Morgunblaðið - 26.07.1984, Síða 23

Morgunblaðið - 26.07.1984, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1984 23 Ályktun þings Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum MORGUN BLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Sjálfsbjörg — Landssambandi fatlaðra: „Til ríkisstjórnanna í Dan- mörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð. Bandalag fatlaðra á Norður- löndum, sem heldur nú 11. þing sitt í Járvenpaá, Finnlandi, lýsir yfir áhyggjum sínum eftir að skýrslur aðildarsambandanna um félags- og stjórnmálalega þróun á Norðurlöndum hafa verið fluttar þingfulltrúum. Stjórnmálamenn á Norðurlönd- um hafa ætíð lagt áherslu á sam- stöðu með þeim hópum, sem lítils mega sín í þjóðfélaginu, og á síð- Endurmennt- unarnámskeið fyrir sjómenn Endurmenntunarnámskeið Stýrimannaskólans í Reykja- vík lauk 2. júní sl. Samkvæmt samþykktum Al- þjóðasiglingamálastofnunar er ríkisstjórnum skylt að sjá um reglulega endurmenntun skip- stjórnarmanna og voru slfk nám- skeið haldin í Reykjavík í maí og júní sl. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Mbl. hefur borist þar sem ennfremur segir að þátttakendur hafi verið 31 starfandi skipstjórnarmaður og að auki nokkrir á eigin vegum. Meðal þess sem kennt var á námskeiðinu var ratsjárútsetn- ing, ratsjársiglingar á samlíki, skipagerð, slysa- og eldvarnir, sundköfun og að auki tölvunotk- un um borð í skipum og sjávarút- vegi. Þetta er þriðja vorið í röð nú á seinni árum, sem endurmenntun- arnámskeið eru haldin í Stýri- mannaskólanum og alls hafa nú 65 skipstjórnarmenn tekið þátt í þessu námi. I lok áðurnefndrar fréttatilkynningar er greint frá því að stefnt sé að því að hafa einhverja endurmenntun og námskeið samhliða námi í Stýri- mannaskólanum á veturna. í lagi með TF-GRÓ Gæsluþyrlan TF-GRÓ reynd- ist minna biluð en búist var við, en eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu í fyrri viku fékk hún úlpu í skrúfuna er hún flutti steypumót út í Engey. A tímabili var óttast að senda þyrfti skrúfublöðin utan til við- gerðar, en sá ótti reyndist ástæðulaus og stöðvaðist þyrlan aðeins í einn dag vegna þessa. ustu þremur áratugum hefur farið fram mikil uppbygging á þeim sviðum, sem eru hvað mikilvægust fyrir fatlað fólk, þ.e. hvað varðar menntun, atvinnu, húsnæði og flutninga. Þátttakendur á þessu þingi, 125 talsins, lýsa þess vegna yfir áhyggjum sínum vegna þróunar- innar hin síðustu ár. í stað upp- byggingar kemur niðurskurður og samdráttur og einkunnarorð Al- þjóðaárs fatlaðra, „full þátttaka og réttindi", falla óðum í gleymsku. Þó svo að þjóðfélögin hafi ekki jafn mikið efnahagslegt svigrúm og áður, hörmum við, að samstaða með veikari hópum samfélagsins eigi sér ekki dýpri rætur en svo, að ráðamenn á Norðurlöndum kjósi að láta versnandi efnahagslíf bitna fyrst og fremst á lífsafkomu þessa fólks. Þrátt fyrir sveiflur í efnahags- lífi norrænna ríkja munu samtök fatlaðra og meðlimir þeirra ávallt krefjast þess, að nauðsynlegar ráðstafanir séu gerðar til þess að bæta fólki upp fötlunina. Það er jafnréttiskrafa, að fatlaðir ein- staklingar fái sömu möguleika og aðrir þjóðfélagsþegnar til þátt- töku á öllum sviðum þjóðlífsins. Sérstaklega vill þingið benda á, að eitt mikilvægasta félagslega markmiðið felst í jöfnum rétti til atvinnu. Sé atvinna ekki fyrir hendi, hafa fjölmargir fatlaðir einstaklingar ekki tækifæri til þátttöku á öðrum sviðum þjóðlífs- ins á jafnréttisgrundvelli. Þróunin er sú, að atvinnumarkaðurinn á Norðurlöndum þrengist sífellt. Þetta bitnar fyrst og fremst á fötl- uðu fólki. Bandalag fatlaðra á Norðurlöndum beinir því þeim til- mælum til ríkisstjórna á Norður- löndum, að auka viðleitni til þess að skapa fleiri atvinnutækifæri. Frá þjóðfélagslegu sjónarhorni er atvinnulíf, sem aðgengilegast er öllum, hagkvæmast og frá mann- legu sjónarmiði hið eina rétta. Tónleikar Gammanna HUÓMSVEITIN Gammarnir, sem sendi í síðustu viku frá sér fyrstu breiðskífu sína, efnir í kvöld, uuiíutuuá^, tíl íuiuCiIia ÓU núíei Borg og hefjast þeir kl. 21. Á tón- leikunum munu Gammarnir kynna efni af nýju plötunni auk þess sem þeir leika annað efni. Hljómsveitina Gammana skipa eftirtaldir: Skúli Sverrisson/bassi, Björn Thoroddsen/gítar, Stefán S. Stefánsson/saxófónn, Steingrím- ur Óli Sigurðarson/trommur og Þórir Baldursson/hljómborð. öíoK) IM Philips ferðatæki í fararbroddi LW - MW. Verð frá aðeins kr. 799.- FM - LW - MW tæki frá kr. 1.440 - ... 88 91 9 97 fOO 104 FM . , || ,|| |, n JPhiiip* bíltæki. Sambyggt útvarps- og segul- mmmmt-..,, ibandstækiFM.LW-MW. Verð frá kr. 7.547.- ! 5. jPhilips kassettur í öllum gerðum, langtum ódýrari en þig grunar. I Til dæmis C-60 aðeins á kr. 49.- Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655 6 Sambyggð , útvarps- og segulbandstæki mono" Verð frá aðeins kr. 3.573.- Ef þú kaupir fyrir meira en 4.999 krónur gerumst við ótrúlega sveigjanlegir í samningum. Látiu reyna á það!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.