Morgunblaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLl 1984 Vióreisnarstjómin. Myndin er tekin 1960. Á þessum árum, sem nefnd voru, var alls ekki ólíklegt að þetta fylgi yrði viðskila flokknum. Sjálfstæð- isflokkurinn þurfti nú á að halda öflugum leiðtoga, sem líklegur væri til að halda við fylgi flokks- ins í sveitum landsins og efla það. Og það varð einmitt hlutskipti Ingólfs Jónssonar flestum fremur að taka þetta að sér. Og honum tókst með elju og útsjónarsemi að gegna þessu hlutverki, þannig að þessi stóri stjórnmálaflokkur hélt sinni stöðu í landsmálabaráttunni og vel það. Þótt í flokknum kynnu að vegast á ólík viðhorf, mismun- andi skoðanir, varð þáð þó niður- staðan, að þar reyndist vera fleira sem sameinaði menn en það, sem skildi að. Nú fer það að sjálfsögðu alger- lega eftir stjórnmálaskoðunum manna, hvort þeir telja, að þetta hafi verið æskileg þróun eða ekki. Andstæðingar flokksins hefðu áreiðanlega talið betur farið, að flokkurinn hefði sundrazt, og eftir hefði staðið ihaldssamur kjarni, smáflokkur kenningasmiða, á borð við íhaldsflokka hinna Norður- landanna eins og þeir voru á þess- um tíma. Þetta sem ég nú nefndi held ég að hafi verið afdrifaríkasti þáttur- inn í ævistarfi Ingólfs Jónssonar, og er þó af ærnu að taka. Mér þætti sennilegt, að margt væri hér með öðrum svip, ef hann hefði ekki komið fram á sjónarsviðið einmitt á þessum tíma, sem hann gerði. Þegar ég hugsa til stjórnmála- baráttu Ingólfs, kemur mér oft í huga það sem Richelieu kardínáli sagði um þá miklu stríðskempu Gústaf Adolf Svíakonung „Þessi konungur tók ekki stríð sem neitt tíðsfordríf, heldur barðist til sig- urs, og hann lét ekki veturinn ónotaðan eins og margra annarra er vaninn." Ingólfur Jónsson var enginn kenningasmiður. Hann var fyrst og síðast raunsæismaður í stjórn- málum; honum voru stjórnmálin list hins mogulega. Ævistarf hans sýnir, hversu árangursríkt það viðhorf getur orðið, gagnstætt því sem oft verður um þá loftkastala- smíði, sem nú virðist nokkuð í tízku. Vegna þess hlutverks, sem Ing- ólfur valdi sér í stjórnmálabarátt- unni og honum var trúað fyrir, var hann áratugum saman í fremstu Helsingfors 1960. Fyrsta tero Lottleiða á Finnlandsrútunni. víglínu óvæginna átaka. Oft var að honum veitzt með ofsa og stóryrð- um, en þótt hann gæti verið harð- ur í horn að taka, held ég, að fáir hafi borið honum á brýn að hafa goldið líku líkt að því leyti. Það samræmdist ekki þeirri skynsam- legu rökhyggju, sem honum var gefin. Sjálfsagt hefur honum stundum þótt nærri sér höggvið, en að ævilokum var hann alger- lega sáttur við sína gömlu and- stæðinga, lífs og Iiðna. Mér er það minnisstætt, hversu hlýlega hann talaði um marga þá, sem reynzt höfðu honum einna erfiðastir við- fangs á lífsleiðinni, hvort sem var á heimavelli eða í landsmálum. Sízt af öllu vildi hann, að frásögn hans yrði til angurs eða leiðinda þeim, sem höfðu verið honum and- snúnir; lagði hann jafnan áherzlu á, að þeir hefðu vissulega haft rétt til að halda fram öðrum skoðunum og jafnvel stundum haft rétt fyrir sér. Ingólfur var mikill gæfumaður í einkalífi sínu. Ungur að árum hafði hann kvænzt Evu Jónsdótt- ur frá Árbæ í Holtum, sem reynd- ist honum frábær förunautur á nokkuð stormasamri ævi. Hann hafði oft orð á því að það hefði verið sér ómetanlegt að eiga gott heimili og geta þar notið um- hyggju og hvíldar með samhentri fjölskyldu. Ingólfur kaus að hætta afskipt- um af stjórnmálum, meðan hann væri enn í fullu fjöri; var þó vissu- lega eftir því leitað að hann fengi sér einn snúning enn. Hann settist þó ekki í helgan stein. Hann var sístarfandi og fylgdist grannt með öllu, sem gerðist í þjóðmálum, enda leituðu margir til hans. Áttu Rangæingar ekki sízt hauk í horni, þar sem Ingólfur var. Það var sagt um