Morgunblaðið - 26.07.1984, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 26.07.1984, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1984 Pólland: Dálítill efnahags- bati það sem af er Varsjá. 25. iúlí. AP. BATAMERKI HAFA verið í pólsku efnahagslífí, eftir því sem kem- ur fram í skýrslu sem stjórnvöld í landinu hafa gert opinbera. Erlendar skuldir og lélegt gengi pólska gjaldmiðilsins gagnvart öðrum gjaldmiðlum standa þó frekari bata fyrir þrifum. Skýrslan miðaði við sex fyrstu mánuði þessa árs. í skýrslunni kom m.a. fram, að að bæta megi efnahaginn að kaup hækkaði meira en fram- leiðsla ykist, innflutningur hrá- efna væri of hægur og lítill, auk þess sem of mikil fjárfesting væri í óþörfum hlutum. Þá væri gæða- flokkur ýmissa pólskra vara ekki nógu hár. Iðnaðarframleiðsla hefði aukist miðað við sama tíma í fyrra, einnig verslun við önnur lönd. Stjórnvöld eru eigi bjartsýn á marki. Ástæðan er að erlendar skuldir Pólverja, sérstaklega til Vesturlanda, eru svo gífurlegar að þær standa allri uppbyggingu fyrir þrifum. Pólverjar skulda Vesturlöndum 805 milljónir doll- ara. Þá eiga Pólverjar í stökustu vandræðum að halda kaupi innan þess ramma sem nauðsynlegur er talinn til að verðbólgan æði ekki upp úr öllu valdi. Botndýrarannsókn- ir á N-Atlantshafí Ósló, 25. júlí. Fri Jan Erik Laure. fréttaritara Mbl. SKIPULEG kortlagning botndýra í Noregshafi hefur staðið yfir frá ár- inu 1981 og veitt sjávarlíffræðingum nýja sýn á það ótal tegunda, sem sskist eftir þessari köldu vist og lifir á hafsvæðum, þar sem álíka kalt er og í Norður-íshafinu. 1 nóvember fer hafrannsókna- skipið Hákon Mosby i nýjan leið- angur út á Noregshaf. Beinist áhugi rannsóknamanna nú aðal- lega að því að kanna, hvaðan botndýrin eru upprunnin. Norsku rannsóknamennirnir hallast að því, að tvennt geti kom- ið til greina. Annaðhvort hafa þessi dýr komið úr Norður-lshafi ellegar þau hafa þróast út af teg- undum, sem lifa á minna hafdýpi og aftur hafa leitt af sér þær teg- undir, sem nú eiga heima á botni Noregshafs. Noregshaf er eitt af yngstu djúphafssvæðum jarðarinnar og er mesta dýpi þar um 5.000 metr- ar. leifð og þvi þá ekki megrunar- ástandið anorexia," sagði Feier- man. Konur sem haldnar eru an- orexia nervosa missa alla matar- lyst, léttast og verða ófrjóar með- an ástandið varir. Feierman sagði: „Á forsögulegum tímum hafa kon- ur með anorexia-tilhneigingar staðið betur að vígi heldur en ófrískar konur eða mæður með til dags eru auðvitað miklu mun hættuminni heldur en anorexia- ástandið. Samt fá konur enn anor- exiu, enda þróaðist mannsheilinn langt á undan getnaðarvörnum og í hundruð þúsunda ára hefur heil- inn þróað þessa sjálfsbjargar- tilhneigingu og þó hún sé löngu úrelt, er ekkert smámál að raska slíkri þróun.“ Skrifstofum lokað Símamynd AP. fsraelsmenn lokuðu í dag skrifstofum sinum í Líbanon, en þær voru staðsettar skammt fyrir utan Beirút. Þar með eru öll tengsl stjórnvalda Líbanon og ísrael rofin að sinni. Það voru Líbanir sem kröfðust þess að fsraelsmenn hefðu sig á brott og til að leggja áherslu á kröfur sínar hættu þeir herverði um bygginguna. Engar skattahækkanir segir Reagan forseti Megrunarástand gömul arfleifð? Nairobi, Kenya. 25. jólí. AP. BANDARÍSKI SÁLFRÆÐINGURINN Jay Feierman lýsti þeirri kenningu sinni á alþjóðlegu mannfræðiþingi f Nairobi í dag, að megrunarástandið „anorexia nervosa" sem hrjáir þúsundir ungra kvenna og dregur sumar þeirra til dauða, sé í raun arfleifð frá fyrstu forfeðrum mannsins og uppruna- lega hafi mannskepnan notað ástandið til að lifa frekar af hungursneyð. „öll hegðun mannsins er arf- börn á brjósti. Getnaðarvarnir nú Bandaríski seðlabankinn varar við áframhaldandi halla á fjárlögum W. hinglon, 25. júlf. AP. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti lýsti því yfir á fundi sínum með fréttamönnum í gær, að hann hefði „engin áform“ um skattahækkanir á næsta ári. Hann nefndi hins vegar ekki, til hvaða sparnaðaráforma hann hygðist grípa til þess að draga úr þeim geysilega halla, sem er á fjárlögum Bandarfkjanna. Bandarfski seðlabankinn til- kynnti í dag, að hafður yrði hemill á peningaframboði það sem eftir er ársins. Þá sagði Paul Volcker, forseti bankans, að verðbólgan í Bandaríkjunum væri lftil þrátt fyrir mjög öra þenslu í efnahags- lífinu. Engu að síður ylli feiknar- legur halli á fjárlögum miklum áhyggjum og ætti hann vafalitið eftir að hafa mjög neikvæð áhrif. Volcker sagði, að þessi halli, sem nú nemur 170 milljörðum dollara, ætti að öllu eðlilegu að minnka, eftir því sem efnahags- batinn í landinu yrði örari. „En það er ekki það, sem er að gerast nú,“ var haft eftir Volcker. „Hall- inn er eftir sem áður geysimikill og hann verður það áfram á árinu 1985 og næstu árum þar á eftir, ef ekki verður að gert. Háir vextir eru merki um óhóflega eftirspurn eftir sparifé okkar og ugg um verðbólgu," sagði Volcker. Rússar kaupa æ meira korn frá Bandaríkjunum Washington. 