Morgunblaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLl 1984 21 Ove Joansen f bát sínum. Mynd: Jan Muller Ævintýramennskan verður ef til vill at- vinna mín ef vel tekst til — rætt við Færeyinginn Ova Joansen sem ætlar sér að róa árabát yfir Atlantshafið Þórsnöfn f Fereyjum, 12. jútí, frá Maríu Ellingsen frétUriur* Morgunbladsins. „Það er óðs manns a\-oi aö æíla sér á árabit einn síns liðs yfir Atl- antshafið, manninum ætti að vera meinað að leggja út í þetta," er við- kva-m' manna í Þórshöfn, þegar talið berst að fyrirhugaðri ferð hins 34 ira gamla Noleyings Ova Joansen. Og hver er eiginlega tilgangur- inn? Mig langar fyrst og fremst að gera eitthvað spennandi og ég veit ekki til þess að róið hafi verið af einum manni frá Færeyjum til Danmerkur, en þetta eru um 900 sjómílur," var svar Ova við þessari spurningu er blm. Mbi. tók hann tali út við bátanaustið á Argjum, þar sem hann var önnum kafinn við að gera bátinn, sem er sér- smíðaður fyrir þessa ferð, kláran. „Hugmyndin hefur verið að gerjast allt frá því ég sá bát sem ungur Ný-Sjálendingur, Colin Qu- incey, hafði þá nýverið róið yfir Tasmaníuhafið til Ástralíu. Alls 1.660 sjómílna leið á 63 dögum. í fyrra ákvað ég svo endanlega að fara þessa ferð sem nú er fyrir höndum og ég fékk Hanus Jensen, 26 ára gamlan bátasmið úr Skúf- ey, til að gera bát til fararinnar. Síðustu fjóra mánuði hef ég helg- að mig algjörlega undirbúningi ferðarinnar svo ekki hætti ég við úr þessu, enda er þetta orðið altal- að hér í Færeyjum." Og þú hræðist ekki sjóinn? „Nei, ég hef verið sjómaður frá því ég var 13 ára gamall og siglt víða um heim. Verið í 50 löndum að ég held. Þar af hef ég siglt niu ár með seglskipum, var bátsmaður á skólaskipinu „Danmark" og síð- an stýrimaður um borð í lysti- snekkju amerísks milljónamær- ings og sigldi á henni allt frá Af- ríku til Nýja Sjálands, gegnum Panama-skurðinn. Nú og bát, eins og mínum, treysti ég vel til að komast klakklaust yfir hafið, ég hef látið þó nokkuð á hann reyna hér við eyjarnar. Tók meðal ann- ars þátt í að smala grindhval á land hér í Þórshöfn fyrir nokkrum vikum, þar sem báturinn dansaði ofan á hvalahjörðinni. Nú erum við að setja í hann ýmsan útbún- að, svo næst þegar ég set hann á sjó verður það til að róa honum til Danmerkur. Báturinn er yfirbyggður, með burðarþol 1,9 tonn. Hann er 7 metra langur og 1,66 á breidd og vegur 250 kíló eins og hann stend- ur, en ég reikna með að útbúnað- urinn muni vega annað eins. fig hef gefið bátnum nafnið Diana Victoria sem þýðir frelsi og sigur og vona að nafnið leiði til happs." En auk bátsins, er það ekki með þinni heilsu sem ferðin stendur og fellur? „Vissulega því ég á jú að drífa bátinn áfram. Ég hef reynt að undirbúa mig sem best, hlaupið og róið, borðað hollan færeyskan mat, grind, spik og skerpikjöt. Reykt hef ég aldrei og ég hætti að drekka fyrir alllöngu. Til að reyna mig, reri ég héðan til Klakksvíkur og aftur til baka í síðustu viku. Það tók mig átta tíma aðra leiðina að róa 27 mílur í mótvindi, en að- eins fimm tíma til baka 20 sjómfl- ur. Hvernig leggst þetta uppátæki þitt í fjölskylduna? „Ég er ógiftur og barnlaus, svo ég get leyft mér þetta þess vegna. Foreldrum minum og systkinum leist alls ekkert á þetta í fyrstu, en eftir að hafa séð bátinn og hvað ég get, eru þau orðin mun rólegri." Hvaða útbúnað hefurðu með- ferðis? „Af tækjum hef ég radio-pælara (direction finder), VHF-síma, rad- ar reflex, rafmagnsgeyma og sól- panel til að hlaða þá með og ljós sem á að sjást tíu mflur. Rekakk- eri hef ég til að nota í mótvindi, án þess held ég að ég hefði alls ekki treyst mér í þessa ferð. Lýsi hef ég til að verja mig gegn broti og til að safna heimildum um ferðina hef ég segulband til að tala inn á, sup- er 8 millimetra kvikmyndavél og þrjár, fjórar myndavélar. Að sjálfsogðu er björgunarvesti með í ferðinni og einnig flotgalli. Af vistum hef ég með mér þurra grind og þurrt saltað spik, hrogn, lifur, lifrarkæfu, egg, harðfisk, vatn, mjólk og appelsínusafa. Af- gangurinn verður „instant"-mat- ur". Hversu langan tíma reiknarðu með að ferðin taki? „Um það bil mánuð en það getur orðið bæði meira og minna. Mér sýnist að erfiðast verði að komast framhjá Hjaltlandseyjum og inn á Norðursjó en þarna er við nokkuð leiðinlega strauma að eiga. Eftir það ætti ég að vera sloppinn við það versta. Það sem ég helst gæti ímyndað mér að gæti komið í veg fyrir að ferðin tækist, er að veikj- ast, yrði sigldur niður eða hreppti óvænt óveður. Ef ég fæ mótvind, ræ ég ekki heldur set rekakkerið út og leggst fyrir með góða bók, skrifa eða hlusta á tónlist. Ef ég verð hepp- inn með vindátt, ætla ég að reyna að róa framhjá olíuborpöllunum og rabba við mennina þar, en ann- ars er ég alls ekki hræddur um að mér eigi eftir að leiðast einveran." Er búið að skipa fólk í móttöku- nefndina? „Fólk í kringum mig hefur verið mjög uppörvandi og tugir talað um að fara til Danmerkur að taka á móti mér auk þess sem danska róðrarfélagið hefur skipulagt mót- töku og boðið mér að sýna bátinn í sjóminjasafninu i Roskilde að ferðinni lokinni. Svo móttök- unefndina ætti ekki að vanta ef ferðin fer að óskum." Áttu von á fjárhagslegum ávinningi af ferðinni? „Ég á allavega von á að hún borgi sig upp. Ég hef þegar lagt út auk hálfs árs vinnu um 230 þús- und krónur í peningum. En ég hef líka verið styrktur, til dæmis fengið mikið af útbúnaðinum og vistirnar gefins. En enn hef ég ekki fengið neinn aðalstyrktarað- ila að ferðinni, en ég vona að það náist nú áður en ég legg í hann. Ferð þessi verður söguleg, það er klárt mal, og ef vel tekst til geri ég ævintýramennsku ef til vill að at- vinnu minni i framtíðinni. Ætli næsta ferð verði ekki þá yfir Atl- antshafið til Vestur-Indíu. En þá hef ég líka segl með!"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.