Morgunblaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.07.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLl 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Ingólfur á Hellu kvaddur Með Ingólfi Jónssyni á Hellu kveður einn þeirra forystu- manna þjóðarinnar og Sjálfstæðisflokksins sem settu mestan svip á stjórnmálalífið og landsstjórnina á þrjátíu ára tímabili er hófst skömmu áður en lýðveldi var stofnað á íslandi og lauk þegar viðreisnarstjórnin hvarf frá völdum. Saga Ingólfs Jónssonar er ekki síst tengd þeim stórstígu framförum sem urðu í íslenskum landbúnaði á þessum árum, þegar bændur létu af gömlum búskaparháttum og gengu á vit nýs tíma. Þótt nú séu sex ár liðin síðan Ingólfur Jónsson lét af þingmennsku og þrettán ár frá því að hann hætti sem landbúnaðarráðherra er nafn hans jafnan ofarlega á baugi þegar rætt er um landbúnaðarstefnuna. Sjónarmið þau sem hann hélt á loft í landbúnaðarmálum eiga hljómgrunn í öllum stjórnmálaflokkum. Áhrif Ingólfs Jónssonar að þessu leyti eru því síður en svo bundin við Sjálfstæðisflokkinn og vægi þeirra á í senn rætur að rekja til þess að á 36 ára samfelldum þingmannsferli (1942 til 1978) var hann einarður í varðstöðu sinni um hagsmuni bænda og allt það sem hann taldi þeim til heilla og hins að hann hefur íslendinga lengst gegnt embætti landbúnaðarráðherra frá því að stjórnin fluttist inn í landið 1904 eða í 12 ár í viðreisnarstjórninni (1959 til 1971). Sömu sögu er reyndar að segja um 12 ára setu hans í embætti samgönguráðherra í sömu stjórn, en undir forystu Ingólfs Jónssonar þar var meðal amjars hafist handa um stórhuga, varanlega þjóðvegagerð. Ingólfur Jónsson var ræktarsamur við heimabyggð sína, Rangárvallasýslu, og jafnan kenndur við Hellu þar sem hann stjórnaði kaupfélaginu Þór frá 1935 til 1953 er hann varð viðskipta- og iðnaðarráðherra í þrjú ár. Ingólfur á Hellu átti því að fagna allt frá því hann fyrst var kjörinn á þing að njóta óskoraðs trausts sem fulltrúi Rangæinga á Alþingi og hið sama er að segja um stuðninginn við hann í Suður- landskjördæmi eftir kjördæmabreytinguna 1959 þegar Vestur-Skaftafellssýsla, Rangárvallasýsla, Árnessýsla og Vestmannaeyjar voru sameinuð í eitt kjördæmi. Þessi breyt- ing var ekki sársaukalaus fyrir marga bestu stuðningsmenn og kjósendur Ingólfs á Hellu en hann stóð jafn réttur eftir þá erfiðu baráttu og aðrar. Voru þær ófáar kosningarnar þar sem sigrar sjálfstæðismanna á Suðurlandi undir forystu Ing- ólfs urðu flokksbræðrum hans um land allt fagnaðarefni. Til hinsta dags var hann með hugann við velferð og hagsmuni Sunnlendinga og gegndi meðal annars formennsku í Jarð- efnaiðnaði hf. eftir að hann lét af þingmennsku, en því félagi er ætlað að treysta atvinnulíf á Suðurlandi með nýtingu jarðefna til iðnaðar og útflutnings. Ingólfur Jónsson var málafylgjumaður sem sópaði að í ræðustól. Hann flutti mál sitt af svo miklum sannfær- ingarkrafti að áheyrandinn hlaut að telja andmælendur hans hafa rangt fyrir sér. í endurminningum hans sem út komu í tveimur bindum 1982 og 1983 og skráðar eru af Páli Líndal lýsir Ingólfur skoðunum sínum á mönnum og málefn- um á skýran og hispurslausan hátt. Er fengur að því að forystu- og athafnamanni á borð við Ingólf skuli hafa enst aldur til að gera á þann hátt sem hann kaus grein fyrir ævistarfi sínu og hugsjónamálum. í endurminningunum er meðal annars leitað álits Halldórs Pálssonar, fyrrum búnaðarmálastjóra, sem ekki var flokksbróðir Ingólfs á Hellu, á störfum og stefnu sögupersón- unnar. Halldór segir á einum stað: „Mér hefur alltaf fundist, að það hafi verið rétt valið, þegar kaupfélagið sem Ingólfur byggði upp, var nefnt Þór. Slíkur garpur hefur Ingólfur verið, að mér kemur oft í hug Ása-Þór, þegar ég heyri hans getið. Og það er víst, að annar væri Sjálfstæðisflokkurinn, ef ekki hefði komið til atfylgi Ingólfs á Hellu." Morgunblaðið kveður þennan samherja sinn um áratuga- skeið með þökk og virðingu og færir ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Opinber gjöld á bensíni: Hækkun nemur 118% — innkaupsverð í doll- urum lækkar um 25 % „Misskilningur að fulltrúar olíufélaganna setjist saman og ákveði bensínverðið,“ seg- ir forstjóri Skeljungs „Ég vil gjarnan láta það koma fram, að samskipti Skeljungs og Péturs Geirssonar, veitingamanns í Botnsskála og á Hreðavatni, hafa yfirleitt verið góð á undanförnum árum og áratugum," sagði Indriði Pálsson, forstjóri Olíufélagsins Skeljungs hf., í samtali