25. júlí. AP. SOVÉTRÍKIN hafa keypt 400.000 tonn af kornvöru frá Bandaríkja- Hroðaleg örlög „Bátafólks,,: „Vorum hætt að geta sett líkin í sjóinn“ Manila, Kilipseyjum. 25. júlí. AP. HARMLEIKUR mikill varð í Suður-Kínahafí nýverið, en þá dóu 68 víetnamskir flóttamenn um borð í opnum báti úr vosbúð og hungri, en 16 komust lífs af og eru nú á sjúkrahúsi í Manila á Filips- eyjum. Fólkið var I rúman mánuð á leið sinni og fjöldi skipa og báta sigldi fram hjá án þess að virða flóttafólkið viðlits. Ung kona, Dhin Xuan Hoa, sem léttist um 16 kílógrömm í ferðinni lýsti ferðalaginu fyrir fréttamönnum úr sjúkrarúmi sínu í dag: „Við létum líkin í sjó- inn jafnóðum og fólkið dó, en er á leið urðum við svo máttfarin að við gátum það ekki lengur og þá urðum við að láta okkur lynda að liggja dögum saman innan um lfk vina okkar og skyldmenna. Ég mun ávallt sjá fyrir mér, óveðrið sem geysaði, og líkin á floti í vatninu sem hálffyllti stundum bátinn.“ Dhin greindi og frá því að bátafólkið hefði aðeins tekið með sér sex sekki af kartöflum, en það dugði aðeins í viku. Þá gaf vél bátsins sig einnig. Eftir það rak bátinn fyrir veðri og vindum og einu næringuna sem var að fá var rigningarvatn sem fólkið safnaði með því að breiða föt og tuskur um allan bát, vinda vatn- ið síðan ofan í sig. „Við sáum um 40 skip og báta og reyndum að vekja athygli þeirra með því að draga föt okkar að húni og æpa, en ekkert hreif, við vorum ekki virt viðlits," sagði Dhin. Fólkið sem eftir lifði voru sjö karlmenn, sjö konur og tveir unglingspiltar, en I hópi þeirra sem dóu voru 10 börn, það yngsta tæplega tveggja ára. Allt var fólkið illa haldið af nær- ingarskorti og gat vart gengið óstutt. Alls hafa um 500.000 flótta- menn frá Vfetnam farið á bátum til annarra landa { suðaustur Asíu síðan að Saigon féll í Víet- namstríðinu árið 1975. ókunn er tala þeirra sem látið hafa lífið á flóttanum. mönnum og verður varan flutt á áfangastað eftir 1. október næst- komandi. Þar með hafa Sovétmenn fest kaup á 4 milljónura tonna af kornvöru frá Bandaríkjunum síðan þessi kornkaupahrina bófst 29. júní síðastliðinn. Þetta er annað árið í röð sem Bandaríkjamenn selja Rússum gífurlegt magn af korni. Bandaríkjamenn græða vel á þessum viðskiptum við Sovét- menn. Þannig var áætlað að Sov- étmenn borgi 51 milljón dollara fyrir umræddan farm. Ekki hafa Rússarnir viljað kaupa bygg og horfir heldur dökklega fyrir byggræktendum I Bandaríkjun- um. í skýrslu sem bandaríska landbúnaðarráðuneytið sendi frá sér fyrir stuttu, segir að byggupp- skeran verði „rétt einu sinni nærri meti, hins vegar hafi dregið veru- lega úr eftirspurn og verð er lágt. Geysimikið magn fer í skepnufóð- ur.“ Ráðuneytið hvetur bændur til að rækta minna bygg framvegis. Dýrt að klifra í Himalaya-fjöllum Katmandu, Nep»l. 25. júll. AP. ** STJORNVÖLI) í Nepal hafa ákveðið að drýgja tekjur sínar með því að hækka talsvert verð fjallgönguleyfa f Himalajafjöllum innan landamæra landsins. Talsmaður ferðamálaráðuneyt- isins sagði að framvegis myndi hver flokkur fjallgöngugarpa reiða fram andvirði 875 til 2.500 dollara fyrir hverja ferð á tinda 8000 metra á hæð eða meira. Dýr- ast er nú að príla upp á tind Ever- est, sem er hæsti tindur veraldar. Það kostaði áður andvirði 937 doll- ara í „rupeenum“, en svo heitir gjaldmiðill Nepalmanna, nú kost- ar fjallgangan 3.125 dollara. Tind- ar lægri en 8000 metrar eru ódýr- ari, enda mun minna spennandi. Fyrrgreindur talsmaður sagði að Nepalbúar reiknuðu ekki með því að hækkanirnar myndu hafa áhrif á fjölda fjallgönguleiðangra, en hinn aukni tollur hefði verið settur til að koma I veg fyrir of mikið fjölmenni og þrengsli í hlíð- um og hömrum átta vinsælla tinda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.