. Ingólfi var alla tíð mjög annt um Hellu, uppbyggingu byggðar- innar og alla starfsemi þar. Nafn hans var jafnan kennt við staðinn og hann tengdur honum sterkum böndum. Eftir sjö ára starf sem kaupfé- lagsstjóri var Ingólfur kjörinn á þing fyrir Rangæinga þar sem hann átti sæti samfellt f 36 ár og á þeim tíma ráðherra í hálfan ann- an áratug. Af þeim fjölmörgu málum sem Ingólfur vann að og beitti sér fyrir stóðu málefni Rangæinga honum vafalaust næst, enda neytti hann allra bragða sem gáfust til að vinna að hagsmunamálum þeirra. Á uppvaxtarárum Ingólfs voru allir Rangæingar bændur og ann- að sveitafólk. Það var ekki fyrr en hann var kominn til fullra starfa sem þetta fór að breytast m.a. fyrir atbeina hans sjálfs og að svokallað þéttbýli myndaðist i Rangárvallasýslu. 1 endurminningum sfnum segir Ingólfur frá þvf að á unglingsár- unum hafi sér runnið mjög til rifja bág kjör allt margra bænda og litill ábati af miklu erfiði þeirra. Það var þvi sjálfgefið að þegar hann fékk tækifæri til, gerðist hann málsvari þeirra og talsmaður. Ingólfs verður vafa- laust lengst minnst fyrir forgöngu hans i landbúnaðarmálum. Þekk- ing hans á öllum þáttum landbún- aðar var með ólíkindum. Áhuga og atorku skorti heldur ekki enda sótti hann málefni bænda af þvi- líku kappi að öðrum þótti stundum nóg um. Ingólfur hafði oftast mik- inn árangur og þrátt fyrir skiptar skoðanir um einstök mál mun landbúnaður á íslandi lengi enn njóta góðs af verkum hans. Um það verður ekki deilt. Á fyrri hluta þingmennsku sinnar hafði Ingólfur forystu um rafvæðingu sveitanna. Þess verður lengi minnst og þá ekki sist af Rangæingum. Þá beitti Ingólfur sér mjög fyrir stórbættum sam- göngum út frá aðalþéttbýli lands- ins og sá þar mikinn árangur verka sinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.