karl einn, sem þótti svíðingur hinn mesti, að eitt sinn hefði bróð- ir hans bláfátækur beðið hann að lána sér eitthvert lítilræði. Karl- inn, sem var vel efnaður, átti að hafa sagt: „Ég get það, en ég geri það ekki." Þessu var algerlega öfugt farið með Ingólf Jónsson. Hann hafði oft aðstöðu til að greiða úr vanda manna, sem til hans leituðu, og þeir held ég, að séu ærið margir, sem notið hafa greiðvikni hans, án þess að nokk- urs staðar sé á bækur skráð. Hans orðtak gat því verið þetta: „Ég get það, því geri ég það." Það var ósk Ingólfs, að hann yrði lagður til hinztu hvílu í Oddakirkjugarði, þar sem svo margir frændur hans hvíla. Þegar þessi mikli unnandi íslenzkrar moldar er kominn í þessa heilðgu jörð, rifjast upp orð skáldsins frá Fagraskógi: „Ég beygi mín kné og blessa þig, móðir jðrð. Ég blessa þann mátt, sem gaf þér lif og anda. Hver hugsun mín er þúsundfðld þakkargjörð, og þó er ég barn hinna köldu og nyrztu stranda, en þar hef ég fundið, hve heilagur eldurinn er, hve ást þín er rík og faðmur þinn tryggur og mildur. Gæfa min er að gleðjast og hryggjast með þér. Sá glatast ekki, sem þér er andlega skyldur." I'áll Líndal Ekki hvarflaði að mér er ég heimsótti Ingólf á sjúkrahúsinu nokkrum dögum áður en hann dó, að ég væri að hitta hann í síðasta sinn. Reyndar leyndi sér ekki að hann var alvarlega sjúkur, enda búinn að ganga í gegnum mikla og erfiða aðgerð. En bjartsýni hans var slík og sannfæringarkraftur, er hann sagðist fljótlega koma ferðafær út af sjúkrahúsinu, að mér þótti ekkert sjálfsagðara, enda sammæltumst við um að fara saman að vikurnámunum við ræt- ur Heklu, þar sem búið var að taka í notkun nýjan og fullkominn bún- að til hreinsunar á vikri. En þetta verkefni var Ingólfi hugleikið og hafði hann stuðlað mjög að því að þetta yrði að veruleika. Erindi mitt til Ingólfs að þessu sinni var ekki síst það, að skýra honum frá því að uppsetningu búnaðarins væri lokið og að hann reyndist í alla staði eins og til var ætlast. Ekki leyndi sér ánægja Ingólfs við þessar fréttir, þar sem lang- þráðum áfanga hafði verið náð. Áfanga sem að vísu er aðeins hugsaður sem byrjun á verulegri verðgildisaukningu vikursins, sem þarna liggur í milljónum ef ekki tugmilljónum tonna og bíður þess að verða styrk stoð í nýsköpun at- vinnulífs Suðurlands. Ég kynntist Ingólfi fyrst árið 1976, en þá fórum við að starfa saman að verkefnum Jarðefnaiðn- aðar hf., sem hefur á stefnuskrá sinni nýtingu og úrvinnslu sunn- lenskra jarðefna. Ingólfur var stjórnarformaður Jarðefnaiðnaðar í nokkur ár og átti sem slíkur drjúgan þátt í því undirbúningsstarfi, sem unnið hefur verið og gefur í dag góðar vonir um að takast megi að byggja upp arbæran útflutningsiðnað tengdan jarðefnum og orkulindum Suðurlands. Ég minnist með ánægju og þakklæti þessa samstarfs okkar Ingólfs og fleiri, sem einkenndist af staðföstum ásetningi Ingólfs um að ná settu marki, óbilandi trú á málefninu og gagnkvæmu trausti okkar á milli. Sérstaklega eru mér minnisstæðir viðræðu- fundir okkar við samstarfsaðila okkar i Þýskalandi og væntanlega vikurkaupendur svo og opinbera aðila þar. Naut sín þar vel virðu- leiki og festa hins reynda stjórn- málamanns, sem fyllsta tillit var jafnan tekið til af háum sem lág- um. Með þessum fáu orðum vildi ég minnast þess þáttar starfsævi Ingólfs Jónssonar sem við tók, með fleiru, eftir að stjórnmála- vafstri lauk. Þáttur sem vafalítið á eftir að sanna gildi sitt. Við Marta viljum jafnframt votta hinum látna virðingu okkar og þökkum forsjóninni fyrir að við höfum fengið að njóta samfylgdar og samvista við Ingólf um nokk- urra ára skeið. Jafnframt biðjum við Evu og börnum þeirra guðs blessunar og vottum þeim dýpstu samúð. Svavar Jónatansson, verkfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.