við blm. Mbl. f tilefni af frásögn Morgunblaðsins á þriðjudaginn um afslátt Péturs Geirssonar í Botnsskála á bensíni, en hann selur nú lítrann 70 aurum ódýrara en aðrir og sagði m.a. f viðtali við Mbl., að hið háa verð á bensíni f landinu metti m.a. skrifa á reikning samtryggingar olíufélaganna. „Pétur er þekktur fyrir að vera duglegur maður og fylginn sér,“ sagði Indriði. „í viðtalinu í Morg- unblaðinu segist hann undanfarin ár hafa verið óánægður með þau sölulaun, sem hann hefur fengið fyrir að afgreiða bensín og einnig að ýmsir aðrir hafi verið það. Ástæðulaust er að draga þessa staðhæfingu í efa, enda minnir hún mig á að fyrir nokkrum árum átti Pétur Geirsson meðal annars þátt í því að nefnd var gerð á fund verð- lagsyfirvalda í þeim tilgangi að leita eftir hækkun á smásölulaun- um þeirra sem afgreiða bensín. Sú málaleitan bar ekki árangur að dómi nefndarmanna en þetta sýndi þó, að á þeim tíma vissi Pétur Geirsson gjörla hvert honum bæri að snúa sér með óskir um hækkun á smásölulaunum fyrir bensfnaf- greiðslu. Eins og ég sagði áðan hafa sam- skipti Skeljungs og Péturs Geirs- sonar verið góð, þótt meiningar- munur hafa verið um nokkur at- riði. Ég tel því enga ástæðu til að draga í efa að Pétri gangi gott eitt til, að selja nú bensfn f Botnsskála, án þess að fá eyri I þóknun fyrir söluna. Breytir það engu þótt á sl. hausti hafi Pétur krafist þess að bensindælur frá söluskála hans við Hreðavatn yrðu fjarlægðar af þeim ástæðum að sölulaunin væru svo lág, að hann myndi ekki selja bens- in frá þeim á Hreðavatni. Einnig þykir mér næsta ósanngjarnt að vera að blanda þvi saman að Pétur Geirsson selji bensin i Botnsskála án nokkurrar þóknunar en sam- timis sé vöruverð í söluskálum hans, skv. verðkönnun Verðlags- stofnunar, hærra en á nokkrum öðrum stöðum á Vesturlandi. En eins og hann sjálfur segir, þá ber hann hag bifreiðaeigenda svo mjög fyrir brjósti, að honum finnst vinn- andi að tapa einhverju fé á bensínafgreiðslu ef það mætti verða til þess að þeir gætu sparað 10—30 krónur á að kaupa hjá hon- um bensín. Ég get mjög vel tekið undir það, að bensinverð á fslandi er hátt, hærra en í flestum öðrum löndum Evrópu. Það er þvi kannski fróð- legt að fram komi hvernig bensin- verð er byggt upp,“ sagði Indriði Pálsson og lagði fram svohljóðandi töflu: Kr. % Innkaupsverð og rhitningsgjald 6.40 28,2 Opinber gjöld 13,49 59,4 Dreifíngarkostnnður og birgóa- kostnaður olíufélaganna 13S 8J Smásölulaun 0,69 3,0 VerðjöfnunargjaJd 0,39 1,7 Tillag til innkaupa jöfnunarreiknings 0.2 0 SunUb 22,70 „Nú vil ég taka fram,“ sagði Indriði, „að i flestum þeim löndum þar sem ég þekki til, eru innheimt- ir skattar i bensfnverði mismun- andi háir, en þó lfklega í fáum löndum eins háir og á íslandi. Hlutur skatta í bensínverði hefur á undanförnum mánuðum og árum hækkað að mestu í samræmi við verðlag í landinu. Frá 5. ágúst 1982 til 17. júli 1984 hækkuðu opinber gjöld úr kr. 6,20 á hvern lítra í kr. 13,49 á litrann, eða um 118%. Frá árinu 1982 til þessa dags hefur innkaupsverð á bensíni i dollurum lækkað á íslandi um u.þ.b. 25%. Sá þáttur í verðinu er eins og fyrr segir nú um 28,2%. öðrum þáttum í bensínverðinu ráða innlendir aðilar og það er Verðlagsráð, sem ákveður útsölu- verð á bensíni á fslandi. Oliufélög- in eiga þar engan beinan þátt að. Tollur, vegagjald, söluskattur og veltuskattur er það sem að framan er nefnt „opinber gjöld“. Þau eru „Lentum á gosæð, ei ekki búnir að gefas — segir Árni Gunn- arsson yfírverkfræð- ingur Hitaveitu Reykjavíkur um bor- anirnar á Nesjavöll- um „Við komumst niður á 120 metra dýpi en lentum þá á gosæð,“ svaraði Árni Gunnarsson yfirverkfræðingur Hitaveitu Reykjavíkur þegar hann var inntur eftir hvers vegna hætt var borun áttundu holunnar á Nesja- völlum fyrr í sumar. „Mótþrýsting- urinn var 23 bar (þrýstieiningar) sem er of mikið til að gufuborinn Dofri þyldi hann, þótt litlu hafi munað. Við fórum niður á 400 metra dýpi en gátum ekki fóðrað holuna og yfirgáfum hana. Upphaflega áætl- uðum við að bora 1200—2000 metra og komast niður á aðalhitasvæðið en af því gat ekki orðið í þetta sinn. Öryggisventill kom í veg fyrir að nokkkrar skemmdir yrðu á Dofra, þegar komið var niður á þessa æð. Hafði ekki verið kannað áður hvernig aðstæðum væri háttað? „Við getum ekki sagt fyrir hve mótþrýstingurinn er, fyrr en á Rannsóknaborunum verður haldið áfram á Nesjavölhim næstu 2—3 árin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.