Morgunblaðið - 26.07.1984, Side 37

Morgunblaðið - 26.07.1984, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1984 37 Hækkun kjarnfóðurgjalds með tiliti til hagkvæmni í mjólkurframleiðslu — eftir dr. Ólaf Oddgeirsson Fyrir skömmu tilkynnti Fram- leiðsluráð landbúnaðarins um stórfellda hækkun á skatti sem lagður er á innflutt kjarnfóður. Ástæðan til þessa er sú að bændur hafa framleitt meira af landbún- aðarvörum en innanlandsmarkað- ur tekur við. Svo virðist sem þessi ákvörðun sé tekin einhliða, þ.e.a.s. ekki hef- ur farið fram nein opinber um- ræða um þetta áður en ákvörðunin er tekin. Ekki virðast viðkomandi aðilar heldur hafa gert sér ná- kvæma grein fyrir þeim afleiðing- um sem þessi hækkun getur haft fyrir bændur, að minnsta kosti vil ég ekki ætla þeim slíkt. Ég vil hér fyrst og fremst greina frá þeirri hlið sem að mér snýr, en ég vinn fyrir mjólkurframleiðend- ur í landinu. Starf mitt er fólgið í ýmsum rannsóknum á efnainni- haldi mjólkur og á júgurbólgu. Til að skýra mál mitt nánar vil ég byrja á að gera grein fyrir vandamálinu. Talið er að á þessu ári verði um verulega offramleiðslu á mjólk að ræða í landinu. Mun hér vera um nokkrar milljónir lítra að ræða. Til að stemma stigu við þessu flóði hafa ráðamenn ákveðið að nú skuli bændur gefa minna af kjarnfóðri, sem síðan leiði til þess að kýrnar mjólki minna. Að óat- huguðu máli gæti þetta dæmi litið vel út. Ekki er talið skynsamlegt að framleiða mjólk sem enginn hefur not fyrir með dýrum innfluttum fóðurbæti, í þessu landi sem sífellt þjáist af gjaldeyrisskorti. En lítum nú aðeins nánar á af- leiðingar þessa. Það hlýtur hverj- um þeim sem eitthvað hafa haft með húsdýr að gera að vera ljóst að þetta eru engar vélar, sem ein- faldlega fá aðeins minna eldsneyti og gefa þá minni afköst. Kýrnar eru viðkvæmar skepnur sem hafa sínar þarfir varðandi fóður ‘sem verður að fullnægja ef ekki á að hljótast verra af. Kýr eru þannig að þær eru hver fyrir sig gerðar til að mjólka ákveðið magn á hverju mjalta- skeiði. Þessi eiginleiki þeirra er mismunandi allt eftir því hvað erfðir þeirra segja til um. Þessu verður ekki breytt nema að litlu leyti, og þá með því að búa þær vel eða illa undir komandi mjalta- skeið. Ef við nú búum kýrnar í meðallagi vel undir mjaltaskeið en gefum þeim síðan ekki nægilegt magn af orku, eggjahvítu og kol- vetnum á fyrsta tíma mjalta- skeiðs, þá verða kýrnar sjúkar. Þær fá efnaskiptasjúkdóm sem mjög vel er þekktur i íslenska kúa- stofninum. Hér er átt við súrdoða sem hefur í för með sér verulegt afurðatap. Kýr sem fengið hefur súrdoða í byrjun mjaltaskeiðs nær aldrei upp þeim afköstum á við- komandi mjaltaskeiði sem annars hefði orðið, þrátt fyrir mjög góða fóðrun. Kýrin er þá orðin óhagkv- æm og skilar ekki þeim arði sem til var ætlast. Ólafur Oddgeirsson „Það á ekki að minnka mjólkurframleiðslu með því að gera bændum ókleift að kaupa þann fóðurbæti sem til þarf, heldur á að fækka grip- unum og framleiða þannig minna magn á hagkvæmari hátt.“ Eins og sakir standa í dag munu ekki vera möguleikar á að fram- leiða nægilegt magn af innlendu kjarnfóðri til að anna eftirspurn. Við verðum því að flytja inn veru- legt magn af erlendu kjarnfóðri. Það ætti að vera markmið hvers bónda og reyndar þjóðfélagsins í heild, að hver um sig reyni að framleiða sína vöru með sem minnstum tilkostnaði. Það er dýrt að framleiða mjólk með sjúkum kúm og hlýtur að vera hagkvæm- ara að framleiða sama magn með færri heilbrigðum skepnum. Það á því ekki að minnka fóðurbæti sem til þarf, heldur á að fækka gripun- um og framleiða þannig minna magn á hagkvæmari hátt. En hvernig á að fækka