Morgunblaðið - 26.07.1984, Page 27

Morgunblaðið - 26.07.1984, Page 27
Sumarbúöir í Laugagerðisskóla: MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1984 27 Sumarbúðir hvetja til samfélagseflingar Borgarfirði, 19. júlí. UNDANFARIN ár hefur sumar- búðastarf á vegum Æskulýðsstarfs Þjóðkirkjunnar legið niðri. Blómlegt starf'var á 7. áratugnum. Nú í sumar hefur rætzt ur þessum málum, þar sem við vestanverðan Borgarfjörð, nánar tiitekið í Laugagerðisskóla í Eyjahreppi, eru reknar sumarbúðir á vegum Æskulýðsstarfsins. Til að fræðast nánar um gengi starfsins í sumar var einn nefndarmanna, sem sá um undirbúning sumarbúðanna, tekinn tali, Solveig Lára Guð- mundsdóttir, aðstoðarprestur í Bú- staðakirkju, og spurð um það, til hvers sumarbúðir væru eiginlega. — Það er mjög uppbyggjandi fyrir krakka að vera í sumarbúð- um. Ég man eftir því sjálf, þegar ég var í sumarbúðum í ein fimm sumur. Þaðan á ég mínar dýrmæt- ustu minningar. Á hverjum morgni var gengið til morgun- bæna og ekki farið að sofa á kvöld- in fyrr en að kvöldbænunum lokn- um. Það var útbúin kapella á hverjum stað og t.a.m. vissi ég ekki nema fyrir mánuði síðan, að það væri engin kapella í Klepp- járnsreykjaskóla, þar sem sumar- búðirnar voru. Sumarbúðirnar unnu að því, að hvert barn fengi að njóta sín, hvert barn sýndi öðru væntum- þykju og lærði að umbera hvert annað, þar sem þetta er oft í fyrsta skipti, sem þau fara að heiman. Allt þetta tengdi okkur svo góðum böndum og elskusemi ríkti í garð hvers og eins. Þá var frú Unnur Halldórsdótt- ir meðal annarra sumarbúðastjóri og hefur verið mjög skemmtilegt að vinna með henni að undirbún- ingi sumarbúðanna í Laugagerð- isskóla. Höfum við reynt að hafa starfsemina í anda þeim, sem við munum báðar frá Kleppjárns- reykjum. Enn eru laus pláss Hver flokkur er 12 daga í einu og tel ég það vera mjög hæfilega lengd, því að ég tel, að krakkarnir geti ekki náð eins góðu sambandi á einni viku eins og á svona löngum tíma. Fyrsta vikan fer oft í það að kynnast og brjóta ísinn, og því er unnt að byggja upp gott samfélag. — Það er mjög góð aðstaða til í sumarbúðunum er hægt að sulla án þess að pabbi og mamma séu að skamma mann sí og æ fyrir að vera blautur í lappirnar. Solveig L. Guðmundsdóttir leikja og sundlaug er á staðnum. Það eru fjögurra manna heima- vistarsvefnherbergi fyrir samtals 44 krakka, og höfum við stelpur og stráka saman í flokkum. Hvernig hefur aðsókn verið í sumar? — Hún hefur bara verið góð, en þó eru laus pláss í síðasta hópn- um, sem kemur þann 30. júlí og fer heim 10. ágúst. Sumarbúðastjórar í sumar hafa verið Bjarni Karlsson, æskulýðs- fulltrúi Þjóðkirkjunnar, Guðjón Kristjánsson og Auður Halldórs- dóttir auk annarra dugmikilla starfskrafta. - pþ Mú et . hess»íat ab'at ínra s^ y var aú”' ^r'sen,et aftV (\taín ou S5& lútnn"’ ^e'öú' eVcVcvQ’ '&ZS&'t nra vcosv-; áöV^öa' &*s:%***0* abe .i'S^ , e(0 o eiuoo &**££>«*** 09'£*•'■** ö'\aSf IL l^!s)V^(^IFmi^STÖÐIIM h.f. Bíldshofða 14 110 Reyk|avik Sími 68 77 55 Iðnaðaibankinn Aðalbanki ogöll útibú. Þú færð gjaldeyrinn í utanlandsferðina hjá okkur. Ef eitthvað er eftir þegar heim kemur er tilvalið að opna gjaldeyrisreikning og geyma afganginn á vöxtum til seinni tíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.