Morgunblaðið - 26.07.1984, Page 31

Morgunblaðið - 26.07.1984, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLl 1984 31 Mikið fjölmenni við gröf vísnasöngvara í Moskvu Moskvu, 25. júlí. AP. SOVÉTMENN á öllum aldri, sem margir höfðu skrópað úr vinnu, söfnuðust saman þúsundum saman í Moskvu í dag til þess að minnast söngvarans Vladimir Vysotskys. Minnti þetta mjög á þá aðdáun, sem þeim John Lennon og Elvis Presley hefur verið sýnd í Bandaríkjunum, en er hins vegar afar fágæt í Sovétríkjunum. Vysotsky var vísnasöngvari, sem söng um hlutskipti þeirra, er erfitt eiga í lífinu, en gerði grín að þeim, sem eru í háum stöðum. Hann lézt 24. júlí 1980 þá 42 ára gamall. Sá mikli harmur, sem þúsundir manna létu í ljós við útför hans, kom yfirvöldum mjög á óvart og lögreglulið, sem þá var sent á vettvang á hestum, átti fullt í fangi með að hafa hemil á mannfjöldanum, sem ekki vildi fara frá gröf söngvarans. Á hverju ári síðan hafa þús- undir manna safnazt saman við gröf Vysotskys á dánardægri hans og lagt blómsveiga á leiði hans, þrátt fyrir það að hans sé hvergi minnzt i blöðunum, sem ríkisvaldið hefur eftirlit með. Virðast vinsældir hans fremur fara vaxandi en minnkandi með árunum og hann er á góðri leið með að verða að þjóðsagna- persónu í vitund yngri kynslóð- arinnar, sem ekki náði að kynn- ast söngvaranum af eigin raun. Sovézka sjónvarpið hefur sýnt fimm kvikmyndir í þessum mán- uði, þar sem Vysotsky kom fram og virðist þar greinilega um við- urkenningu að ræða á hinum miklu vinsældum listamannsins. „Ég er kominn hingað, sökum þess að ég virði og dái Vladimir Vysotsky," sagði Sergei Arna- ytov, miðaldra tannlæknir, er hann kom að gröf vísnasöngvar- ans, en fólk tók að safnast þar saman strax á þriðjudagskvöld. „Hann söng um sannleikann í lif- inu,“ var haft eftir Alexei Kostryukov, 16 ára gömlum Moskvubúa, samtímis því sem hann lék tónlist Vysotskys af segulbandi. í Moskvu ganga nú manna í milli segulbönd og myndbönd án heimildar stjórnvalda, sem tekin voru upp af tónleikum Vysotsk- ys, á meðan hann var enn á lífi. Hlegiö að víkingum Osló, 24. júlí. Fri Jan Erik Laure fréttaritara Mbl. Norskir fjölmiðlar hafa farið hæðnisorðum um leiðangur tveggja norskra „víkingaskipa", sem siglt hafa yfir Norðursjó án klukku, kompáss eða korta í því skyni að rannsaka með hvaða hætti vík- ingarnir sigldu skipum sinum til fjarlægra staða. Einkum hefur verið gert grín að leiðangursmönnum eftir að þeir lögðu upp frá olíuborpalli. Skömmu seinna skildu leiðir og þurftu þeir að fá aðstoð til að ná saman á ný. Spurðu blöð m.a. hvort víkingarnir hefðu fundið olíu. James F. Fixx Brautryðjandi skokksins dó á hlaupabrautinni JAMES Fixx, maðurinn sem gerði ailan heiminn vitlausan í skokk, iést af völdum hjartaáfalls, sem hann fékk á hlaupabrautinni. Hann var 52 ára að aldri. James Fixx gaf eitt sinn út tímarit og er auk þess höfundur bókarinnar „The Complete Book of Running". Mottó hans var að hresst og líflegt fólk yrði langlíf- ast allra og skokk væri besta heilsulind sem um gæti. Fixx fór að hlaupa vegna þess að hann óttaðist að verða hjarta- sjúkdómum að bráð, eftir að faðir hans lést úr hjartaáfalli, aðeins 43 ára að aldri. Skokkarinn mikli fannst á veg- arkanti í Norður-Vermont og hafði augsýnilega fallið niður á hlaupunum. Skaut fjóra á flóttanum Hot SpringN, ArkanaaN, 25. júlí. AP. SÆRÐUR maður, sem var á flótta undan lögreglu, réðist inn á mótel og skaut fernt til bana. Maðurinn lést svo skömmu síðar af skotsárum. Um kl. 11 á þriðjudagskvöld stöðvaði lögregluþjónn bíl með fjórum mönnum i og vildi ná af þeim tali. Mennirnir skutu þá á lögreglumanninn, en honum tókst að særa tvo þeirra skotsárum, áð- ur en þeir náðu að flýja. Sá þriðji lagði á flótta, en náðist skömmu síðar en sá fjórði ók af stað í bíln- um, þótt særður væri. Maðurinn ók til Grand Central Motor Lodge, æddi inn á krá mót- elsins og tók að skjóta á viðstadda með skammbyssu sinni. Han hljóp svo út i bilinn og náði i haglabyssu og hélt áfram skotárásinni. Alls létust fjórir og þrír særðust í skot- árásinni. Framreiðslustúlka á krá mótelsins sagði að manninum hefði verið vísað þaðan út fyrir hávaða og dónaskap af eiganda krárinnar og þjóni, en bæði létu lífið í árásinni. Það varð fram- reiðslustúlkunni til lifs að henni leiddist maðurinn svo mjög, að hún fór inn í eldhús þegar hún sá hann nálgast. Við borgum meira. Sóttum vörumarþangað. Pvígeturþú valið úr Lundúnarvörum á útsöiunni ohhar hér í Bankastræti. Strætó í miðbæinn kostar 30 krónur báðar ieiðir, gisting, morgunmatur og ieiðsögn óþörf, og ekki færðu popp. * ENÞAÐERPEPPI ## UTSOLUMI OIíliAR BANKASTRÆTI14 101REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.