mjólk- urkúm í landinu. Vissulega eru margar leiðir til í þeim málum, en ég vil koma hér með eina tillögu. Síðastliðin tvö ár hefur júgur- heilbrigði kúa verið athugað víða á landinu. Komið hefur i ljós að töluverður fjöldi islenskra mjólk- urkúa er haldinn krónískri, ólæknandi júgurbólgu. Þessum gripum þarf því að slátra, þvi fyrr því betra, því þær gefa allt að 25—30% minni afurðir en heil- brigðar kýr, þó miðað sé við sama fóðurmagn og samsetningu. Það er alltaf ástæða til að framleiða vöruna á sem hagstæðastan hátt en aldrei meiri en nú, þegar að kreppir í þjóðfélaginu. Það er því fyllsta ástæða til að þessum grip- um sé fargað, það er bæði hag- kvæmt fyrir hverja framleiðslu- einingu fyrir sig og fyrir heildina. Ég vona að ráðamenn geri sér grein fyrir þessu og geri ráðstaf- anir sem eru til gagns fyrir alla aðila, og taki tillit til allra þátta í þessu máli sem öðrum. Reykjavík 24.07.’84 Dr. Ólaíur Oddgeirsson er tor- stöðumadur Rannsóknastofu mjólkuriAnadarins. Ferðamálasam- tök Suðurnesja stofnuð Voguni, 23. júlí. ÞANN 28. júní sl. voru Ferðamála- samtök Suðurnesja stofnuð á fundi er undirbúningsnefnd á veg- um Samtaka sveitarfélaga á Suð- urnesjum efndi til. f undirbún- ingsnefndinni sátu Guðjón Stef- ánsson, formaður, Jóhannes Sig- urðsson og Steindór Sigurðsson. Ferðamálasamtökin eru sam- tök hagsmuna- og áhugaaðila í ferðaþjónustu á Suðurnesjum. í samþykktum samtakanna segir að hlutverk þess sé: a) Að efla ferðaþjónustu á Suðurnesjum og skipuleggja samstarf aðila inn- an samtakanna. b) Að bæta þjónustu við það fólk sem ferð- ast um félagssvæðið. c) Skipu- leggja ferðir um Suðurnes. d) Standa fyrir fræðslu og útgáfu- starfsemi. Á stofnfundinum voru eftir- talin kjörin í stjórn: Magnús Helgason, flugrekstrarstjóri, Keflavík, Jóhannes Sigurðsson, veitingamaður, Njarðvík, Gunn- þórunn Gunnarsdóttir, verslun- areigandi, Sandgerði, Pétur Jó- hannsson, ferðaskrifstofumað- ur, Keflavík, Steindór Sigurðs- son, sérleyfishafi, Njarðvik, Halldór Ingvarsson, verslunar- eigandi, Grindavík, Axel Jóns- son, veitingamaður, Keflavík, og Árni Óskarsson, leigubifreiða- stjóri, Njarðvík, auk Leifs A. Is- akssonar sem er tilnefndur af stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Pétur Jóhannsson hefur verið kjörinn formaður. E.G. NISSAN SUNNY ÓTRÚLEGA SPARNEYTINN OG FRÁBÆRLEGA SKEMMTILEGUR í AKSTRI AUK ÞESS MEÐ ÖRYGGIFYRIR ÞIG SEM HNITMIDUÐ OG HÁÞRÓUÐ TÆKNIEIN GETUR TRYGGT FRÁ NISSAN - AÐ SJÁLFSÖGÐU Þaö er ekki fyrir tilviljun aö á fimmtíu árum hafa Nissan-verksmiðjurnar oröið þriöji stærsti bifreiðaframleiðandi heims. Árangur þennan er aö þakka einbeitni Nissan viö að ná fram bestu hugsanlegu hönnun í framleiðslu á bílum. Til þess mótuðu þeir nýj- ustu aðferöir og háþróaða tækni sem hefur orðiö öörum til fyrirmyndar um allan heim og eftirbreytni í útliti, sparneytni og endingu. Nissan hefur ætíö hannaö bifreiöar sínar á þessum háleitu forsendum enda hafa bifreiðar þeirra getiö sér frábæran orðstír. Sunny, sem er einn af nýrri kynslóð framhjóla- drifinna fjölskyldubíla frá Nissan, gefur hug- takinu „fjölskyldubíll" nýja og víöa merkingu. Hann er ekki bara rúmgóður eins og hinn hefðbundni fjölskyldubíll, heldur er hann einnig ótrúlega sparneytinn, ódýr og sérstaklega endingagóöur. Fyrirmynd fjölskyldubílsins er bíll meö sport- legu útliti sem gaman er aö aka. Sunny passar ekki aöeins inn í þann ramma heldur bjó hann til enda ósvikin Nissan. Fullkomnun náó meö NISSAN-tækni. riNISSAN INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn V/Rau6agexÓi - Reykjavik, Simi 91-33560.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.