Morgunblaðið - 26.07.1984, Síða 29

Morgunblaðið - 26.07.1984, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLl 1984 29 Brezka gagimjósnaþjóniistan haföi Wilson undir eftirliti Hann lá undir grun um að vera jP1. I'i njósnari og handbendi Rússa - ..... , Mynd þessi er af Peter Wright, fyrrverandi starfsmanni brezku gagnnjósnaþjónustunnar MI5. Hann hefur haldið því fram, að Sir Roger Hollis, fyrrverandi yfirmaður MI5, hafi leyft sovézkum útsendurum að starfa á meðal æðstu embættismanna f brezka stjórnkerfinu. HAROLD Wilson, fyrrum forsæt- isráðherra Brctlands, lá þrisvar sinnum undir grun sinnar eigin leyniþjónustu á árunum 1963—1974 um að vera „undir stjórn Sovétmanna". Það var land- flótta Rússi, sem gaf fyrstur í skyn, að Wilson væri handbendi Kremlverja og lét leyniþjónustan, MI5, þá rannsaka feril hans. Var fylgzt með Wilson um skeið á sama tíma og hann var forsætis- ráðherra. Engar sannanir komu nokkru sinni fram gegn honum. Skýrði blaðið The Observer frá þessu nú í vikunni. Orðrómur um aðgerðir MI5 gagnvart Wilson hefur verið á kreiki allt frá árinu 1977, er Wilson tók sjálfan að gruna, að vissar deildir innan MI5 væru ákveðnar í að grafa undan hon- um. Þá á MI5 að hafa rannsakað af nákvæmni þann möguleika, að Hugh Gaitskell, fyrirrennara Wilsons, hefði verið byrlað eitur samkvæmt fyrirmælum frá Moskvu. James Angleton, yfirmaður gagnnjósnaþjónustu CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, hélt því fram á sínum tíma, að rússneskur útsendari f Mexíkó hefði sagt, að Wilson lyti fyrir- mælum sovézku leyniþjónust- unnar KGB. Wilson, sem nú er lávarður af Rievaulx, sagði í síðustu viku: „Ég hef heyrt ávæning um þess- ar rannsóknir, en sem forsætis- ráðherra man ég ekki eftir því að hafa nokkru sinni fengið upplýs- ingar um þær beint frá leyni- þjónustunni." Það var landflótta Rússi, An- atoli Golitsin, sem lét Sir Roger Hollis, þáverandi yfirmanni Harold Wilson, fyrrverandi forsæt- isráðherra Bretlands. MI5, f té upplýsingar sínar árið 1963. Á sama tíma var MI5 að rannsaka dauða Hugh Gaitsk- ells, sem borið hafði að skömmu áður og það svo skyndilega, að grunur vaknaði um, að um morð gæti verið að ræða, sem Sovét- menn stæðu að baki. Er Golitsin var skýrt frá þessu, skýrði hann Hollis frá því, að í Moskvu hefði hann frétt um áform um að myrða „vestrænan stjórnarandstöðuleiðtoga". Til- greindi hann þá menn úr KGB, sem stæðu þar að baki og sagði síðan: „Litið á eftirmann Gaitsk- ells“. MI5 tók sfðan að rannsaka fer- 11 Wilsons og komst að þeirri niðurstöðu, að hann hefði farið 12 sinnum austur fyrir járntjald sl. 10 ár þar á undan. En þrátt fyrir allar bollaleggingar Golits- ins komust Hollis og MI5 að þeirri niðurstöðu, að ekki væru neinar raunverulegar sannanir fyrir hendi. Tvisvar sinnum eftir þetta fóru fram athuganir á, hvort Wilson væri njósnari og hand- bendi Sovétmanna, en þær leiddu ekkert í ljós. Skýrslurnar um þær eru enn lokaðar í skjala- skápum MI5. Enda þótt þær hafi aldrei verið birtar, þá þykja þær nokkur vitnisburður um það hugarflug, sem rfkt getur í heimi gagnnjósnanna. Pinochet Chile: Marxistar reknir til Argentínu Santiago, Chile. 25. júlí. AP. STJÓRN Pinochet í Chile hefur hert mjög aðgerðir í garð vinstri sinna í landinu síðustu daga og í gær var fjónim marxistum vísað úr landi og þremur þeirra borið á brýn að vera njósnarar og hand- bendi Rússa. Mennirnir voru færðir í járnum út á flugvtíllinn í Santiago og settir um borð f far- þegaþotu á leið til Argentínu. Leit- að er logandi Ijósum að tveimur marxistum til viðbótar sem reknir verða stímu leið er þeir finnast. Aðgerðirnar koma í kjölfarið á niðurstöðu hæstaréttardómstóls sem staðfesti að ekki væri hægt að hnekkja ákvörðunum ráðamanna um að leyfilegt væri að reka Chile-búa úr landi án réttarhalda ef þeir væru taldir hættulegir ör- yggi landsins. Mennirnir þrír, sem sakaðir eru um njósnir, voru einn- ig reknir úr landi árið 1973, er stjórnarbylting var gerð í landinu. Það er eigi langt siðan þeim var leyft að hverfa aftur á heimaslóð- ir. An FLÓIN, Vesturgötu 4 (neðri hæð)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.