Morgunblaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1984 23 Ályktun þings Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum MORGUN BLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Sjálfsbjörg — Landssambandi fatlaðra: „Til ríkisstjórnanna í Dan- mörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð. Bandalag fatlaðra á Norður- löndum, sem heldur nú 11. þing sitt í Járvenpaá, Finnlandi, lýsir yfir áhyggjum sínum eftir að skýrslur aðildarsambandanna um félags- og stjórnmálalega þróun á Norðurlöndum hafa verið fluttar þingfulltrúum. Stjórnmálamenn á Norðurlönd- um hafa ætíð lagt áherslu á sam- stöðu með þeim hópum, sem lítils mega sín í þjóðfélaginu, og á síð- Endurmennt- unarnámskeið fyrir sjómenn Endurmenntunarnámskeið Stýrimannaskólans í Reykja- vík lauk 2. júní sl. Samkvæmt samþykktum Al- þjóðasiglingamálastofnunar er ríkisstjórnum skylt að sjá um reglulega endurmenntun skip- stjórnarmanna og voru slfk nám- skeið haldin í Reykjavík í maí og júní sl. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Mbl. hefur borist þar sem ennfremur segir að þátttakendur hafi verið 31 starfandi skipstjórnarmaður og að auki nokkrir á eigin vegum. Meðal þess sem kennt var á námskeiðinu var ratsjárútsetn- ing, ratsjársiglingar á samlíki, skipagerð, slysa- og eldvarnir, sundköfun og að auki tölvunotk- un um borð í skipum og sjávarút- vegi. Þetta er þriðja vorið í röð nú á seinni árum, sem endurmenntun- arnámskeið eru haldin í Stýri- mannaskólanum og alls hafa nú 65 skipstjórnarmenn tekið þátt í þessu námi. I lok áðurnefndrar fréttatilkynningar er greint frá því að stefnt sé að því að hafa einhverja endurmenntun og námskeið samhliða námi í Stýri- mannaskólanum á veturna. í lagi með TF-GRÓ Gæsluþyrlan TF-GRÓ reynd- ist minna biluð en búist var við, en eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu í fyrri viku fékk hún úlpu í skrúfuna er hún flutti steypumót út í Engey. A tímabili var óttast að senda þyrfti skrúfublöðin utan til við- gerðar, en sá ótti reyndist ástæðulaus og stöðvaðist þyrlan aðeins í einn dag vegna þessa. ustu þremur áratugum hefur farið fram mikil uppbygging á þeim sviðum, sem eru hvað mikilvægust fyrir fatlað fólk, þ.e. hvað varðar menntun, atvinnu, húsnæði og flutninga. Þátttakendur á þessu þingi, 125 talsins, lýsa þess vegna yfir áhyggjum sínum vegna þróunar- innar hin síðustu ár. í stað upp- byggingar kemur niðurskurður og samdráttur og einkunnarorð Al- þjóðaárs fatlaðra, „full þátttaka og réttindi", falla óðum í gleymsku. Þó svo að þjóðfélögin hafi ekki jafn mikið efnahagslegt svigrúm og áður, hörmum við, að samstaða með veikari hópum samfélagsins eigi sér ekki dýpri rætur en svo, að ráðamenn á Norðurlöndum kjósi að láta versnandi efnahagslíf bitna fyrst og fremst á lífsafkomu þessa fólks. Þrátt fyrir sveiflur í efnahags- lífi norrænna ríkja munu samtök fatlaðra og meðlimir þeirra ávallt krefjast þess, að nauðsynlegar ráðstafanir séu gerðar til þess að bæta fólki upp fötlunina. Það er jafnréttiskrafa, að fatlaðir ein- staklingar fái sömu möguleika og aðrir þjóðfélagsþegnar til þátt- töku á öllum sviðum þjóðlífsins. Sérstaklega vill þingið benda á, að eitt mikilvægasta félagslega markmiðið felst í jöfnum rétti til atvinnu. Sé atvinna ekki fyrir hendi, hafa fjölmargir fatlaðir einstaklingar ekki tækifæri til þátttöku á öðrum sviðum þjóðlífs- ins á jafnréttisgrundvelli. Þróunin er sú, að atvinnumarkaðurinn á Norðurlöndum þrengist sífellt. Þetta bitnar fyrst og fremst á fötl- uðu fólki. Bandalag fatlaðra á Norðurlöndum beinir því þeim til- mælum til ríkisstjórna á Norður- löndum, að auka viðleitni til þess að skapa fleiri atvinnutækifæri. Frá þjóðfélagslegu sjónarhorni er atvinnulíf, sem aðgengilegast er öllum, hagkvæmast og frá mann- legu sjónarmiði hið eina rétta. Tónleikar Gammanna HUÓMSVEITIN Gammarnir, sem sendi í síðustu viku frá sér fyrstu breiðskífu sína, efnir í kvöld, uuiíutuuá^, tíl íuiuCiIia ÓU núíei Borg og hefjast þeir kl. 21. Á tón- leikunum munu Gammarnir kynna efni af nýju plötunni auk þess sem þeir leika annað efni. Hljómsveitina Gammana skipa eftirtaldir: Skúli Sverrisson/bassi, Björn Thoroddsen/gítar, Stefán S. Stefánsson/saxófónn, Steingrím- ur Óli Sigurðarson/trommur og Þórir Baldursson/hljómborð. öíoK) IM Philips ferðatæki í fararbroddi LW - MW. Verð frá aðeins kr. 799.- FM - LW - MW tæki frá kr. 1.440 - ... 88 91 9 97 fOO 104 FM . , || ,|| |, n JPhiiip* bíltæki. Sambyggt útvarps- og segul- mmmmt-..,, ibandstækiFM.LW-MW. Verð frá kr. 7.547.- ! 5. jPhilips kassettur í öllum gerðum, langtum ódýrari en þig grunar. I Til dæmis C-60 aðeins á kr. 49.- Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655 6 Sambyggð , útvarps- og segulbandstæki mono" Verð frá aðeins kr. 3.573.- Ef þú kaupir fyrir meira en 4.999 krónur gerumst við ótrúlega sveigjanlegir í samningum. Látiu reyna á það!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.